Morgunblaðið - 07.02.1948, Blaðsíða 4
4
ALLAR ráðstafanir, verðlags-
ráðstafanír sem aðrar hljóta að
hafa ákveðinn íilgang.
Svo lengi sem engar alvarleg-
ar truflanir eiga sjer stað á vöru-
markaðinum og jafnvægi ríkir á
milli framboðs og eftirspurnar,
er eftirlit af háifu ríkisvaldsins
með verðlagsákvörðunum einstak
linganna yfirleitt óþarft, þar sem
samkeppnin um neytendurnar
eða viðskiptin tryggir þjóðar-
heildinr.i sanngjarnt verð eða
þjónustugjald.
Mál þetta horfir hinsvegar tölu
vert öðruvísi við strax og fram-
boð vara og þjónusta minkqr
miðað við óbreytta eða vaxandi
efirspurn.
Slík röskun á vörumarkaðin-
um, sem hjer um ræðir á sjer
stað á styrjaldar- og umróta tím-
um, en getur auk þess átt upp-
runa sinn í þeirri peningapólitík,
sem rekin er á ákveðnum tíma.
Verðlagsráðstafanirnar hjer á
landi voru eins og vænta mátti
afleiðing þess ástands, er skap-
aðist eftir friðarslitin í heimin-
um, og heíur nauðsyn eftirlits
með verðiagi og þjónustugjaldi
aldrei verið vjefengt af verslun-
arstjettinnf eða málsvarsmönn-
um hennar, enda liggur fyrir
skrifleg vfirlýsing um fullan
stuðning stjettarinnar við fram-
kvæmd sanngjarns og eðlilegs
verðlagseftirlits.
Tilgangur verðlagseftirlitsins
hjer á landi mun hafa verið :iokk
uð margþættur, en að minni
hyggju munu tvö höfuð sjónar-
mið hafa ráðið mestu um setn-
ingu laga um verðlag:
I fyrsta lagi:
Viðurkenning á nauðsyn þess
að standa vörð um verðgildi ísl.
myntarinnar með því að hafa
taumhald á aðsteðjandi verð-
bólgu.
I öðru lagi:
Vilji löggjafans að takmarka
með lögum þá óvæntu gróða-
möguleika, sem hið óeðliíega á-
stand bar í skauti sínu.
Aður en lengra er haldið, er
rjett að geta þess, að allan þann
tíma, sem lög þessi hafa gilt mun
það hafa verið einróma álit valda
manna þjóðfjelagsms, að við á-
kvarðanir verðlagsákvæða eða
endurskoðun þeirra skyldi það
sjónarmið ríkja, að þau væru mið
uð við álagningarþarfir hins raun
verulega dreifingarkerfis bæði í
smásölu og stórsölu.
Innan þessa kerfis ætti að leita
að þeim fyrirmyndum, sem taka
ber til athugunar, er álagning
vöru er ákveðin að undangeng-
inni rannsókn verðlagsyfirvald-
anna á dreifingarkostnaði hinna
ýmsu greina verslunarinnar.
En við ákvörðun dreifingar-
kostnaðarins hefur verslunar-
.stjettin álitið að taka bæri fullt
tillit til allra sannanlegra kostn-
aðarliða svo og til skattgreiðslna
verslunarinnar, sem raunveru-
legs hluta dreifingarkostnaðarins
og hvað skattana áhrærir þá að ;
minsta kosti þangað til fyrir
lægju yfirlýsingar um það, að
bæjar- og ríkisvaldið ætlaði sjer
að afla þeirra skatta, er um ræð-
ir eftir öðrum leiðum.
Að svo hafi verið gert álítur
verslunarstjettin að mjög hafi
skort á að undanförnu, og hafa
íorráðamenn stjettarinnar, sem
með þessi mál hafa farið, dregið
þær ályktanir, að skattheimtu
sjónarmiðið væri verðlagsyfir-
völdunum með öllu óviðkomandi.
Vera má að ályktun þessi hafi
ekki við rök að styðjast, en þó
er hún árangur margra viðræðu-
funda um þessi mál.
