Morgunblaðið - 11.12.1948, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.12.1948, Qupperneq 14
.14 V0RGV li BLAÐia» Laugardagur 11. des. 1948, 'fRUKURINN eftir FKHfOi MjÖ Kit virti hann fyrir sjer. — Augu hans voru hörð og kölá. »,Leysið hann“, sagði hann. Sjó- tæningjarnir hikuðu, ,,Jeg sagði: Leysið hann“, skipaði Iflt og menn hans hlýdáu. „Jeg hefi ekkert sverð“, cagði Parish. „Lánaðu honum sverðið þitt, ÍJernardo“, sagði Kit. ;,Jeg ♦■nundi ekki einu sinni vilja ♦íeita mannhundi, eins og þjer, um heiðarlegan dauðdaga“. „Þetta er heimskulegt af |>jer, Kit“, sagði Bernardo. ■— „Hvað veist þú, nema hann sje Knjallasti skilmingamaður?“ „Jeg hætti á það“, sagði Kit og brosti. „Viðbúinn". Reginald Parish rjetti upp sverðið með vel æfðri sveiflu. í'að glampaði á sverðin og gnýrinn heyrðist ofar hávaðin um af brunanum. Parish sótti ákaft á, svo að Kit hopaði ur.d- an en hann bar af sjer högg Englendingsins af mikilli fimi. „Reginald....“ tautaði hann. „Mjer finst jeg kannast við «afnið“. Hann beygði sig skyndi fega fram á annað hnjeð, þang að til knipplingarnar á jakka hans námu við jörðina, og alt í einu sveiflaðist sverð Eng- lendingsins úr höndum hans. Kit reis upp og studdi sverðs- odd sinn niður. „Náðu í vopn þitt“, sagði hann kuldalega. „Bölvaður bjáni“, tautaði Bernardo. „Rektu dónann í gegn“. Reeinald Parish tók upp sverðið og þeir byfjuðu einvig ið á ný. Englendingurinn hóf aftur harða sókn á Kit, en Kit vjek ekki úr sporunum, en bar af sjer öll höggin, þangað til Englendingurinn var kominn svo nálægt, að hann særðist á enninu fyrir ofan hægra augað af sverði Kits. „Ertu búinn að fá nóg?“ spurði Kit og ljet sverð sitt síga. En í staðinn fyrir að svara, hljóp Parish á hann hálfu á- Tcafari en áður, svo að Kit varð að víkja til hliðar, en hinn var samt kominn svo nálægt að meðalkaflarnir smullu saman. Kit var kominn fast upp að andstæðing sínum og þvingaði hönd hans upp í loftið, þangað til svita- og blóðdropar runnu í stríðum straumum niður and- lit Englendingsins. „Þetta var ekki heiðarlega að farið, Reginald“, sagði Kit hæðnislega. „Nú skulum við fara að Ijúka þessum leik“. Hann ýtti Reginald frá sjer með sverðinu, svo að hann varð að hörfa undan. Þeear þeir bvrjuðu á nýjan leik, hafði Kit betur, og Reginald átti fult í fanvi með að verja sig. Honum fipaðist og á sama augnabliki studdi Kit sverðsodd sinn við bríóst hans. En alt i einu hik- a*i hann. Reginald", hvíslaði hann. •— . NYí veit jev. hvar jeg hefi bo-^rt bað nafn áður. Það er rofn mannsins. sem Rouge var hoitin“. „Rouge?“ saeði Parish og hlies mæðinni þunelega. „Jeg bekki ekki það nafn“. .Það er stúlka með eldrautt 32. dagur hár og græn augu, eins og smaragðar". „Jane“, hrópaði Parish. — „Lafði Jane Golphin“. Kit sliðraði sverð sitt. — „Legðu frá þjer sverðið. Jeg vil ekki verða bani neins manns, sem hefír einhverntíma verið henni kær“ „Það varst þá þú, sem rænd- ir henni“, æpti Parish. Hann stökk fram og miðaði sverðinu að brjósti Kits. En þá kvað við skot. Það kom úr byssu Bern- ardos. Reginald fjell máttvana niður og sverðið sveiflaðist úr hendi hans. Kit horfði á hann, þar sem hann lá fyrir fótum hans. Síð- an leit hann á Bemardo. „Þakka þjer fyrir“, sagði hann lágt. Reginald Parish lá á jörðinni og hóstaði blóði. „Rosalind“, sagði hann með erfiðismunum. „Þú mátt ekki gera henni neitt. Viltu lofa að hlífa henni?“ „Rosalind? Hver er hún?“ spurði Kit. „Konan mín“. Blóðstraum- urinn spýttist út um vit hans við áreynsluna, svo að hann náði ekki andanum og kafnaði í sínu eigin blóði. „Jeg lofa því“, sagði Kit. Hann sneri sjer að mönnum sínum sem voru önnum kafnir við að velta kerunum og losa mylnusteinana. „Þetta var ljót ur leikur“, sagði hann. „Það er dýrkeypt hnoss að verða heið- ursmaður í Saint-Domingue“. „Hvar ætli íbúðarhúsið sje?