Morgunblaðið - 26.08.1948, Blaðsíða 2
o
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 26. ágúst 1948^
1 dýraráki Isiands eru um Hann sd- 0i*mpíl!^i3iffl,
fjögur þúsund tegundir
ÞAÐ KEMUR sjaldan fyrir,
‘er menn hitta danska ferða-
ímenn hjer á landi, að þeir sjeu
1 ófáanlegir til að tala móðurmál
sitt. En svo var hjer á dögun-
' um, er til mín kom danskur
‘dýrafræðingur, S. L. Tuxen, að
i nafni. Jeg hafði áður heyrt
|hans getið, og ferða hans hjer
•á landi. Það var löngu fyrir
stríð. að hann tók að venja kom
•!ur sínar hingað til að rannsaka
■dýralíf landsins.
Að Mælifelli í eitt ár.
Þegar jeg spurði hann, hvar
liann hefði lært að tala íslensku
sagðist hann hafa vanist því,
norður á Mælifelli, hjá sjera
*Tryggva heitnum Kvaran. Þar
var jeg samfleitt eitt ár, sagði
hann. En eins og þjer vitið,
þegar maður er uppi í sveit, þá
verður maður að venja sig á að
tala íslensku.
— Og hvað höfðuð þjer fyrir
stafni að Mælifelli, annað en
að tala íslensku við fólkið þar?
— Þar var jeg að safna skor-
dýrum, segir hann, því jeg er
skordýrafræðingur. Jeg rann-
sakaði sjerstaklega dýralíf í
laugum og heitum uppsprettum
þar norður frá, og eins víðar um
land. En dýralífið er, sem eðli-
iegt er, með sjerstökum hætti
i hinu heita vatni.
Jeg komst að þeirri niður-
stöðu. að ýms smádýr geta lifað
i laugavatni, sem er alt að því
49 gráða heitt.
Oýralíf íslands.
En það er ekki um þetta, er
jeg ætlaði að tala, segir dr.
Tuxen, heldur um vísindaritið
„Zoology of Iceland“ (Dýra-
fræðf íslands), sem byrjaði að
koma út nokkru áður en styrj-
öldin hófst, og við vonum að
verði lokið eftir svo sem 10 ár
hjer frá.
Arni Friðriksson var í fylgd
með dr. Tuxen. Sögðu þeir mjer
frá þessu mikla vísindariti, sem
! almenningur hefir altof lítið vit
að um.
Það er upphaf þess máls, að
nokkrir menn komu hjer sam-
a» á fund heima hjá Bjarna
heitnum Sæmundssyni árið ’31,
til þess að ræða um hvernig
hægt væri að gefa út vísindarit,
isem gæfi yfirlit um alt dýralíf
á íslandi, og í sjónum umhverf
is lahdið svo langt sem grunn-
sævispallurinn nær. Á þessum
undirbúningsfundi voru þeir dr.
Bjarni Sæmundsson, Guðmund
xir Bárðarson, Árni Friðriksson
•og danski prófessorinn R.
t Spárck.
Þá var ákveðið að gangast
fyrir því, að safnað yrði dýrum
víðsv. um landið og í vötnum og
sjó, til viðbótar þeim gögnum,
,sem þegar voru til í söfnum og
í vörslum einstakra sjerfræð-
inga.' Leitað var og samvinnu
við dýrafræðinga víðsvegar um
^Evrópu og eins við þau náttúru
gripasöfn, þar sem voru geymd
; ar íslenskar dýrategundir.
'Víðtæk samvinna.
Nokkru síðar var kosin sjer-
*tök ritnefnd, til að annast um
ritstjórn verksins. En í herini;
voru þeir: Árni Friðriksson,*
i
Herkilegt vísindarit um dýrafræði
iandsins
Dr. S. L. Tuxen.
