Morgunblaðið - 26.01.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. janiiar 1949 ið. Þeir fóru í kaf og voru kyrr ir í kafi þangað til þeir voru að springa. Komu þá snöggvast upp úr til að draga andann. V arðmaðurinn hafði ekki hreyft sig. Níu sinnum fóru þeir í kaf og upp úr aftur áður en tungl- ið náði ekki lengur að skína ofan í sýkið. Þá synti Kit yfir í kafi. Þegar hann gat snert ytri vegginn með fingurgóm- unum, leit hann við. Varðmað- urinn var farinn að ganga fram og aftur. Hann sneri baki í þá núna. Kit veifaði til Bernard- os um að koma yfir. Bernard- os synti yfir í nokkrum sund- tökum. Þeir klifruðu upp á mjóa brún, sem var á ytri veggnum rjétt fyrir ofan vatns yfirborðið. Kit beygði sig niður og sagði Bernardos að stíga upp á axlir sjer. Síðan rjetti hann sig upp. Bernardo náði upp á brúnina og fikraði sig upp á vegginn. Síðan tók hann í hendur Kits og dró hann upp. Þeir fleygðu sjer niður í sand- inn á ströndinni fyrir utan vegginn. Þeir hlupu meðfram veggn- um, þangað til þeir komu í rjóður. Þar hentu þeir sjer nið ur og bljesu mæðinni. „Hvað nú?“, sagði Bernardo. „Nú förum við til Santa Marta“, sagði Kit. „Nei, Kit“, tsagði Bernardo. „Við skulum íhuga aðstæð- umar betur áður en við leggj- um út í það. Við þurfum að fá vopn og fatnað og mat og jafn- vel eitthvað fje, áður en við förum til Santa Marta“. Allt í (únu fór Kit að brosa. „Don Luis er nokkuð hugul- samur við okkur“, sagði hann. „Hann fer með Biöncu til Santa Marta, en þangað þurf- um við einmitt að fara til að komast til Saint Domingue. Og hann hefur enn gert okkur annan greiða". ,,Greiða?“, sagði Bernardo undrandi. „Hvað áttu við?“. „Það liggur ósköp beint við. Við gerum það sem við ákváð- um í fyrstu. Leitarmönnunum mun síst detta í hug að leita okkar í Cartagena. Don Luis er ekki heima og því skyldum við þá ekki fara tíl húss hans og fá okkur þar það sem okkur vantar?“. Bros færðist yfir varir Bern- ardos. ,,Fyrirtak“, sagði hann. „Það er einmitt ágætt að láta hann sjá um fefðakostnaðinn“. „Við skulum leggja af stað“, sagði Kit og stóð upp. Þeim miðaði furðuvel áfram í gegn um skógarþykknið á Terra Bomba. En það var far- ið að birta, þegar þeir komu að borgarveggjunum, svo að þeir ákvóðu að bíða kvölds. Þeir höfðu ekkí enn getað satt hungur sitt en þeir höfðu sval- að þorsta sínum í lækjarspræn um og þvegið af sjer mestu óhreinindin. Síðan lögðust þeir á bakið á jörðina og horfðu upp í heiðan himininn. Þegar fór að dimma lögðu þeir aftur af stað. Þeir komu að borgar- hliðinu, rjett áður en lokað var... Fólkig hópaðist inn um hfiðið til þess áð vera ekkí lokað úti yfit nóttina. Það 65. dagur koom sjer vel fyrir Kit og Bern ardo. Bernardo fylgdist inn með hóp manna og Kit kom í humátt á eftir. Síðan hjeldu þeir beina leið til húss Don Luis. Eftir að Seaflower hafði gert óskundann í höfninni, hafði allt verið með kyrrum kjörum í Cartagena. Fólkið var orðið rólegt og lítið vart um sig. Þeir komust því óhindrað til húss Don Luis. Kit beið í dimmu skoti, á meðan Berardo fór að athuga hesthúsin. Þar hitti hann fyrir gamlan og syfjulegan varð- mann. Bernardo var ekki lengi að ráða niðurlögum hans. Hann gaf honum vel útilátinn löðr- ung, svo að gamli maðurinn lyppaðist niður án þess að gefa nokkurt hljóð frá sjer, en Bernardo tók af honum stóra lyklakippu, sem hann bar í beltinu. Hann gaf Kit merki um að koma og beir lögðu á ráðin, hvað gera skyldi við varð- manninn. Loks ákváðu þeir að hætta ekki á neitt. Þeir bundu hann og kefluðu og skildu hann eftir í hesthúsinu. Síðan gengu þeir inn í húsið. Þeir fundu uppbúið borð með kjöti