I þessu sambandi er rjett að
geta þess, að sú skoðun hefur
komið fram, að telji samvinnu-
fyrirtæki sig geta dreift vöru við
svo og svo lágri álagningu, þá
verði það' sjónarmið að ráða á-
kvörðun um álagningarákvæði,
og þrátt fyrir það, að skatt-
greiðslusjónarmiðið skiftir allt
öðru máli í rekstri þeirra heldur
en í rekstri einkafyrirtækja.
MORGIJTSBLAÐIÐ
Laugardagur 7. febrúar 1948
t _ _
IFre^isöcge^æÍa He
ergssonar
Hjer er um mótsögn að ræða
í framkvæmd verðlagsmálanna,
ef þessi skilningur verslunar-
stjettarinnar er rjettur.
En snúum okkur nú aftur að
tilgangi verðlagseftirlitsins og
athugum hann 'iitið eitt nánar
áður en áfram er haldið.
Um nauðsyn þess að leitast við
eftir föngum að forðast rýrnun
á kaupmætti krónunnar munu
allir eða alflestir hafa verið nokk
urn veginn sammála strax. frá
byrjun, og þótt árangur þeirrar
fyrirætlunar hafi ekki orðið
mikill, þá dregur það ekki úr
nauðsyn ráðstafana af hálfu
löggjafans til áhrifa á verð-
lagið í landinu, enda hefur
verðlagsákvæðunurn oft verið
beitt og þá einkum gegn hækkun
vísitölu framfærslukostnaðar.
Að vísu hefur verslunarstjett-
in andmælt einhliða niðurfærslu
vísitölunhar á kostnað þeirra
álagningar, er verslunin starfar
við, og haldið því fram, að
slík bráðabirgða lækning á verð-
þenslunni hefði takmarkað raun-
hæft gildi nema aðrar ráðstaf-
anir yrðu gerðar samtímis. Hins-
vegar hefur sívaxandi um-
setning og hækkandi verðlag
gert stjettinni unt að fallast á
áframhaldandi álagningarlækk-
anir möglunarlítið. Þessi and-
mæli eru annars eðlis og ber
enganveginn að skilja þau sem
mótmæli gegn verðlagseftirlit-
inu heldur eingöngu sem mót-
mæli gegn merðferð verðlagsmál
anna.
Andóf stjettarinnar gegn áfram
haldandi niðurfærslu álagningar
ákvæðanna hefur hinsvegar auk-
ist mjög í seinni tíð og hlýtur að
vaxa, enda telur stjettin að nú
sje mælirinn fulluv og það ríf-
lega í mörgum tilfellum.
Notkun verðlagsákvæðanna til
áhrifa á vísitölu framfærslu-
kostnaðar er hjeðan í frá óhugs-
andi möguleiki frá sjónar-
miði verslunarstjettarinnar í
heild, og hefir húr. fulla ástæðu
til að ætla það hvað smásölu-
reyfinguna áhrærir þá sje hjer
umt að ræða sameiginlega skoð-
un bæði einka- og samvinnu-
rekstursins.
Þó ekki liggi fyrir hendl nokk-
ur opinber yfirlýsing af hálfu
samvinnufjelaganna um þetta at
riði, er rjett að það komi skýrt
fram, að í frumvarpi til laga um
breytingu á 1. nr. 70/1947, um
fjárhagsráð, innflutningsverslun
og verðlagseftirlit 20. mái, kem-
ur eftirfarandi fram í greinar-
gerð flutningsmanns frumvarps-
ins, hr. Sigfúsar Sigurhjartar-
sonar, alþm.
„Það eru fleiri stoðir, sem und
ir þessa kröfu samvinnumanna
renna, m. a. sú, að álagning á
matvöru er svo lá, að það er
rjett um það bil að matvöru-
verslun beri sig, en hinsvegar er
verulegur hagnaður af því að
versla með vefnaðarvöru, bú^-
áhöld og skófatnað'.
