Morgunblaðið - 05.05.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.1950, Blaðsíða 11
MORGV N BLAÐIB I Föstudagur 5. maí 1950 11 Hreindýrum fer mjög ijölgandi á Austurl. Samfal við Jénas Pjeíursson filraunastjóra. JÓNAS PJETURSSON tilrauna stjóri á Skriðuklaustri var staddur hjer I bænum fyrir helgina, og notaði þá tíðinda- maður blaðsins tækifærið til þess að fá hjá honum upplýs- ingar um tilraunastarfsemi þá, sgm hann veitir forstöðu, og þá um leið til að spyrja hann al- lnæltra tíðinda af Fljótsdals- hjeraði. Höfuðnauðsyn að undirbyggja Starfsemina vel. Undirbúningur að tilrauna- starfseminni var hafinn á Haf- ursá, og var Jónas Pjetursson ráðinn til að veita henni for- stöðu vorið 1947. Er hjer um að ræða tilraunir varðandi allar tegundir jarðyrkju, grasrækt, garðrækt og kornyrkju, svo og áburðartilraunir. Flest hefur þetta enn verið á undirbúnings- stigi, og veldur því hvort tveggja, að svo stutt er síðan hafist var handa um fram- kvæmdir og enn fremur ófull- nægjandi húsakostur á Hafursá. En þegar hafa verið fram- kvæmdar' áburðartilraunir og tilraunir í grasrækt. „Jeg tel“, segir Jónas, „að íeggja beri aðaláhersluna á að undirbyggja starfsemina' vel, heldur en bvrja við ófullnægj- andi skilyrði“. Tilraunastöðin flutt að Skriðuklaustri. Síðastliðið vor var svo til- raunastöðin flutt að Skriðu- klaustri, en Gunnar Gunnars- gon skáld gaf, sem kunnugt er, ríkinu jörð sína, og varð það að samkomulagi milli ríkis- stjórnarinnar og Tilraunaráðs jarðræktar að flytja stöðina þangað frá Hatursá. Þetta er gert með það fyrir augum, að á Skriðuklaustri verði jafnhliða tilraunastarfseminni rekinn stórbúskapur og fyrirmyndar- húskapur, enda er Skriðuklaust -ur mun betri bújörð, ein af foestu jörðum landsins og sjer- Btaklega vel fallin til sauðfjár- ræktar. Jörðin er afar vel hús- uð, og er íbúðarhúsið að sama skapi fallegt og vandáð. Fjórar tilraunastöðvar fyrir garðrækt eru nú í landinu, ein í hverjum landsfjórðungi, á Akureyri, Sámsstöðum, Reyk- hólum og Skriðuklaustri, og hefur Skriðuklaustur mest bú- skaparskilyrði þessara jarða. Tíðarfar erfitt í uppsveitum. — Hvernig hefur tíðarfar verið á Hjeraði í vetur? — í uppsveitum má telja, að það hafi verið með erfiðara móti, einkum á Jökuldal. Aftur á móti hefur verið snjóljettara á úthjeraði. Heybirgðir hafa verið með minna móti vegna harðindanna s. 1. vor, og fram- an af var hevskapartíð heldur slæm, einkum á úthjeraði. Nær alger gaddur var upp til fjalla í vetur, og kom f jöldi hreindýra niður á Hjerað og Hróarstungu, Hjaltastaðaþinghá og jafnvel suður um Breiðdal, og er þetta talið stafa bæði af því, hve hart var í ári og eins af því, að stofninum sje að fjölga. Eft- irlistmaður hreindýrahjarðar- innar á þessum slóðum, Friðrik Stefánsson á Hóli í Fljótsdal, giskar á að dýrin muni nú vera ca. 14—1500. Á þorra gerði stórfelldar rigningar um ofanvert Fljóts- dalshjerað, og olli þetta vot- viðri stórfelldum vegaspjöllum. Samkvæmt regnmælingum á Hallormsstað var úrkomumagn -ið rösklega 300 mm. á 10 sól- arhringum. Bættar flugsamgöngur mikil nauðsyn fyrir Hjeraðsbúa. — Hver eru helstu áhuga- mál bænda þar austur frá? — Jeg vil þar fyrst minnast á samgöngumálin. Hjeraðið er þannig sett, að engin skipgeng höfn er til, og til Reyðarf jarð- ar, sem er aðal höfnin og hlýt- ur að verða það, er yfir fjall- veg að fara, sem að vísu er ekki hár, en oft mjög snjósæll. veginn rjett metin með því að Tel jeg, að hvergi sje meiri nauðsyn á flugsamgöngum en við Fljótsdalshjerað og þá sjer- staklega að vetrinum, en þróun þessara mála hefur verið öfug síðari árin, þar sem flugsam- göngur við Hjerað fjellu alveg niður s. 1. sumar á sama tíma, sem Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslur voru teknar inn í Framhald á bls." 12. ...... fÞBÓTTIB Kemur Robert Mafhias hing- að til lands! BRÚSSEL-NEFNDIN svo- nefnda, er sjer um þátttöku íslendinga í Evrópumeistara mótinu í frjólsíþróttum í sumar, hefir boðið Olympíu- meistaranum í tugþraut, Ro- bert Mathias, hingað til lands í sumar til keppni við Norðurlandameistarann Örn Clausen. Svar hefir borist frá Mat- hias, þar sem hann tjáir sig fúsan til þeirrar farar. Að sjálfsögðu verða íslend ingar að kosta för Mathias hingað og