Guðmundur heitinn Bárðarson,
Ad. S. Jensen prófessor í
Höfn, R. Spárk prófessor sama
stað, en hann var einn af
fremstu hvatamönnum að því,
að ráðist yrði í útgáfu þessa,
Bjarni heitinn Sæmundsson og
Johs. Schmidt prófessor. Þrír
þessara manna eru nú dánir.
En fyrir Guðmund Bárðarson
kom Pálmi Hannesson í nefnd-
ina, fyrir Johs. Schmidt kom
eftirmaður hans við hinar
dönsku fiskirannsóknir A. Ve-
del Taaning, og fyrir dr. Bjarna
Sæmundsson kom dr. Finnur
Guðmundsson.
Ritstjórar eða framkvæmda-
stjórar ritnefndar eru þeir
Árni Friðriksson og dr. S. L.
Tuxen.
Þetta yfirlitsverk yfir ís-
lenskt dýralíf á að vera í fimm
bindum. Er áætlað, að þau sam
anlögð verði um 3000 blaðsíður.
í fyrsta bindinu á að vera
gerð grein fyrir lífsskilyrðum
hinna ýmsu dýraflokka hjer á
landi, og í sjónum umhverfis
landið.
í næstu bindunum þremur
verður svo yfirlit yfir allar teg-
undirnar. En í síðasta bindinu
verður almenn landafræði að
því er snertir dýralífið.
Fjöldi vísindamanna, er lagt
hafa stund á rannsóknir á ís-
lensku dýralífi, hafa verið
fengnir til þess að skrifa kafla
í þetta mikla rit. Er það gefið út
í heftum, og koma heftin út
eftir því, hvernig efnið berst
ritstjórninni, en ekki eftir því,
hvernig efninu er raðað í
bindin.
3000 blaðsíður.
Fyrsta heftið kom út á árinu
1937. En alls hafa komið út 47
hefti, sem samtals eru um 1450
blaðsíður. Er þetta um það bil
helmingurinn af öllu ritverk-
inu. Aðeins tvö af heftum þeim,
sem út eru komin, eru eftir ís-
lenska vísindamenn, þá Bjarna
Sæmundsson og Hermann Ein-
arsson. Skrifaði Bjarni heitinn
um spendýrin, en Hermann
hefir skrifað um skrápdýrin. Ér
það síðasta heftið, sem komið
hefir út. Annars er hlutur js-
lensku dýrafræðinganna í þessu
verki yfirleitt eftir. Það felíur
í þeirra-hlut t. d. að semja mik-
ið af hinum almennu lýsingum,
á skilyrðum dýralífsins og hinn
landfræðilega hluta í fimmta
bindinu.
— En hvað verða dýrateg-
undirnar margar á að giska,
sem getið verður um í þessari
miklu yfirlitsbók, spurði jeg
dýrafræðingana?
— Um það verður ekki sagt
með vissu enn, sögðu þeir. —
Ekki fyr en kaflarnir eru samd
ir um alla dýraflokkana. En
við giskum á, eftir þvi, sem
þegar er komið, að tegundirnar
sem koma til greina í hinu ís-
lenska dýraríki verði um fjögur
þúsund.
Islensk framlög og dönsk
til útgáfunnar.
Þegar jeg spurði þá, hvernig
tekist hefði að afla fjár til út-
gáfu þessarar miklu bókar,
sögðu þeir svo frá:
Hingað til hefir kostnaður-
inn aðallega verið greiddur úr
Donald Finley, breski grinda-
hlauparinn, sem tekið nefur þátt
í þremur Ólympíuleikum í röð,
sór Ólympíueiðinn á leikunum i
London fyrir hönd hinna 6000
keppenda. — Finley var fyrir því
óhappi að detta í grindahlaupinu,
en fyrirsjáanlegt var að hann
hefði annars unnið sinn riðil.
