Morgunblaðið - 18.05.1949, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðviiudagur '18. maí 1949.
* ' Crtg.: H‘.í. Arvakur, Reykj avfk '
FramkvÆt;.: Sigfúa Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson,
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýslngar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura clntakið, 75 aura með Lesbók.
Hátt spentur bogi
Hver er svipur fjárlaga ársins 1949?
Niðurstöðutölur þeirra eru þessar:
Tekjur á rekstraryfirliti eru áætlaðar 284,7 milj. kr. en
gjöld 256,7 milj. kr. Rekstrarafgangur er því áætlaður um
28 milj. kr.
Á sjóðsyfirliti eru innborganir áætlaðar 287,2 milj. kr.
en útborganir 287, 7 milj. kr. Greiðslujöfnuður er því óhag-
stæður um 500 þús. kr.
Á fjárlögum s. 1. árs voru tekjur á rekstraryfirliti áætl-
aðar 221,4 milj. kr. en gjöldin 221,1 milj. kr. Rekstraraf-
gengur því um 300 þús. kr.
Á sjóðsyfirliti voru innborganir áætlaðar 223,2 milj. kr.
en útborganir 247,9 milj. kr. Greiðsluhalli fjárlaga ársins
1948 var því áætlaður um það bil 24,7 milj. kr.
Fjármálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, hafði við 3ju um-
ræðu fjárlaganna í síðustu viku lagt á það áherslu að þau
yrðu að afgreiðast, ekki aðeins með verulegum tekjuaf-
gangi á rekstrarreikningi, heldur og greiðsluhallalaus. Mið-
uðust tekjuaukatillögur ráðherrans og lækkunartillögur
hans og fjárve'itinganefndar á útgjöldum einnig við bað að
svo yrði gert. En vegna þess að samþykktar voru hækkun-
artiliögur frá einstökum þingmönnum, er námu nokkuð yfir
700 þús. kr., reyndist það- ekki mögulegt. Fjári-ögin^sem
endanlega voru samþykkt að lokinni eldhúsdagsumræð-
unni í gærkvöldi eru því með hálfrar milj. kr. greiðsluhalla
Ef fjárlög þessa árs eru borin saman við fjárlög ársins
1948 kemur þetta í Ijós: Tekjur á rekstraryfirliti eru áætlað
ar um það bil 63 milj. kr. hærri nú en í fyrra. Gjöldin eru
hinsvegar rúmlega 35,5 milj. kr. hærri. Á sjóðsyfirliti eru
innborganir nú'um það bil 64 milj. kr. hærri en í fyrra og
útborganir 39,8 milj. kr. hærri.
Sjeu einstakar greinar fjárlaganna athugaðar, kemur í
ljós, að hækkanirnar koma fram á flestum greinum út-
gjaldanna, þó að þær skiptist nokkyð misjafnlega á þær
Mest verður hækkun hinna óvissu útgjalda, þ. e. til dýrtíð-
arráðstafana á 19. gr. Er gert ráð fyrir að þau verði 71,6
milj. kr. í stað 55 milj. kr. í fyrra. Nemur sú hækkun 16,6
milj. kr. Framlög til vegamála, samgangna á sjó, vitamála,
hafnargerða og flugmála verða 39,6 milj. kr. í stað 35,3
milj. kr. og hafa þannig hækkað um 4,3 milj. kr. Hækkun
vegna læknaskipunar og heilbrigðismála nemur 3,8 milj.
kr. og vegna atvinnumála um 3,7 milj. kr. Vaxtagreiðslur
ríkissjóðs hækka um 2 milj. kr. Framlög til kirkju- og
kennslumála hækka um það bil um 1 milj. kr. og eru nú
31,6 milj. kr. Dómgæsla og lögreglustjórn, opinbert eftir-
lit, kostnaður vegna innheimtu skatta og tolla og sameigin-
legur kostnaður við embættisrekstur hækkar einnig um
2,1 milj. kr.
