Morgunblaðið - 23.10.1948, Side 8

Morgunblaðið - 23.10.1948, Side 8
8 HORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. okt. 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.), Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla; Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 » Uamnlcnds. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með l«esb<5k. Utanríkisverslunin og hinir austrænu ALLT FRÁ því að Bjarni Benediktsson tók við meðferð utanríkismálanna, hefur blað kommúnista lagt á það sjer- staka áherslu að sanna íslendingum að hann vildi engin viðskipti við Sovjetríkin og þau lönd, er hölluðust að stjórn- arstefnu þeirra. Með þessu háttalagi hefði núverandi utan- ríkisráðherra valdið þjóð sinni óbætanlegu tjóni. Á þessari staðhæfingu hefur Þjóðviljinn stagast viku eftir viku. mán- uð eftir mánuð. En þetta hafa verið rakalaus ósannindi. Bjarni Benedikts- sonjiefur framkvæmt þá stefnu í afskiptum sínum af utan- ríkisviðskiptum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upp- hafi fylgt og ekki er ágreiningur um meðal hinna borgara- legu flokka, að íslendingar vildu eiga viðskipti við allar þjóð- ir án tillits til þess, hverskonar stjórnskipulag þær hefðu valið sjer. Á grundvelli þessarar stefnu hefur Bjarni Benediktsson unnið að því af þeirri festu og þeim dugnaði, sem honum er lagin, að afla markaða í sem flestum löndum fyrir ís- lenskar afurðir. • Bjarni Benediktsson sýndi fram á það í ræðu sinni á Al- þingi í fyrradag þegar hann hrakti staðhæfingar Einars Ol- geirssonar um viðreisnaráætlunina, að viðskipti okkar við þjóðir þær, sem Rússum eru háðastar hafa ekki minkað síðan hann tók við starfi utanríkisráðherra og Áki Jakobs- son ljet af starfi atvinnumálaráðherra, heldur stóraukist. Það er ómaksins vert að vekja athygli á þeim tölum, sem ráðherrann nefndi í þessu sambandi. Er þá fyrst að líta á viðskipti okkar við Finna. Árið 1946, þegar kommúnistar voru í ríkisstjórn og Áki Jakobsson var atvinnumálaráðherra, nam útflutningur okkar þangað 1,3 milj. kr. Árið 1947 þegar afskipti Bjarna Benediktssonar komu til skjalanna, nam útflutningur okkar til Finnlands 3,7 milj. kr. og það sem af er þessu ári um 7 milj. kr. Þá er Pólland næst. Árið 1946, þegar Áki var ráðherra, seldum við bangað afurðir fyrir 752 þús. kr. Árið 1947 þegar núverandi stjórn var tekin við, seldum við þangað afurðir fyrri 4,5 milj. kr. Á þessu ári hafa þegar verið seldar þangað vörur fyr- ir 3,2 milj. kr. en mikið af vörum er ófarið þangað. En Tjekkóslóvakía? Það er ótrúlegt að Bjarni Bene- diktsson hafi viljað versla við stjórn Gottwalds eftir því, sem Þjóðviljinn segir. En tölurnar tala um það sínu máli. Árið 1946, þegap Áki var ráðherra og hafði afskipti og áhrif á utanríkisverslun okkar, og sjerstaklega útflutning sjávarafurða, seldu ís- lendingar Tjekkum vörur fyrir 8,5 milj. kr. en árið 1947 í tíð Bjarna Benediktssonar, seldum við þangað vörur fyr- ir 14,1 milj. kr. Fyrstu 8 mánuði þessa árs höfum við svo selt Tjekkum íslenskar afurðir fyrir 22,6 milj. kr. Hvað sýna nú þessar tölur og upplýsingar um útflutn- ing okkar til landanna austan við járntjaldið? Sýna þær það, sem kommúnistar hafa í tíma og ótíma brugðið Bjarna Benediktssyni um, að hann og núverandi ríkisstjórn hafi bakað landinu stórtjón með því að eyði- leggja markaði okkar í Austur- og Mið Evrópu? Nei, þær sýna það alls ekki. Þær sýna það gagnstæða. Viðskipti íslendinga við þessar þjóðir hafa margfaldast síðan að Bjarni Benediktsson tók við meðferð utanrík- ismálanna. En hvað um Rússland? Það er alveg rjett, viðskiptin við það hafa minkað. En hverjum skyldi það vera að kenna? Ekki Bjarna Bene- diktssyni. Fyrir tæplega ári síðan óskaði hann þess að teknir yrðu upp viðskipíasamningar milli Rússlands og íslands. En