Morgunblaðið - 11.12.1948, Page 8

Morgunblaðið - 11.12.1948, Page 8
I.augardagur 1,1. des. 1918. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. nvK<, VHBLAÐIB \Jíluerji álrifar: ÚR DAGLEGA LÍFI3NFU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. . iv« Nýja happdrættislánið FYRIR skömmu samþykkti Alþingi heimild handa rík- isstjórninni til þess að taka nýtt 15 millj. kr. innanríkis- ián til greiðslu á lausaskuldum ríkissjóðs. Hefir lán þetta nú verið boðið út sem nýtt happdrættislán, og hófst sala Lappdrættisskuldabrjefa síðastliðinn mánudag. Á undanförnum árum hefir verið samþykkt löggjöf um ýmsar mikilvægar atvinnuframkvæmdir. Hafa þær ráð- stafanir verið í samræmi við óskir alls þorra þjóðarinnar. Ætlazt hefir verið til, að umbætur þessar yrðu unnar íyrir lánsfje, en ekki hefir tekizt að afla nema hluta þess fjár hjá lánsstofnunum í landinu. Hefir því ríkissjóður sjálfur orðið að leggja fram mikið fje af þessum sökum og auk þess greiða ýmsar ábyrgðarskuldbindingar, sem samtals hefir numið tugmiljónum króna. Á þennan hátt hafa safnast bráðabirgðaskuldir, sem verður að greiða. Augljóst er, að þjóðin verður sjálf að standa undir kostn- aði við þær framkvæmdir, sem unnar eru í hennar þágu. Ríkisstjórnin hefir með þessu og hinu fyrra lánsútboði sínu valið þá leið, sem tvímælalaust verður að telja hina rjettustu, að leita til þjóðarinnar um lánsfje, í stað þess að grípa til þess neyðarúrræðis að hækka skatta. Þetta er sú stefna, sem ætti að vera þjóðinni geðþekkust, því að hún stuðlar um leið að auknum sparnaði og sparifjár- söfnun. Jólasvipur á bænum ÞAÐ ER kominn jólasvipur á borgina Það eitt að sjá menn með jólatrje á*leiðinni heim til sín kemur mönnum í jólaskap. Það er munur frá í fyrra, þeg ar innflutningur var ekki leifð ur á þessari jólagleði manna. Þá urðu margir að pukrast með eina og eina grein. Sagt var frá svartamarkaði á jóla- trjám, sem fram fór í skipum í höfninni og afskektum port- um. — Alt að því 100 krónur fyrir smástubb en var þó hvorki eitt eða neitt, en garð- eigendur, sem áttu grenitrje veltu vöngum og voru and- vaka út af því hvort þeir ættu að tíma, að höggva upp úr garð inum sínum. En vantar trje á Austurvöll ENN ER jólatrjeð ókomið á Austurvöll, en af brjefum, sem ..Daglega lífinu“ berast, má sjá að almenningur saknar þess. Einn brjefritari sendi tvær ljós myndir af trjánum, sem reist voru á Austurvelli í fyrra og hitteðfyrra. Venjulega hefir jólatrjeð kom ið of seint á Austurvöll, ekki fyr en á aðfangadag en það er of seint. Jólatrje á Austurvelli á að auka á jólaskapið á jólaföst- unni, því á jólunum hefir hver sitt trje heima hjá sjer. Vonandi kemur það bráðum. • Það er sjerstök ástæða að brýna fyrir þjóðinni að taka vel þessu lánsútboði. Mætti fólk vel hafa það í huga í sambandi við hin miklu útgjöld til jólagjafa, að hjer gefst því tækifæri til að sameina þrennt: Gefa góða og nytsama gjöf, stuðla að aukinni sparifjársöfnun og lána um leið fje til framkvæmda, sem mikilvægar eru fyrir þjóðar- heildina. _ ^ rr.Tt, «•«! » - ***»--• •» r -JW—■i. Versti gallinn Lítiö um jólaútstillingar SJALDAN, eða aldrei hefir verið jafn lítið um jólaútstill- ingar í verslunum borgarinn- ar og nú. Það er hægt að telja þær verslanir á fingrum sjer, sem hafa gert eitthvað til að skreyta hjá sjer sýningarglugga og verslanirnar sjálfar. Kaupmenn hafa heldur ekki úr miklu að spila. Matvöru- kaupmaður, sem búin er að versla hjer í 30 ár, sagði mjer á dögunum, að hann myndi ekki eftir, að jafnlítið hafi ver- ið til fyrir jólin og nú. „Það vantar alt þetta smáa, sem fólk sækist svo mikið eftir fyrir jólin“, sagði hann. Og það þarf víst ekki að segja neinum neitt í þeim efnum. • Óþarfa tómlæti EN KAUPMENN og aðrir gætu þó gert meira, en gert er til þess, að gera jólalegt hjá