Morgunblaðið - 22.10.1948, Page 6
MORGVTSBLAÐIÐ
Föstudagur 22. okt. 1948.
B
Hiimitiiiiiiiiiniiiiiii»iimiii""ii|iiiiniiiiiiiHi"ii
I Rudolf Mossi Code
Guðjón Jónsson bryti: Minningnrorð
| og Bentley’s code viljum |
| vjer kaupa.
I Sturlaugur Jónsson & Co. I
Sími 4680. \
C =
MiiimMimmmmmmmmmmmmmmmmiimmm
Áhyggifeg sfúika
| óskast til heimilisverka á i
1 fámént heimili. Gott sjer- f
| herbergi og mikið frí. •— [
i Uppl. á Laufásveg 55. i
i Sími 3415.
E j
S =
mmmmmmmmmmmmmimmmmmmmimiim
liiiiuiimiiiiimiiimiiimmmiimmmmmmmmmm
£ |
I flustin 101
í sendiferðabíll velmeðfar- i
| inn og í góðu lagi til sölu. i
i Uppl. í síma 5745 í kvöld i
{ kl. 6—8 .
WUiiMiiiiiimiiimiimiiimiiiiiiiiimimiiimimmmmi
Góð gleraugu aru íyrir
Bllu.
AfgreiB'un flest gleraugna
rerept og gerum viB gl«r-
•ugu.
*
Augun þjer hvfliB
með gleraugum fr4
TÝLI H.F.
Austurstræti 20.
E.s. ,Reykjafoss‘
fer hjeðan þriðjudaginn 26.
október til Vestur- og Norður-
lands.
Viðkomustaðir:
Patreksfjörður,
ísafjörður,
Húsavík,
Siglufjörður.
M.s. Tröllafoss
fer hjeðan miðvikudaginn 27.
október til Norðurlands.
Viðkomustaðir:
Akureyri,
Siglufjörður,
H.F. EIMSKJPAFJELAG
L ÍSLANDS
Fæddur 28. júní 1899.
Dáinn 13. okt. 1948.
MJER þótti frjettin ótrúleg,
er mjer var sagt að hann Guð-
jón væri dáinn, hefði orðið bráð
kvaddur. Jeg hafði talað við
hann daginn áður og virtist
mjer hann þá glaður og sjálf-
um sjer líkur, gat hann ekki
um annað, en að sjer liði vel.
Annars mun hann hafa borið
sjúkdóm þann, er varð honum
að aldurtila, með þeirri rósemi
og leynd, sem einkendi hann
svo mjög þegar alvaran var
annarsvegar.
Við Guðjón höfðum verið vin
ir frá því er fundum okkar bar
saman, en við fengum fyrst ná-
in kynni hver af öðrum, er við
störfuðum saman á skipum
Eimskipafjelagsins. Þar var
hann bryti á annan tug ára.
En jeg man fyrst eftir honum,
þegar hann starfaði á Hótel
Reykjavík, við veitingastörf.
Hann vakti þá strax athygli
mína og annara, fyrir glæsi-
og snyrtimennsku. Þegar jeg
svo kyntist honum nánar 1920,
þá varð jeg brátt þess var, hve
vel það fjell okkur, að ræða
saman um hin ýmsu dægurmál.
Við vorum ekki ávalt sammála,
en við urðum brátt vinir og
hjelst sú vinátta æ síðan.
Eftir því sem árin færðust
yfir hann, komu æ betur í ljós
þeir mannkostir er prýddu
hann. Enda var hann góðum gáf
um gæddur, óvenjulega vel
sjálfmentaður, orðheldinn og
tryggur við ættingja og vini.
Það var einn af hans mörgu
góðu kostum, hve áreiðanlegur
hann var í öllum viðskiptum,
og hversu oft hann brýndi það
fyrir öðrum, hve mikilsvirði
heiðarleiki 1 viðskiptum væri.
