Morgunblaðið - 18.02.1950, Page 8

Morgunblaðið - 18.02.1950, Page 8
8 «(>*.(, < H « L 4 tí ! íí Laugardagur 18. febrúar 1950 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Frainkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðaraa.? ?B5 Frjettaritstjóri: lvai (jLiöniumtósuj. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, t lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Sonnleikurinn um samstarfsrof FYRIR Alþingiskosningarnar á s.l. hausti hjelt Framsókn- arflokkurinn því fram í i-æðu og riti að hann hefði rofið stjómarsamstarf lýðræðisflokkanna vegna þess að honum hefði ekki tekist að koma fram tillögum sínum um „úrræði“ í dýrtíðarmálunum. Á þessari skoðun hamraði Tíminn og frambjóðendur flokksins alla kosningabaráttuna. Þetta var að nokkru leyti rjett. Framsóknarflokkurinn rauf samstarfið um fyrrverandi ríkisstjórn. Um það má hins vegar deila, hversu haldgóðar þær tillögur hafi verið í dýrtíðarmálunum, sem ráðherrar hans ljetu samstarfið rofna á. Það er mál út af fyrir sig, sem óþarfi er að hefja deilur um á ný. En af þessum ástæðum er það furðulegt þegar Tíminn er nú tekinn að staðhæfa það dag eftir dag að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi rofið samstarf lýðræðisflokkanna um fyrr- verandi ríkisstjórn. í gær komst blaðið þannig að orði um þetta: „Hánn (SjáJfstæðisflokkurinn) kaus heldur að rjúfa stjórn arsamstarf lýðræðisflokkanna en að hefjast handa um dýr- tíðaraðgerðir“. Þetta segir Tíminn í gæi. Hvað segja nú staðreyndimar um þetta? Það er ómaksins vert að athuga þær. Þann 9. ágúst s.l. lögðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þeir Bjarni Benedikts- son og Jóhann Þ. Jósefsson fram svör við tillögum Fram- sóknarflokksins, sem stjórnarsamstarfið rofnaði á. í þessu svari eru færð rök að því að mjög óhyggilegt sje að rjúfa stjórnarsamstarfið, heldur beri að leggja megináherslu á að ná samkomulagi um lausn vandamálanna. Komast ráðherrar Sjálfstæðismanna m. a. þannig að orði um þetta í svari sínu, sem birt var í blöðum flokksins: „Flokkurinn telur því ekki koma til mála, að ríkisstjórnin segi af sjer að svo stöddu. Sjálfstæðisflokkurinn lítur þvert á móti þannig á, að ríkisstjórninni beri nú, að reyna að ná samkomulagi um lausn vandamálanna á þeim grund velli, sem áður er lýst og undirbúa þinghald í vetur, svo að afgreiðsla meginmála geti gengið þar greiðlega.“ ★ Þetta var skoðun og stefna Sjálfstæðisflokksins á s.l. hausti. Hann gat að sjálfsögðu ekki hindrað Framsóknar flokkinn í að rjúfa samstarfið. En hann benti ákveðið á.að rjettara væri að hafa þann hátt á, að stjórnin reyndi til hins ýtrasta að ná samkomulagi um traustan undirbúning að lausn vandamálanna fyrir vetrarþingið, en að slíta sam- starfinu. Svo kemur Tíminn í gær og segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heldur kosið „að rjúfa stjórnarsamstarf lýðræðisflokk- anna en að hefjast handa um dýrtíðaraðgerðir“!!! Hverjum er Tíminn að skemmta með svona sltrífum? - Hvaða samræmi er í þeim við staðreyndimar, afstöðu flokks hans á s.l. hausti? Það er ekki til. Mótsagnirnar eru eins greinilegar og frekast verður á kosið. ★ Segja má að það skipti ekki rheginmáli nú, hverjir hafi rofið samstarf lýðræðisflokkanna á s.I. sumri. Hitt sje höfuð atriðið að nú takist nauðsynleg samvinna um óumflýjan- legar aðgerðir til þess að firra þjóðfjelagið algem öngþveiti og vandræðum En sannleikurinn er þó jafnan nokkurs virði og þess vegna hafa ofangreindar staðreyndir verið rifjaðar upp. ★ Afstaða Sjálfstæðisflokksins til samstarfs um lausn vanda- málanna við öll þjóðholl