Morgunblaðið - 18.02.1950, Page 6
6-
\1 O H t. li V II L 1 Ð I Ð
Laugardagur 18 febrúar 1950
Svœr við upplýsingum og úSykt-
unu n nýju Fríkirkjusuínuðúrins
ÚT AF tveimur greinum, er
birst hafa írá stjórnendum
nýja fríkirkjusaínaðarins (Rík-
isútvarpið kallar hann nú
Óháða fríkirkjusófnuðinn) vilj-
nm við undirrituð biðja yður,
hr. ntstj , um að birta eftirfar-
andi greinargerð.
Tii að skýra hinn raunveru-
lega tilgang með stofnun nýja
fríkirkjusafnaðarins og þá um
leið afstöðu oJ.'kar til hans, þvk-
ir okkur rjett að greina frá því,
sem gerst hefur í þessu máli frá
byrjiin.
Við prestskosningu innan Frí
kirkjusafnaðarins í Revkjavík,
þ. 22. janúar s.l. var sjera Þor-
steinn Björnsson löglega kosinn
prestur safnaðarins með 1570
atkvæðum. Siera Árelius Níels
son hlaut 1362 atkv. Emil
Bjöfnsson cand theol. hlaut
1132 atkv. og sjera Ragnar
Benédiktsson hlaut 62 atkv. —
Yfirlýsingar hafa birst í blöðum
bæjarins frá stuðningsmönnum
sr. Árelíusar, fyrir hans hönd,
þar sem þeir vilja ekki vera
bendlaðir við þann glundroða,
sem skapaður hefur verið í
sambandi við þessar kosningar.
Sviþaða yfirlýsingu hefur sra
Ragnar Benediktsson gefið.
Þ, 25. jan. s.l barst stjórn
Fríkirkjusafnaðarins í Reykja-
vik kæra útaf prestskosning-
unní frá rtuðningsmönnum Em-
ils Björnssonar eand. theol. —
Samþykti stjcrnin að senda kær
una til kjörnefndar tii frekari
rannsóknar og álitsgerðar. —
Barst svaí frá kjörstjórn 30.
jan., þar sem hún kemst að
þeirri niðurstöðu að kæran. hafi
við engin rök að styðjast og
samþykti því stjórn safnaðar-
ins að vísa henni frá.
Þ. 31. jan. birtist svo í Mbl.
og fleiri dagblöðum bæjarins,
upplýsingar um nýja fríkirkju
söfnuðinn frá stjórnendum hans
sem líka voru stuðningsmenn
Emils Björnssonar cand. theol.
Aðaluppist aða upplýsxnganna,
og þá um leið sá grundvöllur,
sem nýi fríkirKjusöfnuðurinn
rjettlætii stofnim sína á, er
þessi: „að vjer getum sem frí-
kirkjumerm. með engu móti
sætt oss við það, að öfl utan við
fríkirkjuna í Reykjavík, leyfðu
sjer að blanda sjer í prestskosn-
ingarnar og bað svo rnjög, að
þau rieðu úrslitum að vorum
dómi“.
Sömu dylgjur komu og fram
í brjefi frá nýja fríkirkjusöfn-
uðinum, til stíórnar Fríkirkju-
safnaðarins í Reykjavík. þegar
farið var iram á afnot af kirkj-
unni fyrir söfnuðinn.
Við álítum að dylgjur þessar
sjeu tilhæfulausar með öllu og
um leið /nóðgun við dómgreind
safnaðarmeðlima Fríkirkjunn-
ar, þar eð þeim er borið á brýn,
að þeir sieu ekki dómbærir um
að velja þann urnsækjanda, er
þeim geðjast að cg vilja fá fyr-
ir prest. Umfangsmikið starf
saf naðarins og for ustumanna
hans undanfarin 50 ár, sanna
'hið garnstæða. Dómgreind
þeirra hefur þar hvergi skeik-
að.
Það sem að framan greinir,
skýrir því hinn raunverulega
tilgang stofnenda nýja frí-
kirkjusafnaðarins. að vilja ekki
hlíta úrslitum, sem langsam-
legur meiri hiuti safnaðarmeð-
lima stendur að. Rjett þessa
meiri hluta r.lítum við skyldu
okkar að gæta, og af henni
markast öll afstaða okkar. —
Það er því ekkert að furða sig
á þeirri ákvörð„n okkar, eins
og kom fram á framhaldsstofn-
fundi nýja fríkirkjusafnaðar-
ins, að synja þessum söfnuði
um afnot af kirkjunnni. Af-
staða núverandi pi'ests Frí-
kirkjusafnaða/ins í Reykjavík
markaðist eingöngu af hinum
ótvíræðu úrslítum kosninganna
og vilja hins stóra hluta safn-
aðarmeðlimanna og er það hon-
um til sóma.