Hann var mikill skapmaður,
og þungur á bárunni, ef hon-
um þótti sjer misboðið, eða öðr-
um gjört rangt til. Slíkt er oft
einkenni þejrra manna, er bljúg
asta og besta hjartalagið hafa,
gagnvart þeim sem eru minni
máttar og miður mega sín.
Jeg varð brátt var við hví-
lík hjálparhella hann var oft,
eigi aðeins fyrir landa sína, er
áttu í erfiðleikum, heldur og
fyrir erlenda menn, er til hans
leituðu. Það var þá oft eins og
hann vissi á öllu skil og gæti
ávalt gefið holl og raunhæf ráð.
Margur fátækur og þurfandi
hefir leitað til hans um dagana,
og var jeg oft viðstaddur, er
hann rjetti þeim skerfinn og
var hann oft ekki skorinn. við
neglur sjer. Það var eins og
allir þektu Guðjón bryta, hvar
sem skipið er hann sigldi á bar
að landi og í bænum þar sem
hann bjó, enda sópaði af hon-
um, er hann var á besta skeiði.
Hann var og framúrskarandi
góður skipsfjelagi
Það er mjög líklegt, að ein-
mitt það, að hann ólst upp við
mjög þröngan kost, samfara
hans göfuga upplagi, hafi mjög
stuðlað að þeim góða skilningi,
er hann ávalt sýndi gagnvart
þeim, sem voru hjálparþurfi.
Guðjón var fjölhæfur maður
og glöggur á menn og málefni.
Hann hafði mikið yndi af hljóm
list, sem og gekk í arf til barna
hans. Það var eins og hann
gæti leikið nokkuð á öll hljóð-
færi, er hann kom nálægt. Hann
var einnig mjög hneigður til
tungumálanáms. Hvar sem skip
hans bar að landi gat hann
bjargað sjer vel vegna þessa.
Þegar þetta er sagt, ber að
hafa í huga að skólaganga hans
var aðeins barnaskóli og síðar
matreiðsluskóli í Kaupmanna-
höfn.
Guðjón var fæddur að Ás-
láksstöðum á Vatnsleysuströnd
hinn 28. júní 1889, foreldrar
Jón Halldórsson og Guðrún
Nikulásdóttir að sögn gáfuð og
skáldmælt. Voru börnin þrjú
Guðjón og 2 systur, Ásdís látin
fyrir nokkrum árum og Guð-
rún Gróa, nú á sjúkrahúsi í
Reykjavík og á þess því eigi
kost að fylgja ástkærum bróð-
ur síðasta spölinn. Foreldrar
Guðjóns fluttust til Reykjavík-
ur, er hann var barn að aldri
og ólst hann þar upp. Um tvít-
ugsaldur fór hann utan. til mat-
reiðslunáms. Að loknu námi,
var hann við þau störf á Hótel
Reykjavík.
Hinn 5. mars 1913 gekk hann
að eiga eftirlifandi konu sína,
Sigríði Bjarnadóttur prests frá
Mýrum í Álftaveri. Móðir. Sig-
ríðar hjet Guðrún Guðmunds-
dóttir, ljest hún á þessu ári.
Sama ár og þau giftust flutt-
ust þau hjónin til Víkur í Mýr-
dal. Þar? verslaði Guðjón í 6
ár og auli þess brá Guðjón sjer
á sjó á sfundum, var formaður
á róðrabái eina vertíð jafnframt
verslunarstarfinu, er það merki
um atorku hans og ósjerhlífni.
