Morgunblaðið - 14.03.1948, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. mars 1948.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Frh. af bls. 2.
Crlendum stjettarbræðrum sín-
Um, og þótt íslensk vinna sje
dýrari en erlend, mun borga
sig betur, þegar til iengdar læt-
ur, að kaupa vönduð íslensk hús
gögn en erlend, sem stundum j
vilja detta í sundur eftir nokk- !
ura mánuði. Ef flutt eru inn er- j
lend liúsgögn og áklæði, þarf
að fara eftir vali sjerfróðra!
manna til þess að tryggja það,
að varningurinn sje fyrsta
flokks.
Meiri fjölbreytni,
— Hvað finst þjer aðallega
ábótavant í híbýl'aprýði okkar
hjer heima?
— Það vantar fjölbreytni —
menn eru ekki nógu írumlegir
— apa of mikið hver eftir öðr-
Um. og þá oft á tíöum það, sem
ósmekklegt er Það er hættulegt
að apa eftir það, sem menn hafa
sjeð annarsstaðar og halda að
sje fínt, því að það, sem á vel
við á einu heimili, getur farið
illa á öðru. Þá hrúga margir alt
of miklu af húsmunum, skraut-
munum og málverkum í híbýli
sín. En skraut og íburður á því
aðeins rjett á sjer að það skerði
á engan hátt hagkvæma notk-
un húsakynna og innanstokks-
muna. — Heimili á að vera
þægileg vistarvera. en alls ekki
að minna á sýningarglugga í
skrautkera- eða húsgagnaversl
un, eins og oft vili verða. Hús-
gögnuhn er líka oft kjánalega
fyrirkomið — það má um fram
allt ekki hindra að hægt sje að
ganga um herbergið. Algengt
er að koma inn í herbergi,. þar
sem menn þurfa að þræða fram
hjá húsgögnum eftir ótal króka
leiðum, til þess að komast í
þægilegasta stólinn.
Útskornu húsgögnin eiga
lieinia á söfnum.
— Þá má minnast á, .hve
fólk virðist hrætt við að nota
liti hjer í híbýlum sínum, tel-
ur t. d. helst nauðsvnlegt, að
allir stólarnir sjeu eins á lit-
inn. Hjer eru framleidd prýð-
isfalleg ák'iæði, t d. hiá Gefj-
un, en þyrfti bara að vera meiri
fjölbreytni í litaúrvali. Og loks
get jeg ekki stillt mig um að
minnast á útskornu húsgögnin.
sem nú virðast mjög í tísku í
þessum bæ. Þau eíga heima á
söfnum og í sölurn — ekki í
hejmahúsum. Auk þess eru bau
flest öll vjelskorin og skurð-
urinn grófur og liótur og sama
rósaútflúrið á þeim öllum,- Jeg
er viss um- að Dánir eru dauð-
fegnir að losna við þetta.
Skortir efni.
— Ertu ekki þegar tekin til
starfa við híbýlnprýðina hjer
heima?
— Nei, það er ekkert hægt
að gera fyrir efnisskorti. Það
er grátlegt að koma úr alls-
hægtunum í Nev/ York í fá-
tæktina hingað. Annars hefi
jeg orðið vör við talsvert mik-
inn áhuga mannn hjer í þessum
efnum — þótt sumir sjeu auð-
vitað tortryggnir, eins og allt
af, þegar eit.thvað spánnýtt er
á ferðinni. Og jeg vona. að úr
rætist bi’áðlega með efni, svo
að hægt sje að taka til starfa.
