Morgunblaðið - 28.04.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1950, Blaðsíða 1
16 síður 37. árgangut 94. thl. — Föstudagur 28. apríl 1930. J?rentsmi?5ja Morgurbiaðsins SAIVIBIJÐ JÚGÓSLAVÍU OG KOMINFORMRÍKJ- ANNA FER VERSNANDI Tifo friðmælisf við Grikki ítali og Vesturveldin Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter BELGRAD, 27. apríi. — Tító marskálkur, einvaldur í .Túgó- slavíu, hjelt ræðu í Belgrad í dag. Vjek hann í ræðu sinni að sjimbúðinni við Rússa og kvaðst vilja bæta hana, en hins- vggar sagði marskálkurinn, að nú væri svo komið, að Júgó- sjavía ætti meiri viðskipti við Vesturlönd en þeir hefðu átt við Rússa, þegar best ljet. Þá talaði Tító um sambúðina \dð Grikk- land og' Ítalíu og var mjúkur í máli. Sambúðinni við Kússa hrakar. Tito talaði á fundi hins ný- kjörna þings. Sagði hann, að sgmbúðinni við Rússland og al þýðulýðveldin hrakaði jafnt og þjett, en hins vegar óskuðu Júgóslavar, að sambúðn við þessi ríki væri þolanleg. Þeir ala engan fjandskap í brjósti gegn ríkjum A-Evrópu. Batnandi horfur á Balkan- skaga. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma má vænta bættrar sam- búðar við Grikkland, og mun það bæta friðarhorfurnar á Balkan. Júgóslavía hefir ekki haft sendiherra í Alþenu síðan 1946, en nú má gera ráð fyrir, að úr geti rætzt. Trieste málíð ,,Við viljnm sem mest vin- fengi við ítali. Þetta óleysta deilumál um Trieste ætti ekki að vera góðri samhúð landanna til fyrirstöðu. Samvinna um efnahagsmál o. fl. milli þess- ara tvegg.ia ríkia mun stuðla að’ lausn deilunnar.“ Hjet Tito að vinna að aukinni samvinnu í efnahagsmálum við hverja þá þjóð, sem vildi semia við Júgó slava á jafnrjettisgrundvelli. „^(ið flytjum nú vörur til þeirra landa, sem vilia versla við okk urfán þess að setia nokkur skil yi'ði um stjórnmálastefnu og stjórnarfar11. Æsingamenn hand- ieknir í Aniwerpen ANTWERPEN, 27. apríl: — í dag voru handteknir 6 æsinga- menn kommúnista í Antwerp- en. Þá hafa alls 17 kommúnist- ar verið handteknir þar í sam- bandi við ólöglegt verkfall hafn arverkamanna í borginni. Nú hafa 6000 verkfallsmenn snúið til vinnu af 16000. Aðalmálgagn kommúnista í borginni segir, að einn fang- anna, sem er þingmaður þeirra kommúnisla, haíi gert hungur- verkfall í varðhaldiriu. Var hann tekinn höndum í fyrra- dag. Reuter. Yerkfallsmönnum við Lundúnahöfn fjðlgar LUNDÚNUM, 27. apríl: — Verkfallið stendur enn í Lund- únum, og hafa hafnarverka- mönnum nú verið settir úrslita kostir, að þeir hverfi til vinnu á ný ekki seinna en á mánu- dagsmorgun eða glati atvinnu- rjetti sínum ella. Verkfallið hefir nú staðið í 9 daga og tekur það til 14500 manna og 70 skipa. Fjölmargir hermenn vinna að uppskipun, og bætast æ fleiri í hópinn. — Reuter. Frjálslyndir segja afeða é í dag BRÚSSEL, 27. apríl: — Frjáls- lyndi flokkurinn í Belgíu mun afráða á morgun (föstudag), hvort hann fellst á málamiðl- unartillögu Leopolds konungs eða ekki, en jafnaðarmenn hafa nú með öllu gengið frá henni. Þeir munu þá og afráða hvort þeir ganga til stjórnar- samvinnu með kaþólskum und ir forsæti van Zeeland. Stjórnarkreppan hefir nú staðið yfir í 6 vikur, en konung urinn hefir verið útlægur í 5 ár. — Reuter. Spánn fær ekki doll- aralán að sinni WASHINGTON, 27. apríl — Fyrir öldungadeild Bandaríkj- anna lá í dag tillaga þess