Það er alge.Uega tilhæfulaust I
að ,,að við hefðum krafist þessj
að safnaðarraðsmönnum tveim!
ur væri neitað um að greiða
atkvæði“ á stljórnarfundi þeim
er hafði mal þetta til umræðu.
Við aðeins benturn á, að samkv.
12. gr. aafnaðarlaga Fríkirkj-
unnar hafa safnaðarráðsmenn
málfrelsi og íillögurjett á fund
um stjóxnar safnaðarins, en
ekki atkvæðicrjett.'Við hefðum
því brotið safnaðarlögin, með
því að veita þetta leyfi. — Af
framangreindu leiðir, að af-
staða okkar til. afnota Fríkirkj-
unnar fyrir nýja fríkirkjusöfn-
uðinn er cndanleg. En auðvitað
má skjóta hanni til úrskurðar
aukasafnaðaríundar samkvæmt
15 gr. satnaðarlaganna.
En það stefnir ekki að heill
og hamingju Fiíkirkjusafnað-
arins í Reykjavík í framtíðinni,
ef að í hvert smn og prestskosn-
ing fer fram sem minni hlutinn
ekki vill sætta sig við, þá sjeu
úrslitin kend ..öflum utan safn-
Belgiskur skipstjóri
dæmdur í Hæstarjetti
aðarins“. en ekki vilja stór
meiri hluta safnaðarmeðlima.
Reykjavík 16 febr. 1950.
í stjórn Frxkirkjusafnaðarins
í Reykjavik.
Magnús J. Brynjólfsson.
Kristján Siggeirsson.
Ingibjörg Steingrímsdóttir.
Þorsteinn J_ Sigurðsson.
Aðalfundur Breið-
firðinpfjelagsins
AÐALFUNDUR Breiðfirðinga-
fjelagsins var haldinn nýlega.
Formaður fjelagsins, Sigurður
Hólmsteinn Jónsson, gaf
skýrslu um störf fjelagsins s. 1.
ár. Margir stjórnar- og fjelags-
fundir voru haldnir, svo og
skemmtikvöld, jólatrjesskemt-
un fyrir börn fjelagsmanna,
skemtun fyrir sextuga Breið-
firðinga og eldri, Breiðfirðinga
mót, útvarpskvöldvaka o. fl.
Þrjár ferðir voru farnar á
vegum fjelagsins til Breiða-
fjarðar, og byrjað var á töku
kvikmyndar af atvinnu- og at-
hafnalífi þar.
Tímaritið ,,Breiðfirðingur“
kom út eins og að undanförnu,
en þar eru frásagnir og kvæði
eftir Breiðfirðinga.
Gjaldkeri las upp reikninga
fjelagsins og er fjárhagur þess
hinn besti.
í stjórn fjelagsins voru kosn-
ir: Sigurður Hólmsteinn Jóns-
son formaður, Jón Sigtryggs-
son varaformaður, Friðgeir
Sveinsson ritari, Guðjón Jak-
obsson gjaldkeri og meðstjórn-
endur Bergsveinn Jónsson, Fel.
Blöndal, Herm. Jónsson, Ólaf-
ur Jóhannesson og Stefán Jóns-
son. —
I HÆSTARJETTI hefur verið
kveðinn upp dómur í máli á-
kæruvaldsins gegn skipstjóran-
um á belgiska togaranum Van
der Weyden frá Ostende, er
tekinn var að veiðum í land-
helgi 2. mars 1949.
Varðskipið Oðinn tók togar-
ann út af Ingólfshöfða. Skip-
stjórinn, Albert Devos, neitaði
ekki að hafa verið að veiðum
innan landhelgi, er skipherrann
á Óðni tilkynnti honum það. j
Eftir að staðarákvarðanir skipsi
ins höfðu verið gerðar, var haldl
ið áleiðis til Eskifjarðar. Var
dómur þar kveðinn upp í máli
skipstjóra og hann dæmdur í
29.500 króna sekt til ríkissjóðs,
af-li skipsins og veiðarfæri voru
gerð upptæk til sama sjóðs með
dómi sýslumanns.
Skipstjórinn óskaði sjálfur að
dómi þessum yrði skotið til
Hæstarjettar, en með dómi sín-
um hækkaði Hæstirjettur all-
verulega sektarupphæðina og
segir svo m. a. í forsendum
dómsins:
Lúðvík Ingvarsson, sýslumað
ur í Suður-Múlasýslu, hefur
kveðið upp hinn áfrýjaða dóm.