M. I.
Árás geon svarlamark-
aðinum
Bryssel
LÖGREGLAN hjer hefur hafið
mikla sókn gegn svartamark-
aðsmönnum hjer sem versla með
gull og erlendan gjaldeyri
P. V. G. Kolka:
TÖLUR OG TILBOÐ
BJORN L. JÖNSSON veðurfræð
ingur birtir í Mbl. 22. febr. töblu
um hlutfallið milli drykkju öls,
ljettra vína og brenndra drykkja
í nokkrum löndum. Tablan er
tekin eftir ræðu Viimundar land
læknis á Alþingi 1932 og síðar
birt í Sókn. Hún er miðuð við
lítrafjölda og er svona:
Ljett Brendir
Ö1 vín drykkir
Noregur .. 25,5 0,9
Danmörk .. .. 62,7 1,5 1,3
Þýskal 67,6 4,6 2,2
Spánn .... . 87,8 4,3
Frakkl. .. 124,0 5,5
Niðurstaðan af þessari töblu á
að vera sú, að aukin drykkja öls
og Ijettra vína hafi í för með
sjer aukningu á neyslu brenndra
drykkja. Það er mjög eftirtekt-
arvert og sýnir best veilurnar í
málstað andstæðinga ölfrum-
varpsins, að þeir forðast eins og
heitan eld að halda sjer við það,
sem var innihald ölfrumvarps-
ins, en það var bruggun ljett-
áfengs öls, eða lítilfjörleg hækk-
un á áfengisinnihaldi frá því sem
nú er. öll þeirra málafærsla
hefur snúist gegn öli almennt,
en það getur haft alt að því I0%"
áfengismagn og er sá drykkur
auðvitað allur annað en 4% öl,
eins og jeg hef áður sýnt. Hjer
er þó lengst komist i þessari rang
færslu, því að í niðurstöðu höf-
undarins er öllu öli, jafnvel óá-
fengu, ruglað saman við ljett vín,
en þau eru, eins og portvín og
sherrý, allt að 23% að áfengis-
magni. En jafnvel þótt óáfengt
öl og sterkt öl sje tekið í eihu
númeri, eins og hjer er gert, þá
hlýtur niðurstaðan af töblu þess-
ari að verða þveröfug við það,
sem greinarhöfundminn vill vera
láta. Slcýrslan sýnir þetta:
1. Danir drekka um 150%
meira öl en Norðmenn. Þó er
neysla brendra dryklfja í Dan-
mörku ekki nema 50% hærri. —
Aukin öldrykkja hefur því ekki
í för með sier tilsvarandi aukn-
ingu brennivínsdrykkju.
2. Þjóðverjar drekka, eða öllu
heldur drukku ,aðeins 8% meira
öl en Danir, en 200% meira af
Ijettum vírum og 65% meira af
brendum drykk. Niðurstaðan er
sú sama, bað er ekkert fast hlut-
fall milli öldrykkju og brenni-
vínsdrykkju.
3. Danir eru ein af mestu öl-
drykkjuþjóðum í heimi, en þó
drekka þeir 90 sinnum minna af
ljettum vínum en Frakkar og 4
sinnum minna at brenndum
drykkjum. Það er viðurkent af
Birni í grein hans, að Frakkar'
og Spánverjar drekki mjög lítið
öl, en þó verða þeir langfrekastir
á sterku drykkina
4. Danir drukku meira af öll-
um tegunaum áfengis en Norð-
menn. Þeir munu lika hafa jetið
meira af fleski, ostrum, rækjum
og gæsalifrarkæfu. Ástæðan er
blátt áfram sú, að þeir voru auð-
ugri en Norðmenn og ljetu meira
cftir sjer í mat og drykk. Það
má taka dæmi þessu til skýring-
ar. Við skulum segja, að einhver
Astríður Eggertsdóttir í Reykja-
vík eyði þrefalt meiru í föt á
sig en alnafna hennar norður í
Grímsey. Það sannai ekki að lofts
lagið í Grimsey sje heitara en í
höfuðstaðnum, heldur aðeins það,
að Reykjavíkurdaman viðhefur
meiri ,,luxus“ í klæðnaði en
stallsystur hennar norðan við
heimsskautsbauginn.
5. Ef reiknað er út það áfeng-
ismagn, sem umræddar þjóðir
láta ofan í sig árlega, og ölið
er reiknað að meðaltali með 5%
áfengismagni, ljettu vínin með
12% og brendu dr-ykkirnir með
40%, miðað við rúmmál, þá verð-
ur útkoman þessi; reiknuð í lítr-
um af hreinu áfengi á mann.
