Morgunblaðið - 12.02.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1949, Blaðsíða 1
16 siður 36. árgangur. 34. tbl. — Laugardagur 12. febrúar 1949- ÍV Prentsmiðja Morgunblaðsins Ákafir bardagar Sui! Fo vil! sáilandiidS. þ. fil Kína. Einkaskeyti til Morfi'unblaðsins frá Ileuter. NANKING 11. febr. — Fregnir, sem hingað hafa borist frá bpenum Ichang á Yangtse-bökkum, sem ógnað er af kommún- ístum, herma að þar ríki hið mesta öngþveiti. Óaldarflokkar vaði þar uppi og ráðist á friðsama borog'ara og láti greipar sópa í verslunum. — í suðaustri brutust 40 þús. hermenn kommún- ista í gegn til nyrðri bakka Yangtse, skammt frá Shashi í dag, og geisa þar nú miklir bardagar. Nantung í hættu Ákafir bardagar geisa í út- hverfum Nantung, fyrir austan Nanking. Það er heista borgin við Yangtse fljótið, milli Nanking og Shanghai. Er búist við að kommúnistar á þessum slóðum fái öflugan liðsauka á morgun. Fagna tiilögu Evatt Sung Fo forsætisráðherra ljet svo ummælt í Kanton í kvöld, að kínverska stjórnin fagnaði ihjög þeirri tillögu Evatt, utan- híkisráðherra Ástralíu, að eátta nefnd S. Þ. yrði send til Kína. Sagði Sun Fo,. að það myndi sennilega eina leiðin til þess að koma á friði í landinu. AxeI Muníhe láfinn STOKKHÓLMI 11. febr Axel Munthe, einkalæknir Gústavs Svíakonungs og höfundur hinnar frægu bókar: „Sagan af San Mikael“ andaðist hjer í dag 92 ára að aldri. Var hann búinn að liggja lengi þuhgt haldinn í íbijð sinni í konungshöllinni í Stokkhólmi. — Bók hans, „Sagan af San Mikael“ kom fyrst út árið 1925 og næstu 10 árin á cí’tir var hún gefin út í 63 útgáfum. Mý Æerfejr0 gegn kirkj- ussmi á RusSur-Evrópu 1 sfað kenninp fíirkjunnarskalinnræfaalþýðunni kenningar kommúnismans Einkaskeyti til Morgunbiaðsins frá Reuter. I ONDON 11 febr. —■ Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins ljet svo ummælt í dag, að augljóst væri að í Austur-Evrópu- londunum hefoi nú verið hafin öflug herferð gegn kirkjunni. Sagði hann að þessi herferð væri nákvæmlega eins og sú, er á sínum tíma var hafin gegn kirkjunni í Rússlandi, meðan verið var að koma kommúnisma á þar í landi. Kcnningar kommúnismans í stað kenninga kirkjunnar. Sagði talsmaðurinn, að kommúnistastjórnirnar, er nú hefðu rutt úr vegi allri mót- spyrnu lýðræðisflokkanna, reru nú að því öllurn árum að brjóta vald kirkjunnar á bak aftur. í stáð kerininga kirkjunnar vildu þær innræta alþýðunni kenningar kommúnismans. 16 búlgarskir prcstar fyrir rjetti. Hann sagði, að sumir af búlgörsku prestunum 16, sem senn eiga að mæta fyrir rjetti ákærðir um njósnir og land- ráð, hefðu verið handteknir þegar í maí og júlí í sumar. Hann kvað bresku stjórnina hafa beðið búlgörsku stjórnina um ýmsar upplýsingar í sam- bandi við presta þessa, og bent I I henni á aðra grein friðarsamn- j inganna, sem fjallar um vernd- un mannrjettinda. Carmene eirni í Sram boði í Porfúgal LISSABON 11. febr. — Norton , de Matos, hershöfðingi, tilkynti I í dag að hann hefði ákveðið að ' draga sig í hlje við forsetakosn- ingarnar, sem far eiga að fara í Portúgal næstkomandi sunnu- dag. Var hann eini frambjóð- andinn, auk Carmona, núver- andi forseta landsins. Matos hafði áður lýst því yfir, að hann myndi draga sig í hlje, ef sýnt yrði að kosningarnar myndu ekki vera „fullkomlega frjálsar" og lýðræðislegar. Sasneigiiileg vfirlýsing Lange og ácheson: Élfiiill III |§Éitlöku í Atlontshafsbandalagi Kynþáttauppþot í Suðtir-Áfríku. UNDANFARIÐ hefir komið til blóðugra bardaga milli Ind- verja og negra í Suður-Afríku. Hafa negrarnir ráðist að Ind- verjum, scm búsettir cru í Suður-Afríku og leikið þá grátt. 