Morgunblaðið - 15.03.1950, Blaðsíða 8
8
HUKOUiytíLAVItí
Miðvíkudagur 15. mars 1950
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðimmusson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók,
kr. 15.00 utanlands.
Stefna ríkisstjórnarinnar
í RÆÐU þeirri, sem forsætisráðherra flutti við valdatöku
hinnar nýiu ríkisstjórnar á Alþingi í gær gaf hann yfir-
lýsingu um höfuðdrætti þeirrar stefnu, sem hún ætlar sjer
að framkvæma.
„Ríkisstjórnin er fyrst og fremst mynduð til þess að koma
á, eftir því sem unnt er, jafnvægi í viðskipta-, atvinnu- og
ijármálalífi þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann.
í framhaldi af þessu skýrði hann frá því að stjórnarflokk-
amir hefðu samið um afgreiðslu á viðreisnartillögum frá-
íarandi ríkisstjórnar með nokkrum breytingum, sem nánari
grein yrði gerð fyrir síðar. Ennfremur væri það markmið
stjórnarinnar að fjárlög yrðu afgreidd greiðsluhallalaus og
að þeim byrðum, sem viðreisnarráðstafanirnar kynnu að
hafa í för með sjer yrði jafnað sem rjettlátlegast á borgarana.
Enginn ríkisstjórn, sem tekið hefði við völdum nú hefði
getað haft aðra stefnu en þessa, ef hún hefði ætlað sjer að
leysa vandamál þjóðarinnar. Engin ríkisstjórn hefði komist
hjá því að beita sjer fyrir gengisbreytingu og gera þar með
raunhæfa tilraun til þess að skapa jafnvægi í þjöðarbú-
skapinn.
íslenska þjóðin hlýtur þess vegna að skipa sjer þjett um
framkvæmd þessarar stefnu. Hún má ekki láta æra sig
af braut skynseminnar. Þeir stjórnmálaflokkar, sem lýst
hafa andstöðu sinni við viðreisnartillögurnar hafa engin
úrræði upp á að bjóða. Afstaða þeirra er gjörsamlega nei-
kvæð. Hjá þeim örlar ekki á raunhæfum tillögum, sem
nálgist það að snerta kjarna málsins, útrýmingu hallarekst-
ursins og skugga atvinnuleysisins. Kommúnistar segjast að
vísu geta leyst allan vanda. með því að benda á næga mark-
aði fyrir íslenskar afurðir í Rússlandi. En allir íslendingar
vita að þrauíreynt hefur verið að ná viðskiptasamningum
við Rússana. Þeir hafa hins vegar ekki viljað við okkur
semja, en sagt afurðir okkar of dýrar.
Alþýðuflokkurinn, sem vegna taps síns í síðustu kosn-
ingum hefur öregið sig út úr pólitík, talar líka um að hann
vilji halda áfram á „stöðvunarleiðinni“. En hvaða leið er
það? Það er styrkjaleiðin, sem myndi þýða 70—100 millj.
kr. nýja skatta á þjóðina á þessu ári, ef farin væri. Hvernig
tókst Alþýðuflokknum að framkvæma þessa „stöðvunar-
leið“ meðan hann hafði forystu í ríkisstjórn? Það væri
fróðlegt að at.huga það. Jú, það var gerð tilraun til stöðvúnar
dýrtíðinni í stjórnartíð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, heið-
arleg tilraun. En tókst að stöðva dýrtíðina? Nei, svo sannar-
lega ekki, Hún hjelt áfram að vaxxa, verðgildi peninganna
að minnka og hagur almennings að þrengjast þrátt fyrir
svokallaðar „kjarabætur" grunnkaupshækkananna.
Þetta sjer allur almenningur nú að er staðreynd. Þess
vegna er ekki hægt að æsa hann upp til hermdarverka gegn
þeim ráðstöfunum, sem einar koma að gagni og krefjast
minni fórna af honum en nokkur önnur leið myndi krefjast.
