Morgunblaðið - 02.02.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUffBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. febrúar 1949 Ducasse tók undir hanlegg hennar og fylgdi henni í gegn um fremri skrifstofuna og út að hesti hennar. Hann stóð lengi og horfði á eftir henni, þegar hún var komin í hvarf fyrir húshorn. „Fari það allt til fjandans“, tautaði hann. „Jeg hjelt að jeg hefði nógar áhyggjur fyrir“. Hann var varla sestur aftur við borð sitt og tekinn til aftur við skjalahrúguna fyrir fram- an þig, þegar Paul kom aftur inn. „Það er aldrei stundlegur friður“, sagði hann. „Hvað viltu núna“. Paul hallaði sjer yfir borðið og hvíslaði að honum, að komn ir væru tveir menn, sem vildu fá að tala við hann. „Annar talar frönsku með miklum spönskum hreim“, sagði hann. „Jeg held að þeir sjeu njósn- arar“. „Láttu þá koma inn“, sagði landsstjórinn. „Njósnar- ar, ha, ha“. Hann var í því skapi, að honum hefði verið sönn ánægja af að fá tækifæri til að láta hengja einhvern. Paul kom aftur með tvo menn í fylgd með sjer. „Herra Giradeaux“, hrópaði Ducasse upp yfir sig. „Og herra Diaz. Nú er jeg- alveg hlessa. Hvaðan úr veröldinni komið þið?“. Kit brosti hæglátlega. „Við höfum verið í fangelsi hjá ó- vinum yðar“, sagði hann. „í Cartagena“. Ducasse bandaði með hend- inni. „Þið ættuð ekki að vera að gera gys að mjer“, sagði hann. „Jeg hef sjálfur siglt í námunda -við borgarveggina. Jeg veit að sameinaður her alls heimsins gæti komist þar yfir, en enginn einn rjiaður. Og svo ætlar þú að telja mjer trú um að þú hafir farið yfir?“. „Með þínu leyfi skal jeg sanna mál mitt“, sagði Kit og klæddi sig úr jakkanum og skyrtunni. Hann var kominn í skrautklæði sín, sem hann átti áður en hann fór í leiðangur- inn, því að gamla konan, sem átti gistihúsið, þar sem hann hafði búið, hafði varðveitt þau fyrir hann allan tímann, sem hann var fjarverandi. Hann stóð ber ofan að mitti fyrir framan landsstjórann, en þeg- ar hann sneri í hann bakinu, rak landsstjórinn upp undrun- aróp. 71. dagur sinn. Þegar þjónninn kom, sagði hann honum að bera þeim mat og vín. Síðan settist hann niður og leit á Kit og Bernardo til skiptis. „Það er þá satt, að þið feng- uð þessi sár í Cartagena?11, sagði hann. „Hefur landsstjórinn komið til Cartagena?“, sagði Bern- ardo. „Nei, því er nú verr og mið- ur“, sagði hann. „Jeg hef að- eins siglt þar fram hjá. Ef það er satt, sem þið segið mjer, getið þið orðið mjer að miklu liði. Getið þið lýst fyrir mjer flóanum?“. „Það getum við vel“, sagði Kit. „Tenaza-kastalinn og Popa kastalinn sjást báðir frá sjón- um, svo að þú þekkir þá lík- lega. En þegar kemur inn fyrir Boca-Chica-skurðinn og fram hjá Boca-Chica-virkinu, kem- ur maður inn á vík og þá er Terra Bomba á vinstri hönd. Nokkru norðar er Isla de Man- zanillo á stjórnborða og þar beint á móti er Santa Cruz- virkið. Fyrir sunnan Santa Cruz er skurðurinn lokaður að Boca Grande“. „Jú, þetta er nóg til þess að jeg sje, að þið hafið verið þarna“, sagði Ducasse. „Getið þið teiknað fyrir mig kort yfir þetta svæði?“. „Hafið þjer ekkert kort“, sagði Kit undrandi. Ducasse hnyklaði brúnir. „Hjer hafa orðið miklar breytingar, síðan þið voruð hjer“, sagði hann. v,Jeg hef lítil áhrif lengur. Baron de Pointis hefur kort, en jeg efast um að það sje með öllu rjett .... en jeg fæ ekki að sjá svo mikið sem eitt hornið af því. Jeg. sem þekki Carabíska hafið eins og lófa minn, fæ skip- stjóratitil í franska sjóhernum. En hann, sem er ekkert annað en bölvað fífl kýs sjálfan sig, sem yfirmann alls hers og flota Frakka í þessum heimshluta. Ástandið hjer er orðið alveg óþolandi“. „Og þú hefur látið bjóða þjer slíkt?