Morgunblaðið - 27.10.1948, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITXB: PaxafflW:
GREIN Qffl ferðalag til N’or<
A.USTAN kaldi og úrkomM-
Caust Víða Ijettskýjað.
Frá frjettaritara vorutn
á Akureyri.
StUNNUDAGINN 24 okt. var
CialáiÖ ■ hátíðiegt aidarafmæli
Möðruvallakirkju í Eyjafirði.
Jíáfði failið snjór um morgun-
jnrj. og var hvít jörð, er kirkju-
gestir komu heim að staðnum,
þáij sen: íslenski fáninn blakti
við hún í tilefni dagsins.
í suraar hefur Haukur-Stef-
ánsson. málari rnálað kirkjuna
innan og utan og gert þa,3 af
mikilli prýði. Er þetta önnur
ký'kjan. sem hann málar í
Eyjafirði og mintist prestur
kirkjunnar Benjamín Kristjáns
son sjerstaklega á það í erindL
sínu, hve listrænt og meistara-
legt verk Haukur hefði unnið
með málningu kirkjunnar.
Hátíðaguðsþjónustan hófst kl.
1,15 með því að sjera. Pjetur
Sigurgeirsson fiutti bæn. Fyrir
altari þjónaði sr. Sigurður Stef
ánssoa, en prjedikun flutti
vígslubiskupinn sjera Friðrik J.
Rafnar. — Lagði hann út af
sömu orðunum sem flutt höfðu
verið fyrir öld síðan á vígslu-
hátíð kirkjunnar, er. þau voru:
„Guð er r-nái, og þeir sem til-
i)iÖja hann. eiga að tiibiðja hann
í anda og sannleika“.
Er vígslubiskup hafði lokið
máli sínu og sálmur sunginn,
fluiti sjera Benjamín erindi um
sögu kirkjunnar allt frá því að
hún fyrst var bygð nokkrum
áruni eftir kristnitökuna og allt
frnm tíJ þessa dags.
Kirkjukór Möðruvallakirkju
og Grundarkirkju önnuðust
kirkjusönginn undir stjórn -Jóns
Kristjánssonar, Espigrund.
Guðsþjónustan stóð yfir í ,tvo
klukku címa/ og var öll hin
virðulegasta. — Var þar margt j
manna saman komið úr sveit- 1
inni og næriiggjandi sóknum.
KJ 3,30 var setst að borðum
heima I Möðruvallabæ. Höfðu
þar verið sett upp borð í allar
stofur, og var þar veitt af
mikilli rausn og höfðingsskap.
— IGrkjueigendur og húsbæna
ur. að Möðruvöllum, feðgarnir
Valdimar Pálsson og Jóhann
Valdimarsson stóðu fyrir veit-
ingum og hátíðahöldum.
Sjera Benjamín Kristjánsson
mæltí þakkarorðum til hús-
bænda fyrir þá miklu gestrisni
sem Idikjugestum væri sýnt rdi
sem ætíð áður. Einnig þakkaði
hann aðkomuprestum fyrir að-
stoð þeirra, Söngflokknum og
orgaiii.taj.am, sem væri sjer
mikíl stoð í starfinu
Sjera Friðrik J. Rafnar þakk-
aðj I ri.afn' kirkjustjórnarinnar
fyrir þá nv.klu aðgerð, sem far-
jð hefði fram á kirkjunni, sem
væri í senn mikil og prýðilega
af hendí íeyst.
Valdimar Pálsson þakkaði
fyrii þá hátíðlegu athöfn sem
ffárið hefði frarr. I kirkjunni. —
Þakka9i'hfcnri kirkjugestum öll'.
233. tbl. — Miðvikudasur 27, októíier 1948.
um fyrir komuna,.. og kvaðst
vera viss un, að þessi hátíð
myndi lengi í minnum höfð
meðal aílra þeirra, sem höfðu
notið þess að hlýða messu og
taka þátt í aldarminningunni.
Kl. 4,30 var staðið upp frá
borðum. — Var þá komin all
mikil ofanhríð óg sunnan vind-
ur. — H. Vald.
„Para”-keppnin
Benedikf ©g Sfefán
efsfir effir 3, umferð
ÞRIÐJA umferð ,.para“-kepni
Bridgefjelagsins fór fram á
mánudagskvöldið. Eftir þá um
ferð voru þeir orðnir efstir
Benedikt Jóhar.nsson og Stef-
án Stefánsson mð 351 stig, en
í öðru sæti voru Örn Guðmunds
son og Sigurhjörtur Pjetursson
með 347 P stig.
Lárus Karlsson og Árni M.
Jónsson eru þriðju með 340 st„
4. Guðmundur Guðmundsson og
Gunnar Guðmur.dsson með
333 4" stig., 5. Þorsteinn Þor-
steinsson og Ragnar Jóhannes-
son með 329 st„ 6. Jóhann Jó-
hannsson og Guðmundur Ó.
Guðmundsson með 321 st„ 7.
Hermann Jónsson og Arngrím-
ur Sigurjónsson með 319 og 8.
Gunnar Pálsson tíg Torfi Jó-
hannsson með 317 P st.
