Morgunblaðið - 24.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐlÍJ Laugardaghm 24. jauúar MÁNADALUR suu, ac^a e^tir J^ach cyCondon ■* HT*—" ,M “ " " " 112. dagui ,,Ætli ekki það? Jeg hefi ver- ið henni sem móðir. Hún kom til mín þegar hún var lítið barn. Móðir hennar var systir mín. En vifið þjer það að þjer eruð ákaflega líkar henni? Jeg sagði það þegar í gær við Ed-j mond og hann hafði tekið eftir því líka og ekki dró það úr því dálæti, sem hann fjekk þegar á ykku«“. Frú Hale móðursystir frú Hastings? Hún var þá líka af þessum gömlu góðu landnem- um, sem brutust yfir sljett- urnar. . Nú höfðu þær umræðuefni. Saxon skýrði henni frá því hveþnig fuijdum þeirra og Hast ingshjónanna hafði borið sam- an. Já, þau eru altaf á ferða- lagi, sagði frú Hale, þau sendu hesta -sína heim frá Vancouver og fóru þaðan með skipi til Englands. Frú Hale kannaðist líka við móður Saxons, það er að segja hún hafði lesið kvæð- in hennar..Og hún átti ekki að- eins bókina um sögu frum- byggianna, heldur einnig þykka bók með mörgum kvæðum, sem höfðu verið klipt út úr blöðum. Frú Hale sagði að móðir henn- ar hefði sungið mjög vel — en það voru nú svo margir, sem höfðu sungið vel á þeim dögum og voru nú gleymdir. Þá höfðu ekki verið til nein tímarit, blöð in týndust og með þeim týnd- ust ljóð frumbyggjanna. „Já, Jack Hastings varð ást- hrifinn af Clöru, sagði hún enn fremur, og þegar hann kom til Sonoma dalsins þá varð hann svo hrifinn af honum að hann keypti hjer stóran búgarð. En hann hefir nú litla ánægju af honum, því áð hann er altaf á férðalagi út um v’íða veröld“. Hún sagði Saxon frá ferða- laginu um sljetturnar. Hún var þá sjálf barn að aldri. En hún kunni góð skil á orustunni hjá Little Meadow og eins mundi hún eftir sögunni um blóðbað- ið, bar sem faðir Billy komst einn lífs af. Saxon sagði henni frá lífs- kjörum þeirra og ferðalagi og mælti seinasti „í þrjú ár höfum við verið að leita að Mánadalnum og nú höf um við að lokum fundið hann“. ,,Mánadalnum?“ endurtók frú Hale. Þið hafið þá vitað frá upphafi hvar hann var. Hvers vegna voruð þið svona lengi á leiðinni?“ „Nei, við vissum það ekki. Við lögðum á stað að leita hans án þess að við hefðum hug- mynd um hvar hann var. Mark Hall dró dár að okkur og sagði að við værum pílagrímar og við skyldum taka okkur langa stafi í hönd og þá mundum við finna staðinn — stafirnir bentu okkur á það, því að þá mundu- þeir blómgvast. Hann gerði gys að öllu því sem við sögðum um dalinn okkar og eitt kvöld dpó hann mig út á verönd og bað mig horfa á tunglið í kiki. Hann sagði að þar aðeins mund um við finna dalinn, sem við vorum að leita að. Hann hjelt áð betta væri aðeihs hugarórar í okkur, en upp frá því kölluð- um við dalinn okkar Mánadal, og við höfum altaf verið að leita að honum síðan“. „Þetta er einkennileg tilvilj- un“, sagði frú Hale, „því að þetta er einmitt Mánadalur- inn“. „Það veit jeg vel“, sagði Sax- on íbyggin, ,,því að hjer eru all ir þeir landkostir, sem við höfð um hugsað okkur í Mánadalri- \um“. „Þjer skiljið ekki hvað jeg á við, góða mín“, sagði frú Hale. „Þetta er Mánadalurinn — Sonoma dalur. Sonoma er gamalt indíanskt orð og þýðir Mánadalur. Dalurinn var skírð ur þessu nafni löngu áður en hvítir menn stigu fæti sínum á ameríska grund. Við, sem elsk um bennan dal, þýðum stund- um nafnið og köílum'hann blátt áfram Mánadal“. Þá mintist Saxon þess hvað þau Hastings og kona hans höfðu orðið skrítin þegar þau heyrðu að þau Billy væri að leita að Mánadalnum. Billy hafði staðið álengdar, en nú gerðist hann óþolinmóð- ur, ræskti sig og sagði: „Okkur langar til að for- vitnast um bóndabæinn hjerna hinum megin við lækinn — hver. á hann og hvort hann -muni vera falur, og hvar við gætum þá hitt eigandann“. i Frú Hale stóð á fætur. „Þá skulum við ganga inn til Edmunds“, mælti hún. Svo tók hún í hönd Saxons og leiddi hana méð sjer. „Mjer hefir altaf fundist