Morgunblaðið - 18.02.1950, Síða 10

Morgunblaðið - 18.02.1950, Síða 10
10 w o r n ri m rt i Laugardagur 18. febrúar 1950 Elsti borgarinn í yngsfa sveitar- í DAG er Hallbera Hklldórsdótt- ir Selfossvegi 5, á Selfossi, níræð. Hún er fædd 18. febrúar 1860 að Strandarhjálegu í Út-Landeyj- um. Föðurætt hennar er frá Strönd komin af Stefani á Skipalóni í sömu sveit. Móðir Hallberu hjet Guðbjörg Guðmundardóttir frá Teigi í Fljótshlíð. Guðm. var, Tómasson bónda s. st. Jónssonarj bónda á Heylæk Ólafssonar bónda sama staðar Arngrímsson- j ar prests s. st. Pjeturssonar. Kona Jóns Ólafssonar var Þorbjörg Þorláksdóttir prests, sem um skeið bjó í Teigi. Þorbjörg var því svstir síra Páls á Þingvöll- um, síra Jóns skálds á Bæisá og þeirra systkina. Faðir Hallberu var smiður á- gætur bæði á trje og málma. Bar heimili hans allt vott þessa hag- leiks og byggði hann sjer einn hinn fríðasta bæ þar um slóðir. Þarna ólst Hallbera upp til níu ára aldurs. Þá fór hún í fóstur til afa síns og ömmu, á Teigi. — Svo snemma lærði hún að lesa, að hana rekur ekki minni til þess tíma að hún væri ólæs. Eftir það bauðst henni ekki mikill lær- dómur annar en kristin fræði. Þó átti hún kost á að læra reikn- ing, en henni-fannst ekki ástæða til að nota skriffæri við þá íþrótt, sem hún gat iðkaö í huganum og hafnaði þeim lærdómi. Hinsvegar hafði hún gaman af hugareikn- ingi og iðkar hann enn í dag. — Hjá afa sínum og ömmu ólst hún upp við þau lífsskilyrði og störf, sem þá tíðkaðist um unglinga, þ. á m. að sitja yfir kvía-ám. Erfiðast þótti henni það verk, einkum vegna þess, að oft skall þoka yfir og var þá óyndislegt fyrir barn að vera langt uppi á heiðum. Sú var þó bót í máli að aldrei gat hún villst, hversu dimmt sem var, en náttúrlega komst hún ekki alltaf heim með allar ærnar þegar dimmast var. Aldrei var hún samt ávítuð, þó vantaði. A vetrarkvöldum var það starf hennar að lesa sögur fyTÍr fólkið. Þó hún lifði ekki við mikið eftirlæti á mælikvarða nú- tímans, átti hún þar góða vist með mörgum kærum minning- um. Atján ára gömul hvarf hún aftur heim til foreldra sinna, sem þá. þurftu liðs hennar við og var nú með þeim í 9 ár. Eftir það dvaldi hún á ýmsum stöðum þ. á m. hjá foreldrum sínum fjög- ur síðustu búskaparár þeirra. — Arið 1895 tók hún sig upp og fluttist vestur í Flóa að Fljóts- hólum. Árið 1901 giftist hún Sveini Sigurðssyni bónda á Hólmaseli, mætum manni, og fluttist þangað. Eignuðust þau hjón einn son, Svein, sem nú kennir bifreiðaakstur við Sel- foss. Eftir 11 ára sambúð missti maður hennar heilsuna og lá rúm fastur í tuttugu ár. Hann hjelt ágætri andlegri heilsu og var henni hin besta stoð í öllum úr- ræðum. Geta má þó nærri hve reynt hefir á krafta hennar þessi búskapur, einkum fram- an af þegar hún hafði eitt og tvö gamalmenni rúmliggjandi að auki og sonurinn enn á barns- aldri. Árið 1932 missti hún mann sinn. Hætti hún þá búskap. Ætla mætti að ekkja 72 ára hefði kos- ið að setjast um kyrrt eftir erfitt dagsverk. En svo var ekki um Hallberu. Hún hafði mestan part æfinnar þurft að bjarga sjer sjálf og nú fjekk hún sjer vist til að hafa ofan af fyrir sjer þó ekki væri hún snauð. Fór svo fram um þrjú ár enn, en að þeim enduðum fluttist hún til sonar síns á Sel- fossi og hefir dvalið þar síðan, svo sem henni best líkar. fjelagi landsins Ekki miklast Hallbera æfistarf sitt eða afrek nein. Er hún ekki margorð um þau efni og síst að hún raupi af nokkuru, en gaman hefir hún af að ausa af sjóði minni.nga bæði því er hún hefir lifað og lesið. Enda er minni