Morgunblaðið - 20.09.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1949, Blaðsíða 16
Möguleikar eru nú hjer fil sokkaframleiðslu í slórum stíl llærfalaefna og prjónlesverksmiðja tekin lil sfarfa NÝ VERKSMIÐJA hjer í bænum mun auðveldlega með íramleiðslu sinni geta sjeð öllum kárlmönnum hjer á landi fyr- k hinum ágætustu sokkum, en þeir eru nú að koma á mark- aðinn. Auk þess framleiðir þessi verksmiðja ýmiskonar dúka. í.vo sem efni í nærfatnað, jerseyefni í kjóla og annað sem saum- að' er úr því efni, en verksmiðjan ætlar að sýna framleiðslu jílna næstu daga í sýningarglugga versl. Jóns Björnssonar. t Verksm. þessi heitir Nærfata'*’ efna- og Prjónlesverksm. og er hlutafjeiag. Verksmiðjan er til húsa í miklu stórhýsi, Bræðra- borgarstíg 7. Undirbúningur að stofnun verksmiðjunnar hófst seinni- part ársins 1944. Þá veitti Ný- byggingaráð leyfi fyrir öllum vjelum til verksmiðjunnar, en þær eru eigi allfáar. Eru það allt prjónavjelar, nokkrar mjög stórar, sem búa til dúkana og allmargar minni vjelar, sem búa til sokka o. fl. Loks eru svo pressur fyrir sokkana, gufu- hreinsunarvjelar fyrir dúkana o. fl. vjelar. — Eru þær allar af hinni fullkomnustu gerð. Mun það ekki vera sagt út i Jöftið, að þessi verksmiðja er miðað við stærð, fyllilega sam- V»ærileg við hvaða prjónlesverk- smiðju sem er hjer í Evrópu a m. k. Vjelarnar eru allar fi á Bretlandi, en við þær starfa 10—15 menn. Sokkaframleiðslati. Með þeim vjelakosti sem nú er í verksmiðjuni til karlmanna í.okkaframleiðslu, er hægt að framleiða um 500 pör á dag. F.ru það bæði alullar- og bað- muliar- og ullargarnsbaðmull- ai sokkar. — í verslun kosta ull- arsokkarnir 9.50, en sokkarnir, sem’ eru úr ull- og baðmull frá J;r 7.20. Efnið er allt erlend framleiðsla, en gjaldeyriseyðsl- nn á hvert par af ullarokkun- urn er um kr. 2,24, í öðrum teg- undum frá 84 au., upp í kr. 1.63. Af þessu má ljóst vera hví- líkan gjaldeyrissparnað sokka- framleiðsla verksmiðjunnar hef ur í för með sjer, fyrir okkur, sem við jafnmikinn gjaldeyris- skort eigum að etja. Stjórn verksmiðjunnar bauð í gær frjettamönnum að skoða vcrksmiðjuna og gaf stjórnin frjettamönnunum og ýmsar upp lýsingar varðandi framleiðslu ver ksmið j unnar. Búkaframlciðslan. Sem fyrr segir framleiðir vcrksmiðjan og dúka í nærfatn- að og sportskyrtur. — Þá mun verksmiðjan hefja framleiðslu á jerseyefni, sem notað er í barnafatnað, kjóla og kápur og fleira. — Verða þessir dúkar allir sendir í verslanir og mun verðið verða 20—30 kr. í smá- sölu, en dúkurinn er um hálf- ur annar metrer á breidd. Loks framleiðir svo verksmiðjan efni til vinnuvetlinga og teygjubönd til. nærfatagerðar og heimilis- Víglundsson formaður þess, en framkvæmdarstjóri fjelagsins er Helgi Hjartarson og dvaldi hann árlangt í Englandi til að kynna sjer meðferð hinna ýmsu vjela hjá framleiðendum þeirra, en auk þess hafa erlendir sjer- fræðingar verið í þjónustu verk smiðjunnar um nokkurt skeið til aðstoðar við tæknilega skipu lagningu framleiðslunnar. Hæsta skip með S900 mál og tn. Á MIÐNÆTTI síðastl. laugar- dags, var aflahæsta skip síld- veiðiflotans með 8943 mál og tunnur síldar. — Þetta skip er Ingvar Guðjónsson frá Akur- eyri. Næst hæsta skip var Fagriklettur frá Hafnarfirði, með 8620 mál og tunnur, þá Helga frá Reykjavík með 8512. Önnur skip voru J?