140 manns hafa fallið af hvorum, en um 500 særst. Á myndinni sjest cr lögregla og herlið er að stilla til friðar milli óróa- seggjanna. Einkaskeyti til Morgnnhlaðsins frá Reuter. I.AKE SUCCESS, 11. febr. -— Trygve Lie, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, skjírði frá því í dag, að hann hefði fengið meira en eitt þúsund brjef, þar sem skorað var á S. Þ. að taka fyrir mál Mindszenty kardinála. En Lie sagði, að til þessa hefði engin ríkisstjórn farið þess á'leit, að málið yrði rætt á þirigi S. Þ. Sönnunargögn Frá Vínarborg herma fregn- ir, að sjerfræðingar þar vinni nú að því að rannsaka smáfilm- ur og skjöl, sem eiga að sanna það að Mindszenty var þröngv- að til þess að undirrita játn- ingu, áður en hann mætti fyrir rjettinum. Undir áhrifum eiturlyfja. Ungversk hjón, cr segjast hafa unnið sem rithandasjer- fræðingar við dómstól þann, er dæmdi Mindszenty, komu með skjöl þessi og filmur til vínar- borgar, en þangað fli'iðu þau frá Ungverjalandi. Segja þau, að kardínálinn hafi verið undir áhrifum eiturlyfja, er hann und irritaði játningu sína. NEW YORK — í ræðu, sem Dewey, leiðtogi bandarískra republikana, i'lutti núna i vikunni, dró hann ekki dul á það, að flokkurinn ræri klof- inn í ýmsum mikilvæguum málunv -<g> Lange íer til London í dag Einkaskeyti til MorgunhlaSsins. WASHINGTON 11. febr. — Halvard Lange, utanríkisráð- herra Noregs óg Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, gáfu í dag út sameigin- lega yfirlýsingu, ]>ar sem sagði að öryggismál Noregs hefðu verið vandlega rædd og at- huguð, en enn hefði engin á- kvörðun verið tekin mn þátt- töku Noregs í Norður-Atlants- hafsfeandalagi- — Tilkynning þessi var gefin út eftir að ráð- herrarnir höfðu ræðst við í rúma klukkustund, og skömmu áður en Lange lagði af stað til New York, en þaðan mun hann halda áleiðis til London á morgun. — Kvaðst hann búast við að ræða þar við Btvin, ut- anríkisráðherra Breta. Á fuhdi melí Truman. Lange ræddi fyrr í dag við Truman forseta í stundarfjórð- ung. Að viðtalinu loknu ljet. hann svo ummælt við blaða- men, að forsetinn hefði tekið sjer mjög vingjarnlega. En þetta hefði verið „kurteisis- heimsókn1 og þeir hefðu ekki rætt um varnir Noregs. Stefna Svía „harnaleg“. Stórblaðið „New York Tele- gram“ ra’ðir varnir Skandi- navíu i dag og segir m. a., að það sje mjög „barnalegt“ er Svíar haldi því fram, að nor- rænt hernaðarbandalag verði að vera lilutlaust í átökum milli Rússlands og Vesturveld- anna. „Svíum stafar hætta af Rússum, en þeir munu aldrei þurfa að óttast árás úr vestri. Það myndi ekki blekkja neinn þó að tilk\’nnl væri, að norrænt hernaðarbandalag væri hlut- laust — síst af öllu Rússa“, sagði i blaðinu. Sendiherraskiffi ísrael oc> Bandaríkjanna VASHINGTON, 11. febr.: — James MacDonald, stjórnmála- fulltrúi Bandaríkjanna í Tel Aviv, hefir verið skipaður sendiherra þar. — Pentd*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.