hennar óvenju trútt. Skal nú gef- ið lítið sýnishorn af því hinu marga, sem hún kann frá að segja. Þjóðhátíðarárið 1874 er ferm- ingarár hennar. Hún man vel þeg ar verið var að safna hestum í Fljótshlíð handa þeim, er suður fóru til að sjá kónginn. — Hún sá konungsskipin sigla austur með landi undan Landeyjasandi. Af öllu þessu kann hún nokkuð að segja. Fermingarprestur hennar var síra Hannes Stephensen. Hann var mikill fjörmaður og áhuga- samur um framfarir. Oft heyrði hún hann tala um ýmsar fram- kvæmdir, sem bændum þótti fá- sinna ein. Meðal þeirra var sú, að hann taldi gerlegt og nauð- synlegt að brúa Olfusá og Þjórs- á. Þetta töldu bændur hreinustu óra. Hann var maður góðsamur og hjálpfús. Til merkis um það er þetta: Þegar matarþurð var orðin hjá fátæku fólki á vetrum, fór hann um sveitina og skoðaði börnin. Gekk hann síðan í að koma þeim börnum, sem skort liðu, fyrir á þeim bæjum, sem efni höfðu á að fæða þau sæmi- lega. Þar var stúlka ein táplítil og hafði vott af limafallssýki. — Hún varð fyrir því að hyrnd kýr rak horn upp í augu hennar. Var þessu lítill gaumur gefinn. Prest ur frjetti af þessu, fór þangað og sagði við húsbónda: Ef stúlka þessi væri efnamannsbarn, mundi henni hafa verið leitað lækn- inga“. Síðan leitaði prestur sjálf ur Iæknis fyrir stúlkuna. Síra Hannes fluttist þaðan austur í Meðalland og lifði þar um 4 ár Eitt sinn dreymdi móður Hall- beru, að hún sæi mynd síra Han- nesar og var hún forkunnar fög- ur. Hafði hún orð á því við ein- hvern nærstaddan. Hann svaraði: „Já, myndin er falleg, en ef þú sæir vitnisburðinn hans. Hann er fallegur!" Litlu síðar spurðist lát síra Hannesar. Hefir Hallbera mestar mætur á honum af öllum sínum prestum. Þorsteinn Erlingsson skáld var með henni í spurningum. M. a., sem hún kann af honum að segja, eru þrjár vísur, sem hann orkti ungur og ekki er víst að annars- staðar sjeu til. Tildrög þeirra eru bau að hann var í Seli með Hlíð- arendafólki frammi á Leirum. Þaðan blasti hlíðin við og þá kvað Þorsteinn: Hjer við sitjum saman, svalt er hjer og rótt, Sól er farin að síga og senn er komin nótt. • fiírrrr' ■r—Wf*rr| • Þó við sitjum saman, ei sinnið verður rótt, því hugur vor er heima og hjer er eins og nótt. Við horfum hýru auga, það helst má skemmta oss á háar fjallahlíðar og himinbláan foss. Af afa sínum hevrði Hallber? >>m sji’a .Tóu Þrtrláksso’v or' bað fólk og man margt af kvaeð- •m hans og vísum. En síra Jón var ömmubtóðir afa hcnnar eins jg fyrr segir. Því þótti henni ur» arlegt, þegar hún fyrir nokkru sá í „Vasasöngbók“, vísuna: „Síra Magnús settist upp á Skjóna", að undir visunni stóð: „Höfund- ur ókunnur". Jeg hjelt, segir hún, að hann væri þjóðkunnur. Um þá vísu sagði afi hennar þetta: Þeg- ar síra Magnús Einarsson var prestur í Bitru (1745—1781) kom hann eitt sinn sem oftar að Teigi. Þá var sá siður að syngja menn úr hlaði, einkum heldri menn. Þegar prestur fór, var sveinninn Jón nærstaddUr, Prest- ur segir við hann: „Syngdu mig úr hlaði, Jón“. Þá gerði Jón vís- una og söng hana. Eftirfarandi sögu heyrði Hall- bera í Fljótshlíð: Þegar fyrrnefndur síra Magn- ús Einarsson var í Bitru, bar svo til á sunnudagsmorgni, að nokk uð vantaði af kvíaánum. Piltur nokkur var sendur að leita ánna. Prestur átti reiðhest góðan. Þann dag átti að messa í Teigi, sem er næsti bær við Bitru og vissi pilt- ur að prestur mundi ekki nota hestinn. Tók hann því hestinn í óleyfi til að leita ánna. — Fór hann lengra en venja var og komst yfir háls. sem aðskilur Fljótshlíð og Rangárvallakrók