18 þjóðir náðu engu
stigi á Ólympíuleik-
unum
BANDARÍKIN unnu mesta
sigra á Ólympíuleikunum, en
Svíar komu næstir þeim. Ef sex
fyrstu mönnum og sveitum í
dönskum sjóðum, úr Carlsberg ' hverri grein eru gefin stig, falla
sjóði, og úr Rask-Örstedssjóðn- Þau þannig á löndin. (Fvrsti
um. Fyrst var fenginn nokkur I maður fær 7 stig, annar 5, þriðji
styrkur úr sjóðum þessum, til
undirbúnings undir útgáfuna.
Og síðan hafa sjóðir þessir lát-
ið af hendi rakna til ritlauna
fyrir þýðingar og prentunar-
kostnað um 70 þúsund dansk-
ar krónur. En bókin er á ensku,
svo þær ritgerðir, sem ekki
koma á því máli frá höfundun-
um, verður að þýða.
Á árunum fyrir stríðið veitti
Sáttmálasjóðurinn hjerna kr.
3,400 til útgáfunnar. Og kr.
2,500 árið 1946. En úr ríkissjóði
voru veittar kr. 10 þúsund á
4, fjórði 3, fimmti 2 og sjötti 1):
væri mjög Ijett undir útgáfu
þessa.
Þetta sögðu dýrafræðing-
arnir.
Jeg get ekki sjeð, að það komi
til mála, að danskir sjóðir
verði að mestu latnir greiða út-
gáfukostnað af þessu undir-
stöðuriti um dýrafræði íslands.
Er það að sjálfsögðu vel þegið,
sem Danir hafa til þessa lagt af
fjallar eingöngu um íslenskt
efni, ætti það að vera sjálf-
sagður hlutur, að framlög frá
Islandi verði ekki minni en þau
sem frá Donmörku koma.
Á há'Icndinu til heilsubótar.
Áður en jeg skildi við dýra-
fræðingana tvo, sem hafa á
hendi framkvæmdastjórn þessa
útgáfufyrirtækis, barst talið að
rannsóknaferðum dr. Tuxens
hjer á landi á fyrri árum. —
Sagði hann, að víða hefði hann
farið um lönd, til rannsókna
sinna. En hvergi hefði hann'
unað sjer betur en uppi á há-
lendi íslands. Sagðj hann, að í
hvert sinn, sem hann kæml
Frh. á bls. 8.
1. Bandaríkin ....... ... 530
2. Svíþjóð ... 291
3. Frakkland ... 189
4. Bretland ... 162
5. Italía ... 159
6 Ungverjaland .... ... 158
7 Danmörk ... 127
8 Finnland ... 106
9 Holland ... 104
10. Ástralía ... 81
jn. Sviss ... 78
'12. Tyrkland ... 74
13. Noregur ... 66
14. Tjekkóslóvakía . .. ... 63
15. Belgia • ... 59
,16. Argentína ... 56
17. Austurríki ... 40
18. Kanada ... 35
18. Mexico ... 35
20. Egyptaland ... 33
21. Suður-Afríka .... ... 29
22. Jamaica ... 26
23. Júgóslavía ... 17
■24 Korea ... 15
24 Uruguay ... 15
26. Spánn ... 11
27. Pólland ... 10
28. Brasilía 8
28 Peru 8
128. Panama 8
!31. Indland 7
132. Portugal 6
32. Iran 6
34. Ceylon 5
34. Cuba 5
34. Libanon 5
34. Trinidad 5
38. Puorto Rico 4
39. Pakistan 3
40. Filippseyjar 2
41. Chile 1
18 þjóðir fengu hvergi mann
eða sveit í úrslit og hljóta því
ekkert stig. Það eru eftirtaldar
þjóðir: Afganistan, Bermuda,
Breska Guiana, Burma, Colom-
bía, Grikkland, Irland, Ísland,
íraq, Kína, Liechtenstein, Lux-
embourg, Malta, Monaco, Nýja-
Sjáland, Singapore, Sýrland og
Venezuela.