1919 fluttu þau hjónin til Rvík
aftur, stundaði hann þá versl-
un o. fl. þar til 1921 er hann
varð bryti á skipum Eimskipa-
fjelagsinsf Goðafossi öðrum,
gömlu Esju, Gullfossi og Detti-
fossi. Hætti hann siglingum ár-
ið 1933. Síðari árin og til dauða
dags, hefir hann verið umsjón-
armaður Miðbæjarbarnaskólans
og er mjer kunnugt um að hann
hefir rækt það starf með kost-
gæfni og myndarbrag, sem og
annað það er hann hefir látið
til sín taka. Jeg hefi átt þess
kost, að koma oft á heimili
þeirra hjónanna og tala við
hann, og ávalt farið hressari
frá honum. Hann hafði svo gott
lag á að skemta mönnum með
fjölhæfni sinni og hnittinyrð-
um, hann kunni vel að beita
gáfum sínum. Eitt. var það sem
prýddi hann meðal annars, rit-
hönd hans var sjerstaklega góð
og skipuleg. Guðjón var trú-
hneigður maður og bindindis-
maður hin síðari ár, var hann
þai* heill og óskiptur, sem ávalt
var einkenni hans er hann gaf
úg að einhverju málefni.
Konan hans hún Sigríður,
börnin og barnabörnin 2. sakna
vinar í stað, en börn þeirra eru
4, 3 synir Bjarni, Vilhjálmur,
Kjartan og 1 dóttir Valborg,
sem er gift fyrir 3 árum og á
nú lítinn son, sem heitir Guðjón.
Bjarni á 1 dóttur frá fyrra
hjónabandi, sem er nú orðin það
þroskuð, að hún saknar afa, sem
var svo góður við hana. Öll éru
börn þeirra hjóna góðum gáf-
um gædd og listhneigð. Allir
þeir sem höfðu náin kynni af
Guðjóni sakna vinar í stað.
Blómin í garðinum við glugg-
ann hans og í íbúðinni, mundu
einnig láta í ljósi söknuð, ef
þau mættu mæla, þvi hann var
blómelskur maður, hann og
hans góða kona voru samhent
um að hlúa að og prýða garð-
inn. Jeg man hvað hann sagði
síðast, er hann var að vökva
blómin. „Heyrir þú að blóm-
in syngja af gleði, er þau fá að
drekka, heldur þú að nokkur
eigi svona blóm nema við“. Það
var spiladós í blómakrukkunni.
Svona var hann, þegar hann
var glaður. Við kveðjum hann
öll vinirnir, konan hans elsku-
leg, börnin og barnabörnin, ætt
ingjarnir.
En eigi skal æðrast þótt geng
inn sje góður vinur, því allir
eiga þessa göngu fyrir sjer. Og
Guðjón hafði gott vegarnesti.
Minningin um góðan dreng
og tryggan vin mun hlýja eft-
irlifandi konu og börnunum og
öllum þeim er sakna hans.
Ásg. Sigurðsson.
—O—
ÞAÐ er sárt að kveðja ann-
an eins vin og þig Guðjón, jafn-
vel þó aðeins sje um takmark-
‘aðan tíma að ræða. Heimili
mínu og mjer reyndist þú frá
því við kynntumst, sem hoilur
heilsteyptur húsvinur, sem
tókst þátt í gleði okkar og
hryggð. Góður vinur reyndist
þú mjer jafnan þegar jeg leit-
aði til þín og ljest ekkert ógert
til að hughreysta, hvetja og
leggja góð ráð á.
Sunnudagur í maí síðastlið-
inn fer mjer aldrei úr minni •—
hafðu þökk sjerstaklega fyrir
þá stund, sem þú tafðir hjá
mjer — eftir ósk minni og nu
bið jeg alföður okkar að launa
þjer. Jeg veit að sú bæn er
heyrð, því hún er endurómuð
af fjölmörgum, sem leituðu til
þín í vandræðum sínum, en
fóru hughreystir frá þjer. Þú
varst höfðingi í lund í þess orðs
fyllsta skilningi, geðríkur þeg-
ar það átti við, tilfinningamað-
ur, sem fannst til með þeim sem
bágt áttu og rjettir þeim þina
'oróðurlegu og hjálpsömu hönd,
svo um munaði, það var mjer
kunnugt um, þó þú ljetir ekk-
ert á bera. Allir þessir kostir
þínir eru þjer gott veganesti á
sviði því, sem þú dvelur á nú.