Það væri mikil ógæfa ef samtök launþega Ijetu nú æsa sig
til þess að ónýta árangur gengisbreytingarinnar með því að
koma á stað almennri kauphækkunarskriðu í landinu. Með
henni væri útflutningsframleiðslan að nýju .rekin út í fen
hallareksturs og ríkisstyrkja eftir skamma stund. Atvinnu-
leysið hlyti þá að leggjast eins og mara á þjóðina. Myndi það
ckki hvað síst bitna á launþegum en að sjálfsögðu á allri
þjóðinni jafnframt.
í þessu sambandi ber að minnast þess mikla starfs, sem
minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins vann á þeim tæpum
þremur mánuðum, sem hún sat við völd. Mun þess jafnan
verða minnst, hversu föstum tökum hún tók vandamálin,
og hversu vel hún undirbjó þau í hendur Alþingis og þeirrar
ríkisstjórnar, sem nú hefur tekið við völdum. Það mikla og
giftudrjúga starf ber að þakka og meta að verðleikum. Sjálf-
stæðisflokkurinn hikaði ekki við að leggja þessar tillögur
fram eftir að vandamálin höfðu verið krufin til mergjar.
Þjóðin veit nú betur en áður, hvernig ástandið er og hvaða
leiðir koma til greina til iviðreisnar. Takmark Sjálfstæðis-
fiokksins í fyrrverandi ríkisstjórn var það eitt að gera skyldu
sína við alþjóðarhag. Þ'að; er einnig takmark hans í þeirri
iíkisstjórn, sem í gær settist á valdastól.
VíL* áhrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Að þúa og þjera
NÝLEGA var í Danmörku efnt
til skoðanakönnunar, sem átti
að fá úr því skorið, hvort al-
menningur væri hlyntari þyí
að þúa eða þjera náungann.
Urslit þessarar könnunar
urðu þau, að í ljós kom, að Dan
ir eru nokkurnveginn jafnt
skip.tir í málinu: um 50 af
hundraði vilja, að maður þjeri
ókunnuga, hinir að allir þúist.
•
Kvenfólkið vill
þjeringarnar
KARLMENNIRNIR reyndust þó
frjálslyndari en konurnar. •— í
þeirra hóp voru þeir í meiri-
hluta, sem vildu leggja þjering-
arnar á hilluna. Meirihluti
kvenfólksins var hinsvegar
fylgjandi þessari „kurteisis-
reglu“; dönsku konurnar vilja
þúa vini sína og þjera aðra.
Þessi skoðanakönnun er að
því leyti athyglisverð, að hún
vakti enn á ný umræður um
það í Danmörku, hvort þjering
amar sjeu ekki eintómur hje-
gómi. En meirihluti fjekkst
sem sje enginn, svo gera má
ráð fyrir, að Danirnir haldi á-
fram að þjera og þúa, hver eft
ir sínu höfði og algerlega óá-
reittur.
Eins og kossarnir
forðum
LÍKLEGAST er, að skoðana-
könnun um þetta mál hjer á
landi hefði farið á líkan veg og
í Danmörku. Ýmsum finnst
víst þjeringarnar eitthvað virðu
legar og vilja ógjarnan missa
þær.
En ef að líkum lætur, má þó
búast við, að þjeringarnar fari
að syngja sitt síðasta; þær fara
að verða utangátta og eiga að
margra dómi engan veginn við
nútímann og nútímahraðann.
Það fer vafalaust líkt fyrir
þeim og kossunum, sem karl-
arnir voru að smella framan í
hvern annan hjerna um árið;
þetta hættir að vera fínt og
hættir jafnvel að teljast til
mannasiða og deyr svo alger-
lega ógrátið.
•
Oskráðir frjetta-
menn
MORGUNBLAÐIÐ gerir sjer
far um að eiga sem flesta
frjettamenn úti á landi. Með
því vill það tryggja, að frjetta-
flutningur þess verði sem fjöl-
breyttastur og rækilegastur.
