Morgunblaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 1
16 síðnr nswla 36. árgangur. 291. tbl. — Fimmtudagur 15. desember 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins Edda Mussolini í París. EDDA MUsSouwl, dotiir Benito, sem vai _ . greifa, kom til Parísar á dögunum í fylgd með steinríkum skartgripa- sala, Capuano að nafni. Frúin bað um lögregluvernd gegn blaðaljósmyndurum, en samt tókst einum að ná þessari mynd af Eddu og vini hcnnar á brautarstöðinni í París. 30 hungurmorða daglega i rússneskum fangelsum Ljól lýsing dansks stríðsfanga á veru sinni í fangabúðum skamt frá Narva Einkaskeyti til Mbl. KAUMANNAHÖFN, 14. des.: — Danskur alþýðuflokks- maður, Giinther að nafni, sem heima átti í Tönder á Suður-Jótlandi, var skyld- aður í þýska herinn 1941. Var liann sendur til austur- víðstöðvanna og tekinn til fanga af Rússum 1945. Hann er nú nýkominn heim og seg- ir hræðilegar sögur af veru sinni í fangabúðum Rússa og líðan stríðsfanga þar. 30 DÓU DAGLEGA Gúnther hefir sagt Social- demokraten frá veru sinni í fangabúðunum. „Við vorum færðir í fangabúðir við Narva, þar var 2000 manns hrúgað saman og voru um 100 manns í hverjum svefn- skála við hinn hroðalegasta aðbúnað. Um tíma kom það fyrir að 30 manns Ijetu lífið daglega vegna slæms aðbúnaðar. Varð hungrið flestum að bana. STÓR-NASISTUM IVILNAÐ Rússar ívilnuðu nokkrum föngum, einkum stór-nasist- um. Voru þeir valdir til að gæta hinna' fanganna. Rauðakrosspakkar, sem okkur hafði verið sendir frá Danmörku, komu aldrei íram. Stundum kom það fyrir að við rákumst á hálfhungur- morða, tötrum klædda fanga úr þrælabúðum, sem þarna voru í grendinni. Voru þetta fangabúðir fyrir pólitíska fanga og voru þar bæði kon- ur og börn, sem bjuggu við svo hrottalega aðbúð, að því verður vart með orðum lýst.“ — Páll. 14 íarasl í spreng- mgu Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SIOUX CITY, IOWA, 14. des.: — Að minnsta kosti 14 menn ljetu lífið hjer í dag og um 100 særðust, er sprenging varð í aðalskrifstofu niðursuðuverk- smiðju á staðnum. Enn er ekki vitað, hvað sprengingunni olli. Skrifstofu- byggingin, sem hún varð í, er fimm hæðir. Suðurendi hennar eyðilagðist. —Reuter. erkilegum áfanga náð i Bandhelgismálinu hjá S.Þ. Á 25 dögum frá London til Höfða- borgar - í bíl LONDON, 14. des.: — Tveir Bretar hafa sett nýtt met á landleiðinni milli London og Höfðaborgar. Fóru þeir þetta í bifreið á 25 dögum, eða sex daga skemmri tíma en fyrra metið var. Bretarnir óku meðal ann- ars yfir Sahara. — Reuter. Fjármáiaviðræður 3rela, Dana, Norð- ntanna og Svía LONDON, 14. des.: — Bresk sendinefnd fór í dag frá London til Stokkhólms, en þar mun hún eiga viðræður við f jármála- fræðinga frá Dönum, Norðmönn um og Svíum. Eiga viðræðurnar að hefjast á morgun (fimmtudag). Talsmaður bresku nefndar- innar skýrði frjettamönnum svo frá í dag, að rætt yrði um leið- ir til að treysta enn viðskipta- sambönd ofangreindra þjóða. Hjer væri þó aðeins um byrj- unarviðræður að ræða og ekki gert ráð fyrir samningum fyrst um sinn. — Reuter. Samþykkt tillaga ísS. !uil- trúanna að málið komi fyrir sjerfræðinganefnd RÝMKVUN landhelginnar hjer við land, til verndar fiskstofn- inum, er eitt merkilegasta framtíðarmál þjóðarinna”, sem nú er á dagskrá. En fyrsta einbeitta skrefið, sem tekið var í því máli, var, er sagt var upp samningnum frá 1901 um þriggja mílna landhelgina. ! Nú