Morgunblaðið - 20.09.1949, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.09.1949, Qupperneq 14
14 MOkGUNBLAÐlÐ Þriðjudagur 20. sept. 1949 «9T"| Vr"“' Kira Arqunova Eftir Ayn Rand „Það er jeg“, sagði Irína. „Nei, heyrið þið mig Sasha stökk fram á gólfið. — „Hún átti engan þátt í þessu . . hún . . þetta er ekki henni að kenna. Hún gat ekkert að þessu gert. Jeg hótaði henni, að....“ Hótaðir hverju?“ spurði maðurinn í leðurjakkanum. Annar hermannanna renndi höndunum yfir föt Sasha- „Engin vopn“, sagði hann. „Ágætt“, sagði maðurinn í leðurjakkanum. „Farið þið með hann út í bifreiðina og sömu- leiðis borgara Irínu Dunajev- Rannsakið íbúðina“. „Fjelagar", Vasili Ivano- vitch færði sig nær foringjan- um. Rödd hans var styrk, en hendur hans titriðu. „Fjelagar .... dóttir mín getur ekki átt neinn þátt ....“. „Þú færð tækifæri til að segja þitt álit seinna", sagði maðurinn og sneri sjer að Victor. „Ert þú flokksmeðlim- ur?“. „Já“, sagði Victor. „Skírteinið þitt“. Victor sýndi honum flokks- skírteini sitt. Maðurinn benti á Marishu. „Konan þín?“. „Já“. „Gott og vel. Þið megið vera eftir. Farið þið í yfirhafnirnar, borgarar“. Snjórinn af stígvjelum her- mannanna bráðnaði á gólfinu. Það logaði á lampa á borðinu. Skermurinn var skakkur á honum, svo að ljósið fjell fram á ganginn og á nábleikt and- Jit Marishu, sem stóð þar og stárði innfölnum augum á VTctor. Hermaðurinn, sem stóð vörð við forstofudyrnar opnaði þær og hleypti húsverðinum inn. Hann hafði kastað frakkanum yfir axlirnar og innan undir sást í óhreina, fráhneppta skyrtuna. Hann togaði í fing- urnar á annari hendinni svo að brakaði í liðamótunum og veinaði: „Ó, drottinn minn. Ó, drottinn minn .... fjelagi em- bættismaður, jeg hafði ekki hugmynd um þetta. Fjelagi, em bættismaður, jeg sver, að jeg ....“. Hermaðurinn skellti hurðinni við nefið á forvitnum nágrönnum, sem höfðu safnast saman frammi á stigagangin- um. Irína kyssti Acíu og Mar- ishu, Victor gekk til hennar og meðaumkun skein úr hverjum drætti andlits hans. „Irína. mig tekur þetta svo sárt .... jeg skil ekki .... jeg skal athuga, hvað jeg get gert U Augnaráð hennar varð til þess að hann þagnaði. Hún leit hvasst á hann. og allt í einu líktust augu hennar augum Maríu Petrovnu á gamla mál- verkinu. Hún sneri sjer við og gekk út með hermönnunum án þess að segja nokkurt orð. Hún gekk fyrst. Sasha og Vasili Ivanovitch gengu á eftir. Vasili Ivanovitch var látinn laus þrem dögum síðar. Sasha Chernov var dæmdur til tíu ára fangelsisvitsar í Sí- beríu fyrir andbyltingasinnaða starfsemi. Irína Dunajeva var dæmd til tíu ára fangelsisvistar í Síber- íu fyrir að hjálpa andbyltinga- sinna. Vasili Ivanovitch reyndi að fá að tala við dómarana- Hon- um var vísað til vararitara, beið marga klukkutíma í ís- kaldri biðstofu, xeyndi að ná sambandi við þá í símanum, en ekkert dugði. Það þýddi ekkert og hann vissi það. Þegar hann kom heim, yrti hann ekkf á Victor. Hann leit ekki á Victor. Hann bað Victor ekki um hjálp. Og Victor hjálp aði heldur ekki. Marisha ein tók á móti Vas- ili Ivanovitch. þegar hann kom heim. „Hjerna Vasili Ivano- vit.ch“, sagði hún full alúðar. ..Hjerna, borðaðu matinn þinn. 