En blaðið á ennfremur ó-
skráða frjettamenn, góða vini,
sem óboðnir segja því ýmiskon
ar frjettir og hringja til þess,
þegar eitthvað það skeður, sem
þeir ætla að þurfi skjótrar at-
hugunar við.
Þannig var það hafnsögumað
ur, sem fyrstur hringdi á einn
blaðamann Morgunblaðsins,
þegar Hekla byrjaði að kjósa
snemma morguns 1947.
•
Slysið á Hringbraut
ÞEGAR dauðaslysið varð á
Hringbrautinni í síðastliðinni
viku, hringdi fjöldi manna til
ritstjórnarskrifstofu okkar. —
Tveir hringdu frá Hafnarfirði;
þeir höfðu ekið framhjá slys-
staðnum í strætisvagni, sjeð að
eitthvað frjettnæmt var á seyði
og hringdu því, strax og þeir
komust í síma.
Kona, sem ekki ljet nafns
síns getið, gerði okkur einnig
aðvart, og bílstjóri kom á skrif
stofuna til okkar og sagði frá
því, sem hann vissi um slysið.
Nokkrum mínútum eftir að
þessi atburður gerðist, var sem
sje hópur manna búinn að gera
Morgunblaðinu aðvart og blaða
menn þess búnir að setja sig
í samband við rjetta aðila.
•
Mikilvæg hjálp
BLAÐINU þykir vænt um þá
hjálpsemi, sem lýsir sjer í fram
komu þessa fólks. Þetta ljettir
blaðamönnunum oft og tíðum
starfið. Og ólaunuðu frjetta-
mennirnir hafa hvað eftir ann-
að orðið til þess, að blaðið hef-
ir náð í mikilsverðar frjettir,
einmitt vegna þess, að þessir
kunningjar okkar, úti í bæ eða
utan bæjarins, hafa ekki talið
eftir sjer að hringja á ritstjórn-
arskrifstofuna og segja tíðindi.
•
í heimsblöðunum
ÞAÐ er ekki oft, sem myndir
hjeðan komast í erlend frjetta-
blöð. Þó kemur þetta fyrir. En
oftast eru myndirnar þá með
fræðigreinum ýmiskonar, land-
lýsingum og frásögnum af þjóð
inni og öllum lúxusbílunum í
,,Rekkjavik“.
Fyrir skömmu komst ein
frjettamynd frá ísiandi þó í
heimspressuna. Ljósmyndari
Morgunblaðsins tók hana af
Clam-slysinu, og ekki lakara
blað en New York Times
birti hana f jögra dálka á ágæt-
um stað.
Að þessari mynd undanskil-
inni, ætla jeff að síðustu frjetta
myndirnar íslensku, sem birt-
ust að ráði í erlendum blöðum,
hafi verið af uppþotinu við Al-
þingishúsið í fyrra. Sumar
myndirnar, sem teknar voru
við það tækifæri, sáust víða,
meðal annars í blöðum í Bret-
landi, Bandaríkjunum og Dan-
mörku.
•
Með lánaða vjel
ÞAR áður var bað Hekla, sem
náði nokkurri myndafrægð í er-
lendum blöðum. Af henni birt-
ist fjöldi mynda. meðal annars
heilsíðumynd í Life.
Þá mynd tók bandarískur
blaðaljósmyndari, sem kom við
á íslandi og missti af flugvjel
sinni vestur um haf. En hann
sá ekki eftir bessu. begar eld-
fjallið byrjaði að gjósa og hon-
um tókst eiohvernveginn að
komast með einni fvrstu flug-
vjelinni, sem fór á staðinn. —
Hann hafði lánaða myndavjel
meðferðis os með henni tók
hann Heklumvndina, sem birt-
ist í einu víðþekktasta blaði
heimsins.
MEÐAL ANNARA ORÐA
iiiiiMiiiiiiiiiMiminitn
111 ■ 111III11111111111 11 1111 M I
111111111111111111111111111
llllltlfllllllllllllllllllllll*
Viðhorf Kongóbúa tí! vjotfæhniimar
Eftir frjettaritara
Reuters.