“ sagði Bernardo En skyndilega heyrðist kven- mannshróp innan úr skóginum. Augnabliki- síðar kom kona hlaupandi í áttina til þeirra. Hún var alsnakin að undan- * 1 teknum smá-pjötlum, sem hjengu við axlir hennar og handleggi. Á eftir henni komu tveir sjóræningjar hlaupandi. | Þegar hún kom auga á Kit var eins og vaknáði von í brjósti j hennar. Hún þaut til hans og | fleygði sjer í fang hans og þrýsti sjer upp við sterklegt brjóst hans, titrandi af hræðslu ' frá hvirfli til ilja. Kit losaði mjúklega handleggi hennar, klæddi sig úr jakka sínum og vafði honum utan um konuna. Sjóræningjarnir flyktust ut- an um Kit og kvenmanninn og muldruðu óánægjulega sín á milli. Kit sneri sjer að þeim. Hann hjelt annari hendinni ut- anum konuna en í hinni hend- inni hjelt hann á byssu, sem Bernardo hafði rjett honum. | „Jeg sagði ykkur í gærkveldi, að þið ættuð að láta kvenfólk- ið afskiptalaust“, sagði hann. „Sá, sem óhlýðnast þeim skip- unum, verður tafarlaust drep- inn. Skiljið þið það?“ Sjóræningjarnir tíndust í burtu ólundarlegir á svip. Kit fá’nn að konan hrökk alt í einu við. „Reginald“, hvísaði hún. Hún horfði á dauða Englendinginn á jörðinni. „Mjer þykir það leitt,“ sagði Kit á bjagaðri ensku. „Jeg ætl- aði að hlífa honum, en hann rjeði sjálfur þessum úrslitum“. | Lafði Rosalind Parish sneri i fögru andliti sínu að Kit og virti fyrir sjer karlmannlega andlitsdrætti hans og gullið yf irvaraskegg hans og hár, sem náði honum langt niður á herð- ar. Kit virti hana einnig fyrir sjer. Það voru engin tár í blá- um augum hennar og hún var hætt að skjálfa, en hinsvegar færðist hryllilegt bros yfir var- ir hennar. „Jeg er fegin'n. Jeg er guðs- feginn. Nú er jeg frjáls", sagði hún. Rödd hennar var róleg og einmitt þessvegna einnig ógn- andi. „Jeg hataði hann af öllu hjarta“. Kit varð undrandi. en hann sagði: „Fylgdu okkur að íbúð- arhúsinu, ef þessir hundar mín ir eru- ekki þegar búnir að brenna það til ösku“. „Nei“, hvíslaði lafði Rosalind, „þeir eru ekki búnir að brenna það. Þeir voru önnum kafnir .... við mig“. Kit sneri sjer að Bernardo. „Grafið þá dauðu“, sagði hann. Síðan tók hann um hand legg lafði Rosalind og leiddi hana burt frá brennandi sykur ekrunni. Þegar þau voru kominn inn í stofuna, gekk hún að vínskáp og tók fram tvö vínglös. Hún skeytti því engu, hve fáklædd hún var, en settist á borðbrún- ina og dinglaði berum fótleggj unum undan jakka Kits. „Nú drekkum við skál fyrir frelsi mínu“, sagði hún og tók út úr glasinu. Kit bragðaði ekki á víninu, en horfði undrandi á hana. — Hún fjekk sjer aftur í glasið, drakk það út og fjekk sjer það þriðja. Augu hennar voru orð- in stór og glansandi og hún virti fyrir sjer andlitsdrætti Kits með ánægjusvip. „Væri ekki best, að þjer fær- uð í fötin yðar?“ sagði Kit. Rosalind Parish kastaði til höfðinu og rak upp skellihlát- ur.. — „Nei, herra skipstjóri“, sagði hún. „Jeg er alveg vita-blygð unarlaus. Jeg er orðinn það síð an jeg kyntist skipverjunum yðar. Auk þess finst mjer þægi- legt að vera fáklædd í þessum hita“. „Yður hefir ekki þótt vænt um eiginmann yðar. Hvernig stóð á því?“ Hún setti glasið harkalega frá sjer á borðið. „Vegna þess að hann elskaði mig ekki. Hann syrgði altaf aðra konu. Hún hjet Jane Golphin og hún lenti í höndum sjóræningja, sama daeinn og jarðskjálftinn kom. Hann var ræfill, og eg gat ekki elskað ræfil“. Hún hallaði sjer alveg upp að honum og horfði í ?n«u haris. Varir hennar voru votar og freistandi. „Öðru máli væri að gegna um mann .... karlmenni, eins og þig“. Hún stóð skyndilega á fætur og gaut til hans augunum. „Ef þú hefð- ir komið sjálfur í staðinn fyrir að senda þessa skítugu rudda, þá er jeg hrædd um að jeg hefði ekki sýnt mótþróa“. Hún gekk alveg að Kit og laeði höfuð sitt við brjóst hans. í leit að gulli eftir M. PICKTHAAL 41 Leifur hlustaði og ofan úr hlíðinni fyrir ofan heyrði hann hvinhljóð, líkast