Sax on lítil“, sagði Billy, „en hún er stór hjá yður“. ,,Þjer eruð stór“, sagði frú Hale,. „en samt er Edmund stærri, hann er bæði hærri og herðibreiðari en þjer“. Þau gengu yfir bjartan gang og inn í annað herbergi. Þar sat Edmund í hægindastóli og var að lesa. í knjánum á hönum sat gríðarstór böndóttur kött- ur og horfði inn í arineldinn. Báðir litu upp þegar gestirnir komu og Edmund heilsaði þeim vingjarnlega. Saxon gast nú jafn vel enn betur að honum en kvöldið áður. Hennr fanst hlýr ylur stafa af þessum manni, frá augum hans og hin- urri mjúku höndum. Enginn hafði minst á hann í Carmel. Hann var ekki af* sama sauða- húsi og þeir. Þeir voru lista- menn, en hjer var vísindamað- urinn, heimspekingurinn. Hjer var ekki eirðarleysið og upp- reisnarandinn, sem hafði ein- kent þá í Carmel. Hjer var hin hlýia mannúð og bróðurþel, sem spretta upp af vísdómi. Það fór hálfgerður hrollur um Saxon þegar henni varð hugs- að til þess hvernig sumir Carr;el búar mundu verða þeg- ar bgir væri komnir á hans aldur. „Hjer færi jeg þjer tvo ung- linga, Edmund“, sagði frú Hale. ,,Og hvað heldurðu að erindi þeirra sje? Þau ætla að kaupa „Madrono Ranch“. Þau hafa verið að leita að honum í þrjú ár — já, jeg gleymdi að segja ykkur frá því að við vorum í tíu ár að leita að „Trillium". Segðu þeim nú, Edmond, alt sem þú veist. Ætli Naismith sje ekki enn tilleiðanlegur að selja?“ Saxon virti fyrir sjer her- bergið og hún komst að þeirri niðurstöðu að það færi ekki illa að byggja úr steini og trje, þeg ar mannsandinn mótaði efnið eftir sínum vilja. Og þessar mjúku hendur háfa skapað þetta. alt, hugsaði hún með sjer — liúsið og húsgögnin. Og hún leit af einum hlut á annan, skrifborð, lesborð, stóla og bókahyllur þjettskipaðár bók- um. Edmund sagði að þetta mundi alt vera í lagi — Nai- smith vildi/selja. Hann hafði nú í fimtán ár reynt að selja, eða síðan hann byrjaði á því að starfrækja ölkelduna, lengra niður í dalnum. Það var ann- ars heppilegt að Naismith skyldi eiga þennan blett, því að mestan hluta jarðeignanna þarna um kring átti Frakki — einn af frumbyggjunum, og hann tímdi ekki að sjá af ein- um þumlungi lands. Hann var bóndi og hann elskaði jörðina eins og bændur einir geta elsk- að hana. En nú var hann orð- inn gamall og þrátt fyrir þetta mikla land var hann fátækur. Það ekki gott að vita hvort skeði fyr, að hann fjelli frá eða yrði gjaldþrota. Naismith vildi selja hverja ekru fyrir fimtíu dollara. Kaup verðið var því þúsund dollar- ar, því að landið var tuttugu ekrur. Það var nú varla þess virði eins og það var á sig kom ið. En nú var fólk farið að hafa ágirnd á löndum þarna í daln- um. Það vildi eiga þar sumar- bústaði. Þess vegna gat það verið þúhnykkur að kaupa landið. En tæki maður til greina hve fagurt var þarna og hvað loftslagið var heilnæmt, þá var landið þúsund sinnum meira virði en það átti að kosta. Naismith mundi líka fús á að veita gjaldfrest á mestum hluta kaupverðsins. En Edmund ráðlagði þeim að þau skyldi fyrst leigja húsið um tvö ár, og áskilja sjer forkaupsrjett að því að þeim tíma liðnum, þann- ig að greidd leiga gengi upp í kaupverðið. Naismith hafði einu sinni leigt það fyrir tíu dollara á mánuði, en leigjarid- inn misti konu sína og hætti þá við alt saman. Edmund fann það fljótt að Billy var ekki alls kostar á- nægður með landið, og með því að spyrja fram og aftur komst hann að því hvað það var. Billy þótti það of lítið. Hann vildi helst eignast stórt land, þar sem hann gæti haft hjarðir af nautum. „Jeg heyri það að þjer hafið vit á búskap“, sagði Edmund, „og að þjer viljið búa stórt. -En hefir yður aldrei komið til hug ar að stunda hrossarækt í stór- um stíl?“ Billy kom þetta svo á óvart að hann blátt .