Þegar litið er yfir fjárlögin í heild er stefnan hin sama
íí svo að segja öllum greinum gjaldabálks þeirra: Hækkanir.
Orsakir þessarar þróunar liggja í augum uppi: Aukin dýr-
tíð og útþensla í rekstri ríkisins og stofnana þess, auknar
kröfur á hendur hinu opinbera um fjölþættar framkvæmd-
ir, nauðsynlegar og ónauðsynlegar.
Bæði fjármálaráðherra og fjárveitinganefnd hafa á þessu
þingi sýnt nokkra sparnaðarviðleitni. En sú viðleitni hefur
átt mjög erfitt uppdráttar. Orsök þeirra erfiðleika er e. t. v.
ckki fyrst og fremst sú að þingið skilji ekki nauðsyn þess
að Ijetta ýmsum útgjöldum af ríkissjóði og framkvæma
verulegan sparnað. Hitt mun sanni nær að sú staðreynd,
að mjög mikill hluti útgjaldanna er lögbundinn, eigi mest-
an þátt í því að þingið veigrar sjer við að skera þau nið-
ur. Til þess að það sje hægt, verður að breyta eða afnema
lög, sem eru vinsæl og nauðsynleg. Sparnaður á samdrætti
ríkisbáknsins, sem verið hefur að þenjast út undanfarna
áratugi er hinsvegar svo seinvirkur að fráleitt er að hægt
sje að koma honum á á skömmum tíma.
En þjóð og þing stendur nú frammi fyrir þeirri stað-
reynd að þessi fjárlög; eru fjarri því að vera í samræmi
við fjárhag^legt bolmagn þjóðarinnar, gjaldgetu einstakl-
inganna og atvinnulífsins. Með þeim hefur þoginn verið
spenntur svo hát.t að full ástæða er til þess að óttast það
að hann kunni að br'esta fyrr en varir.
5 gólfdúkar — gefins.
RAUSNARMAÐUR einn hjer
í bórginni hefir beðið mig fyr-
ir skilaboð, sem eru á þessa
leið:
„Óhreinindin í forstbfu póst-
stofunnar eru. alveg óþoiandi. í
fyrra var kvartað um þetta í
Víkverjadálkunum, en þá var
því borið við, að ekki fengjust
gólfklútar og þessvegna væri
ekki hægt að þrífa ganginn.
„Nú er ekki hægt að þola
þetta lengur og þessvegna býðst
jeg til að gefa pósthúsinu fimm
gólfklútá til að þvo forstofuna.
Þeir ættu áð duga til að byrja
með“. <
•
« Rausnarlegt boð.
ÞETTA er rausnarlegt boð,
sem póststofan ætti að þiggja
með þökkum. Það eru mestu
undur, sem sápa, vatn óg fimm
gólfklútar geta gert á óþrifa-
legum stað.
Það er rjett, að margir ganga
um póststofuganginn og vaða
þar um „með skítuga skóna“
en þá er að þrifa þess oftar,
að minsta kosti meðan gólf-
klútarnir fimm endast.
•
Meiri fátæktin.
ÞAÐ ER annars meiri fá-
tæktin hjá póstinum. Það mátti
greina í gær á flagginu á Land-
símahúsinu. Þar hjekk islenska
.flgggíð...>á;.í Stöívgi„eiiis og vera
ber á hátíðisdegi frændþjóðar
En þeir, sem hengdu upp ís-
lenska stjórnarflaggið á Land-
símahúsbygginguna hafa víst
gert ráð fyrir, að menn tækju
viljann fyrir verkið, því að það
var sannarlega fátæklegt.
•
Bctra að láta það
vera.
ÞAÐ ER ekkert við því að
segja, að einstaklingar eða
stofnanir sjeu svo fátækir, að
þeir geti ekki flaggað — eigi
ekkert heilt flagg til. En það
v * ■
verður að bera þá virðingu fyr-
ir fánanum, að hengja hann
ekki úpp á stöng nema að hann
sje í fyrsta lagi hreinn og í
öðru lagi heill.