“, sagði Kit. „Nei, ekki alveg. Karlinn hefur komist að raun um það síðan, að það getur enginn stjórnað sjómönnunum hjerna nema jeg, svo að jeg hef verið hækkaður smávegis í tigninni. „Þessi fögru merki ásamt (En það var bara orðið of seint. kveðjum ber jeg þjer frá yfir- j Jeg er orðinn þreyttur á allri hershöfðingjanum í San Laz- j þessari þvælu“. ! To cní coílí aro-virkinu og yfir varðmönn- unum í Boca-Chica-kastalan- um“, sagði Kit þurrlega. „Mon Dieu“, sagði Ducasse. „Þú hlýtur að hafa kvalist mikið“. „Nógu mikið til þess að við flýttum okkur hingað, til að bjóða landsstjóranum lið okk- ar,‘|3egar við frjettum af fyrir- hu^aðri herferð“, sagði Bern- ardo.. Glampa brá fyrir í augum Ducasse. Hann sneri sjer að Paul. „Lokaðu öllum hurðum ng sjáðu um að við fáum að vera í friði“, sagði hann. „Ja, sei, sei“, tautaði Bern- ardo. „Getið þið teiknað þetta kort fyrir mig“, sagði Ducasse. „Já“, sagði Bernardo, „og jeg skal sjá um að það kort verði áreiðanlegra en nokkurt annað kort sem til er af þeim slóðum“. „Ágætt. Þið verðið hjerna báðir í nótt og jeg útvega ykkur penna, pappír og blek. Þið látið mig svo fá kortið og engan annan en mig persónu- lega“. Hann tók glas af bakkanum, sem þjónninn hafði borið þeim Hann leiddi þá að litlu borði og drakk úr því í einum teig. við gluggann og .kallaði í þjón Svo leit hann á Kit og glettn- in skein úr augum hans. „Jeg gæti núna þegar launað þjer hjálpina, og það eru betri laun en þú gétur ímyndað þjer. En jeg er alltof laus- máll. Ef jeg mundi segja þjer, hvað það er, þá mundu engin bönd halda þjer hjerna í nótt. Jeg ætla þess vegna að geyma það að segja nokkuð þangað til jeg er búinn að fá kortið“. „Jeg vil engin laun“, sagði Kit. „Jeg vil aðeins láta skipa mig í eitthvert starf. Ef kortið getur orðið að gagni og jeg get sjálfur orðið að einhverju liði í ferðinni, þá ætla jeg að fara fram á eitt. Jeg ætla að setjast að hjerna, og jeg þarf lands- svæði til að byggja á“. „Þú skal fá nóg að starfa“, sagði Ducasse, „og ef allt geng ur vel, þá getur þú fengið fast embætti hjer á Saint-Doming- ue þegar þú kemur aftur. Mig vantar einmitt skipstjóra á Providence. Það er ákaflega hraðskreitt skip, en þú hefur æfinguna“. „Jeg tek því“, sagði Kit, „en Bernardo verður þá að vera fyrsti stýrimaður“. „Auðvitað“, sagði Decasse, „það verður ekki völ á nein- um betri í það“. Kit og Bernardo stóðu á fætur og ætluðu að kveðja, en Ducasse bað þá að bíða ögn enn þá. „Mig langar til að spyrja ykkur enn einnar spurningar“, sagði hann. ,Haldið þið að okk- ur muni takast að sigra Carta- gena?“. „Já, það held jeg“, sagði Kit, „ef ekki er ráðist á veggina sjálfa. í San Luis de Bocca Chica er aðeins fámennt varð- lið og lítt vopnum búið. Það verður auðvelt að leika á Don Sancho gamla, sem er yfirmað- ur þar. Og þegar komið er inn á víkina, eru margar leiðar að Cartagena“. „Ágætt“, sagði Ducasse. „Og nú skuluð þið fara að taka til við teikninguna“. Snemma næsta morgun komu Kit og Bernardo til Ducasse landsstjóra og færðu honum kortið, sem þeir höfðu lokið við að teikna um nóttina. Du- casse leit á það og sá strax að á betra kort var ekki kosið. — Hann þakkaði þeim með mörg- um fögrum orðum, en Kit greip fram í fyrir honum. „Mig langar til þess að sjá skipið mitt“, sagði hann. „Hvar liggur það?“. Ducasse þagnaði skyndilega og sló höndunum um enni sjer. „Æ, já, jeg var alveg búinn að gleyma aðalatriðinu“, sagði hann. „Það er annað sem ligg- ur meir á, en að þú skoðir skip þitt. Jeg sting upp á því að þú ríðir upp að De Ville-búgarð- 1 inum núna strax. Þú átt þang- j að brýnt erindi, þó að þú vitir , það ekki sjálfur“. „Það hlýtur að mega bíða“. sagði Kit. „Mig langar til að sjá Providence“. „Nei“, sagði Ducasse. „Gira- deaux skipstjóri, þú ferð beina 1 leið til De Ville. Það er skipun frá þínum yirmanni. Kit hneigði sig kurteislega. „Jeg neyðist til að hlýða skip- unum“, sagði hann. „Kemurðu með mjer, Bernardo?