Noregur 1,6
Danmörk 3,8
Þýskaland 4,8
Spánn 13,8
Frakkland 19,0
Skýrsla þessi sýnir því svart á
hvítu, að áfengisneysla er marg-
falt minni að meðaltali á hvert
mannsbarn yfir árið í öldrykkju-
löndunum en í víndrykkjulönd-
unum. Þjóðverjar, sem voru
mestu ölþambarar heimsins fyr-
ir stríð, drukku fjórum sinnum
minna áfengi en Frakkar, sem
að dómi Björns drekka ekki öl,
en hann hefur dvalið nokkur ár
í Frakklandi og ætti því að vera
málinu kunnugur. Danir, sem
voru næstmestu ölarykkjumenn
í heimi, nevttu þremur og hálfum
sinnum minna áfengis en Spán-
verjar og ffmm sinnum minna en
Frakkar. Björn hefur því sannað
með skýrslu, sem er tekin upp
úr ræðu landlæknir og síðan er
birt í Sókn, tímariti Stórstúku
Góðtemplara, að áfengisneysla er
langmest í sumum þeirra landa,
þar sem öl er lítið eða ekki drukk
ið. —
★
Um hinar töblurnar í grein
veðurfræðingsins get jeg verið
fáorður. Það er alkunnugt, að
starfsmenn við brugghúsin, t. d.
ökumenmrnir, mega drekka öl
eins og þeir vilja ókeypis og
margir þeiira þamba 10—20 flösk
ur á dag ai sterku öli. — Þessir
menn fá það, sem kallað er bjór-
hjarta, m. ö. o. útvíkkun á hjart-
að, sem stafar ekki eingöngu af
áfenginu, heldur af því erfiði,
sem er fyrir hjartað að dæla svo
miklu vökvamagni gegnum æða-
kerfið. Samskonar hjartabilun er
ekki óvanaleg meðal íþrótta-
manna, sem ofreyna hjartað við
erfiðar líkamsæfingar.
Skýrsla um drykkjuskap barna
í Þýskalandi þykir mjer mjög
lýgileg og þori jeg að fullyrða,
að hún getur aldrei hafa átt við
þýsku þjóðina alment. Það má
vera, að einhver slík dæmi hafi
mátt finna í sorahverfum þýskra
stórborga eftir fyrra stríðið, þeg-
ar tugir þúsunda ungra mæðra
urðu að halda sjer og börnum
sínum uppi á skækjulifnaði. —
Hitt nær engri átt, að þýskir
æskumenn hefðu getað sýnt þá
hreysti og þrautseigju, sem kom
fram í báðum heimsstyrjöldun-
um, ef þeir hefðu verið aldir upp
á sterku öli og brennivíni frá
blautu barnsbeini.
•—o—
Fyrir 15 árum skoðaði jeg
ásamt fleirum læknum skólp-
hreinsunarctöð hjá bænum
Knocke í Belgíu, þar var öllum
óþverra úr skólpræsum borgar-
innar veitt í stórar rotþrær og úr
þeim aftur inn í vatnsveitukerf-
ið, eftir að vatnið hafði verið
hreinsað á þennan hátt, og síðan
síjað. Þetta átti að vera hættu-
laust, en jeg misti við það alla
lyst á vatninu þar í bænum og
drakk eftir það ávalt öl með mat,
það sem eftir var veru minnar
þar um slóðir. Oldum saman hafa
þjóðirnar é láglendi Mið-Evrópu
ekki átt kost á öðru drykkjar-
vatni en óhreinu fljótavatni, oft
og tíðum menguðu taugaveiki,
blóðkreppusótt og jafnvel kól-
eru. Það er því eðlilegt, að þess-
ar þjóðir hafi vanist á að drekka
öl daglega og skoði það sem fast-
an lið í mataræði sinu. Sumt af
þessu öli er auðvitað sterkt öl,
annað ljettáfengt, eða um 4%,
og enn annað það sem kallað er
óáfengt, er inniheldur þó upp í
214% áfengi. Slíkt öl hefur allt
af verið leyfilegt að drekka á
Islandi og jafnvel bestu bindind-
ismenn hafa lagt sjer það til
munns, þott það súrni við nokkra
geymslu og verði því óhollara í
maga en 4% öl. En það er þessi
1 % % munur sem er, nægilegur
til að verja þenna drykk skemd-
um af völdum sýrumyndandi
gerla og líka nægilegur til að
hleypa blessuðum íslensku fáráð-
lingunum í svo mikið uppnám,
að þeir geta ekki einu sinni unnt j
hjeruðum landsins að fá fje til I
byggingar nýrra spítala með því
að nota gæðamunin á þessum
tveimur tegundum öls sem tekju-
stofn. A sama tíma eru bygðir
skólar úti um alt land, brýr reist-
ar og jafnvel ráðgert að reisa
templarahöll í Reykjavík, allt
fyrir brennivínsgróða. Það- er
þessi andhælisháttur, sem jeg hef
verið að berjast á móti, af því
að jeg met meir björgunarvið-
leitni til banda helsjúku fólki
heldur en kenjar þeirra manna,
sem sýnilega hafa ekkert vit á
málinu eða eru haldnir því of-
stæki, að skynsamleg rök hrína
ekki á þeim frekar en himindögg
á gæs.