Þú ert ríkari nú en við sem
horfum á eftir þjer. Þegar allt
kemur til alls eru þessa heims
gæði hiegómi og hjóm eitt. Ekk
ert jafnast á við góða heilsu
og vin, sem í raun reynist, það
varst þú Guðjón. Þegar jeg
minnist þín mun það minni-
stæðast í fari þínu, hvað birti
í sálu manns þegar þú brosandi
komst að manni, helst óvörum.
Þá birti- sannariega í sálu
manns og ranni. Ætli þjer verði
ekki valið það hlutverk í fram-
tiðinni. Jeg hlakka til að sjá
þig aftur. Með þeirri ósk kveð
jeg þig og þakka þjer hvað þú
varst mjer og mönum.
Vinur þinn
Sigbjörn Ármann.
—O—
í FEGURÐ vorsins lítum við
á yfirborðið og gleðjumst við
vaxandi sólaryl og frjómagn
jarðarinnar. í fegurð haustsins
leitum við kjarnans og árang-
ursins af starfsemi sumarsins.
Svo var þjer farið, horfni vin-
ur. Þú gladdist í fegurð sum-
arins, en leitaðir jafnframt
kjarnans og uppskerunnar í
fegurð tilverunnar. Þú vildir
gera það fagra enn fegurra og
fyrir það öðlaðist þú viskuna
og þar með kærleikann.
Guðjón Jónsson, bryti, and-
aðist snögglega 13. þ. m. í dag
verður hann jarðsunginn.
Hann var fæddur 28. júní
1889, en hjer átti hann heimili
lengst af. Á unga aldri leitaði
hann sjer menntunar, eftir því
sem tök voru á, enda hafði hann
frá öndverðu næman áhuga fyr
ir að afla sjer menntunar á sem
flestum sviðum og til hinstu
stundar var sál hans leitandi og
glímdi við ráðgátur lífsins.
Hann varð því prýðilega ment-
aður maður, enda ijett um allt
nám og meðfædd listhneigð
hans og eðlisþroski svo djúp-
sett, að hverju takmarki var
náð, áður en varði.
Snemma beindist hugur hans
að þjónsstarfinu og aflaði hann
sjer staðgóðrar menntunar í því
og matreiðslu,. bæði utan lands
og innan. Um fjölda ára stund-
aði hann þryta-störf, bæði á
skipum Eimskip og Ríkisskip, í
utan- og innanlandssiglingum.
Ljet honum þetta starf vel, þótt
ónæðisamt væri, enda var hann
hinn mesti fjörmaður og þrótt-
urinn lengi mikill. Hitt duld-
ist heldur ekki, að hann var vin
sæli í þessu starfi, enda hafði
Guðjón þá kosti til að bera,
sem hlutu að skapa honum vin-
sældir: glæsileik samfara dæma
fárri lipurð og góðmennsku og
drenglund, sem íaldrei brást.
Honum ljet það svo vel, að
verða öðrum til góðs, að hann
taldi ekki eftir sjer, að láta
allt í tje, sem honum var unnt,
hvað sem öðru leið. Tryggð hans
og umhyggja átti sjer engin
takmörk.
Heimilisfaðir var hann hinn
besti og ljet sjer annt um mennt
un barna sinna, sem höfðu erft
listhneigð föðursins. Kona hans,
börn og barnabörn hafa því mik
ið misst og orðið fyrir þungu
áfalli. En þeim og oss öllum á
að vera harmabót fögur minn-
ing um elskulegan mann.
Steindór Gunnlaugsson.
iti""""l""li"iiiliiiliiii,,ill,lll|l||||||||||||||||||||||||||||
Eggert Claessen {
I Gústaf A. Sveinsson I
: Odfellowhúsið Sími 1171. |
hæstarjettarlögmenn
s Allskonar lögfræðistörf l
i"iii"iiiiiiiiiiiiiiiii"iiiii"iiiii"iiiiiiiiiiiiiiiimit,,,mu