Hjer er því slegið föstu, af
manni, sem telja má forsvars-
mann samvinnureksturs, að dreif
ing matvöru sje þannig komið,
að það sje rjett um það bil, að
hún beri sjg.
Þegar maður ber saman skatt-
greiðslur samvinnufjelaganna og
einkafyrirtækjanna í matvöru-
dreifingunni, hlýtur maður að
spyrja, hvernig þessum málum
sje þá háttað hjá þeim síðar-
nefndu, og hvort ekki sje kominn
tími til að géra atnuganir á því,
hver sje álagningarþörf matvöfu-
verslunarinnar.
Óeðlilegt ástand.
Sú lcrafa hefur ekki verið sétt
Helgi Bergsson
( fram enn þá af samvinnufjelög-
j unum, heldur er nú sú hugsun
látin uppi að halda megi uppi
| matvæladreifinguna með sölu
annara vörutegunda, sem sjeu á-
bótasamari í dreifingunni. Það er
því rjett að athuga það sjónar-
mið nánar, ef vera kynni, að það
fæli í sjer lausn vandamálanna.
Fyrsta spurningm í þessu sam-
bandi hlýtur eðlilega að
vera þessi, er verulegur hagnað-
ur af því að versla með búsáhöld,
vefnaðarvörur o. s. frv.?
Það leikur enginn vafi á því,
að svo hefur verið. Ekki dettur
verslunarstjettinni í hug að
rengja það. En þó svo hafi verið
þá er það ekki það sama og að
svo sje nú eða að svo verði undir
núverandi álagningarákvæðum,
og þegar hliðsjón er höfð af því
ástandi, er ríkir í innflutnings-
viðskiptunum og viðhorfið til
þeirra mála er athugað nú.
Við skuium gera okkur það
ljóst, að það ástand, sem ríkt
hefur í viðskiptamálum þjóðar-
innar að undanfömu er óeðlilegt
í fyllsta skilningi þess orðs.
Arðvonin af verslun með þær
vörur, sem minnst hefur verið á
að haldið gætu uppi dreifingu
matvörunnar takmarkast af
fleiru en samdrætti ihnflutnings-
ins eins.
Hjer kemur sömuleiðis til
greina sjónarmið eins og skömrrit I
un margra þessara vörutegundá, (
hættan á því að takmarkaður
verði einmitt innflutningur þeirra
vörutegunda, sem halda uppi
meðalálagningu hvérrar versluri-
argreinar og að endingu það, að
við byrjun þessa órs eru mjög
litlar fyrningar til þess að mæta
þeim viðskiptaerfiðleikum, er
framundan virðast vera. En síðast
en ekki síst er rjett að hafa það
hugfast, að í maímánuði s. I. átti
sjer stað mjög veruleg og tilfinn-
anleg lækkun álagningarinnar,
sem mun gæta á ailt annan hátt
á þessu ári en á síðast liðnu ári.
Þar sem öll þau atriði, sem jeg
hef hjer upp talið leggjast á eitt
um það að draga úr hagnað-
arvon verslunarinnar, fer það að
verða nokkrum vafa undirorpið,
að hagnaður af sölu þeirra geti
jafnað sennilegan halla kaup-
manna og samvinnufjelagana af
matvæladreifingunm.
Rekstursafkoman á að tryggja
neýtendunum fulla þjónustu.
Jeg get ekki horfið svo frá
þessu atriði, að jeg minnist ekki
lauslega á þau vandkvæði, sem
eru á. því að láta sölu eins vöru-
flokks bera uppi hallann af
rekstri eirihvers annars vöru-
flokks.
Til dæmis:
Allt fram til þessa hefur vérið
1 lítil tilhneíging, hvorki einstakl-
inga nje samvinnufjelaga til að
stofnsetja kjötbúðir, þrátt fyrir
þennslu bæiarins í nær allar átt-
ir. Sennilegasta ástæðan verður
að teljast sú að saia kjöts hafi
ekki verið talin það arðvænleg,
að menn vildu takast slíkt á hend
ur. Til þess nú að gera þessa
atvinnugrein eftirsóknarverðari
ætti að hverfa að því að afhenda
kjötkaupmönnum svo og svo
mikið af vefnaðarvöru og öðr-
um arðvænlegum varningi til
sölu í búðum sínum.
