Morgunblaðið - 24.01.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.01.1948, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardaginn 24. janúar Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árn_ Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Lýðræðið í verklýðs samtökunum SÍT STAÐREYND að kommúnistar beita nú verkalýðsf jelög- unum fyrir sig til skemmdarstarfsemi gagnvart atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar hlýtur að leiða til nýrrar athugunar á þeim lýðræðisháttum, sem ríkja innan þessara samtaka, sem verkamenn. úr öllum stjómmálaflokkum skipa. Samkvæmt núgildandi kosningareglum í verkalýðsfjelög- unum ræður einfaldur meirihluti algerlega kosningu allra stjórna þeirra og trúnaðarmanna. Stjórnarlisti, sem fram er borinn og hlýtur t. d. eins atkvæðis meirihluta yfir annan lista fær þannig alla stjórnarmenn kosna en hinn listinn engan. -k Sjálfstæðisverkamenn í verkalýðsfjelögum víðsvegar um land hafa bent á hversu órjettlátt þetta kosningafyrirkomu- lag sje og sett fram kröfuna um að teknar yrðu upp hlut- fallskosningar í stað þess. Þeir hafa jafnhliða bent á það, að við kosningar á stjettþing bænda, Búnaðarþing, gildir þetta íyrirkomulag. Fulltrúar á Búnaðarþingi eru kjörnir með hlutfallskosningu í nokkrum allstórum kjördæmum. Þar hafa hlutfallskosningarnar þótt gefast vel og mun ekki ríkja á- greiningur um það meðal bænda. En fulltrúar á stjettaþingi verkamanna, Alþýðusambandsþing, eru eins og áður var sagt, kjömir á alt annan hátt. f þeim-kosningum ræður meirihlutafyrirkomulagið. Af því leiðir það, að skipan þess er í algeru ósamræmi við styrkleikahlutföll stjórnmála- flokkanna innann verkalýðssamtakanna., Þúsundir verka- manna eiga þar ef til vill engan eða sárafáa fulltrúa. ★ Við slikt „lýðræði“ verður ekki unað til lengdar. Sjálf- stæðisverkamenn hafa 001-16 fram kröfuna um hlutfallskosn- ingar í verkalýðsfjelögunum. Sú krafa á fyllsta rjett á sjer og hlýtur að ná fram að ganga fyrr en síðar. En það, sem gerir hlutfallskosningarnar sjerstaklega að- kallandi er hin ósvífna misbeiting komrnúnista á verkalýðs- samtökunum í þágu flokkspólitískra 'hagsmuna sinna. Sú misbeiting er í senn hættuleg verkalýðssamtökunum sjálfum og þjóðfjelaginu í heild. ★ Til þess ber því brýna nauðsyn að öll þau öfl, sem nú heyja baráttuna við kommúnismann hjer á landi sameinist um kröfuna um hlutfallskosningar í þessum samtökum. — Með þeirri breytmgu væru verkamönnum í senn skapað aukið lýðræði og rjettlæti innan samtaka sinna og þjóðfje- lagið tryggt gegn skemmdarstarfsemi kommúnista. ★ Jóhann Hafstein alþingismaður flutti á síðasta þingi frum- varp um hlutfallskosningar í verkalýðsfjelögunum. Var það flutt samkvæmt ósk Sjálfstæðisverkamanna og stóð þing- flokkur Sjálfstæðismanna óskiptur að því. En það ótrúlegp gerðist að frumvarpið var felt og aðeins Sjálfstæðismenn greiddu því atkvæði. Afstaða kommúnista til þess máls þurfti ekki að koma neinum á óvart. Þeir voru að sjálfsögðu á móti því vegna þess að í því fólst aukið lýðræði og frjálslyndi. Afstaða Alþýðuflokksins og Framsóknarmanna var torskild- ari. En ótrúlegt virðist að þessir flokkar hafi til langframa gengið í bandalag við kommúnista um að viðhalda hinu úr- elta kosningafyrirkomulagi. Afstaða Sjálfstæðismanna til þessa máls er óbreytt. Krafa þeirra er aukið lýðræði innan verkalýðssamtakanna. Leiðin til þess að skapa það er að taka upp hlutfallskosningar þar eins og bændur hafa gert til Búnaðarþings. ★ Barátta kommúnista og ótti við hlutfallskosningar er enn ein sönnun fyrir fjandskap þeirra við raunverulegt lýðræði. Þeir vita