Jeg skal játa það, að jeg
hef í undanförnum umræðum um
málið farið bitrum orðum um þá,
sem bera ábyrgð á allri þessari
dellu, en jeg er fús til að biðj-
ast opinberlega afsökunar á öll-
um þeim bituryrðum, sem jeg
hef farið um framkvæmdanefnd
Stórstúkunnar og Afengisvarna-
nefnd kvenna, ef þessir aðilar
vilja skuldbinda sig til þess eftir
leiðis, að láta þess jafnan getið
í áróðri sínum gegn ölfrumvarp-
inu, að þar sje aðeins farið fram
á lítilfjörlcga hækkun á áfeng-
ismagni frá því, sem nú er leyfi-
legt, og að áfengisneysla sje
mikið minni í öldrykkjulöndun-
um en í ýmsum þeim löndum,
þar sem öl er ekki notað. Mjer
finnst þetta tilboð mitt mjög að-
gengilegt, því að ekki er farið
fram á nein önnur skilyrði en
þau, að þessir menn segi það um
ölfrumvarpið, sem er satt og
rjett, og að þeir reyni ekki til
að rangfæra þær tölur, sem þeir
sjálfir hafa birt. Engum sæmi-
lega heiðarlegum manni ætti að
vera ofvaxið að ganga að slíkum
skilyrðum. En ef þeir menn, er
bera ábyrgð á þessum stofnunum
fást ekki til að sýna svo einfald-
an drengskap í málaflutningi sín
um, þá mun dómur framtíðarinn-
ar verða á þann veg, að við, sem
frumvárpinu fylgjum, höfum
haft betri málstað, heiðarlegri
bardagaaðíerðir og þjóðhollari
tilgang en þeir, sem nú halda því
fram, að með hækkun áfengis-
innihalds öls úr 214% í 4%, sje
verið að steypa íslensku þjóðinni
í glötun.
nárltsniiy ns«ifkH!BS!i
I |£ie W’UjjJlil] Ui:HI
FRAMHALDSAÐ ALFUNDUR
Verkamannafjelagsins Dags-
brún var haldinr, í fundarsal
Mjólkurstcðvarinnar þriðjudag
inn 9. þ. m. A fundinum voru
m a. birtir reikningar fjelags-
ins fyrir árið 1947 ásamt
skýrslu löggilts endurskoðanda.
Tekjur fjelagsins á árinu námu
samtals ki. 310:262.02 en gjöld-
in samtals kr. 247.885.66. Lang
stærsti gjaldaliðurinn eru styrk
veitingar úr Vinnudeilusjóði
vegna verkfallanna á s. 1. ári,
en þær námu samtals kr. 100.-
975.00. Þrétt fyrir þessi miklu
útgjöld IHnnudeilusjóðs var
hann aðeins kr. 10.929.01 lægri
í árslok en hann var í ársbyrj-
un 1947, Netto hagnaður fjelags
ins á árinu var kr. 62.376.37 og
skuldlaus cign í árslok kr. 462,-
829.45, sem skiptist þannig nið-
ur á sjóði fjelagsins: Fjelags-
sjóður kr. 111.855.05, Vinnu-
deilusjóður kr. 239.979.74,
Styrktarsjoður Dagsbrúnar-
manna kr. 39 686.12 og Land-
nám Dagsbrúnar kr. 71.308.54.
Fundurir.n sambvkkti hð árs-
gjald fjelagsmanna, sem var
kr. 65.00 s. 1. ár, skuli haldast
óbreytt betta ár.