og víni og engu sjer þar nægju sína. Síðan kveiktu þeir á tveim kertum og lögðu af stað í rannsóknarleiðangur um hús ið. Þegar þeir komu út aftur, voru þeir komnir í ný föt og stígvjel. Þeir höfðu jafnvel gef ið sjer tíma til að skera hár sitt og skegg. Þeir voru nú vel vopnaðir með byssur og hnífa. Þeir stungu vínflöskum, brauði og osti í nestispokana. Það var að vísu ekki nógur matur til ferðarinnar, en þeir treystu því að þeir gætu veitt sjer í matinn. í birtingú hjeldu þeir af stað burt úr borginni. Þeir gengu hiklaust eftir fjölförn- um götum. Kit hafði vafið klút um hár sitt og litað skegg sitt svart með sóti. Þeir fóru niður að bryggjunni og leigðu negra með bát til að róa með þá út flóann. Negrinn fjekk fjelaga sinn með sjer og síðan ýttu þeir bátnum frá. Undir kvöld reru þeir framhjá Boca Chica virkinu. Þar sýndist allt vera með kyrrum kjörum, svo að þeir drógu þá* ályktun að þeir væru álitnir dauðir. ^ Síðan reru þeir suður með | Dique skaganum, sem er á milli Cartagena og Magdalena. árinnar. En þegar þangað var komið neituðu negrarnir að fara lengra. Kit gaf Bernardo merki og þeir miðuðu báðir byssum sínum á bátaeigand- ann. Augnabliki síðar voru negyarnir komnir aftur í skut en Bernardo sat undir árum. Kit leit á negrana, og þegar hann sá hvað skelfdir þeir voru, stakk hann hendinni í vasa sinn og dró upp gullpen- ing og henti í bátseigandann. í Negrinn leit á Kit ljómandi augum, því að hann hafði feng ið ferðina borgaða margfald- léga og jafnvel andvirði báts síns. 23. Það fór hrollur um Biöncu, þar sem hún stóð. á torginu fyrir framan dómkirkjuna í Santa Marta. Hrollurinn staf- aði ekkj af kulda, því að í Santa Marta er alltaf sól og sumar. Hún vissi að hrollur- inn stafaði af hugarangri, sem hún átti við að stríða. Bianca og Quita gengu hægt yfir torgið og upp kirkjutröpp- urnar. Bianca hikaði áður en hún gekk inn. Það var hálf- dimmt inn í kirkjunni og þar var svalar en úti. Hún deif hendinni niður í vígða vatnið og signdi sig. Síðan kraup hún á knje fyrir framan litla helgi mynd og reyndi að biðjast fyr ir. En henni gat ekki dottið neitt í hug og hún mundi ekki neina bæn, sem hún kunni ut- an að. Hún var gagntekin ó- skiljanlegum ótta og einmana- leika. Hún hafði ekki fengið neina vitneskju um, hvort Kit hefði tekist að flýja úr fang- elsinu í Boca Chica. Einmitt á þessu augnabliki gat hann átt í dauðastríði vegna sára, sem hann hefði hlotið við flóttatil- raunina. Eða það gat líka ver- ið, að hann væri orðinn frjáls og væri lagður af stað til henn ar. Það var þessi hugsun sem raskaði svo mjög sálarró henn ar. Ef Kit væri frjáls og kæmi til hennar. hvað þá? Don Luis mundi aldrei leysa hana - undan skuldbindingum sínum. Hún var viss um það. Hún vissi líka að sjálf sín vegna gat hún ekki gengið á bak orða sinna. Hún hafði lof- að að vera trú eiginmanni sín um og fæða honum börn, ef hún gæti. Don Luis haíði stað- ið við sín loforð og hún yrði að standa við sín. Enda þótt hún elskaði Kit ofar öllu og titr ingur færi um hana við tilhugs unina um nærveru hans, þá gat hún ekki svikið loforð sín. Meðan Don Luis lifði neyddist hún til að standa í stöðu sinni, sem eiginkona hans. Og enn var önnur hlið þessa máls. Hún hafði fýrir löngu fundið ýmsa góða hæfileika hjá Don Luis. Hann var óneitan- lega mikill maður á þeirra tíma mælikvarða. En hann var þröngsýnn og honum fanst hann ekki þurfa að sýna góð- vild nema ættmönnum sínum og mönnum sem höfðu sömu þjóðfjelagslegu aðstöðu og hann sjálfur. Ef einhver hefði bent honum á, að hann ætti að um- gangast menn af öðrum trúar flokkum, Gyðinga og þræla, með