hinsvegar vel að rjettlætið í þessum efnu.m mundi þýða flokkslegt tap fyrir þá sjálfa. En verkamenn mundu vinna á því. ver/i UR DAGLEGA LIFINU Listaverk úr snjó. ÞAÐ VAR gaman að fara um bæinn í fyrrakvöld og skoða snjókarla og kerlingar, sem ungir og gamlir ljeku sjer áð búa til úr hinum mikla snjó, sem hlóð niður þann daginn hjer í bænum. Sum þessara verk„a voru hreinustu listaverk, en önnur ljelegri, eins og gengur. í garði einum við Sólvalla- götu hafði verið gerður fugl úr snjó, svo haganlega, að fjöldi manns hringdi til Morgunblaðs ins til að tilkynna að þarna væri fallegur snjófugl, sem gaman væri að líta á. Víða höfðu unglingar bygt sjer snjóhús og var að minsta kostj. eitt þeirra upplýst um kvöldið. En snjókarlar og kerlingar eiga sjer skamma ævi hjer á Suðijrlandi og flest voru lista- verkin horfin í gærmorgun. • Óknyttir. ÖNNUR SKEMTUN unglinga í snjónum var ekki eins góð, en b?ð var snjókastið. Það get- ur verið hressilegt að kasta snjó sín í milli, en það er hættu legur leikur og oft hafa af því hlotist slys. Það er heldur ekk- ert gaman fyrir vegfarendur, að verða fyrir snjókúlnahríð frá strákum. Snjókast ætti ekki að líðast á götum bæjarins og er ekki hægt að snúa sjer nema til lög- regluþjóna og biðja þá, að vernda borgarbúa fyrir þessum ófögnuði. Eins mætti, ef til vill með einhverjum árangri, biðja kenn ara og foreldra, að brýna það fyrir börnum sínum, að leika ekki þenna hættulega leik á göt unum. Tímaritainnflutn- ingurinn. Finnur Einarsson hefir beðið fyrir eftirfarandi til birtingar: „Morgunblaðið í dag birtir í dálkum Víkverja brjef, sem því hefir borist frá hjeraðslækni után af landi. Hjeraðslæknir- inn hneykslast þar á auglýs- ingu sem jeg með leyfi Við- skiftanefndar birtir í Morgun- blaðinú í miðjum desember síð- astliðinum. Vegna þess að mjer finnst gæta nokkurs misskiln- ings í brjefi læknisins vildi jeg biðja blaðið fyrir nokkrar at- hugaesemdir. Höfuð röksemdafærsla mín fyrir því að jeg fengi umrætt leyfj, og sú sem Viðskiftanefnd fjellst á var einmitt sú, að ekki væri vansalaust að banna al- gjörlega innflutning á erlend- um fagtímaritum eins og gert hefir verði á undanförnum mán uðum og gera fólki kleift að afla sjer þeirra án þess að eyða mikilsverðum tíma Viðskifta- nefndar í dæmalausa smámuni. Nú vildi svo til að jeg hafði samband við stórt áskriftafirma í New York sem annast áskrift ir að hverskonar tímaritum út um allan heim fyrir lægsta fá- anlegt verð og varð það því að samkomulagi milii mín og Við- skiftanefndar að jeg fengi að setja umrædda auglýsingu í Morgunblaðið upp á væfttan- lega yfirfærslu á andvirði þess, sem jeg yrði beðinn um fyrst á árinu 1948. • Engin sorptímarit. JEG skal í því sambandi taka það fram að jeg ætlaði í þessu skyni að nota þann innflutn- ingskvota, sem mjer bar fyrir verslun mína, en alt árið 1947 hafði jeg ekki fengið grænan eyri í þessu skyni og hefir þó ekki verið hægðt að benda á að börn og unglingar hafi staðið í löngum biðröðum fyrir uifan búð mína til þess að kaupa er- lend sorpblöð af þeirri einföldu ástæðu að slík blöð háfa þar aldrei verið á boðstólum. • Samanburður. JEG GET líka frætt læknir- inn.