Trosnuð og rifin dula jafn-
vel þótt í fánalitunum sje er
ekki íslenski fáninn.
Halló — Ctk sekunda.
ÞAÐ ERU ekki nema fáeinar
vikur síðan, að hafin var á-
róður fyrir þvi hjer í dálkun-
um, að afnema með öllu halló-
ið úr símamálinu. Lítið vissi sá
er þetta ritar, að úm líkt ieyfi
var hafinn samskonar áróður í
Ameríku.
Símafjelag nokkurt í New
York gaf út bækling, þar sem
mönhum var ráðlagt 'að leggja
niður hið tafsama „Halló“ og
segja í þess stáð til hafns síns
undir eins.
Og vitanlega voru Amerík-
anarnir búnir að reikna út
hver tímatöf væri að því að
segja „halló“. — Það er 6%
sekunda, sem fara til einskis í
hvert skifti.
•
Flöskumjólkin
kemur.
MJÓLKURSTÖÐIN nýja er
nú loksins að verða tilbúinn.
I dag verður gestum boðið að
skoða hana.
Það-er: að vísu ekki rjett, ,að
segja, að Mjólkurstöðin sje
núna fyrst tilbúinn, því æska
Reykjavíkur hefir dansað þar
innfrá í ein tvö ár eða meira.
Og þá kemur víst loksins
flöskumjólkin á markaðinn.
— Enginn örvænta skyldi,
stendur þar.
nokkuð mun húsmæðrum þykja
mjólkurdropinn dýr, að það
skuli kosta 16 aura að koma
honum á flösku.
En hvað er að fást um það;
Það er ekki siður að prútta nú
til dags og enda þýðingarlítið.
Og verði einhver hagnaður
af flöskumjólkinni gæti verið
að hann rynni til viðhalds eða
endurbóta á Krísuvíkurvegin-
um, eða í eitthvað álíka „þjóð-
þrifafyrirtæki“.
Dýr dropinn.
JON THORODDSEN minnist
einhversstaðar á dropann, sem
gerðist dónunum dýr — og
átti ekki við nýmjólk, heldurjað losna við rykið en hunda
eitthvað, sem var sterkara. En kúnstum.
Hvað veldur?
LÖGREGLUSTJÓRINN er
hlyntur málinu, vegalögregl-
an er með þvi, jafnvel sjálfur
yfirmaður bifreiðaeftirlitsins
hefir látið svo ummælt við
blaðamann, að hann sje allur
af vilja gerður. Það er vitað,
að ekki stendur á dómsmála-
ráðuneytinu.
En þrátt fyrir stuðning allra
þessara ágætu áhrifa- og valda
manna, þá kemur ekki reglu-
Igerð um nýju bílanúmerin —
<þau varanlegu.
Hvað dvelur? — En meira
um það áður en langt líður.
•
Rykið er komið.
RYKIÐ ER komið — og
grundirnar gróa, — gætu Reyk
I víkingar sungið í þurviðrisköfl-
um á vorin. Það mætti hefja
. upp þann söng þessa dagana.
Það þarf ekki að fara langt til
þess, að sjá himinháa rykstrók-
jana aftan úr bílunum.
j Hafa verkfræðingar bæjar-
ins gert nokkuð til að athuga
ryltbindiefni, sem þeim hefir
verið bent á að notað hefir ver-
ið með góðum árangri í ná-
gr annalöndunum ?
Verkfræðingarnir hafa kanski
nóg að gera við að skipuleggja
„landvarnavinnu“. — En bæj-
arbúar hafa meiri áhuga fyrir
IIIIIIIHIIIIIVIIIIIVIIIIIIIIIIIIIIItlllll
111111111111111111
llllllllllllllllll
kiikliiHiliiiiiiiillliliiiiiiliiiiiiliiiiiri
iillllilil -
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
i n ii i n i ■ 11 ii i ■ 1111 ■ n ■ • n 11
11 ini i iii i n 111
Skemfiferðamennirmr hafa ýlf undir smygíið í S.-Frakklandi
Eftir William Latham,
frjettaritara Reuters.