sjer. Það sjest í þeim fáu verslun- um sem reyna að haldá hinni gömlu venju við, eins og t. d. hjá Eiríki Hjartarsyni á Lauga veginum. Þar hefir ekki verið lagt í mikinn kostnað og tiltölulega litla fyrirhöfn til að skreyta verslunina, en það er nóg til þess, að viðskiftavinirnir og vegfarendur alment hafa gam- an af þessu skrauti. Líkt gætu fleiri gert ef vilj- inn væri fyrir hendi. • Götuskreytingar OG ÞAÐ VÆRI hægt að skreyta þótt ekki bæri nema helstu verslunargöturnar, eða bara Austurstræti, t. d. með mislitum rafmagnsperum. En það er líklega ekki hægt að ætlast til þess, að kaupmenn og verslunarmenn leggi á sig aukavinnu til að skreyta hjá sjer fyrir jólin. Þeir hafa víst nóg að gera, bæði frammi í búð og á bak við, ef eitthvað kemúr, sem seljanlegt er. Og fólkinu er þá sama hvort það stendur í skrautljósum eða hálfrökkri í biðröðúnum. • Nýju símanúmerin MENN ERU að kvarta yfir því, að erfitt sje að muna nýju símanúmerin, sem byrja á 8 og bæta svo fjórum tölum við. En þeir erfiðleikar venjast fljótt af. Það er ekkert verra að muna nýju númerin, en þau gömlu ef menn nota rjetta að- ferð. Það er skakt að slengja öllum tölunum saman t. d. 81440. Betra er að hugsa sjer töl- una þannig 8-1440, svo eitt- hvað númer sje nefnt. Mjer dettur í hug nýja númerið hjá Ólafi Gíslasyni & Co. Það var áður 1370, en er nú 81370, sem erfitt er að muna í einni bunu, en ef maður skiftir því í 8-1370, þá er breytingin ekki svo mikil. Þannig er það með flest önn ur nýju símanúmerin, að gam- alt númer, sem maður þekkir getur hjálpað til að muna hið nýja, það þarf ekki nema bæta 8 fyrir framan. Þetta ættu menn að reyna. • Mismunandi aðferð- ir til að muna síma- númer MENN HAFA mismunandi að- ferðir til að setja á sig síma- númer. Sumir setja þau í sam- band við ártöl úr mannkyns- eða íslandssögu. Aðrir. sem hafa góð reikningshöfuð nota þversummur og jafnvel kvaðr- atrótarreikning. Enn aðrir fara að eins og vin ur minn Valdimar Björnsson ritstjóri, þegar hann var hjer á landi í ameríska flotanum. Það var eitt kvöld að við ætluðum að hittast og jeg bað hann að hringja til mín þar, sem jeg yrði staddur um kvöld- ið. — Jeg tók eftir því, að hann skrifaði ekki númerið hjá sjer og spurði hann hvort hann treysti sjer til að muna það. „Jeg er nú hræddur um, að það sje ekki mikill vandi,“ svaraði Valdimar. „Hann Jón bróðir minn gifti sig þegar hann. var tuttugu og fimm ára og hún amma mín dó þegar hún var áttatíu og tveggja11. SKORTURINN á margskonar nauðsynjavarningi og þá fyrst og fremst vefnaðarvörum hefur leitt til þess að um þessar vörur er nú háð kapphlaup, sem engan veginn er ánægjulegt. enda þótt það .verði varla talið óeðlilegt. Þessvegna setja bið- raðirnar nú í vaxandi mæli svip sinn á viðskiptalíf verslun- arstaðanna í svartasta skammdeginu, frostum og fjúki. Hvemig stendur á þessari vöruþurð, spyr almenningur. Orsök hans er mjög einföld: í fjögur ár hefur einn þáttur a ðalatvinnuvegar þjóðarinnar, síldarútgerðin að verulegu leyti brostið. í öðru lagi hefur þjóðin á þessum tíma lagt á það höfuðáherslu að flytja inn hverskonar framleiðslu- tæki og rekstrarvörur fyrir atvinnulíf sitt. Þessi innflutn- ingur hefur krafist mikils gjaldeyris. M. a. af þeim ástæðum hafa almennar neysluvörur orðið nokkuð út undan. En árangurinn af hinum mikla innflutningi framleiðslu- tækja er þegar kominn í ljós í stórauknum útflutningi og vaxandi gjaldeyristekjum. Hann hefur þessvegna ekki ver- ið unninn fyrir gýg. Þess verður þessvegna að vænta að á næstunni verði hægt að bæta úr versta galla núverandi skömmtunarfyrirkomulags, og vöruþurðar, en hann er sá að almenningur skuli ekki geta treyst því að hann fái vörur keyptar út á þá skömmtunarmiða, sem gefnir hafa verið út. Aí því sprettur hið vansæmandi kapphlaup, sem nú er háð um