“. Fólkih í Rósalundi Eftir LAURA FITTINGHOFF 2. • Hvítasunnan á morgun og það varð að ljúka öllum hrein- gerningum í kvöld. Hún hafði stillt öllum brúðunum hlið við hlið upp við tröppurnar. Þær voru allar næstum því fatalausar, en virt- ust láta sjer standa á sama. Sátu steinþegjandi og grafkyrr- ar og blíndu upp í loftið, eins og það gerði ekkert til, þótt þær væru allsberar. Nú þær þurftu heldur engu að kvíða, — því var ekki allur brúðuþvotturinn hreinn og straujað- ur á borðinu inni í brúðuhúsinu? Það var ekki svo lítið erfiðið að hafa svona mörg börn. Þarna höfðu þær staðið lengi Matta og Maja við að þvo fötin þeirra og koma öllu í stand. Og nú var Matta líka að flýta sjer að hræra graut- inn, hún ætlaði á eftir að hjálpa litlu systur sinni við að skipta um rúmföt á brúðurúmunum, meðan Maja væri að klæða litlu angana. Svona nú! sagði Maja og var ánægjuhreimur í röddinni, þegar hún strauk síðustu handtökin með tuskunni yfir þröskuldinn. Eitthvað kom við iljarnar á henni svo að hún kipptist við og svo að allt vatnið steyptist yfir brúðuna Júlíönu, sem sat næst. Maja stóð upp og horfði steinhissa og gröm á það, sem hún hafði gert. Þarna var þá Pjetur komin aðvífandi og hafði farið að stríða henni. — Pjetur, afhverju varstu að kitla mig? — mundu, að Hvítasunnan er á morgun. Svo sá hún, hvað hann var með. — Já, þú varst að ná í einberjalím fyrir mig. Pjetur gerði sjer upp vesældarmálróm, eins og hann værí ósköp kúgaður í einhverri áþján: — Já, þú skipaðir mjer að sækja það fyrir þig. gíTLe^T mtA^nia u '6 n — Heyrðu, með hvorum „petalanum“ er „bremsað“ og með hvorum er „sett á blúss?“ ★ Fyrsti kossinn í blaði nokkru birtist eftir- farandi lýsing á tilfinningu ungrar stúlku eftir fyrsta koss inn. Lýsingin er rituð tveimur mínútum eftir að athöfnin átti sjer stað. Sennilega hefur þessi stúlka lifað á einhverri annarri öld — en gefum henni orðið: „Hann kyssti mig í fyrsta sinn í kvöld. Það er fyrsti koss inn minn. Jeg var eins og skál full af rósum, böðuðum í kampavíni. Hjarta mitt var eins og karfa þakin fjólum, og snjóhvítir sumarfuglar svifu þar yfir hlaða af angandi hun- angi. Það var eins og hlaupið væri á demantsfótum eftir taugum mínum og röð af Ijós- rauðum perlum spryttu út í huga minn. Sál mín var eins og þungur straumur af mána- silfri og margir bátar með engl um flutu eftir æðum mínum. Blóðið var eins og rúbín-meng að vín. Þrá mín var eins og seið magn næturinnar, og í líkama mínum, hálf meðvitunarlaus- um, var eins og ljómaði lit- skrúðugur regnbogi. ★ " Filmstjörnum helst illa á fje Það er enganveginn auðvelt fyrir kvikmyndaleikara að verða milljónamæringa, eins og margir munu kannske álita. Bo Roos, sem hefur með fjár- mál nokkurra kvikmyndaleik- ara að gera, hefur fullvissað um þetta. Meðal þeirra leikara, sem hann sjer um fjárreiður fyrir eru: Red Skalton, John Wayne og Johnny Weissmull- er. En ef kvikmyndaleikari fer vel með fje sitt, getur hann lagt grundvöllinn að áhyggju- lausu og frjárhagslega öruggu lífi, það sem eftir er æfinnar. Þá verður hann að láta fje sitt í arðbæran atvinnurekstur eða til kaupa á jarðeignum. Ef fjeð er sett í banka, verða aðeins smámunir eftir, þegar skatta- yfirvöldin hafa þar látið greip ar sópa. Skjólstæðingar Roos hafa varið fje sínu til kaupa á allskonar eignum, allt frá olíu lindum til búpenings. Líf kvikmyndaleikara er mun kostnaðarsamara en „venjulegra“ manna, og þeir eyða meiru, þótt þeir sói ekki gegndarlaust. Þeir verða alltaf að vera í dýrum fötum, vera örlátir á þjórfje o. s. frv. — Kvikmyndaleikara ættu að nægja 1000 dollarar á mánuði, en eyðsla þeirra vill þó ofv verða mikið meiri, segir Roos.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.