LEOPOLDVILLE, belgísku
Kongó. — Vjelamenningin mið-
ar að því að ala upp leti i fæð-
ingjunum í belgísku Kongó. Er
sá úrskurður stofnunar þeirrar,
er fjallar um vandamál þeirra.
Eru viðbrögð þeirra við vjel-
tækninni tekin til meðferðar í
nýútkominni skýrslu tjeðrar
stofnunar.
• •
TIL HÆGÐARAUKA
SKÝRSLA þessi er reist á
spurningum, er lagðar voru fyr-
ir fæðingja, er unnu við störf,
þar sem vjelar höfðu verið tekn
ar í notkun. Fæðingjar þessir
töldu, að vjelarnar væri notað-
ar ,svo að þeir þreyttust ekki.
Þeir renndu engan grun í, að
vinnuveitandinn hafði keypt
þær í því skyni að auka fram-
leiðsluna um leið og hann lækk-
aði framleiðslukostnaðinn.
„Þessir verkamenn hjeldu,
að með því að kaupa vjelar
hafi húsbóndi þeirra verið að
viðurkenna, að hann hefði kraf-
ist of mikils af starfsmönnum
sínúm“, segir í skýrslunni.
,r'áéðinginn teíur, að með notk-
un vjelanna sje ætlunin, að
starfsmennirnir geti unnið án
þess að finna til þreytu“.
• •
SJÖ HORFÐU Á
SVO víkur skýrslan að múr-
steinsmiðju einni. Átta fæðingj-
ar unnu að einu starfi áður en
vjelar komu til sögunnar. Fyrst
á eftir ljet vinnuveitandinn
undir höfuð leggjast, að líta
eins vel eftir þiónum sínum og
eðlilegt hefði verið. Niðurstaðan
varð sú, að framleiðslan stóð í
stað eftír að vjelarnar höfðu
verið teknar í notkun í smiðj-
unni.
Það kom á daginn, að einn
verkamaðurinn aðeins var við
vjelarnar, og sá um að fram-
leiða á þann hátt svipað magn
og þeir höfðu afkastað áður
vjelalausir. Hinir sjö skemmtu
sjer við að horfa á.
• •
VIÐHORF ÞEIRRA
VJELLÆRÐU
í SKÝRSLUNNI segir, að flest-
ir fæðingjar telji sig nokkur?
konar „forrjettindastjett“, er
þeim einu sinni hefur vérið
kennt að fara méð vjel. Þéir
halda, að þeir sjeu „æðri verur,
sem þurfi ekki framar að vinna
nje hlýða skipunum. Þessir
menn eru þeirrar skoðunar, að
ástæðulaust sje að láta vjelar
sínar vinna verk, sem aðrir fæð
ingjar geta leyst með höndun-
um einum. Og þar eð þeim er
Ijóst, að flest þeirra starfa, er
til greina koma, verða leyst á
þennan hátt og þar eð þeir telja,
að þessi nýja aðstaða þeirra
geri þá upp úr því vaxna að
vinna tveim höndum, þá finnst
þeim fæðingium, er kunna að
fara með vjelar, ekkert athuga-
vert við, þótt þeir láti þær eiga
sig og spóki sig um þess í stað“.
• •
HÆFNISSKORTUR
EKKI
í SKÝRSLUNNI er lögð á-
hersla á, að fæðingjarnir í
Kongó sje raunar vel hæfir til
að takast á hendur að vinna
með vjelum. Kemur þar til þol
þeirra og sjerstakur eiginleiki
til að vísa á bug öllum leiðind-
um, er jafnan eru samfara til-
breytingarlausum störfum,
Hins ber svo að gæta, að þeir
Kviópumenn, sem til þess eru
fengnir að kenna þeim að vinna
með vjelum, verða að kúnna
meira en meðferð vjelanna og
stjórn. Þeir verða líka að vera
Framh. á bls. 13*