Morgunblaðið - 25.05.1948, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.1948, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. maí 1948. MORGUlSBLAtíl*» * Eirni SR. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON á áttræðisafmæli í dag. Tví- mælalaust er hann sá íslend- ingur, sem á flesta persónulega vini. Svo margir eru þeir er- lendir menn, sem notið hafa forystu hans og leiðbeininga í andlegum efnum, og eru honum þakklátir alla ævina. •—• En starf sitt í K.F.U.M. hóf hann sem kunnugt er hjer á landi nokkru fyrir aldamót. Svo ;narg ir íslenskir æskumenn hafa not- ið leiðbeininga hans og hand- leiðslu,. að ekki verður tölu á kornið. Þakklætinu, sem fellur þess- tim áttræða manni í skaut verð- ur ekki með orðum lýst. M. a. vegna þess, að þar hefir hver $ína sögu að segja. Og þau verð- tnæti, sem hann hefir veitt upp- vaxandi kynslóð. eða kynslóð- um, eru ómetanleg. Heimsókn að morgni dags. Endaþótt jeg hafi í mörg ár vitað, að lesendur blaðsins myndu kunna því vel, að fá eitt hvað að heyra eða sjá um sr. Friðrik Friðriksson á þessum degi, þá fór svo í þetta sinn sem oftar að ekki var að því undið, fyrri en á síðustu stundu að heita má, að afla þess efnis. Það gengur jáfnan svo fyrir þeim sem í blöðin skrifa. Þegar jeg á föstudagskvöldið hringdi- til hans í síma, til að ná tali af hon- um, var jeg orðinn smeykur Um, að þetta væri alt orðið um seinan. Því „áttræðir strákar“ einsog hann, eru altaf á ein- lægu flökti, tolla ekki heima hjá sjer stundinni lengur. Jeg spurði hvort hann yrði heima á morgun. Til hádegis, segir hann þá. „Má jeg koma til þín snemma í fyrramálið?“ „Það fer eftir því hvað þú kallar snemma“, segir hann. Jeg vissi ekki betur, en hann væri allra manna svefnljettastur, og væri því uppi einsog hani á morgn- ana. Svo jeg spyr hvað hanm eigi við. „Jeg þarf að minsta kosti að vera farinn að sofa“, segir hann þá. Þetta er eftir j honum, hugsa jeg, að vera far- | ínn að vaka framúr, einsog verstu óreglumenn, þegar hann er kominn á þenna aldur. „Jeg sef nefnilega þegar andinn inn gefur mjer“, segir hann þá „og stundum bara hjerna í stólnum mínum. í morgun t. d. ekki fyrri en kl. 6.“ Kl. 9 morguninn eftir kom jeg svo til hans í stofuna hans í K.F.U.M. En sú vistarvera er ein hin einkennilegasta, sem til er í þessum bæ. Því maður veit ekki hvort rjettara sje, að kalla hana eina stofu eða þrjár. Skil- rúmin eru bókaskáparnir. Og sjeu þeir teknir svo, þá er þar gestastofa, skrifstofa og svefn- herbergi, einsog allir vita, sem hafa heimsókt hann. Aldursskeiðin. Morgunsólin skein glatt inn í herbergið hans. Og sjálfur var hann í sólskinsskapi. Rjetti mjer sjerprentað kvæði, er hann hef- ir nýlega orkt um „aldurskeið- in“ og gaf í skyn að það myndi geta verið mjer nógar upplýs- ingar að þessu sinni. Þar lýsir hann hverju aldursskeiðinu fyr- ir sig, og segir um ellina: Hvað er dýrðlegra’ en ellin með drifhvítu hárin, Þegar dagstrit er endað við sólar- lags frið, Og hún fullsödd og barnsglöð og ánægð með árín Sjer í andanum hvíldina blasa sjer við? LdÓSM. MBL: GL. K. MAGNUS5DN. Sjsra Friðrik Friðriksson í s'ofu sinni í húsi K. F. U. M. Það er svo sem auðvitað, hugsaði jeg. Hann gæti dansað á grafarbakkanum, ef því væri að skifta. Nokkrum sinnum áður hefí jeg hlustað á sr. Friðrik tala um ýmislegt, sem á daga hans hefir drifið. Og veit að hann hefir frá óvenjulega ríkri æfi að segja. En alt sem hann hefir lifað og í frásögur er færandi, ; stendur ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum hans rjett eins og það hefði skeð í gær. Það gildir einu hvort hann lætur hugann reika til fyrstu