PARÍS — Franska tollgæslan
lítur svo á, að það sje erlenda
skemtiferðafólkið, sem fyrst og
fremst eigi sökina á því mikla
sígarettusmygli. sem nú á sjer
stað í Suður-Frakklandi. —
Skemtiferðafólkið smyglar að
vísu sjálft sáralitlu af sígar-
ettum, en það er alltaf boðið og
búið að kaupa amerísku sígar-
etturnar, sem boðnar eru til
sölu á frönsku næturklúbbun-
um.
Sígarettusmyglararnir eru þó
langt því frá mikilvægustu
„viðskiftavinir“ frönsku toll-
gæslunnar. Þeir eru einnig iðu-
lega handsamaðir. Tollþjónarn-
ir og lögreglumennirnir eiga
hinsvegar geysierfitt með að
komast að því, hverjir standi
fyrir smyglinu — stjórni hinum
umfangsmiklu smyglaraflokk-
um.
EITURLYFJASMYGL
MARSEILLES er miðstöð
smyglaranna, sem starfa á
ströndinhi allt frá Mentone, í
námuhda við Ítalíu, til spönsku
landamæranna. Yfirmenn toll-
gæslunnar hafa nú í Marseilles
vopnáða hersnekkjú, sem geng-
ur 22 mílur og hefur það hlut-
verk að elta uppi grunsamleg
skip.
Tollgæslumennirnir kunna
flestar aðferðir smyglaranna.
Þeir vita það einnig, að tals-
verðu magni af eiturlyfjum er
nú smyglað inn í frönsku hafn-
arborgirnar, sjerstaklega í S,-
Frakklandi. Ein aðferðin, sem
þessir smyglarar nota, er að
vefja eiturlyfjapökkunum inn í
vatnsheldar umbúðir og varpa
þeim því næst fyrir borð. Ára-
bátar og litlir vjelbátar eru svo
á næstu grösum og hirða pakk-
ana úr sjónum.
• •
GÓÐ SAMVINNA.
ENDA þótt flestir íbúarnir í
Corsicu (Frakklandi) og Sar-
diníu (Italíu), haldi enn þá fast
við þá aldagömlu venju að hafa
sem minnst saman að sælda,
hafa smyglararnir á báðum
eyjunum ágæta samvinnu með
sjer og eru sammála um að
fordæma öll „afskifti“ stjórn-
arvaldanna.
Baskarnir í Frakklandi og á
Spáni, hinum megin landamær-
anna, hafa einnig æfinlega ver-
ið vinveittir hyer öðrum, enda
tala þeir sömu tunguna. — Nú
nota smyglararnir somu leyni-
stigina yfir Pvrenneafjöll. sem
bandamenn notuðú 1 í stríðinu,
til þess að koma njósnurum sín-
um til og frá Frakklandi.
Spánskir smyglarar hafa
meðal annars reynt að koma
niðursoðnum sardínum og fölsk
um pesetum inn í Frakkland.
• •
VELLAUNAÐUR
„LEIKUR“.
FRAKKAR hafa það fyrir satt,
að í hverri Baskafjölskyldu sje
einn klerkur, einn opinber em-
bættismaður og einn smyglari.
Beggja megin landamæranna
verður þess vart, að fólk líti á
smygl sem nokkurs konar leik,
þar sem launin eru æfintýri og
fljóttekinn ágóði.
Það væri til of mikils ætlast,
að nokkuð þýddi að setja Baska
til höfuðs öðrum Baska. Þess
vegna er það, að margir norð-
lendíngar eða Corsíeumenn eru
meðal þeirra, sem gæta landa-
mæranna við Spán, og svo fjöldi
Baska meðal hinna, sem verja
fransk-ítölsku landamærin.
Eiseithower
LONDON, 17. maí. -— Mynd af
Eisenhower hershöfðingja, var
í dag afhjúpuð í sendiráði
Bandaríkjanna í London. Ýmsir
háttsettir embættismenn voru
viðstaddir. — Reuter.