öfl er hin sama nú og á s.l. sumri. Hartn telur það hlutverk sitt nú að stuðla að sem víðtæk- ustu samstarfi um framgang þeirra mála, sem alþjóðar- heill krefst að ráðið verði til lykta að bestu manna yfir- s>'n- jjiaíh /\JíLa,r' óLri^arr ÍlSÍIðfð i fflltúK ÚR ÐAGLEGA LÍFINU Skólar og áróður VIKUBLAÐIÐ „Time“ vekur nýlega athygli á þeirri stað- reynd, að kommúnistar líta fyrst og fremst á skólana sem hentugar áróðursstofnanir og nota þá sem svo, þar sem þeir komast til valda. Blaðið bi'rtir athyglisverðar upplýsingar máli sínu til stuðn ings, og notast þar við málgagn ungverska menntamálaráðu- neytisins, sem skýrir frá nokkr um nýjum „námsgreinum" í barnaskólum Ungverjalands. — Lýsing á þeim fer hjer á eftir. Utanbókar lærdómur FYRSTI bekkur: Fyrirlestrar um Stalin, sem hermann. — Söngvar og kvæði um Stalin lærð utanbókar. Nemendunum sýndar myndir, sem skýra lífs- feril marskálksins. Annar bekkur: „Stalin, besti lærisveinn Lenins“. Rússneskar hernaðaraðgerðir í heimsstyrj- öldinni síðari. Hvernig rauði herinn frelsaði Ungverjaland. Hvernig Rússland aðstoðaði við endurreisn Ungverjalands. Friðarstefna og ^ hermdarverk FIMMTI bekkur: Samanburð- ur á núverandi fimm ára áætl- un Ungverjalands og þeirri rússnesku. Starfsemi hermdar- verkamanna Standard Oil fje- lagsins. Sjötti bekkur: Friðarstefna Stalins. Fyrirlestrar um það, hvernig Sovjetríkin sigruðust á fasistum Evrópu í heimsstyrjöld inni síðari. Sjöundi bekkur: Bandaríkin, hofuðvígi heimsveldisstefnunn- ar Samtímis því sem Sovjet- visindin flytja til f jöll og breyta árfarvegum almenningi til heilla, undirbúa vísindamenn og framleiðendur Bandaríkj- anna nýja styrjöld. Hveiti er brennt, alþýðan kúguð og kom múnistar ofsóttir. Stærðfræði ,TIME“ vekur athygli á því í lok frásagnar sinnar, að jafn- vel þær námsgreinar, sem virð- ist fjarskyldastar stjórnmálum, sjeu notaðar í áróðursskyni aust an járntjaldsins. Þannig hefir ungverska menntamálaráðu- neytið lagt fyrir kennara að byggja reikningsþrautir sínar á tölum teknum úr framleiðslu- skýrslum Sovjetríkianna. menn ingu þeirra og landbúnaði. • Að ýta við honum Jónasi SIGFÚS ÞORLEIFSSON skrif- ar Daglega lífinu og segist vera óánægður með frjettaflutning útvarpsins. Hann segir: „Jeg þakka þjer kærlega fyr ir þína góðu pistla í Morgun- blaðinu, þótt þeir snúist meira um Reykvíkinga en okkur, sem búum úti á landi. Mig langar til að biðja þig að vta við honum Jónasi í útvarp- Fátæklegar frjettir „OKKUR, sem búum í strjál- býlinu, finnst það fátæklegar frjettir, eins og oft hefir átt sjer stað, að aðeins sje sagt frá bví, að hann eða hún sje þetta og þetta gömul, hvernig útvarps skákinni er komið — og búið. Maður skyldi nú halda, eftir að útgerðin er byrjuð á Suð- urlandi, að hæet væri að segja “itthvað um sjóferðir og afla- brögð, en það er hrein tilviljun. ef það heyrist í útvarpinu eitt- ’hvað um það, hvernig ástatt er með bátaflotann á hverjum stað. Sjómenn og hlauparar „NORSKA útvarpið ver heilum klukkutíma á dag í að skýra þjóðinni frá aflabrögðum, og það er illa við það unandi, að hefði maður tíma til að hlusta, gæti maður fylgst betur með fiskveiðjmum í Noregi en í sínu eigin landi. Þar sem fjöldi fólks og báta víðsvegar af landinu stunda veiðar við Suðurland, þá er það svo með flesta, að þeir hafa meiri áhuga á því, sem þar ger- ist, en einhverjum erjum hin- um megin á hnettinum. Loks finnst mjer að sjómönri unum okkar ætti að vera gert jafn hátt undir höfði og hlaup-- urunum, sem alltaf eru að setja met, því bað varðar þjóðina ekki eins miklu og aflabrögðin“. Þar lýkur brjefinu