hvern bút af vefnaðarvöru er til landsins kemur. Þess- vegna koma vörurnar ekki fram í búðirnar en hverfa í þess stað út bakdyramegin eins og veruleg brögð eru að. Frumskilyrði þess að þjóðin sætti sig við skömmtun og vöruskort af völdum gjaldeyriserfiðleikanna er að fullkom- ið rjettlæti ríki í dreifingu vörunnar. Það verður að gera meira til þess að skapa það rjettlæti. Ef það verður ekki gert verður skömmtunin að skipulags- lausu fálmi. Á það verður einnig að leggja höfuðáherslu að tryggja alménningi vörur fyrir þær vöruávísanir, sem hon- um hafa verið gefnar, þ. e. skömmtunarmiða sína. Það er þýðingarlaust og til ills eins að vera að gefa út ávísanir á vörur, sem þjóðina brestur fje til að kaupa. •■■111111111 llllllllllllllll■lll■lllllllfl!llllllllllflllllllllflftlllllllllllll■llllllllllllllllll■lllllll■lllllllllll•ITrltolrvT»llllf•lflllllle•lll■<k«l-•IIIIIKII•lllllllll'■lUI■lllHI MEÐAL ANNARA ORÐA . . . aiminwiiwniiMiMw——nnwiiinmimn——b———BBmnnmiiiiwinmni Eftir David Briggs, frjettaritara Reuters V/ASHINGTON: — Arthur M. Greenhall, yfirmaður dýra- garðsins í Detroit, Bandaríkj- unum, hefir um þessar mundir einkennilegar rannsóknir með höndum á sviði dýrafræðinnar. Hann er að reyna að komast að hví, hvort dýrin hafi sitt eigið tungumál eða rjettara sagt hvort hægt sje að slá því föstu, hvort ákveðið samband sje milli tilfinninga dýranna og þeirra ýmsu hljóða, sem þau gefa frá sjer. Til þess að gera þetta, er Greenhall að taka upp á plötur hin ýmsu hljóð þeirra 4.000 dýra, sem í Detroit-dýragarð- inum eru. Og hann festir hljóð þeirra á plöturnar undir öllum hugsanlegum kringumstæðum — þegar þau eru soltin, þegar þau eru mett, þegar þau eru reið, þegar þau eru syfjuð, þeg ar þau leika sjer þegar þau eru í ,,hjónabandshugleiðingum“. • • APARNIR LÍKLEGASTIR IINU skepnurnar í dýragarð- [ num, sem Greenhall telur að kunríi að sýna það, að þær hafi Geia dýrin talað! einhvern vísi að tungumáli, eru Chimpansee-aparnir. Nokkrir vísindamenn hafa haldið því fram, að þessi apa- tegund ráði yfir um 32 „orð- um“. Þegar Greenhall er búinn að taka hljóð þeirra rækilega á plötur, hefir hann í hyggju að fá mannfræðinga og mál- fræðinga sjer til aðstoðar til þess að rannsaka og flokka þetta ,apamál“. Hann segir, að til þessa hafi ekki tekist að upp- götva neitt raunverulegt tungu mál apanna, en hann vonar, að sjerfræðingarnir kunni að geta það. • • HLJÓÐNEMA- IIRÆÐSLA ÞAÐ ER ekki eins auðvelt og sumir kynnu að halda að ná hljóðum dýranna á plötur. — Margar dýrategundir virðast vera hræddar við hljóðnemann og neita algerlega að gefa frá sjer nokkurt hljóð þegar Green hall nálgast þær‘ með hljóð- nema sinn. Nashyrningurinn, sem Green hall segist margoft hafa heyrt gefa frá sjer „skrítin ískurs- hljóð“, er gott dæmi um þetta. Sú staðreynd, að nashyrning- arnir steinþegja í hvert einasta skipti sem Greenhall kemur nálægt þeim með hljóðnemann, hefir orðið þess valdandi. að hann telur þá erfiðasta allra skepna að ná á hljómplötur. Hann bætir því við, að þessi einkennilega hljóðnemahræðsla eigi sjer einnig stað með sum af „málóðustu“ dýrunum, og það hefir tekið hann alt að þrjá daga að fá sum þeirra til að gefa frá sjer eitt einasta tíst eða urr í hljóðnemann. LJÓNSÖSKRIÐ GREENHALL hefir einnig fengist við að rannsaka áhrif- in, sem sum hljóð háfa á dýr- in, þegar hljómplötur hans eru leiknar í dýragarðinum. Hann komst þannig að raun um það, að þegar mett ljón heyrðu öskur soltinna Ijóna, ráku þau fyrnefndu upp nákvæmlega sömu öskrin og þau hungruðu. Hann komst ennfremur að þeirri niðurstöðu, að þegar Ijónsöskursplöturnar voru leikn ar í apabúrunum, urðu apa- greyin alveg eins undrandi og hrædd og þau hefðu orðið ef sprelllifandi ljóni hefði verið hleypt inn til þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.