hafa fulltrúar íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna, þeir Thor Thors sendiherra og Hans Andersen þjóðrjettaríræðing- j ur. fengið því framgengt, að allsherjar rannsókn á landhelgis- j málunum fari fram í sjerfræðinganefnd S. Þ. En með því móti getum við íslendingar fengið tækifæri til að skýra sjónarmið okkar og óskir í þessu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Og úr því verður skorið áður en langt líður. Er þetta fyrsti sigur j ekkar í málinu. I í gær skýrði Hans Andersen frá þessu máli í útvarpsfrjett frá Lake Success og fórust honum þannig orð: Handfekinn fyrir njósnir LONDON, 14. des.: — Bretar hafa sent ungversku stjórnar- völdunum tvær mótmælaorð- sendingar, sökum þess að þau hafa neitað breska ræðismann- inum í Budapest um leyfi til að eiga tal af verslunarmanni breskum, sem nýverið var hand tekinn þar og sakaður um njósnir. — Reuter. iiostov dæmdur til dauða í gær Rauðliðar í Sofia fagna sigri yffir föllnum fjelaga Fimm sakborningar hlutu lífslíðar fangelsi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SOFIA, 14. desember. — Traicho Kostov, fyrverandi varafor- sætisráðherra kommúnista í Búlgaríu, var í kvöld. dæmdur til dauða fyrir landráð. Mennirnir tíu, sem sakfeldir voru með henum, hlutu fangelsisdóma, sumir æfilanga. Þeir játuðu allir öllum ákæruatriðum, en Kostov einn kom mönnum á óvart með því að neita sekt sinni og játa aðeins á sig „óvinveitta afstöðu“ til Sovjetríkjanna. En það kostar hann nú lífið. KOSTOV EINNIG SEKTAÐUR Kostov var sektaður úm eina milljón leva, auk þess sem hann LONDON, 14. des.: - George 'Bretakonungur 54 ára var dæmdur til dauða. Eftirtaldir sakborningar hlutu lífstíðar fangelsi: Framhald á bls.12 Bretakonungur var 54 ára 1 dag. í tilefni af þessu hefir hon um borist. fjöldi heillaóska víðs vegar að úr breska samveld- inu. Þarf úrskurð um ágreininginn ALLIR islendingar vita, að það myndi hafa mikla þýðingu fyr- ir ísland að geta ráðið yfir fiskimiðunum umhverfis land- ið á sem allra stærstu svæði. Alþingi og ríkisstjórn hafa haldið fram rjetti okkar til yf- irráða yfir landgrunninu og snemma árs 1948 voru sett lög, þar sem sjávarútvegsnálaráðu- neytinu er heimilað að gefa út reglur varðandi verndun fiski- miða landgrunnsins. Hins veg- ar er vitað mál, að flestar þær þjóðir, sem fiskveiðar stunda á íslandsmiðum, álíta eð ísland geti ekki skv. alþjóðaJögum sett reglur um fiskveiðar útlend- inga lengra en 3 mílur frá ströndum, nema með samþykki annarra þjóða — og það jafnt hvort sem samningurinn frá 1901 fellur niður eða ekki. En landgrunnið svonefnda nær miklu lengra frá ströndum en 3 mílur, eins og kunnugt er. Ur þessum ágreiningi þarf að fá skorið. Sumir hafa haldið bví fram, að eina leiðin í því efni væri að setja reglur um verndun fiski- miðanna á grundvelli laganna frá 1948. Síðan mætti taka skip, sem brytu í bága við þær regl- ur, og ef um erlent skip væri að ræða og heimaríki þess vildi ekki sætta sig við þann dóm, sem upp væri kveðinn á íslandi, gæti alþjóðadómstóll skorið úr. Fyrir alþjóðadómstólnum í Haag er nú einmitt eitt slíkt mál, þ. e. málið milli Breta og Norðmanna varðandi víðáttu norskrar landhelgi. Málavextir þar eru þeir, að Norðmenn hafa talið sjer víðáttumeiri land- helgi en Bretar hafa viljað við- urkenna. Rjett er að taka það Frn á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.