UNDANFARNA daga hefir staðið yfir í London fundur for-
sætisráðherra samveldislanda Breta og yfirmanna herforingja-
láðs sömu ríkja. Var einn fundur í gær. Hjer sjóst nokkrir
af ráðlierrunum við forsætisráðherrabústaðinn breska í Down-
ing Street nr. 10, í fremstu röð sjást frá vinstri: Alie Khun, for-
sætisráðherra Pakistan, þá Evatt, utanríkisráðherra Ástialíu og
Pandit Nehru, forsætisráðherra Indlands. í annari röð sjúst þeir
Attlee, forsætisráðherra, John Beaslcy, sendiherra Ástralíu í
London og fulltrúi Pakistan í London, Rahimtoola. í öftustu röð
eru þeir Wilson, verslunarmálaráðherra Breta, Hugh Dalton, fyr-
verandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra Ceylon, Stephen
Senanayake.
Ijekkneskiiin
að biria auglýs-
ingar
Prag í gærkvöldi.
TJEKKNESKA stjórnin
hefur ákveðið að þjóð-
nýta alla auglýsingastarf-
semi og verður dagblöð-
tim hjeðan í frá bannað að
birta auglýsingar. Stjórn-
in ætlar liinsvegar að gefa
út sjerstakt Mað. sem flyt
ur ekkert nema auglýs-
ingar, 4'aclav Kopecky,
upplýsingamálaráðh, átti
fund með blaðamonnum í
dag, þar sem hann skýrði
fyrir þeim áætlanir ríkis-
stjórnarinnar í þessum efn
um. Sagði hann, að innan
skamms yrði gefin út
reglugerð þar sem tjekk-
neskum blöðum væri bann
að að birta auglýsingar.
Sagði faann að samtímis
yrði komið á fót auglýs-
ingaskrifstofu ríkisins,
sem tæki við öllum auglýs
ingum ©g tilkynningum
og gæfi þær út í sjerstöku
blaði. — Reuíer.
Deiit um bæja rstjóra
embættið í Hafnarfirði
Bæjarsfjórnarmeirihlufinn hindrar að
embæitið sje veift
; Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem haldinn var í gær-
I kvöldi lá fyrir að taka ákvörðun um veitingu bæjarstjóra-
cmbættisins í bænum, en eins og kunnugt er hefur Eiríkur Páls-
son sagt af sjer sem bæjarstjóri og embættið auglýst laust til
umsóknar. — Aðeins ein umsókn barst frá Þorleifi Jónssyni,
bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanni Sjálfstæðisflokksins.
Þegar er erindi þetta var*---------------------------------
tekið til umræðu kvaddi Emil kostamaður hinn mesti. Þetta
Jónsson sjer hljóðs og lagði væri og þeim mun einkenni-
fram svohljóðanai tillögu fyrir legra, þar sem umsóknarfrest-
hönd bæjarstjórnarmeirihlut-
ans
„Legg til að kosningu bæi-
arstjóra verði frestað og vara-
bæjarstjóra falið að gegna bæj-
arstjórastarfinu fyrst um sinn.“
Fulltrúar Sjálfstæðisfiokks-
ins, Lpftur Bjarnason og Guð-
ur væri nú útrunninn og aðeins
þessi eina umsókn hefði borist.
Fulltrúi kommúnista lýsti
einnig yfir andstöðu sinni gagn-
vart þessari framkomu Alþýðu-
flokksmanna, en kvaðst þó
skilja þeirra hugsanagang.
Við atkvæðagreiðslu um mál
jón Magnússon lýstu sig and- ið fjellu atkvæði þannig, að
víga þessari sjerstæðu málaleit- j kosningu bæjarstjóra var frest-
an Alþýðuflokksmanna. þar að með 5 atkvæðum Alþýðu-
Jsem umsækjandi væri manna flokksmanna gegn 3 atkvæðum
Jreyndastur hvað snerti 'oæjar- ,Sjálfstæðismanna. Kommúnist-
málefni Hafnarfjarðar og mann' inn sat hjá.
mandi er á bls. 7.
Ekki síldarvari
i
í F axaflóa
VJELSKIPIÐ „Fanney“, sem
leitað hcfur að síld í Faxaflóa,
leitaði s.l. sóiarhring í suð-vest
t ur hluta flóans, en hvergi varð
varf sildar.
Síðari Mutann í gær fór skip
ið einnig inn í Hvalfjörð og
leitaði um allan fjörðinn. Varð
þar hvergi síldarvart.
I —------------
Skemtiieg amerísk
ungiingabók
um island
KOMIN er út í Bandaríkjunum
bók um Island, sem einkum er
ætluð unglingum. Er hún eftir
skáldkonuna Agnes Rothery,
sem hjer dvaldi í íyrrasumai’
og sem hefir skrifað aðra bók
um Island, sem kom út í sumar,
Þessi unglingabók heitir „Ice
land Roundabout“ og er hún
skreytt fallegum teikningum
eftir George Gray, sem mun
hafa dvalið hjer á landi.
Bókin er tæplega 200 blað-
síður og útgefandi er Dodd,
Mead & Co. New York.
I bók þessari er lýsing á landi
og þjóð, endursögð íslensk
j ævintýri og sögur, sagt frá borg
' og bæ á einkar skemtilegan
hátt.
Bókin endar á þessum orðum:
„... Við skulum ekki gleyma,
að það var fslendingur, sem
fann Ameríku".
! Frú Rothery hefir skrifað
samskonar bækur um mörg
önnur lönd og nýtur vinsælda
fyrir þær. Meðal landa, sem hún
I hefir skrifað um fyrir unglinga
J eru Danmörk, Noregur og Sví-
þjóð, Mið-Ameríká og fleiri
lönd.
Fulltrúaráð
Heimdallar
FULLTRÚARÁÐIÐ heldui*
fund í Sjálfstæðishúsinu i
kvöld kl. 8,30. — Áríðandi a3
fulltrúar mæti.