Hið nýja fyrirkomulag yrði þá
sennilega til þess að gera út af
við sjerverslanir í viðkom-
andi greinum, þ. e. a. s. þeim,
sem eru í einkaeign og myndi það
lítið sem ekkert bæta afkomu
þeirra, sem við dreifingu hinna
óarðbæru vörutegunda fást. Hins
vegar myndi þetta fyrirkomulag
geta hentað samvinnufjelögunum,
vegna þess^ að þau gætu bland-
að bókhaldi óskyldra vöruteg-
unda saman.
Ef hægt á að vera að reka þá teg
und verslunar, er best hentar
t. d. úthverfum bæjarins, sem
sje matvöru-, kjöt-, mjólkur- og
brauðbúðum, þá verða álagning-
arheimildir þeirra, er þennan
rekstur hafa með höndum að vera
á þann hátt, að rekstursafkom-
an tryggi. neytendunum fulla
þjónustu eins og hún má best
verða.
Þá er það og eðlilegt, að það
komi fram, að slík „uppbótastarf
semi“ og hjer um ræðir samræm-
ist undir engum kringumstæðum
þeirri hlið verslunarinnar, sem
rekin er á einstaklingsgrund-
velli, þó svo geti verið hjá kaup-
fjelögunum.
Tilganginum ekki náð.
Þegar þróun peningamálanna
er höfð í huga, verður það aug-
ljóst, að þeim tiigangi, er jeg
skýrði frá fyrst og ætlast var
til að næðist, m. a. með verðlags-
eftirliti þá hefur honum ekki
verið náð ennþá. Verðlags-
eftirlitði á þar að vísu enga
sök, þar sem. því var um
megn að ráða yfii öííum þeim
þáttum, er hjálpuðust að því að
fella hið innlenda verðgildi krón
unnar en með tilliti; til þess, að
slíkt tókst ekki, hefði mátt gera
ráð fyrir því, að hlutverk nefnd-
arinnar hefði beinst inn á eins-
konar „reguleringu’ þeirra kostn
aðarliða, sem inn í verðreikning-
inn ganga án niðurskurðár á
sjálfri hundraðstölunni. Verðlags
ákvæðin, það er að segja, leyfð
hundraðstala, hefðr þannig lítið
átt að breytast, enda mun hún
hafa verið talin eölileg og sjálf-
spgð á bemskuskeiði verðlags-
málanna hier og á meðan hlið-
sjón af verðlagsákvæðum annara
landa rjeði framkvæmdum mál-
anna. Ef þessi leið hefði verið
farin, hefði verðlagseftirlitið á-
kveðið einskonar vísitölu þeirra
kostnaðarliða, er mestu umróti
gátu valdið á verðlaginu.
En einmitt vegna þess, hversu
oft verðlagsákvæðunum sjálfum
var beytt af takmarkaðri nauðsyn
á undanförnum árum, varð sá
stofn, sem hægt var af að taka,
loksins. þegar alvarlegar tilraun-
ir voru loksins gerðar til lækkun
ar á framleiðslukostnaðinum í
landinu það veigalítill eða veiga-
laus, að lækkun álagningarinnar
gat litlu sem engu valdið um nið-
urfærslu verðlags í landinu.
Vers’unarstjettin hlýtur því
mjög að draga það í efa, að eins
og með mál þessi hefur veþið
farið, þá hafi hið peningapóli-
tíska sjónarmið setið í fyrirrúmi.
Ef svo hefði verið, hefði verð-
lagseftirlitið látið sig litlu skifta
þær vörur, sem litla raunhæfa
þýðingu hafa á afuómu fólksins,
en stuðlað geta að því innan
vissra takmarka að bæta upp
hallann á sölu annara vöruteg-
unda.