sömu alúð og hann um- gekkst Biöncu, þá hefði hon- um fundist það fjarstæða. II111111111111111111111111111III || IIIIIMIIIIIMIIMIIIIIMtlMlllltfK | X* votta v jel | i Sá, sem getur útvegað f | þvottavjel, getur fengið, | i með sanngjörnu verði, | i karlmannafataefni og f f kápuefni, hvortveggja 1. | i flokks. Þeir, sem vildu f f sinna þessu, leggi tilboð i i inn á afgr. blaðsins, f | merkt: „Þvottavjel — | I Fataefni—660“. ! I leit að guili eftix M. PICKTHAi&X 62 63 Nú skuluð þjer setjast á stóra kassann, meðan jeg' bý til kvöldmatinn, sagði Villi. Svo dró hann fram úr einhvers- konar leyndardómsfullum felustöðum kexmola og ostbita. — Allt eins pg þegar jeg skildi við það, sagði hann. Þetta. er ágætt bæli, sagði Leifur. Ekki datt mjer í hug, að það gæti verið svona skemmtilegt að vera hjerna. Kannski að jeg búi hjerna eins lengi og þú villt hafa mig, Villi. — Já, sagði Villi. Jeg skal þá fara niður í bæ á morgun og selja Blesa, svo að þjer hafið þá dálitla peninga, en jeg verð alltaf bálvondur, þegar jeg hugsa til þess, að fantur- inn hann .... —• Það verður að hafa það, sagði Leifur. Hann borðaði, það sem Villi bauð honum og síðan lagðist hann fyrir í fletið og hvíldi sig. Villi slökkti á ljósinu og settist út í hellis- opið. Hann horfði upp í himininn og sá ljóslitað ský koma úr austurátt meðfram hlíðum Klakaborgar. Kannski það komi alla leið frá Krákum, hugsaði hann og horfði inn til Leifs, sem var sofnaður. Og Villi stóð á fætur, gekk inn í hellirinn, lagði teppi yfir Leif og sofnaði síðan við hliðina á honum. Leifur svaf vært alla nóttina og vaknaði fyrst um morg- uninn þegar hlýr sólargeisli læddist inn um hellisopið og fvrir utan heyrðist mannamál, hestahnegg og hávaði. Hann reis þegar á fætur, en í því kom Villi þjótandi inn í hellinn. Hann var fölur í framan, en gleðin lýsti úr litlum augum h.ans. — Það eru þeir, það eru þeir, Brown og Indíána Tommi, .... nei, þjer þurfið ekki að taka byssuna með, því að nú koma þeir sem vinir og-vilja okkur ekkert illt. — Nei, við viljum ekkert illt, sagði dimm rödd að utan. — Hafið þjer nokkuð með- ferðis, sem þarf að greiða toll af? — Nei. — Þá leyfist mjer kannske að álíta, frú, að refaskottið, sem kemur undan kápunni yð- ar, tilheyri yður sjálfri. ★ AUGLÝSING: — Dreng vant ar til þess að gæta hests, sem talar þýsku. ★ Sherlock Holmes: — Hvað er þetta, Waston, jeg sje að þú hefur farið í ullarnærbuxurn- ar þínar í dag. Waston: — Stórkostlegt, Holmes, stórkostlegt. Hvernig fórstu að finna þetta út? Holmes: — Það var ekki svo mjög erfitt, þar sem þú hefur gleymt að fara í utanyfirbux- urnar. ★ Hún: Jeg skal fara með þjej- á ballið á laugardaginn, það er að segja, ef þú hefur þá ekki hitt einhverja aðra, sem þú vilt heldur fara með. Hann: — Heyrðu, eigum við ekki heldur að láta þessa reglu gilda, þegar við förum heim af ballinu? ★ Viðskiptavinurinn: — Eru þetta alullarföt? Abraham kaupmaður: — Jeg vil ekki skrökva að yður. Baðmullin í þessum fötum er gerð úr ekta silki. ★ — Hvort vildurðu heldur vera milljóner í dollurum eða eiga tólf dætur? — Tólf dætur. — Hversvegna? — Ef jeg væri milljóner, myndi jeg reyna að eignast tvær, þrjár, tíu, tuttugu millj. í viðbót. En ef jeg ætti tólf dætur, væri jeg ánægður með það. SKieAÚTCi£RÐ RIKISINS - _ii__ Esja austur um land í hringferð hinn 31. þ. m. Tekið á móti flutn- ingi til Fáskrúðsfjarðar, Reyð- arf jarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórs- hafnar, Kópaskers, Húsavíkur, Akureyri og Siglufjarðar í dag og á morgun. Pántaðir farseðl- ar óskast sóttir á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.