efnis, að Spáni skyldi veittir 100 milj. dala af Marshallfje. Tillagan var svo rökstudd, að með því að veita Spáni aðstoð, þá væri lagður þrándur í götu Rússum, ef til styrjaldar skyldi koma. Tillagan var felld. — NTB. Tito heiðraður. BEI.GRAD, 27. npríl: — Júgóslav- neska þingið sæmdi Tito sjerstakri heiðursnafnbót í dag fyrir starf hans í þágu þjóðariunar. Yerkfall hafnsiverkamanna í London Um 14,500 liafnarverkamenn taka nú þátt í verkfallinu í London. Hjer sjást nokkrir verk- fallsmanna á fundi í Victoria-garðinum svonefnda í bresku höfuðborginni. Veröur kommúnistaflokk- urinn bannaður í Ástraliu? Ei það verður ekki gert tortima komrtún- istar sfálf stæði landsins Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. CANBERRA, 27. apríl. — Forsætisráðherra Ástralíu, Robert: Menzies, lofaði því í kosningabaráttunni á s. 1. ári, að hann skyldi vinna ósleitilega gegn kommúnismanum og ábrifum hans, cf þjóðin veitti flokki sínum meirihlutavald. Nú er kominn tími efndanna. í dag bar Menzies fram frumvárp til lagá, þar sem kommúnisminn er útíægur gerr úr landi. Ef frumvarpið verð- ur að lögum, þá verður flokkurinn ólöglegur, svo og hver sá fjelagsskapur, sem rekur tilveru sína til hans, eigrir flokksins gerðar upptækar og kommúnistum óheimilt að gegna nokkurri trúnaðarstöðu ríkis eða verklýðsfjelaga. Ályktun Tjekkóslóvakíu um griðasátfmála \ WASHINGTON, 27. apríl. — ' Tjekkneska sendiráðið í Wash- i inton skýrði frá því í dag, að það hefði farið þess á leit við utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna, að það legði fyrir þingið eftirrit ályktunar nokkurrar, sem tjekkneska þingið hefir samþykkt. í þessari ályktun er gert ráð fyrir griðasáttmála stór veldanna. Sendiráðið í Lundún um kvað hafa borið svipaða málaleitun upp fyrir utanríkis- ráðuneytinu breska í gær. — Reuter. Þrír Rúmenar dæmdir BÚKAREST, 27. apríl. — Herrjettur í Jassy í Rúmeníu dæmdi í dag 2 menn til dauða. Annar þeirra var hátt settur lögreglumaður. Þriðji sakborn- ingurinn var dæmdur til ævi- langrar fangelsisvistar. Höfðu menn þessir drepið forseta sam yrkjustofnunar í þorpi nokkru. — Reuter. Tryggve Lie. LUNDÚNUM, 27. apríl. — Trygve Lie kom til Lundúna í dag, en hann liyggst ræða við utanrikisráðherrana Bevin og Schuman í þessari för sinni. Ef til vill ræðir hann líka við Vish- insky. Bandðríkjamanni vísað frá Þýskalandi BONN, 27. apríl — Hernáms- stjórn Bandarikjanna í Þýska- landi mælti svo fyrir í dag, að Bandaríkjamaðurinn Hilkon Greene skyldi verða á burt úr Þýskalandi tafarlaust. Greene kom tfl landsins í fyrra sumar og hafði þá ekki landvistar- leyfi. Hefir hann gefið út blað á ensku nú að undanförnu, og þykir starfsemi hans með ein- hverjúm óheilindabrag. Ráðherrann taldi þinginu nöfn 53 kommúnist uorsprakka, sem mundu verða að hverfa úr ábyrgðarstöðum sínum í þágu verkalýðssamtakanna að við- lögðu 5 ára fangelsi. I Skapa glundroða. Menzies kallaði kommún- ista ólöghlýðna auðn'ileysingja, sem stjórnað væri erlendis frá. Reyndu þeir það, sem beir gætu til að skapa glundcoða og búa þann veg jarðveginn undir bylt’ ingu. „Annað hvort verðum við að koma í veg fyrir starfsemi flokksins mcð því að banna hann eða við leyfu- :i honum að vinna að hugðarefnum sínum, •—Rcuter. Framh. á. bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.