fyrir austan Þríhyrning. Reið hann þar eftir gili og heyrir mannamál. Samstundis kemur hann auga á helli, en yfir munna hans lá kindarhöfuð. Reið hann bar að, þreif kindarhöfuðið og slær síðan í hestinn. Hesturinn tók viðbragð mikið og rjeð nú siálfur ferðinni heim. Einu sinni leit piltur aftur. Sjer hann þá menn veita sjer eftirför á handa- hlaupum. En svo var hesturinn trylltur, að piltur fjekk ekki stöðvað hann fyr en á Teigs- velli, sem er engjastykki frá Teigi fram undir Þverá fyrir neð- an alla bæi. Þar sneri pilturinn heim að Teigi með kindarhaus- inn í hendinni. Var þá komið að messu. Kindarhausinn var af ungum sauð frá presti. Nú var hætt við messugjörðina og haf- in leit að hellisbúum. Fundust í hellinum þrír menn, sem höfðu hafst þar við í þr.iú ár og lifai* á ránum. Voru þeir handteknir. en erfitt var að ná einum þeirra Hann kleif upn á móberesklett. sem þannig var lagaður, að han** var mjóstur neðst. Varðist hann þarna lengi og hraustlega, en varð yfirbugaður að lokum. — Þessa máls er getið í Arbókum Esoólíns. Hellírinn heitir síða*- Þiófahellir. Holtið andspænis Þiófaholt og áin Þiófaá. Hal'bera kann einnig sögur af því, hvernig menn gerðu að gamni sínu í fvrri tíð. Ein e^ svona: Sigmundur hjet maður. Hann bió á Kirkjulæk í Fljóts- hlíð. Þótti hann forvitinn, trú giarn og skrítinn og höfðu menr gaman af að segja honum friett- ir og láta hann hlaupa með þær Þann sið hafði hann að gefr svslumanninum á Hvoli brenni vínsflösku á sumardaginn fvrsta Nú bar svo til að sumarpáskar voru og bar því skírdag upp á sumardaeinn fvrsta. Þann da'' var messað á Breiðabólstað. Sig- mundur fór að vanda með ei*r sína til sýslumanns. Þegar fólk kom úr kirkju, stóð hann úti kirkjugarði með sinn fót á hvoru leiði og kallaði: „Þeir hafa feng- ið á lampiann fyrir norðan, tungl- ið er hrapað og er tómt spik o" rengi“. Þá sagði Þorvarðúr bóndi á Kotmúla: „Vertu ekki að lyg inni þelrri arna“. Sigmundur svarar: „Það er engin lygi. Sekre sjerinn sagði mjer það sjálfur. Einu sinni þegar síra Þorlákur bjó í Teigi, kom Jón sonur hans heim úr ferð um birtingu. Þá kvað hann: Birtir óðum burt er sorg, bragnar þó að freigi. Furðu lítinn fagra borg fjósið kúa í Teigi. Hallbera var við kirkju á Keld um, þegar síra Matthías skáld kvaddi söfnuðinn þar. Er henni minnisstætt, að hann kvaðst fara, af því að allt væri- að leggj- ast þar í auðn af sandfoki og harðindum. Þetta er aðeins smá sýnishorn af þvi, sem Hallbera kann frá að segja. Hún hefir minni ágætt, góða heyrn og viðunandi sjón. Hún er heimaspök og iðjusöm og hefir verið svo alla ævi. Lítið hefir hún ferðast að nauðsynja- lausu. Einu sinni á æfinni (90 árum) hefir hún komið til Reykja víkur og stóð þar við fáa klukku tima. Var hún þá að fá sjer gler- augu. Þó hún hafi dvalið 55 ár í Arnessþingi, þykir henni vænna um Rangárþing, og vill í öllu veg og viðgang Rangæinga. „En best af því öllu er Fljótshlíðin“, seg- ir hún. Þau systkinin í Strandarhjá- leigu fæddust 13, en aðeins 5 syst ur komust til fullorðins ára og eru allar enn á lífi. Sú elsta er nú 93 og hálfs árs, önnur 92 og hálfs. Hallbera er sú þriðja. Sú fjórða er 85 ára og yngsta syst- irin er ekki nema 75 ára. Um lifnaðarháttu Hallberu og lífsskoðun er þetta helst. Hún hefir alltaf lifað reglusömu, hæg- látu og vinnusömu lífi. Hefir verið árrisul og svefnljett. Nú fer hún í rúmið kl. 10 á kvöldin og er komin á fætur kl. 8 á morgn ana. Hún hatar öll óáreiðanleg heit og óreiðu. „Sumir lofa og lofa, gleyma svo öllu og svo er ekki neitt neitt. Jeg