á ekki búin að fá 8000 mál og tunnur, en Arnarnesið frá Isafirði var næst því marki, með 7447. Fiskifjelagið birti ekki hið vikulega yfirlit sitt um síld- veiðar í gær, þar eð aðeins mjög fá skip eru enn að veiðum, inn an við 20. — En í síðastl. viku bárust um 1.500 hektól. af síld til bræðslu, þannig að heildar- bræðsluaflinn er um 507 þús. hektól. Enn ein sprengja eyðilög uppi á heiðum ENN ein flugvjelasprengja frá styrjaldarárunum hefir fund- ist og var hún gerð óvirk síðast liðinn sunnudag. Sprengjan var virk og varð mikil sprenging er hún var eyðilögð. Maður að nafni Jón Ingi- mundason, Spítalastíg 5, hjer í bæ, fann þessa sprengju aust- ur á Mosfellsheiði. Tilkynnti hann Þorkeli Steinssyni lög- reglumanni, um sprengjuna og fóru' þeir saman austur á Mos- fellsheiði í gærmorgun. Vísaði Jón Þorkeli Steinssyni á sprengjuna, en hann eyðilagði hana. Síðan herinn fór hjeðan hafa annað kastið verið að finnast sprengjur á Mosfellsheiðinni. Sænski kaupskipaflotinn. LONDON: — Nýlega notaði rúss- neska blaðið Pravda nýjan titil um Staiin forsætisráðherra — kallaði blaðið hann yfirmann ailr notkunar. Hlutafjelag stendur að rekstri vcrkstniðjunnar og er Magnús ' ar snilli. SÖLUGENG! DOLL- m kr. Engin gjaldðyrisviðskipti í bönkunum í gær ENGIN erlend gialdevrisvið- skifti áttu sjer stað í íslenskum bönkum í gær vegna gengis- breytingar sterlingspundsins. Samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að láta gengi íslensku krónunnar fylgja pund inu, verður gengi hennar ó- breytt kr. 26,22 gagnvart ster- lingspundi. Hinsvegar lækkar gengi krón unnar gagnvart bandarískum dollar og verður sölugengi hans kr. 936 50 Þuúr 100 dollara í stað 650,50 áour. FramboÖslisli Sjálfsiæðis- manna I Rangárvallasýslu Að öllum líkindum verða er- lend gjaldeyrisviðskifti tekin upp í dag þegar leyfi alþjóða- gjaldeyrissjóðsins til gengis- breytingarnarinnar hefur borist ríkisstjórninni og hún hefur gefið út bráðabirgðalög um hana. Ingólfur Jónsson. Sigurjón Sigurðsson. FRAMBOD Sjálfstæðisflokksins í Rangálsvallasýslu hefur ixú verið ákveðið. Skipa þessir menn framboðslista flokksins: 1. Ingölfur Jónsson, alþingismaður, kaupfjelagsstj. á Hellu. 2. Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti. 3. Guðmundur Erlendsson, hreppstjóri, Núpi. 4. Bogi Thorarensen, bóndi, Kirkjubæ. Enn veiðist síid á auslursvæðinu Siglufjörður, mánud. ENN ER síldveiði á Austur- svæðinu og hafa síldveiðifrjett- ir síðustu daga orðið til þess. að þrjú síldveiðiskip er hætt voru veiðum, eru nú byrjuð aftur. Eru nú 18 herpinótaskip á veiðum. Þær fregnir bárust hingað í dag ,að nokkur skip hefðu náð mjög góðum köstum og voru í því sambandi nefnd Víðir SU sem fjekk 350 tunnur, Helga 550, Sigurður 600, Ágúst Þórar- insson 600, Gylfi 200, Helgi! Helgason 500 og Pplstjarnan 300. — Á Grímseyjarsundi köstuðu Ingvar Guðjónsson og Stígandi, en munu hafa feng-j ið lítið úr köstunum, því torfurn ar voru þunnar. — Ágætis veð- ur er nú á miðunum. Þessi skip hafa fengið síld um helgina: Víðir SU 150 tn., Helga Allir þessir menn eru þekkt-4> ir dugnaðar- og ágætismenn. Ingólfur Jónsson var fyrst kjör inn á þing sumarið 1942, sem landkjörinn þingmaður en hef- ur verið þingmaður Rangæinga síðan haustið 1942. Hefur fylgi hans stöðugt farið vaxandí, Nýtur hann almenns traust meðal hjeraðsbúa sinna og bænda um land allt fyrir ötula baráttu fyrir hagsmunum bændastjettarinnar. Fjölsóll haustmót Sjálfslæð- ismanna í Yeslmannaeyjum SJÁLFSTÆÐISMENN í Vestmannaeyjum hjeldu haustmót sitt í Samkomuhúsinu á sunnuduagskvöld. Var hvert sæti skip- að í húsinu og ríkti mikill áhugi meðal fundarmanna fyrir flokksmálum. Þeir ráðherrarnir Bjarni Benediktsson utanrík- irráðherra og Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra mættu á mótinu. Guðlaugur Gíslason, formað-' ur Sjálfstæðisfjelags Vest- mannaeyja, setti mótið með ræðu. Þá var sýndur leikþátt- ur. Síðan tók fjármálaráðherra og þingmaður Vestmannaey- PRAG — í Tjekkóslóvakíu eru um 10,000 námsflokkar, þar sem kennd er Rússneska. Nemendur þeirra eru um 150,000. 100, Pagur 700, Ingvar Guðjóns- son 400, Særún 204, Álsey 300, Siglunes 900, Snæfell 700, Stjarn an 300, Fagriklettur 300, Arnar- nes 600, Straumey 30 og Narfi 70. — Guðjón. í gærkvöldi bárust þær frjett ir af Austursvæðinu, að Stíg- andi hafi komið þangað aust- ur og fengið 600 tunnur síldar. Álsey 200 og Gylfi fekk þaf einnig í gærkvöldi 200 tunnur til viðbótar morgunveiðinnar. Nýr sendiherra Bandaríkjanna kommn hingað HINN nýi sendiherra Banda- ríkjanna hjer á landi, Mr. Ed- v/ard Lawson er kominn til landsins. Sendiherrann kom ásamt fjöl skyldu sinni með Tröllafossi frá New York á sunnudaginn var. inga, Jóhann Þ. Jósefsson til máls. Hann benti m. a. á, að Vestmannaeyjar hefðu verið bygðar upp fyrir framtak ein- staklingsins. Ræddi hann síðan um stjórnmálaviðhorfiS í land- inu alment. Þá sungu stúlkur nokkur lög með gítarundirleik. Að lokum tók Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra til máls og flutti þróttmikla ræðu. Var ræðum ráðherranna tekið mjög vel af fundarmönnum. Stalin fær nýjan titil. Vörusýning. STOKKHÓLMUR — Yfir 300,000 gestir komu á St. Eriks vörusýn- inguna, sem haldin var í Stokk- hólmi frá 24. ágúst til 4. sept., eða nær 100,000 fleiri en s.l. ár. Framsal „stríðsgiæpamann,i“ RÓM: — Sendiherra Etíópíu hcf- ur farið þess á Ieit, að ítalir fram selji Graziani greifa og Badoglio marskálk sem stríðsglæpamenn. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.