I stað þess að binda verksvið
sitt í höfuð atriðum við eftirlit
með nauðsynjavarningi, sem á-
hrif hefur á vísitölu framfærslu-
kostnaðar, þá hefur stefna verð-
lagseftirlitsins yfirleitt hnígið í
þá átt að takmarka álagningu
allra vörutegunda án tillits til
eðlis þeirra og endanlegs nota-
gildis.
Af þessu verður ekki
hjá því komist að draga þá á-
Jyktun, að spurningin um að
vernda verðgildi krónunnar hafi
orðið að aukaatriði, en sjór.armið
ið um takmörkun gróðar. ogu-
leikana í versluninni orðið l. arni
málsins í starfsemi verðlags..ftir-
litsins, þar til nú,' að verðlags-
málin hafa verið tengd raunhæf-
um tilraunum ríkisvaldsins til að
reka ákveðna stefnu í peninga-
málum.
Hækkun álagningar.
En um leið og það skeður,
þá er álagningarmálunum
þannig komið, að verðlags-
ákvæðunum verður ekki beitt af
sanngirni til lækkunar á dýrtíð-
inni, enda hlýtur pað nú að vera
sjálfsögð krafa þessa fundar, að
ákvæðin verði endurskoðuð til
hækkunar á álagningunni miðað
við lækkun umsetningarinnar, á
nákvæmlega sama hátt og und-
angengnar lækkanir verðlagsá-
kvæðanna hafa verið rökstuddar
af verðlagsyfirvöldunum með sí
hækkandi umsetningu.
Hvað sem annars má segja um
rjettmæti annara forsendu verð-
lagseftirlitsins, sem sje takmörk-
un gróðamöguleikanna, og hvort
sem verðlagseftirlitið hefur í því
tilliti náð tilgangi sínum eða ekki
verða varðlagsyfirvöldin að gera
sjer ljóst, að nú er þessum mál-
um svo komið að sem markmið
hefur þetta sjónarmið ekkert
gildi lengur.
Gróðavonin er með öllu horf-
in nema sama innflutningsvelta
geti haldist og að undanförnu,
en hver getur trúað slíku.
Starfsemi verðlagsyfirvald-
anna álítur verslunarstjettin engu
að síður að beri að halda áfram,
en verksvið þeiura hlýtur ein-
göngu að verða það að vaka yfir
hagsmunum neytendanna og sjá
svo um að ekki sje gengið lengra
en verðlagsreikningur heimilar.
Af ásettu ráði hef jeg ekki
farið út í það að rekja gang þess-
ara mála í. einstökum atriðum í
fyrsta lagi vegna þess, að saga
þeirra hefur takmarkað gildi
-fyrir. funcLsem þennan, og í öðru
lagi yrði slíkur samanburður
helst tiLþurr,og ekki mikils virði,
sem framlag til umræðna um
þessi mál......... ... ......
I þess stað hef jeg greint frá
tilgangi vérðlagSeftirlitsins, eins
og hann hefur komið mjer fyrir
sjónir og varpað fram þeirri
spurningu hvort tilgangi þess
hafi raunverulega verið náð.
Þeirri spurningu hef jeg svarað
;á þá lund, að mjer komi þetta
á þann veg fyrir sjónir, að verð-
lagseftirlitið hafi ekki náð sínum
tilgangi nema að mjög takmörk-
uðu leyti og að öll sólarmerki
bendi nú til þess, að framkvæmd
eftirlitsins hafi verið með þeim
hætti, að nú sje stigið feti fram-
ar heldur en geta fyrirtækjanna
leyfir, ef rjett var ályktað í upp-
hafi þessa máls, að verðlagseftir-
iitið ætti að grundvallast á á-
lagningarþörf þróttmestu og
best reknu fyrirtækjanna.
Það bíður nú þessa fundar að
ganga frá ályktun um þettá mál
og kerriur þá að sjalfsögðu margt
til álita, þar sftn enginn vafi
leikur á því, að hin ýmsu sjer-
greinafjeiög hafa sínar ábending-
ar fram að færa.
En hvað sem þeim að öðru
Frh. á bls. 8.