'Jeg bjó þessa hveitisúpu bara til handa þier“. Hún roðnaði og var þakklát þegar hann svaraði henni með þöglu brosi sínu. I Vasili Ivanovitch heimsótti Irínu í fangaklefann hjá G.P. U- Hann læsti sig inni í her- bergi sínu og grjet hljóðlátlega tímum saman. daginn sem hann hafði komið því í gegn, að hún fengi síðustu ósk sína upp-' fyllta. Hún hafði beðið um að( fá að giftast Sasha, áður en þau yrðu send burt. Vígslan fór fram í stóru, kuldalega forsalnum hjá G.P. U. Vopnaður vörður stóð við dyinar. Vasili I vanovitch og Kira voru svararrymin. Varir Sashá titruðu. Irína var róleg. Hún hafði alltaf verið jafn ró- leg, síðan hún var tekin föst. Hún var orðin grennri, fölari og húð hennar gegnsæjari, og augun óeðlilega stór, en hönd hennar hvíldi róleg á handlegg Sasha. Hún lyfti höfðinu. til að taka á móti kossi hans, þegar vígslan var um garð gengin. — Móðurlegt bros ljek um varir hennar, eins og þegar móðir brosir uppörfandi og hug- hreystandi til örvinglaðs barns síns. Embættismaður, sem Vasili Ivanovitch talaði við næsta dag_ sagði: „Jæja, þú fjekkst vilja þín- um framgengt, en jeg get bara^ ekki skilið hvað þessi kjána- læti eiga að þýða. Veistu ekki, að bað eru þrjú hundruð og fimmtíu kílómetrar á milli fangelsanna, þar sem þeim hefur verið ætlað að vera?“. „Nei“, sagði Vasili Ivano- vitch og ljet fallast niður í. stól. „Það vissi jeg ekki“. En Irína hafði búist við því, og bað var þess vegna, sem hún hafði viljað giftast Sasha- Hún hafði vonað. að það mundi bre.yta ákvörðuninni. En það gerði það ekki. Það var síðasta krossferð Vasili Ivanovitch. Það var ekki hægt að áfrýja G.P.U. dómi, en það var hægt að fá að skiptaj f um fangelsi, ef menn höfðu^ j nógu mikil áhrif og þekktu j rjetta menn. Vasili Ivanovitch j fór á fætur í dagrenning. Mar- i isha neyddi ofan í hann einum . bolla af svortu kaffi. Hún náði honum frammi í forstofunrá I og stakk krúsinni í hönd hans. iskjálfandi af kulda í síða flón-j elsnáttkjólnum. Um kvöldið beið hann í anddyri spilavítis, tróðst í gegn um mannfjöldann, kreisti hattinn á milli hand- anna og gekk í veg fyrir fyrir- mannlega persónu, sem hann hafði beðið eítir í marga klukku tíma. „Fjelagi, embættismað- ur .... mætti jeg segja við þig nokkur orð .... ó, jú, fje- lagi, embættismaður“. í annað skipti kastaði einkennisklædd- ur dyravörður honum út og hann týndi hattinum sínum. Hann mælti sier mót við menn og fjekk áheyrn. Hann kom inn í glæsilegár einka- skrifstofur. Hann hafði burstað vandlega gamla slitna frakk- ann, burstaði skóna og greitt hárið af mikilli vandvirkni. — Hann stóð fyiir framan skrif- borð. Breiðar herðar hans, sem fyrir mörgum árum höfðu bor- ið þunga bvssuna um dimmar nætur í síberísku skógunum, voru nú lotnar og þreyttar. — Hann leit á stranglegt andlitið á móti sjer og sagði: „Fjelagi. embættismaður, þetta