á því að fjölmargir af stjett ..arbræðrum hans hafa snúið sjer til mín og pantað hjá mjer margs konar fagtímarit og sama. er að segja um fjölda marga aðra af sjerfræðingum okkar á hinum ýmsu sviðum og sameiginlegt um þá alla er það að heir hafa verið mjer mjög þakklátir fyrir milligöngu mína, enda hefi jeg lagt í þetta mikla vinnu. Annars virðist manni það harla undarlegt að á því herr- ans ári 1947, þegar fluttar eru inn vörur fyrir 519,1 . miljón króna, að því er morgunblöðin í mor.gun skýra frá, þá skuli ekki vera hægt að verja græn- um eyri til innflutnings á er- lendum bókum, blöðum og tíma ritum en á sama tíma geta versl anirnar hjer í Reykjavík boðið viðskifta vinum sínum brokaðé blúndur fyrir 'á 3ja hundrað krónur pr. meter og kristals- vasa og postulínskýr fyrir verð sem kemur manni til að sundla þevar nefnt er. Oneitanlega kemur mörgum þetta kynlega fyrir sjónir. Hitt er syo annað mál að það má ekki látið ómótmælt er Við- skiftanefnd er skömmuð ein- mitt fyrir það sem hún gerir til að ráða bót á því ófremdar- ástandi sem ríkt hefir í þessum málum, enda mun það líka mála sannast, að hjer sje ekki um þær upphæðir að ræða sem neinu máli skifti eða hafi nein veruleg áhrif á viðskiftaafkomu okkar gagnvart öðrum þjóð- um“. ..Þetta *ségir Finnur Einars- son og ætti svo að vera útrætt upm málið á þessum vettvangi. • Skíðabrekkur í ná- grennimi. Theodór Árnason skrifar frá Korpúlfsstöðum.: ,.MJER JIATT í hug, þegar jeg leit út um gluggpnn '•minn í dag, að aflíðandi hádegi og sá íannbreiðurnar í Úlfarsfelli lauyaðar glampandi sólskini, að slík sjón myndi hafa glatt hjarta skíðamanns, því að’" nú hefir fönnina lagt þannig, að ekki sjer í dökkan díl á bréiðu svæði, alveg upp undir fells- brún og munu þarna vera lengstu og skemtilegustu skíða brekkurnar, sem til eru í ná- grenni Reykjavíkur og raunar við allra hæfi, jafnvel hinna ófyrirleitnustu brun-garpa. Og auðvelt er og ódýrt að komast fram og aftur, t. d. með Mos- fellssveitar- „rútunni“. Til öryggis er eflaust varleg ast, að vanur skíðamaður eða skíðamenn könnuðu brekkurn ar áður en almennt væri farið að skemta sjer á þessum slóð- um og síðan væri merkt svæði þar sem alveg er örugt, að ekki er of grunnt á. En að sjálfsögðu hugsn þeir um það, sem for- göngu hafa um slíka hluti, ef þeim þykir þessi . ábending , nokkurs virði“. MEDAL ANNARA ORÐA . . . . '-j Eftir G. J. A. |-——■'—" 0! mikii má aí 'élk mm ÞAÐ væri synd að segja, að við íslendingar sjeum ekki fje- lagslyndir menn — svona á yf- irborðinu að minsta kosti. Sann leikurinn er sá, að það hefir verið haft orð á því við mig, að hvergi í heiminum finnist til- tölulega jafnmörg skemtifjelög og öpnur samtök en einmitt á íslandi. Þr~ar málið er athugað, kem ur líka í ljós, að við liggur, að ekkert sje það í þjóðlífi okkar, sem ekki er hægt að gera innan einhverra fjélagssamtaka: jeta drekka, sofa, dansa, syngja. þræta, spila, tefla, mála, mynda, skrifa, keppa og frelsa landið. • • DANS Á DANS OFAN. Hjer í Reykjavík geta þeir, sem það líf kjósa, dansað því nær á hverju kvöldi, með þeirri einföldu aðferð, að gerast með-| limir í nógu mörgum fjelögunr og klúbbum. Flestir skemtistað ir bæjarins standa þeim opnir á þennan hátt, og á veturna geta þeir ósjaldan valið á milli hátíðlegra samkvæma og Hlusta n öglunarlí-ust á hvatn- ingarræður leiðtoganna sprengfjörugra dansleikja, þar sem ,,alt veður í víni“, eins og það er orðað í Hafnarstræti. • • í SVEITUNUM. Úti á landi á vesalings fólkið örlítið erfiðar um vik. Langt er þó frá, að það sje alveg .sett út á gaddinn, því þar ríkir sums staðar sú stórsmellna tilhögun (líkt og hjá íþróttasambandi íslands), að maður er ekki fyr Kominn í eitt fjelag en maður að sjálfu sjer er orðinn meðlim ur j einhverju fjelagasamband inu — hefir svona í einu hend- ingskasti eignast þúsundir nýrra bræðra og systra. Því þótt lítið beri á því, getur. litla fjelayið í hreppnum verið í fje- lagasamb. sýslunnar, sem svo auðvitað er í fjelagasambandi laridsfjórðungsins, sem svo loks Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.