(Samkv. frjett frá stjórn
Dagsbrúnar)
fjelagsins í sumar
EFTIRTÖLD NÁMSKEIÐ eru
ákveðin á. vegum Norrænafjelags
ins í sumar að því er segir í
frjett frá fjelaginu:
DANMÖRK:
Námskeið fyrir æskulýðsleið-
toga verður á Hindsgavlhöll 9.—■
—15.. maí. Fluttir verða fyrir-
lestrar meðal annars um „Við-
fangsefni norrænnar samvinnu11,
„Norðurlöndin og Þýskaland“,
„Aðstaða Finnlands", „Norður-
löndin og Rússland“. Þá verða
umræðufundir í framhaldi af
fyrirlestrunum, ýms skemtiatriði
og ferðalög um nágrennið. Tveim
Islendingum er boðm þátttaka. —
Dvölin meðan á mótin stendur,
kostar kr. 60.00.
Sumardvöl fvrir fjelagsmenn
Norræua fjclagsins verður á
Hindsgavl dagana 11.—25. júlí.
Dvölin yfir allan tímann kostar
d. kr. 266.00, en yfir eina viku
d. kr. 133,00. Yms skemtiatriði
fara fram á Hindsgavl meðan á
sumardvölmni stendur og er það
innifalið í verðinu.
NOREGUR.
Námskeið fyrir söngkennara
verður í Guðbrandsdalens folke-
högskole á Hundorp 4.—11. júlí.
Þar verða fluttir margir fyrir-
lestrar um sögurannsóknir og
kennsluaðierðir. Ymsar ferðir
verða farnar í sambandi við nám
skeiðið til sögufrægra staða í
Noregi. Þátttökugjald er n. kr.
100.00.
FINNLANB.
Fulltrúafundur Norrænu fjelag
anna allra á Norðuriöndum verð-
ur í Helsingfors 22.—23. ágúst.
SVÍÞJÓÐ.
Blaðamannanámskeið verður í
Stokkhólmi um miðjan maí (dag-
arnir eru ekki ákveðnir ennþá).
Fluttir verða fyrirlestrai' um ýms
efni aðallega það sem varðar Sví-
þjóð og síðan verða umræðu-
fundir um margvís'eg efni.
Æskulýð'smót verður í Bohus-
gárden í Uddevalla 23. júní til 3.
júlí. Þetta er fyrst og fremst
kynningarmót, með stuttum fyr-
irlestrum, upplestri, söng, músik
og skerhmtiferðir. Þátttökugjald
er sv. kr. 50.00. Þar í innifalið
matur og húsnæði meðan á mót-
inu stendur.
Uppeldisfræðingamót verður í
Bohusgárden 18.—25. júlí. A móti
þessu verða aðaiiega umræðu-
fundir með stuttum inngangser-
indum. Farið verður í nokkrar
ferðir í nagrennið.
Fjelagsmálanámskeið einkum
ætiað fuiltrúum bæja- og sveita-
fjelaga svo og starfsmönnum
þeirra er fjalia um ýms fjelags-
mál. Námskeið þetta ..'srður í
Bohusgárdcn 23. júlí til 1. ágúst.
Þátttökugjald er kr. 85.00 sv.
Námskeið fyrir móðurmáls-
kennara verður í Ingesunds folk-
högskola 8 —14 ágost. Fyrirlestr
ar verða fluttir um Selmu Lager-
löv, Erik Gustav Gejer. Gustav
Fröding og ef til vill fleiri Verm-
lenska rithófunda, og svo verður
farið í ferðir um Vermland og
ýmsir merkir staðir þar skoðað-
ir.
Námskeið um Sameinuðu þjóð-
irnar og starf þeirra verður í
Bohusgárden 22.—28. ágúst.
Sumarleyfisdvöl verður svo
fyrir fjelagsmenn Norrænu fjel-
aganna í Bohusgárden 4.—17. júlí
og kostar kr. 7.50 á dag.
Umsóknír þurfa að berast Norr
ænafjelaginu fvrir 1. maí.
Kússneskir hermenn
ræna slúSku
Vín
TVEIR rússneskir hermenn rjeð
ust á bandarískan hermann sem
var að fylgja stúlku heim af
dansleik, og særðu hann hættu-
lega og skutu hann í bakið. Síð-
an rændu þeir stúlkunni og hef-
ur ekkert til hennar spurst. —