Morgunblaðið - 24.12.1948, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.12.1948, Qupperneq 3
 Föstudagur 24. des. 1948. MORGUNBLAÐIÐ Kristmann Guðmundsson: TVÆRSMÁSÖGUR Ellenifrá Bóndhól ÞAÐ VAR um haust. um kalt og dapurt haustkvold, fyrir löngu síðan. Síðustu-leifarnar af gróðrarilmi sumaúsins bár- ■X- ust enn með blænum eins og s r angurvær minnmg um hlytt handtak vinar, sem ér farinn. — Kvöldgrár, rökkvandi him- inn yfir dimmu og gróðurlausu hrauni, sem var kluhgrótt og sundurtætt eins og valur trölla. Svartar steinkrumlur- bar. við loft, ógnþöglar, sem yæru þær storkið neyðaróp efnisins upp til hins skapandi guðs. Gatan var torfær og krókótt um þessa draugalegu grjótauðn. Qg hestarnir voru orðnir þreytt ir, eftir margra stunda áfram- hald. Þeir lölluðu h-4gt og ó- lundarlega og lögðu áðeins koll húfur, ef danglað var í þá.—- Á bak við okkur hucfu fjöllin í dimmuna. En langt framund- an sást endalaus myrk sljetta: hafið. Við vorum mörg saman, ferðaþreytt fólk, sem sat álútt á hestunum og starði íramund- an sjer með svefnþungum aug- um. Jeg man ekki lengur, hvaða fólk þetta var, eða hvert við vorum að fara. Það er orðið svo langt um liðið. í minningunni eru samferðamenn rhínir að- eins hópur þögulla skugga á gleymdri leið í stemskógum frumalda. Jeg var í stuttbuxr.m, og ber hnjen á mjer nudduðust við hnakkinn. Líklega hef jeg ver- ið á tíunda árinu, og jeg var ákaflega þreyttur. Stundum blundaði jeg nokkur augnablik, glamur hestahófanna við grjót- ið var eintóna og svæfandi. Oftast vaknaði jeg við það. að jeg var að detta af baki. Mjer fannst í hvert skipti, eins og jeg fjelli úr mikilli hæð. En áfram var haldið: hópur dimmra skugga á horfinni leið. Allt í einu var hófaglamrið þagnað. Við riðum yfir slegn- ar túnflatir, og að vitum okk- ar barst vingjarnlegur ilmur af móreyk. Síðan komum við á hlað einhvers bæjar; það var ljós í tveimur ókunnum glugg- um, og tveir eða þrír hundar geltu að okkur. Og allir skugg- ^arnir urðu að lifandi möim- um; hressar og hláturmildar raddir heyrðust allt am kring. „Hvar er barnið?“ spurði myglulyfet. Konan leiddi mig til sætis. Hún sagði nokkur vingjarrdeg orð, sem ieg heyrði ekkí, og strauk mjer um vang- ann. Hönd hennar var góð og móðurleg, en andliti hennar er jeg búinn að gleyma „Sittu hjerna hjá henni Hrefnu íitlu, góði“, sagði hún. „Jeg ætlá að fara fram og finna eitthvað 'að stinga upp í ykk- ur“. Jeg sat þarna langa stund ;við borð á stól, sem var mjög harður og óþægilegur. Stofan fylltist af háværu fólki. Það voru tveir hópar ferðamanna, sem mættust á bænum, því spurt var um frjettir og tíð- indi sögð. Hvorir tveggja ætl- uðu að halda lengra. sama kvöld. Einstaka Sétningar fest- ust í minni mínu: „Þú hleypir vænti jeg þeim gráa, þegar þið komið út í hraunið!“ sagði mað ur einn, mjög skrækróma. Fólk ið hló ákaflega að þessu, og jeg skammaðist mín fyrir að skilja ,ekki fyndnina í því. Smám saman vöndust augu mín hálfrökkri stofunnar. Þá fyrst varð mjer ljóst, að jeg var ekki einn við borðið, gagnvart mjer sat lítil stúlka á mínum aldri. Hún horfði þegjandi á mig, með þunglyndislegum aug um, sem voru dökk eins og fall ega flauelshúfan hennar. Jeg ætlaði að fara að heilsa henni, en hætti við það, því jeg sá, að þess þurfti ekki; við gátum talað saman án orða. Hún var bleik í lampaskininu, og það var ró hjá