áfram gapti af undrun. „Þjer verðið að útskýra þetta betur fyrir mjer“, sagði hann. Edmund brosti vingjarnlega. „Látum okkur nú sjá“, mælti hanp. „Fyrst og fremst hafið þjer ekkert að gera við tuttugu ekrur. Þið getið hæglega lifað af tveimur ekrum með því að rækta grænmeti. Meira að segja, þótt þið hjónin hamist frá morgni tíl kvölds, þá kom- ist þið ekki yfir að rækta tvær tvær ekrur sómasamlega. Sljett an er fimm ekrur, og þá eru þrjár eftir. Það er nóg vatn þarna til þess að veita á þær, OSKABRUNNURINN Eftir Itla Moore. 5. leika svona á sig, að hann vissi ekki hvað hann var að gera, þegar hann þrcif skelina og fleygqi henni á eftir Gulfót —• svo að hún mölbrotnaði. Bergmál settist niður í hornið hjá skeljunum og grjet. „Hvað á jeg nú að gera?“, tautaði hann. „Jeg finn aidrei eins skel og þessa var“. Stór tár hrundu niður kinnar hans. Og til þess að bæta gráu ofan á svart heyrði hann í fjarska rödd, sem var að hrópa á Bergmál. Það var sama, hvernig á stóð — hann varð allt af að sva-ra þegar kallað var á berg- málið. Annars myndi drottninginn refsa honum stranglega. Hann þaut af stað út úr hellinum og klifraði upp á berg- málsklettinn. Svo svaraði hann, með sinni djúpu og voldugu bassarödd: „Halló, bergmál“. Við sjálfan sig tautaði hann: „Þessir menn — þeir kalla allt af í mann þegar verst stendur á, annað hvort þegar jeg er að drekka teið mitt, eða þegar jeg er að því kominn að sofna. Og svo kalla þeir bara „Halló, bergmál“. Jeg er orðinn dauðþreyttur á þessum sífelldu hrópum. Er þeir gætu.nú stöku sinnum sagt eitthvað af viti, t.d. eins og „Það ætlar að fara að -rigna, þjer er betra að fara að taka inn þvottinn“, eða „Klukkan er sex — farðu að hita vatn á teið“, í stað þess að bera fram heimskulegar spurningar, eins og t.d. „Ertu þarna, Bergmál? Heyrirðu til mín“. Það er ekki að furða þó að jeg sje að verða heimskur og taugar mínar teknar að bila, hugsaði Bergmál með sjer. Rjett um það bil, sem hann var aftur kominn til hellisins og var í þann veg að safna saman brotunum af skelinni dýr- mætu, var aftur kallað í hann. Hann flýtti sjer eins og hann gat upp á bergmálssteininn aftur. En í þetta sinn var rödd hans ekki eins vingjarnleg þegar hann svaraði. „Gamli fábjáninn þinn,“ kallaði röddin. Bergmál varð eldrauður í framan. Ekki nema það þó’ Hann þreif stóran stein og ætlaði að fara að kasta honum í áttina þangað sem röddin kom. En þá mundi hann eftir skyldu sinni, og svaraði dimmum rómi: „Gamli fábjáninn þinn“. Silfurskær hlátur barst að eyrum hans. Hann gat ómögu- lega fengið sig til þess að svara þessum dillandi hlátri, og svaraði bara „he, he, he“. Svo flýtti hann sjer aftur til hell- 'iunuj — Get jeg fenglð auglýsingu í blaðið á morgun: — Skrif- stofustúlka óskast .... ★ — Það er vísindalega sann- að, að miklu fleiri konur en karlmenn ná 100 ára aldri. — Undarlegt þykir mjer það, þeim mun fremur, sem konur verða að lifa miklu lengur en karlmenn til þess að vera 100 ára. ★ Ur útvarpserindi: Það hefir mikla þýðingu og góð áhrif fyr- ir andlitsvöðvana, ef menn geispa oft og innilega... — Utvarpið er þá ekki alveg til einskis, varð einum hlust- andanum að orði. ★ Húsfreyjan hefir keypt þyls ur og segir nýju vinnukonunni að þún eigi að sjóða þær til kvöldverðar. — Hvernig á jeg að sjóða þetta.? spyr hún. — Alveg eins og fiskinn í gær, svaraði frúin. Um kvöldið, þegar fara á að bera á borð, segir vinnukonan: Jeg vona að pylsurnar bragðist yður vel, en það er ekki mik- ill mat í þeim, þegar búið er að slægja þær. Kona bankastjórans: — Eg maðurinn minn ekki hjerna, segið þjer.-Hvért fór hann? Fulltrúinn: — Jeg veit það því miður ekki. Frúin: — En viljið þjer ekki spyrja einkaritarann hans að því, hún veit það sennilega. Fulltrúinn: — Já, áreiðan- lega^því að hún fór með hon- Nýgift kona: — Æ, elsku góði Hannes, hvað á jeg að gera?i Kakan brennur, en það stendur1 í matreiðslubókinni, að jeg megi ekki taka hana út fyr en eftir 10 mínútur. ( BílamiðÍunin | : Bankastræti 7, Sími 7324. | | er miðstóð bifreiðakaupa. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.