Rússar hafa ekki einu sinni svarað þeirri mála- leitan þrátt fyrir eftirgangsmuni af okkar hálfu. Hinsveg- ar hefir sendiráð Rússa í Reykjavík verið svo elskulegt að útvega bókabúðum kommúnista í Reykjavík, að vísu ólöglega, rússnesk áróðursrit á ýmsum tiingumálum! Það er allt og sumt. \Jíbuerfi ibrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINO Börnin og snjórinn BÖRNIN gleðjast þegar snjór inn kemur og taka fram sleða sína og skíði. Litlu andlitin! ljóma af gleði. Þau hafa fundið nýan leik, sem þau una sjer við. , Það halda þeim engin bönd að | komast út í snjóinn að leika sjer. Foreldrarnir eru að sjálf- sögðu ánægð með börnunum sínum, en sú ánægja er blandin kvíða, því skíða- og sleðaferðir barna á umferðargötum bæjar- ins eru ekki hættulausar. Má segja, að mesta mildi sje. að ekki skuli hljótast fleiri slys af leik barna á götunum þegar snjór er en raun er á. Börnin leita sjer helst að brekkurri', þar sem sleðarnir og fkíðin renna fyrirhafnarlaust. Þau brutla á farartækjum sín- ■im stjómlaust fyrir horn. En óþarfi að lýsa þessu frekar. 9 Fyrirætlanir bæjaryfirvaldanna BÆ J AR YFIR V ÖLDUNUM er Ijóst, að mikil hætta er á ferðum. En það er ekki hægt að banna börnunum að vera á '’ötunum, nema að þeim sje fenginn annar staður öruggari til leikja sinna í snjónum. — Fyrir nokkru gátu blöðin um, að bæjarstjórnin hefði í undir- búningi, að koma upp svæðum fyrir sleða og skíoaferðir barna. Nú er íyrsti snjórinn fallinn og búast má við snjókomum við og við úr þessu allan veturinn. Það væri því æskilegt, að yfir- völd bæjarins hröðuðu fram- kvæmdum sínum í þessum efn- um eins og föng standa frekast til. Skautasvell á Tjörninni ÞÓTT það sje reynsla undan- farinna vetra, að skautasvell sje all stopult á Tjörninni, þá er það ekki svo lítil skemtun, sem bæjarbúar og þá einkum unga fólkið og börnin hafa af því að leika sjer á skautum á Tjörninni. Undanfarna vetur hefur ekki verið hægt að halda við skauta- svellinu á Tjörninni, eins og æskiiegt hefði verið, sökum vatnsskorts, þar sem ekki hefur verið hægt að sjá af vatni til að sprauta svellið. Ennfremur hef ur verið skortur á hæfilegri raf magnslýsingu. Úr þessu þyrfti að bæta í vetur og gera ráðstaf- anir hið fyrsta til þess, að kom- ið verði lag á er skautasvellið kemur á Tjörnina. o Holl og góð íþrótt SKAUTAÍÞRÓTTIN er holl og ^óð íþrótt. Skautasvellið hef ur haldið mörgum unglingun- um frá sollinum. Skautafjelag er starfandi í bær.um. sem hefur á að skipa áhuga fólki um þessa íþrótt. Það barf að styrkja þetta fjelag og störf þess. ! Fielagið sjálft ætti að hafa framkvæmdir á hendi í sam- bandi við skautasvellið, hugsa l um lýsingu, hljómlist, fata- geymslu og einhver framtaks- , samur maður ætti að selja j skautafólkinu hressingu. Verði skautasvell gott í vetur ætti fjelagið að efna til sam- I kepni til að auka áhuga ungl- inga og eftilvill reyna að koma upp skautasýningum. Þetta eru tillögur og vonandi má nota eitthvað af þeim. ð Gheppilegur frágangur vinnupalla ÞAÐ er oftast gengið ófor- svaranlega frá vinnupöllum við hús, sem eru í viðgerð hjer í bænum. Einkum er þetta áber- andi á aðalgötum bæjarins. í sjálfu Austurstræti hefur það komið fyrir hvað eftir ann- að undanfarnar vikur, að Veg- farendur hafa verið í stórhættu á götunni. Litlu munaði fyrir nokkrum dögum, að kona nokk ur fengi heilan kút af nöglum, sem íjellu frá þriðju hæð af vinnupalli niður á götuna. Það muriaði ekki nema hársbreidd, því nöglunum rigndi niður rjett fyrir aftan konuna. Annar veg- farandi slapp naumlega undan hamri og fleiri dæmi mætti nefna. Reglur um vinnupalla ÞAÐ þarf að setja ákveðnar reglur um vinnupalla og útbún að þeirra. Og ef slíkar reglur eru til, sem mjer hefur þó ekki tekist að finna, barf að sjá til að beim sje framfylgt. Öruggast væri að