Afmæiismóf KA á
Akureyri 1
í TILEFNI af 20 ára afmælj
sínu hjelt Knattspyrnufjelag
Akureyrar frjálsíþróttamót á'
Akureyri s.l. laugardag og
sunnudag. Þátttakendur voru
frá Þór og KA. Helstu úrsliti
urðu þessi:
100 m. hlaup: — 1. Eggerfc
Steinsen, KA, 12,0 sek., 2.
Stefán Stefánsson, KA, 12,0 og
3. Geir Jónsson, KA, 12,0.
400 m. hlaup: — 1. Valdimai?
Jóhannsson, KA. 55,5 sek., 2.
Jóhann Ingimarsson,56,5 sek. og
3. Magnús Björnsson, KA, 57,4
sek.
800 m. hlaup: — 1. Valdimar
Jóhannsson, KA, 2.16,0 mín.,
2. Magnús Björnsson, KA, 2.16,3;
og 3. Jóhann Ingimarsson, KA,
2.16,3 mín.
150 m. hlaup: — 1. Valdi-
mar Jóhannsson, KA. 4,47,7
mín., 2. Stefán Finnbogason,
Þór. 4.49,5 og 3. Óðinn Árna-
son, KA, 4.50,0.
4X100 m. hlaup: — 1. KA
48,4 sek. og 2. Þór 48,9 sek.
1000 m. boðhlaup: — 1. KA
2.13, 2 mín. og 2. KA (B-sveit)
2.15,5.
Langstökk: — 1. Geir Jóns-
son, KA, 6,24 m., 2. Marteinn
Friðriksson, KA. 5,94 og 3. Har
aldur Ólafsson, Þór, 5,82
Þrístökk: — 1. Geir Jónsson,
KA, 12,73 m., 2. Marteinn Frið
riksson, KA, 12,40 m. og 3.
Eggert Steinsen, KA, 11,67 m.
Hástökk: — Eggert Steinsen,
KA, 1,70 m., 2. Gunnar Óskars
son, Þór, 1,65 m. og 3. Marteinn
Friðriksson, KA, 1,60 m.
Spjótkast: — 1. Ófeigur
Eiríksson, KA, 46,53 m., 2. Fal-
ur Friðjónsson, KA, 41,19 m,
og 3. Björn Sigurðsson, Þór,
39,66 m.
Kúluvarp: — 1. Guðmundur
Árnason, KA, 12,30 m., Harald
ur Sigurðsson, KA, 12,26 m»
og 3. Marteinn Friðriksson,
KA, 10,93 m.
Kringlukast: — 1. Marteinn
Friðriksson, KA, 35,41 m., 2.
Ófeigur Eiríksson, KA, 33,4Q
m. og 3. Hörður Jörundsson,
KA, 33,35 m.
_ — H. Vald. I
Þrjú ný Siglufjarðar-
mel í frjálsum
íþróffum
Siglufjörður, mánudag.
MEISTARAMÓTI Siglufjarð
ar í frjálsum íþróttum lauk i
gær. Þrjú ný Siglufjarðarmeti
voru sett. Guðmundur Árnasora
stökk 6,60 m. í langstökki, Ragri
ar Björnsson hljóp 200 m. á
24,6 sek. og fór yfir 1,70 m. 3
hástökki.
Guðmundur Árnason vanm
100 m. hlaup á 11,5 sek. Bragl
Friðriksson kúluvarp með 13,22
m„ Ingvi Jakobsson spjótkasts
með 47,60 m., Páll Ágústssoni
800 m. á 2.16,2 mín., Bragfl
Friðriksson kringlukast meðí
39,90 m., Guðmundur Árnasora
þrístökk með 12,96 m. og PábS
Ágústsson 3000 m. hlaup sf
10.53,0 mín. — Stefán.
Júgóslavar mófmælai
Belgrad í gærkveldi.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Júgq
slavíu, Stanoje Simitch, afhent|
í dag sendiherra Rúmeníu orð-.
sendingu þar sem mótmaéit va<j
afstöðu Rúmena til Tito og
stjórnar h,ans. — Reuter. m;