er allt og sumt, sem jeg bið um. Aðeins þetta. Og það er ekki mikið. Senaið þaú að- eins í sama fangelsið. Jeg veit að þaú hafa verið andbyltinga- sinnuð og að þú hefur rjett til að hegna þeim. Jeg er ekki að barma mjer, fjelagi embættis- maður. Þetta eru tiu ár, það veist þú vel, en það er ekkert við því að gera. Sendu þau bara á sama staðinn. Það getur ekki munað þig neinu. Það getur ekki breytt nokkru fyrir ríkið. Þau eru svo ung og þau elska hvort annað. Þetta eru tíu ár, og þú og jeg vitum vel, að þau koma aldrei aftur frá Síberíu, kuldanum, hungrinu og allri þeirri eymd ....“. „Hvað þá?“. Maðurinn greip fram í fyrir honum. „Fjelagi, embættismaður .... jeg .... jeg átti ekki við neitt. Nei. jeg ætlaði ekki .... en setjum svo að annað hvort þeirra veikist. Irína er alls ekki heilsubraust og þau voru ekki dæmd til dauða. Gætir þú ekki lofað þeim að vera saman með- an þau lifa? Það mundi breyta svo miklu fyrir bau .... en skiptir engu máli fyrir aðra. Jeg er gamall maður, fjelagi, embættismaður og jeg þekki Síberíu. Hún er dóttir mín. og mjer mundi vera það mikil huggun að vita að hún sje ekki alein .... þarna út .... að hún hefur mann til að hjálpa sjer, Jeg er ekki viss um, að jeg finni rjett orð, fjelagi, em- bættismaður, en þú verður að fyrirgefa. Jeg hef aldrei á ævi minni beðið um neitt. Þú held- ur auðvitað að jeg sje bitur og hati þig af öllu hjarta. en það geri jeg ekki. Jeg vil ekki gera það. Gerðu bara þetta eina .... það síðasta, sem jeg bið um .... séndu bau í sama fangelsi .... og þá skal jeg blessa þig, svo lengi sem jeg lifi“. Hann fjekk neitun. Kira minntist á það við Andrei. „Jeg frjetti þaðí‘, sagði And- rei, „Veistu hver kom upp um Irínu.“. imui BRIM VIÐ KLETTA Eftir LEONORA FRY g 3. Stúlkurnar fóru fyrir klettanibbuna, sem stóð fram fyrir utan varðmannshúsið. Síðan gengu þær eftir stjettinni og niður tröppurnar að grandanum. Eftir hæsta hluta grandans var hlaðið steinum sem mynduðu góða gangbraut beint til lands, en þorpið Craggan stóð allmiklu vestar á ströndinni. Það var því í rauninni krókur að fylgja grandanum beint til lands og þurfa síðan að ganga meðfram ströndinni áður en komið væri á þjóðveginn. Og allt í einu fjekk Stína hug- mynd, sem hún hjelt að væri góð. — Hvers vegna þurfum við að vera að taka þennan krók? sagði hún. Er ekki langtum betra að fara beint yfir sandana og upp í þorpið? Þannig komumst við beint á þjóðveginn. og þurfum ekki að vera að tefja okkur á að ganga eftir grandanum. Það er þurr sandur alla leið sýnist mjer og þetta er svo stutt, að það kemur ekki til mála, að flóðið verði búið að ná okkur áður en við komum í land. Þið sjáið það þó sjálfar, að þetta er langtum styttra en að þramma eftir grandanum. Hinar stúlkurnar námu staðar og mældú fjarlægðina með augunum. Litu yfir sandinn og virtu fyrir sjer sjávarflötinn og flóðið, sem var farið að nálgast og sleikja klettana undir kastalanum. Þær höfðu alls ekkert á móti því að stytta sjer leið, því að það