frá Sig- fúsi. o Me+afli í Noregi GUNNAR ATCSELSON, sem nú er staddur í Noreei og oft hefir skrifað smærri og stærri frjett- ir hjer i blaðið, hefir sent Dag- lega lífinu nokkrar línur um síldveiðar Norðmanna. — Hann segir: „Síldveiðarnar hófust 25. jan. og á 13 dö«um öfluðust 4.138,000 hektólítra. Af þessu maeni fóru um 3.180.000 hektólítrar til bræðslu 220.000 hektólítrar í ís, 400,000 í salt og afeangurinn í beitu og niðursuðuverksmiðjur. Nær því helmingi fleiri skip en í fvrra taka nú þátt í síld- veiðunum. Allt bendir til bess, að met- afli fáist í ár, enda höfðu bor- ist á land 12 b. m. um 5V2 milj hektólítra af síld“. MEÐAL ANNARA ORÐA Varað við framleiðslu og notfcun deyftlyf ja Eftir frjettamann Reuters. GENF: — Eftirliti með deyfi- lyfjaframleiðslu er mjög mis- munandi farið eftir þjóðum. — í sumum löndum er leyfð fram leiðsla lyfja, sem orðið geta að nautnalyfjum, en bönnuð ann- arsstaðar, og hefir þetta mis- ræmi orðið til þess, að sjerfræð inganefnd alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar hefir eindregið hvatt til, að komið verði á ströngu alþjóðlegu eftirliti með þessum lyfjum. • • DEYFILYF NOTUÐ SEM NAUTNALYF NEFNDIN hefir að undan- förnu setið á rökstólum í Genf og rannsakað eiturlyfjamagn um 10 lyfjategunda, sem eru á markaðinum í hópi nýrra deyfilyfja, sem nefndin rann- sakaði, er eitt ákaflega sterkt, sem heitir „Kefo-Bemidone“. Komst nefndin að þeirri nið- urstöðu, að það væri afar hættulegt að því leyti, að mönnum hætti til að verða þræl ar þess og nota sem nautnalyf. Sönnur hafa verið færðar á, að menn hafa mjög áþekka nautn af því og mörfíni. í Bandaríkj- unura er lyf þetta talið ’ svo hættulegt; að fyfirtæki nokk- urt. sem hafði uppi ráðagerð- ir um framleiðslu þess, fjell af sjálfsdáðum frá að senda það á markaðinn. • • ANNARSSTAÐAR EFTIRLITSLAUST HINSVEGAR er lyf þetta fram leitt í öðrum löndum, þar sem eftirlitið er ekki eins gott, og má þetta vera mönnum sjer- stakt hvatningarefni til að koma á alþjóðaeftirliti með framleiðslu þessa lyfs. • • HFROIN NEYSLA í FINNLLANDI OG ÍTALÍU ÞÁ lýsir nefndin áhyggjuefni sínu vegna aukinnar heroin- neyslu í Finnlandi og Ítalíu. — Bendir hún á, að neysla hverr- ar milj. Finna hafi aukist úr 6.98 kg 1936 í 17.67 kg. 1947. Á Italíu varð aukninein frá 3,4 kg. 1936 í 5 kg. 1947. • • VAXANDI FRAM- LEIDSLA SVEFN- LYFJA ANNAÐ vandamál var og til athugunar þar, sem er fram- leiðsla sterkra svefnlyfja, sem fer miög í vöxt í mörgum lönd- um Nefndinni var sagt, að 1948 hefði heildarframleiðsla þeirra verið 334 sml. í Bandaríkjun- um, en það jafngildir 24 skömt um á hvern íbúa landsins. HVATT TIL RANNSÓKNA NEFNDIN gerði tillögu um, að rannsökuð yrði, eiturlyfjaneysl an í heiminum. Var á það bent, j að læknisrannsóknir væri mjög iskammt komnar á þessu atriði. j Einu staðirnir, þar sem þetta hefir verið eert til nokkurrar hlítar, er við ríkissjúkrahúsið í Lexíneton í Kentucky og svo sumsstaðar í S.-Ameríku, þar- sem nokkrir hóoar rannsóknar manna eru að verki. Því var þess farið á leit við ríkisstjórnir. að þessum rann- sóknum verði greidd gata og lögð verði sierstök áhersla á að komast að því, hve mikið sje framleitt af nautnalyfjum í sam bandi við lögmæta notkun þeirra lyfja, sem orðið geta nautnalyf með óhæfilegri neyslu. Nýr sendiherra Indonesiu í Burma NÝJA DELHI, 17. febr. — Dr. Soedarsong hinn nýi sendiherra Indónesíu á Indlandi, fór í dag flugleiðis til Rangoon í Burma. Hann er einnig sendiherra í Burma og mun afhenda þjóð- höfðingjanum embættisskiíriki sín. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.