bernskuáranna, er hann Ijek sjer að glerbrot- um norður í Svarfaðardal, eða hann sá amtmannssetrið brenna á Möðruvöllum í Hörgárdal eða hann kynntist undraheimum Biblíunnar meðan hann var á Reistará í Möðruvallasókn eða hann ljek stórviðburði Njálu með leikbræðrum sínum, á Svínavatni í Húnavatnssýslu. í Skavafiarðardölum var hann í Goðdalasókn, og hugsaði sjer að verða þar prestur seinna meir, og stofna þar uppeldis eða dval- arheimili fyrir fjöldann allan af drengjum. Við þetta starf fram- tíðarinnar undi hann dögum oftar, og hafði mikla ánægju af. En varð líka fvrir vonbrigð- um í samstarfinu við þessa í- mynduðu framtíðarvini sína. Draumar og veruleiki. Það gerðist ekki lítið í hug- skoti þessa drengs og unslings á fyrstu árum ævinnar einsog hver getur kvnnst, er les end- urminningar hans. En bessa söeu eða sönur var jeg ekki kominn til að hlusta á, að þessu sinni, heldur ætlaði jeg að fá að heyra eitthvað hjá honum áttræðum. hvernie hon- um fvndist samanburðurinn hefði reynst, við draumana, og lífið siálft. — Það fer nokkuð eftir því, hvernig á málið er litið, segir hann. Ef jeg ætti t. d. að rekja drauma mína og skýjaborgir, sem ieg undi mjer við, þegar jeg var smali á Síðu á Refa- sveit, þá hefir lífið óneitanlega orðið talsvert öðruvísi en mín- ír háfleygu draumar. Því þá var jeg ýmist hershöfðingi eða einvaldskonungur, eða■ eitthvað þvíumlíkt. En þegar jeg nú lít yfir liðna æfi, get jeg naumast hugsað mjer, rð meira gæti ræst úr draumum mínum, óskum og fyrirætlunum en orðið er. HandleiSslan. Jeg vandist því snemma að treysta á handleiðslu Guðs. Fannst hann vera mjer nálæg- ur, hvar sem jeg fór. Þetta vakn aði upp fyrir mjer, við lestur Biblíunnar. En hana las jeg með mikilli ákefð og áhuga, undir eins og jeg hafði lært að stauta mig framúr henr.i. Lærðj snemma mikið af vers- um og bænum. En tók fljótt uppá þvi, að snúa þeim uppá mitt daglega líí, þarfir, og á- hugamál. Bað \il Guðs í rúmi mínu kvöld tíg morgna, og fanst að mjer væri veitt áheyrn. Það er að segja þegar um var að ræða smáatriði daglega lífs- ins, einsog t. d. að finna hesta í haga, sem stundum gat þó verið nokkuð erfitt, þá kunni jeg ekki við að ómaka Guð al- máttugan um svo lítilfjörleg atriði. Sneri mjer þá til Ólafs helga. — Því til hans? — Jeg hafði lesið sögu hans. Og mjer hafði verið sagt, að jeg væri 21 maður frá Þóru dóttur Magnúsar berfætts. Svo jeg rakti til frændsemi við Ólaf konung og fannst því eðlilegt að jeg gæti vænst stuðnings frá honum. — .Undir þú þjer ekki vel sem hershöfðingi og einvalds- konungur? GoSafræðin. — Nei. Mjer hundleiddist þar uppi þegar þangað var komið. Anægjan var öll í því að brjót- ast þangáð. En flýtti mjer síðan niður á smalaþúfuna aftur. Þeg- ar jeg var á Síðu hjá mínum ágæta vini og húsbónda Magnúsi Bergmann, kyntist jeg líka goðafræði Grikkja og Róm- verja eftir Stoll. Magnús hafði tekið eftir því, að jeg tók alltaf þessa bók, er jeg kom í bað- stofuna, og las í henni á meðan jeg var að borða. Svo hann lofaði mjer að hafa hana með mjer í hjásetuna. Með því skil- yrði, að jeg gleymdi ekki án- um. Það passaði jeg. Því jeg vissi, að ef jeg misti ærnar útúr höndunum á m.ier, þá myndi jeg líka missa Stoll. En mjer leiddist altaf blessaðar skepn- urnar. Harðindasumarið 1882. Svo kom mislingasumarið 1882. ísa-sumarið, þegar alt ætlaði að deyja útaf á Norður- landi, bæði menn og skepnur. Þá veiktist alt heimilisfólkið á Síðu. nema ieg stóð einn uppi, til að sinna því r veikindunum. Bað um það í bænum mínum, að mega ven frískur, svo jeg gæti orðið að sem mestu liði í bágindunum. Og var bænheyrð- ur. En á eftir var jeg næst kom- in