Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1948. — Tvær smdsögur Frh. af bls. 3. ins og fyllt þá af hinum furðu- legustu dýrum, einkum þar sem skugga bar á, og ljósið frá lamp anum náði síst til. Töfraskógurinn minn fagri! Nú er hann löngu lokaðui og blárökkur móðukenndra minn- inga hvílir yfir honum. En jeg trúi því, að einhver guð gæti hans fyrir mig og opni hann í fyllingu tímans íyrir öðru draumlyndu barni. En þetta löngu liðna kvöld átti jeg sjálf- ur töfrastafinn, sem lauk upp ævintýraheimum. Jeg gleymdi kubbahöllinni minni á gólfinu og gekk inn. Áður hafði allt verið þar full komið, en einmitt þetta kvöld fann jeg í fyrsta sinn, að ein- hvers var vant, — einhvers sem var mjög mikilsvert. Jeg reik- aði um skóginn og undraðist, hvað það gæti verið Jeg spurði fuglinn Fönix, er sat undir stórri rós, en hann draup að- eins höfði og svaraði mjer ekki. 1 blágresikofa sínum lá álfa- stúlkan Díalína og svaf; jeg vakti hana og spurði: „Ertu síðan í fyrra?‘; Hún leit á mig með fjólubláu augum sínum og svaraði: „Nei, en hún kemur kennski bráðum“. Þá kallaði jeg á besta vin minn, draumadrenginn Ma- hem. Við leiddumst inn í þykkn ið, þar sem næturblómið ang- ar, og dularfulla konan með mjúku hendurnar býr. Hún get ur ráðið allar gátur, því hún segir aldrei neitt. Rjett á eftir opnaðist hurð- in og gamall maður kom inn í stofuna. Aug'naráð hans var milt, því hann hafði lifað lengi, og hann var með hvítt skegg niður á bringu. Hann settist við ofninn hjá ungu konunni. Hún brosti til hans og fór að lesa hátt í blöðunum, sem hann færði henni. Jeg horfði á hana úr leynum töfraskógarins; vángásvipur hennar var fagur, og jeg vissi, að hendur hennar gá,tu veitt litlum drengjum svefn og frið. Gamli maðurinn sat íboginn og starði í glæður ofnsins, er lýstu djullrauðar gegnum maríuglerið í hurðirni. Hann hlustaði á það, sem unga kon- an las; andlit hans var alvar- legt og friðsælt eins og nótt- in. Jeg hlustaði einnig, án þess þó að heyra orðin sjálf. í stof- unni var kvöld og svefnkennd ró. Kötturinn lá fyrir framan ofninn og teygði frá sjer alla anga; mjallhvítur feldur hans glóði í eldskininu. Svo sló allt í einu blárjóðum bjárma á töfraskóginn, og það var eins og hann vaknaði af leiðslu. — Konan unga hafði le$ið nafn eitt upp úr blaðinu, sem hún hjelt á, og rödd henn- ar varð í sama bili hljóð og mild af sorg. (Dóttir okkar, Ellen, andað- ist — þessa mánaðar, — frá Bóndhól). Þá talaði dularfulla konan með mjúku hendurnar í fyrsta sinn. Hún mælti: „Ellen frá Bóndhól". Ellen frá Bóndhól' Hún kom inn í töfraskóginn og blómin hneigðu sig fyrir henni; stolti fuglinn Fönix reitti gullrauðar fjaðrir úr vængjum sínum og breiddi þær fyrir fætur henn- ar, en álfastúlkan Díalína sveip aði um hana blárri blæju. — Aðeins einn af íbúi.m töfra- skógarins neitaði henni um þjónustu sína: draumadrengur- inn Mahem. Hann var skyndi- lega horfinn, og jeg sá hann ekki aftur í mörg ár. Jeg hafði aldrei heyrt svona fallegt nafn áður. Hljómur crð- anna varð að blárri músik. og út úr litaskrautinu kom hún sjálf, Ellen frá Bóndhól, og varð raunveruleg. Við tókumst í hendur. Hún mælti' „Þú mátt eiga allt með mjer!“ Gamli maðurinn !eit á mig úr fjarska og brosti, en kon- an unga varð spurul í augum: „Hvað er barnið að segja?“ „Hann er að tala við sjálfan sig“ ,ansaði gamli maðurinn. (Skeljarnar, sem liggja und- ir stóra steininum í fiörunni!) Ellen frá Bóndhól; — jeg byggði henni höll á ströndinni fyrir handan töfraskóginn. Fuglarnir sungu þar nótt og dag og sólin skein inn um glugg ana. Við höfðum bara rökkur þegar hún sagði mjer dgpuga- sögur, — og einstaka sinnum nýfallinn snjó, því hann er fall egur í sólskini. (Þú ættir að hátta drenginn, góða mín, hann er að sofna út af). Um nóttina dreymdi mig Ell en frá Bóndhól, og við hjeldum leiknum áfram. Hún var lítil ljóshærð telpa, — nema á sunnudögum, þá var hár henn- ar svart og brúnirnar líka. — Kjóllinn hennar var ákaflega fallegur og óhreinkaðist aldrei. Andlit hennar var ólíkt öllu öðru í heiminum, og jeg þorði aldrei að hugsa mjer það. Þess- vegna get jeg ekki lýst því, enda þótt fátt eigi raunveru- legra líf í minningum mínum en þetta undurfagra telpuand- lit. Hún var það fyrsta sem jeg mundi eftir næsta morgun, og úr því var hún leiksystir mín í mörg ár. — Hún kemur stund um til mín enn; jeg hef sjeð bros hennar í augu.m dætra minna. — En jeg gleymdi að spyrja konuna ungu, hver hún hefði verið. Ellen frá Bóndhól. Hún var leikur bylgjunnar á Ijósglitr- andi höfum, sumarvindurinn er þýtur í melgrasi eyjanna við strendur æskustöðva minna. Og hún var leyndarmál, sem eng- inn þekkti nema jeg En af því tilvera hennar var svo raunaleg og nátengd mínu eigin lífi, minnist jeg hennar oftlega, einkum þegar jeg er einn á þöglu kvöldi. Og þá vaknar alltaf sama spurningin í huga mínum: hver var þessi löngu liðna telpa, — hver var -Ellen frá Bóndhól? H.f. Eimskipafjelag íslands áendir udóhihamönnum (and alt ómu/n um d3estu jólctóski r Innileguslu jóla- thg nýárs-óskir fœrum vjer öllum fjœr og nœr. \Jí(\tœhia uerá Lah n i i ?iciuerólun nUiácnó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.