búa svo um, að vegfarendur gangi ekki und- ir vinnupalla, t.d. með því að girða umhverfis pollana á með- an á vinnu stendur. Og loks að setja þeim, sem nota þurfa vinnupalla, þau skil yrði, að þeir sjeu teknir niður undir eins og vinnu er lokið. Það ríkir altof mikið kæru- leysi í þessum efnum, eins og fleiri málum, sem snerta öryggi borgaranna. MCOAL ANNARA ORÐA Japanskir slríðsfangar í skéla kommúnismans. Eftir DENIS VVARNER, frjettaritara Reuters. MJÖG hefur seinkað heim- sendingum japanskra stríðs- fanga, sem Rússar hafa í haldi í Sberíu og japönsk blöð hafa undanfarið verið að komast ákveðnar að þeirri niðurstöðu að tvent valdi. Annað, að Rúss- ar vilji nota vinnuafl þeirra til að byggja úpp atvinnutæki í Síberíu og hitt að þeir vilji kenna föngunum kommúnisma í þeiri von, að þeir gerist seinna stuðningsmenn japanska komm únistaflokksins. Nokkrir stríðsfangar eru þó komnir heim og hafa þeir lýst högum sínum í fangabúðunum. 9 9 FRÁ VOLGA TIL VLADIVOSTOK Einn þeirra sagði nýlega frá því, að starf japönsku stríðs- fanganna í Síberíu væri þegar orðið gríðarmikið. Þeim hefur verið skipt niður í allstóra flokka, sem síðan er dreift um gervalla Síberíu. alt frá Volga til Vladivostok. Þar vinna þeir við smíði þúsunda nýrra verk- smiðja, íbúðarhúsa, járnbrauta- lína og hefja vinnu í nýjum kola- og málmnámum. Maður, sem áður var háskóla kennari í Tokyo, en var strðs- fangi hjá Rússum og er nú kom inn heim, hefur lýst því, hvaða aðferðir Rússar noti til að kenna föngunum kommúnisma. „AND FASISTA- FUNDIR“ OG „LÝÐRÆÐISSTARF' Fyrst eru stofnaðar and-fas- ista nefndir í fangabúðunum, sem eiga að berjast gegn áhrif- um liðsforingjanna. „Næst er að koma á fót ,,lýð- ræðisstarfi“, sem helst er inni- falið í því að stofna nefndir með almennri atkvæðagreiðslu. Þeir, sem í þessar nefndir eru kosnir. þurfa ekki að vinna handtak, en geta hvílt sig alla daga heima í fangabúðunum. 9 9 ST.TÓRNMÁLA- SKÓLAR Þá er loks farið að stofna stjórnmálaskólana. Menn eru ekki neyddir til að sækja kenslu stundir. þar, en ef menn gera það, er þeim slept við mikla vinnu, og ef þeir eru duglegir, mega þeir búast við að verða sendir á „æðri skóla“, þar sefri þeir þurfa ekkert að vinna. I fangabúðaskólunum er kend landafræði Rússlands, saga kommúnistaflokksins og grundvallaratriði „Leninism- ans“.. í æðri skólunum fá menn kensju í áróðri og byltingar- stayfsemi og eru að öðru leyti æfðir í fullkominni hlýðni við kommúnismann. • 9 VERKLEGA NÁMID í FAN GABÚDUNUM Lokanámskeiðið er verklegt. Það er að vinna í fangabúðun- um meðal japanskra striðs- fanga og reyna þar að veikja mótstöðuafl þeirra gegn komm- únismanum. Þarna fá nemend- urnir líka fulla æfingu í ræðu- höldum, rökræðum og múgsál- fræði. Japanskur blaðamaður, sem átt hefur tal við marga heim- komna stiúðsfanga, segir, að þeim sje kent að aðhyllast stefnuskrá japanska kommún- istaflokksins, svo sem „að það þurfi að koma á friðsamlegri, lýðræðislegri byltingu, eins og í Póllandi, Tjekkóslóvakíu, Ung verjalandi og Rúmeníu11. ® © REYNA AÐ GRAFA UNDAN En fram að þeirri byltingu, er stríðsföngunum sagt, að þeir eigi að berjast án þess að brjóta núverandi stjórnarskrá og reyna þó að grafa undan henni grundvöllinn. Einn stríðsfanginn skýrði frá því, að þeim væri sagt, að þeir væru meðlimir byltingahersins og að þeir eigi að vera viðbúnir þegar kallið kemur, að taka til vopna. Hann óttaðist, að margir unglingar, sem hvergi ættu höfði sínu að halla nú eftir styrj öldina tæku fegins hendi mann- haturs- og eyðingarkenningum kommúnismans. EEga Rússar 250 kafbáta? LONDON -— Bókin „Janes íighting ships“, sem er nákvæmasta rit um flata allra þjóða heímsins, heldúr því fram, að Rússar eigi nú 250 kafbáta og 100 þar að auki í smíðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.