því að gefast upp. Trúa ekki á framtíð mína, ekki á neina framtið. Skilja við alla draum- ana, skýjaborgirnar. Vænta ekki annars af lífinu, en að verða kannske fullgildur vinnu maður í sveit, með tímanum, og eignast kindur, sem mjer þótti leiðinlegar. j Þá fjekk jeg boðin frá bless- uðum afa þínum Stefáni Stefáns , syni á Heiði í Gönguskörðum, , þar sem hann bað mig að koma og finna sig. Hann hafði heyrt i að jeg hefði verið svo iðinn að lesa í Biblíunni, að jeg kynni þar skil á flestum aðalpersón- um. Þetta hafði verið gylt fyr- ir honum. Það hefir altaf verið nvo, að menn hafa gert meira úr mjer og hæfileikum minum, en jeg hefi átt skilið. En Stefán var það, sem átti upptökin að því, að jeg braust í að komast í skóla og komast áfram á þeirri braut, sem jeg kaus mjer helst í lífinu. jeg þekM“ Áttundi tugurinn sá s'kcmti-* legasti. — Nú skulum við aftur snöggvast víkja ?.ð því, hvornig veruleikinn hefir orðið í sam- anburðj við draumana, segi jcg. — Mjer finnst, skal jeg scgja þjer, í einn orði sagt, jeg hafa fengið mikið meira, en n.ig í raun rjettrí nokkurntíina dreymdi um. Er jég lít yíir líf- ið, sem heild, finnst m:iei> það vera alt samfeld hand leið'sla, samfeld haminvja. Jeg finn ckki betur en jeg sje einn sá ham- ingjusamasti. maður, sem jeg þekki. Af öllum þáttum æfi minnar. fínnst mjer tímabilið milli sjötugs- og áttræðisaidu' S, hafa veríð það ekemtilegasfa. Jeg hefi starfað það eitt, sem mig hefir langað t.il Og látið aðta nm orfiðið. —- En þú hefir verið niikið af bessum síðasta áratug •->r- lendis. I Danmörku. — Jú víst. Og þó árin ;;em jeg var í Danmörku, meðan á styrjöldinni stóð, hafi verið hin hörmulegustu fyrir dönsku þjóð ina, þá gat jeg ekki kom.iut hjA því, að finna ánægjuna af, að vera borinn á höndum af hcilb4 þjóð, einsog jeg var á þeira ár- um, á hinn undursamlegaSta hátt. Það var mjer mjög ánregju- legt starf að ferðast urn Dan- mörku, og halda fyrirlestra um ísland. En jeg fjekk sííeldar beiðnir um það, frá öllum lands hlutum, ekki síst eftir að skiln- aðurinn var kominn á. Fólk vildi vita hvernig málum væri varið. Reyndi jeg, eftir því sem jeg best gat, að skýra það fyrir áheyrendum mínum, að um sögulega nauðsyn væri að ræða. Þó jeg gæti ekki neitað því, að mjer hefði þótt það viðkunn- anlegra, ef þess hefði verið kor-t ur, að samningar hefðu geta-J farið fram á milli frændþjó.J- anna, áður en til skilnaðarins kom. Traustir samstarfsmeim, Þegar jeg er kominn á þenna aldur, heldur sr. Friðrik áfram, er jeg hættur að reikna með á»- unum. Er að sjálfsögðu reiðu- búinn til að fara þegar vill. Sje jeg ekki betur en hugsjónum mínum í sambandi við KJ'.U.M. sje borgið. Mjer hefir altaf líkað verst við eitt orð í íslensku máli. Og það er orðið „framkvæmda- stjóri“. Jeg hefi verið kallaður framkvæmdastjóri K F.U,M.>l ó jeg hafi í raun rjettri aidrei framkvæmt neitt. Hefi altatf verið ákaflega latur sjálfur, en haft mikla ánægju af því a<J sjá aðra .vinna. En ekki hefir skort fórnfýsina og dugnaðinn hjá fjelögum mínum og sam- starfsmönnum. Kannski hefi jeg átt einhvern þátt í því s’tun<i um, að aðrir hafa unnið me*J áhuga og dugnaði. Nú eru starfskraftar við K.F.U.M. svo miklir, og góðir, að jeg þekki þá ekki betri ann- ársstaðar, þar sem þessi f jelags- skapur starfar. Reykjavíkurfjelagið þarf mín ekki lengur með. Er það m\ kærust hugsjón mín, að sjá starf inu eins vel borgið á Akranesi. Það er nú á góðum vegi og eins í Hafnarfirði. Sumarstarfið á best við rnig nú. í Kaldárseli og í Vatna- skógi. Miklar framtíðarvonir eru tengdar við báða staðina þó t Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.