hvísli, margra radda. Það hækkaði og hækkaði og varð að geysilegum gný, sem ætlaði að æra þá. Granít klöppin undir fótum þeirra titraði, og klettarnir, sem þeir földu sig undir, hriktu. Bæði Leifur og Villi hjeldu höndum fyrir eyrun, en hávaðinn var hjerumbil jafnmikill og áður. Svo skall snjóflóðið fram af klettabrúninni. Það fjell í dökkum fossi yfir þeim og kom niður framar í hlíðinni og þó flæddi snjórinn um allt. Hlóðst upp fyrir framan þá og þeir grófust að hálfu í snjóskafl. Og Leifur fjekk högg í höfuðið. Það var steinn sem fjell úr klettahlíðinni og Leifur missti meðvitundina. Þegar hann raknaði úr rotinu var algjörð kyrrð allt um- hverfis. Hann lá hálfgrafinn í votan snjó, en yfir honum var Villi og nuggaði andilt hans með snjómolum. Leifur iá nokkra stund hreyfingarlaus. Síðan þreifaði hann um sig allan og fann, að hann var ekkert slasaður. Jæja, sagði hann. Er annars nokkuð að. Nei, ekki held jeg það, sagði Villi, en mjer leist ekki á blikuna, þegar jeg sá yður hníga niður. Leifur leit í kringum sig. Brautin, sem þeir höfðu áður íarið eftir var nú hulin þykkum snjóskafli. Blesi var klemmdur milli skaflsins og klettanna, en Brandur var næstum grafinn niður í snjóinn, en það mátti samt sjá á umbrotum hans í skaflinum, að hann var ekkert meiddur. Þeir tóku nú sinn hvorn hestinn óg komu þeim upp úr snjónum og teymdu þá fram með hliðinni. Það var erfitt, því að sums staðar var snjórinn gljúpur og Ijef undan. Loksins náðu þeir þó út á auða jörð, sem snjó- flóðið hafði ekki náð. Þeir voru allir þreyttir, ekki síst hestarnir. Það er aðeins komið litið eitt yfir miðjan dag, en Leifur sagði: — Ef við finnum einhvers staðar góðan stað, þá siáum við hjer upp tjaldinu. Við höfum fengið nóg af því í dag. 'rm&CjA.'srJza. 'tunu — Það er leitt, að jeg skyldi lofa mömmu, að blóta aldrei, því að þá get jeg ekki sagt hvað pabbi sagði, þegar hann misti koníakflöskuna í gólfið. ★ Það var hjerna einn daginn, að eldur kom upp í einni af hinum glæsilegu einkavillum í Atlanta. Fyrsti brunabíllinn, sem sendur var á staðinn lenti í árekstri við tvo aðra bíla, og komst ekki lengra. Vjelin bil- aði í öðrum, þegar hann var nýlagður af stað. Þeim þriðja tókst loks að komast að hús- inu. Það er ekki getið um það, hvaða orð slökkviliðsstjórinn ljet falla, er hann komst að því, að ekki var hægt að ná í neitt vatn í námunda við húsið, og slökkviliðsmennirnir urðu að standa auðum höndum á meðan húsið brann til grunna. ★ Berlínarbúar eru yfirleitt mjög varkárir í tali, þegar um er að ræða stjórnmál. Berlínar búi einn hafði týnt páfagauk- inum sínum og tilkynti lögregl unni um tapið. — Getur páfagaukurinn sagt eitthvað? var hann spurður. — Já, sagði eigandinn, en ef hann skyldi eitthvað minnast á stjórnmál, þá talar hann fyrir sjálfan sig, og jeg vil enga á- byrgð á því taka. Hamingja Þessi saga er frá Moskva. — ] Það var útlendingur þar á ferð. Hann gaf sig á tal við mann á götunni. — Þið hafið það gott hjer í Sovjetríkjunum? spurði hann. — Já, við erum hamingju- samir. Svo spurði sá ókunnugi um hvort Rússar hefðu hitt og þetta, sem talið er nauðsynlegt annarsstaðar. Nei, maðurinn varð að við- urkenna, að þeir hefðu það ekki, en við erum samt ham- ingjusamir, sagði hann. 1 — Útvarp hafið þið þó? spurði aðkomumaðurinn. j — Já, hvernig ættum við annars að komast að því, hve hamingjusamir við erum? •* Týndi nefinu, en það fanst Ung kona, frú Floralee Grif- fith í Newhall í California, lenti í brúðkaupsferðinni í bíl- slysi. Hún slasaðist mikið og var þegar flutt í sjúkrahús. — Þegar þangað kom, kom í Ijós, að hún hafði mist nefið. — Bíll var þegar sendur af stað á slysstaðinn. Bílstjórinn fann nefið þar og ók með það til sjúkrahússins, þar sem það ' var sett á stúlkuna aftur, og þar sómir það sjer nú prýði- lega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.