henni, eins og við sjávarströndina á sumarkvöldi. Jeg hafði verið einmana í þessari stóru, ókunnu stofu, en nú huggaði hún mig. — ,Við erum saman“, sögðu augu henn ar. Við horfðum hvort á ann að, alvarleg og hljóð og innra með mjer vaknaði áður óþekkt gleði, — eða söknuður, jeg veit ekki, hvort heldur var. Jeg óskaði af allri orku huga míns, að þessi stund mætti vara lengi. En augu hennar sögðu: „Við skiljum í kvöld, en við hitt- umst aftur, — eftir langan, langan tíma“. Var hitt fólkið farið út? — Jeg veit það ekki, en í stofunni var orðið kyrrt og hljótt. — í stofunni var þögn, og við vor- um þar ein saman. — Eða vor- um við þar ekki lengur? Yfir okkur skinu bláar stjörnur og við heyrðum nið sjávarins gegn um hljóðlátt rökkrið. Vingjarnlega konan kom inn með eitthvað handa okkur að b.orða. — „Gjörið þið nú svo vel!“ sagði hún. — En við snertum það ekki; við sátum þögul og hreyfingarlaus eins og áður. Ekkert mátti spilla stimd inni okkar, fyrstu stund lífsins. Og stjörnurnar blikuðu bláar yfir niðandi sjávarströnd. Mjer hefur aldrei tekist að komast að því, hver hún var. Mörgum árum síðar spurðist jeg fyrir um hana þarna í sveit- inni, en allir höfðu gleymt henni nema jeg. Og mjer þyk- ir vænt um, að jeg skyldi ekki sjá hana aftur; það er best þann ig. Því telpan, sem jeg hitti á þessari gleymdu leið, er löngu horfin. Hún hefur sennilega aldrei verið til, nema þá stuttu stund, er augu okkar mættust og við ræddum saman á máli þagnarinnar. Hún hjet Hrefna. Við skildum eftir litla bið og hjeldum hvert sína leið. um haustkvöld fyrir löngu síðan. Aftur heyrðist eintóna hófa- glamur á grjóti. Regnþungur himinn og myrkur grúfir yfir þessum draumi mínum. Jeg sat í hnipri á hestinum og ferðinni var haldið áfram inn í gleymsk una. < Hrefna JEG MAN þetta kvöld. — Stormur buldi á húsinu og regn ið lamdi gluggann; jeg var lít- ill drengur og var að leika mjer að trjekubbum á gólfinu. 1 stofunni var blíðlát kyrrð. Rauðleita ljósið frá olíulamp- anum skapaði mildan friðar- heim kring um konuna ungu, sem sat í horninu við ofninn og var að lesa í bók. Bak við hvít mild konurödd í myrkrinu rjett gluggatjöldin voru rúðurnar hjá mjer. Jeg sat enn. á hestin- um, en var sæmilega vakandi. — „Þið hugsið ekkert um litla drenginn!“ Litlu síðar tók einhver í höndina á mjer. Jeg ætlaði að stökkva ljettilega af baki. en hnaut um eitthvað og var grip- inn í mjúka konuarma. Enn man jeg ljóslega, hve þægilegt það var: Hún hjelt mjer upp að sjer eitt augnablik og kj’ssti mig. Svo var jeg leiddur gegn- um langan dimman gang, inn í stóra og skuggalega stofu. Silfurbronsaður olíulampi stóð þar á borði og lýsti dauflega, loftið var þungt og dálítil svartar af myrkri og nótt. en það kom okkur ekkert við Ver öld auðnar og storma var jafn fjarlæg og hið dimma eterhfaf, sem er umhverfis hnöttinn. Það var orðið áliðið, því leiðsla svefnsins færðist á augu mín, og blómin í veggfóðri slof unnar voru orðin að lifandi jurt um. Landamerki draums 'og veruleika, er stundum gerðu mjer erfitt fyrir í leikjum dags- ins, voru ekki lengur til tráf- ala. Jeg gat ferðast óhindrrlð- ur um blómskóga veggfóðurs- Framh. á bls. 12 I Qlekley fól! I lecj fóí gott og farsælt nýtt ár, óskum við öllum starfsmönn- um og viðskiftavinmn vorum. \BVCCINCÁ@FéLA<.n>\ líff

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.