var komið fram að kvöldi. — Við getum vel gert það, sagði Jenny loksins. E.n við skulum ekki tefja lengi. Það er best að leggja strax út í það. Og nú fóru þær út af grandanum og beina leið yfir sand- ana. Þær hröðuðu sjer eins og þær gátu, því þær vissu, að ómögulegt var að segja, hvenær flóðið væri yfir skollið. Jenny tók eftir því, að haftungan var að teygja sig lengra og lengra fram með kastalaklettunum og nálgast sjálfan grandann. Samt var líklegt, að nokkur tími liði, þar til sjór- inn væri búinn að loka kastalanum af, því að klettarnir náðu nokkuð inn eftir grandanum. Jenny benti Ingu á hvað flóð- inu leið og rjett meðan þær voru að horfa þangað heyrðu þær neyðaróp í Stínu, sem var komin nokkuð fram fyrir þær. — Og hjerna kem jeg svo með húsbændurna! j ★ Ósamræmi. I Ósamræmi er ekki eins algengt i málaralistinni og í skáldverkum og þó er það til. | 1 málverki Durers „Pjetur afneit- ar Kristi“ lætur hann einn rómvers!:u hermannanna vera með re.ykjarpípu í munninum. 1 gömlu hollensku má'. verki af vitringunum þremur frd Austurlöndum, er einn vitringanna klæddur í messukyrtil með spora á fótunum og gjöfin til jesúbamsins er líkan af hollensku herskipi. Þó er sennilega einna leiðinlegast ósam- ræmið í gamalli hollenskri mynd af „Fórn Abrahams". Þar lætur málar inn Abraham miða með púðurbyssu á Isak. ' ★ Erfið hreingerninít. | Grunur er blettur á samviskunni, sem mjög erfitt er að hreinsa með blettavatni. | , ★ [Húrra, húrra, húrra. | Orðið „húrra“ er upprunalega ung vergst heróp og þýðir: „drepið hann“. Þessvegna hrópa menn s\b oft liúrra eftir lángar skálaræður. 1 ★ Já, takk. Presturinn: Eruð þjer nú farinn að drekka aftur Pjetur minn? Pjetur: Ef þjer ætlið að bjóða m jer snaps, þá neita jeg auðvitað aldrei góðu boði. ★ ■ . ~ " SiTsq Eftir mi.sjöfnum leiðum. Konan: Ef maður segir eitthvað við þig, þá fer það inn um annað'eyrað og út um hitt. Maðurinn: Og ef einhver segir eitt- hvað við þig, þá fer það inn um bæði eyru og út um kjaftinn á þjer. ———■III i ii ■ ............—■ ■Jt Um hajkur. Elsta bók heimsins er á Landsbóka- safninu í París. Hún er skrifuð fyrir 6000 árum og fannst í gröf í Þebu í Egyptalandi. Stærsta bók heimsins er skýringa- bók í líffræði. Hún er 190 cm. að hæð, 90 cm. á breidd og er meir en 100 ára gömul. Hún er i Vínarborg. Minnsta bók heimsins er prentuð á Italíu 1867 og hefur inni að halda brjef Galileis. Hún er 1 cm. á hæð og 14 cm. á breidd. Hún er prentuð með myndamóti og er aðeins hægt að lesa hana með sterku stækkunar- gleri. Þyngsta bók heimsins er „Saga lþöku“, sem var gefin út 1860 af austurrískum hertoga. Hún vegur 48 kg. Dýrasta bók heimsins er eintak af Gutenbergs biblíunni. Það rit, sem er í flestum heftum er kínversk orðabók frá þvi um 1600. Hún er 5000 hefti og hvert hefti 170 síður. Mest lesna bók heimsins er biblian. Vinátta. Ef einhver veit hreint allt um þif og er samt vinur þinn. þá fyrst get utðu með sanni kallað hann vin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.