vil láta það standa, sem sagt hefir verið“, segir hún. Sjálf er hún stáláreið anleg í orði og verki og hefir ekki látið upp á sig standa. Hún mun ógjarna láta hlut sinn en seilist heldur ekki eftir annara hlut. Hún hefir ríka rjettlætis vitund og dómgreind góða, e* föst í skapi og óhvikul í tryggð- um. Heita má að hún haldi enn öllu sínu nema starfsþrekinu. Þó er það engan veginn þrotið. T. d nrjónaði hún s. 1. ár neðan við nokkuð á annað hundrað pö' sokka auk þess sem hún prjón nði nokkuð af hosum og vettl- ingum og spann band úr hálfri vætt ullar, Hún hefir ótrúlega sterka heilsu og unir ágætlegr hag sínum í skjóli einkasona’ en sjálfráð um allt sem hún vi) Hún fylgist að veruleeu levt; með því, sem gerist. Gleðst yfi’ framförum og umbótum síðar ára, en óttast lausung og eyðslu semi nútímans. Annars er húr óvenju æðrulaust gamalmenn' sem lifir í hugarró og óvenji ríku víðsýni. Frænda- og vinalið henna’ •Jskar henni til hamingiu með af- mælið og óskar að hún megi lene ’mi skipa aldursforsæti Selfoss 'irpnns með sömu heilsu or saemd. S. P. iiiiimiiiiiiiiHiimii IIIMIIIIIIIII Lítið Herbergi til leigu á Sölfhólsgötu 10. Uppl. í síma 6765. HMnWMHiMilUhlJUAM 130 flugvjelar lenfu á Keflavíkurflugvelli t janúar I JANÚAR lentu 130 flugvjel- ar á Keflavíkurflugvelli og voru þær frá eftirtöldum flug- fjelögum: Flugher Bandaríkjanna 37, Trans Canada Airlines 22, Air France 17, American Overseas Airlines 13, British Overseas Airwais Corp. 9, Scandinavian Airlin’es System 6, Lockead Air craft Overseas Corp. 6, L. L. M. Royal Dutch Airlines 5, Sea- board & Western Airlines 4 og loks samtals 11 flugvjelar frá flugher Kanada, Danska sjó- flughernum, Egypska flughern um, Pan American Airways, Sabena, Silver City Airways, Skyways Ltd., Taloa og Trans- World Airlines. Farþegar með flugvjelunum vorit 2597. Til Keflavíkurflugvallar komu 139 farþegar en 145 fóru. Flutningur með flugvjelunum var 79,051 kg_ Flutningur til íslands var 16.290 kg., en flutn- ingur frá Keflavíkurflugvelli 3.522 kg. Flugpóstur með vjelunum var 27.093 kg. Póstur til Kefla- víkurflugvallar 721 kg. og póst- ur frá Keflavíkurflugvelli 301 kg. Meðal þekktra manna með millilandaflugvjelum var kvik- myndaleikarinn Paul Lukas, frú Barn, kona Charles Barn, hershöfðingja, Boyle, flugmark skálkur og Ralph A. Cochrane hershöfðingi. Missour: verður æfingaskip WASHINGTON, 15. febr. — Louis Johnson, landvarnarráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag,' að orustuskipið Missouri, eitt stærsta herskip veraldar (45,000 smál.), skyldi nota sem æfingaskip. Verður þetta gert til að minnka kostnaðinn við viðhald skipsins, en á þessu ári minnkaði Bandaríkjaþing fram lag til flotans. Missouri var or- ustuskipið, sem fyrir hálfum mánuði strandaði fyrir mynni Delaware-ár, en náðist út og liggur það nú í viðgerð. Það er frægt úr flotasögu síðustu styrjaldar. Meðal annars voru vopnahljesskilmálar við Jap- ana undirritaðir um borð í því. — Reuter. FfalEið k®m fi! Húhameðs LONDON, 16 fobrúar. — í fyrsta skipti i sögu breska blaðamannafjp1?msins þá hefir opinberlega ve,-i',i farið með fje lagsskírteini b°i>-p til viðtak- anda. —• Þessi viðtakandi er George Bernard Shaw. Fulltrúar f.ipia,:'sins fóru til Ayot St. Lavr-°nce, sem er sveitasetur hins og ára gamla vithöfundar, og afhentu honum skíxteinið. Shaw kermjr orðið mjög sjaldan til Li)’lr'’'”'a. — Hann dvelst þess í stað öllum stund- um á heimili sínu í Hertford- skíri. — Reutei

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.