Forstöðumaður Stýrimanna-
skólans í Reykjavík hefur eftir
uppsögu hjeraðsdóms markað á
sjóuppdrátt stað varðskipsins
samkvæmt mælingum 1. stýri-
manns þess, er það hafði numið
staðar hjá togaranum Van der
Weyden, 0-293 kl. 10.45 um-
ræddan dag. Reyndist staður-
inn vera 1,3 sjómílur innan
landhelgislínu. Þar eð þá var
nýlokið við að draga inn vörpu
togarans, er sannað, að ákærði
hefur verið að veiðum í land-
helgi. Hefur hann því gerst sek
ur við þau lagaákvæði, sem í
hjeraðsdómi greinir.
Samkvæmt þessu og að því
athuguðu, að íslensk króna jafn
gildir nú 23.594 aurum gulls,
þykir refsing ákærða hæfilega
ákveðin 42.500 króna sekt til
Landhelgissjóðs íslands og komi
varðhald 7 mánuði í stað sekt-
arinnar, verði hún ekki greidd
innan 4 vikna frá birtingu dóms
þessa.
Ákvæði hjeraðsdóms um upp
töku afla og veiðarfæra og um
málskostnað staðfestast.
Akærði greiði allan áfrýjun-
arkostnað sakarinnar, þar með
talin málflutningslaun skipaðs
sækjanda og verjanda í Hæsta-
rjetti. —
Fyrir hönd ákæruvaldsins
flutti Tómas Jónsson hrl. mál
þetta, en verjandi skipstjórans
var Theódór B. Líndal hrl.
fá
Óttafegur
ÞESSI MYND er tekin í fangelsinu í Jackson, Mississippi. Á henni sjást móðir, systir, þrír
bræður og frændi manns nokkurs, sem var myrtur. Þau voru viðstödd, ásamt fleirum, er morð-
ingi hans var tekinn af lífi, og myndin er tekin af þeim, um leið og straumnum var hleypt á raf-
magnsstólinn. Það er ekki ofsagt, að mynd þess i er í senn 1 jót og óskil janleg.
nr
mn yfir vefyrinn
FJELAGSDEILDIR Slysavarna
fjelags íslands á Norðurlandi
vinna nú af miklum dugnaði að
því, að komið verði á björgun-
argæslu með skipi við Norður-
land og hafa snúið sjer til þing-
manna sinna og beðið þá að
beita sjer fyrir því að Alþingi
taki upp nú þegar á fjárlög,
framlag til reksturs eftirlits-
skips til öryggis fiskibátum við
Norðurland á næstu vetrarver-
tíð.
Sjósókn norðanlands byrjar
nú snemma á árinu eins og ann
ars staðar og mikið róið á
smærri bátum á dreifð mið, þar
sem allra veðra er von.
Það verður því að teljast sann
gjörn krafa, að fiskimenn fyrir
Norðurlandi njóti gama öryggis
í starfi sínu af hálfu þess opin-
bera, sem fiskimenn í öðrum
landshlutum, en vitað er, að
ríkið kostar að nokkru eða öllu
leyti útgerð gæsluskips í öðr-
um landsfjórðungum en norðan
lands að vetrarlagi.
Stjórn Slysavarnafjelags ís-
lands styður þessa málaleitan
norðlensku deildanna og telur,
að hjer sje um mikið nauðsynja
og öryggismál að ræða.
Starfsemi norðlensku slysa-
varnadeildanna stendur með
mjög miklum blóma og fjár-
framlög þeirra til slysavarna-
starfsins í landinu, hafa ávalt
verið mjög mikil, og deildirnar
hafa þegar safnað álitlegu fje
til byggingar á björgunarskipi
við Norðurland.
(Frá S.V.F.Í.)
GamEárskvö!d í Kína
HONG KONG 17. febr. — í dag
lauk hinu kínverska lunglári.
Árið, sem var að líða var „ár
uxans“ en hið nýja ár er ,,ár
tígrisdýrsins“ Mikil hátíðahöld
voru í dag og kvöld meðal allra
kínverja Sjerstaklega var mik
ið um að vera í Hong Kong.
Hópaðist fólk.xð út á strætin og
var skotið flugeldum og lúðra-
sveitir ljeku. Kínverjar halda
fast við sitt gamla tunglár þrátt
fyrir ítrekaðar tilraumr til að
innleiða hjá þeim vestrænt ár-
tal. — Reuter.