heim aftur. — Ef nefndinni tekst að afla gjaldeyris, sem til þess þarf, bendir allt til þess að þetta verði að veruleika. Hjer yrði um einstæða keppni að ræða, keppni, sem ekki aðeins myndi yfirfylla Iþróttavöllinn á Melunum, heldur vekja heimsathygli. Það yrði ekki lítil auglýsing fyrir ísland og íslenskar í- þróttir, ef Olympíumeistar- inn í tugþraut tekur sjer ferð á hendur vfestan frá Kaliforníu til að heyja hjer einvígi við íslenskan íþrótta- mann. Það er meira að segja ails ekki ósennilegt að ein- hverjir kæmu erlendis frá eingöngu til að sjá þá viður- eign. Örn Clausen hefir ekki til þessa keppt svo í tugþraut, að hann hafi ekki bætt árang ur sinn. Við geíum fyllilega treyst honum. Og Mathias er það ljóst, að þar sem Örn er á hann erfiðan andstæðing, sem gaman er að keppa við. _________________— Þ. James Ftichs, setur nýtt heimsmet í kúluvarpi JAMES Fuchs settx nýtt heims- met í kúluvarpi á háskólamóti í Bandaríkjunurri. Hann varpaði kúlunni 17,83 m. Staðfesta heimsmetið, sem er 17,68 m., á Charles Fonville, en Fuchs varp aði 17,79 m. á Bislet í Osló s.l. sumar. Það hefir þó ekki enn verið staðfest sem met, þar sem kæra kom fram um að að- stæður hafi ekki verið allskost- ar löglegar. Á þessu móti vann Jack Dia- netti 440 yarda hlaup á 48,6 sek., Dick Attesey 120 ýarda grindahlaup á 14,1 sek., Bob Pruitt 880 yarda á 1.52,0 min., Larry Goins spjótkast með 60,29 m., John Bradley 220 yarda hlaup á 21,5 sek., Henry Aihara langstökk með 7,25 m. og Sim Innes kringlukast með 51,40 m. — Næturaksturssíml B.S.R. er 1720 Reykjavíkurmótið: Fram mm Val VEÐUR VAR ekki sem ákjósan- legast til knattspyrnuiðkunar a sunnudaginn, þegar Fram og Val- ur mættust í öðrum leik Reykja- víkurmótsins. Austan strekking- ur og rigningarslydda átti sinn þátt í því að knattspyrnan varð ekki upp á marga fiska. Veðrið er þó ekki fullnægjandi skýring á þeim undarlega flýti allflestra leikmanna á að losa sig sem fyrst við knöttinn, koma hon um helst sem lengst og var engu likara en báðum liðum hefði ver- ið sagt að nota hina svonefndu „kick-andrush“ leikaðferð. Eink um var þessi aðferð ríkjandi í fyrri hálfleik og gekk þá knött- urinn viðstöðulaust markanna á milli ón þess þó að veruleg tæki- færi sköpuðust. Þó reyndi hægri sóknarþríhyrningur Vals að ná samleik, sem bar þó ekki árang- ur. í síðari hálfleik tókst Fram að ná undirtökum í leiknum með aðstoð veðurs og skoraði Magnús Ágústsson eina markið um mið- bik hans. Nokkru síðar gafst mið frh. Vals opið tækifæri til að jafna, er hann komst í gegn inn að markteig en skaut í fangið á markverðinum. Það er nú orðið bert að aftasta varnarlína Vals þarfnast nýs blóðs, sjérstaklega kempurnar gömlu, Hermann og Sigurður, eru orðnar of þungar og snerpu- lausar. Hvað eftir annað neydd- ist Hermann til að nota fæturna á knetti, sem hann hefði ekki bor ið við að gera fyrir ári. Afleið- ingin varð- hornspyrna- á .hófn- spyrnu ofan. Aðalstvrkleikamunur fjelag- anna lá þó í framvörðunum. Þjón usta famvarða Vals við framherj- ana var ekki sem best, einkum þó Geirs. Aftur á móti var notk- ún framvarða andstæðinganna mun taktískari, sjerstaklega voru sendingar Sæmundar nákvæmar og vel lagðar. Rikharður var ekki nema skugg inn af sjálfum sjer vegna æfinga skorts, sömuleiðis var Ellert eins og utangátta á vinstri væng Vals. Með Val ljek nú nýliði, hægrí útherinn Gunnar Gunnarsson. I fyrstu tókst góð samvinna með honum og Sveini en er líða íók á fór að bera um of á uppvaxtar- sjúkdómi, óhófslegum einleik, sem fór alveg með úthaldið. Lyktaði leiknum því með sigri Fram, 1:0. Fram: Halldór Lúðvígsson, Karl og Guðmundur Guðmundssymir, Sæmundur Gíslason, Haukur Bjarnason, Hermann Guðmundg- son, Óskar Sigurbergsson, Rík- harður Jónsson, Lárus Hall- björnsson, Karl Bergmann, Magnús Ágústsson. Valur: Hermann Hermannssön, Guðbrandur Jakobsson, Haf- steinn Guðmundssoif, Gunnar Sigurjónsson, Sigiirður Ólafsson, Geir Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Sveinn Helgason, Bragi Halldór Halldórsson, Ell- ert Sölvason. Dómari var Þorlákur Þórðar- son. — S. Breska knattspyrimn Á LAUGARDAG urðu úrslit í 1. deild: Birmingham 2 — Aston Villa 2 Bolton 2 — Wolverhampton 4 Burnley 3 — Middlesbrough 2 Chelsea 1 — Newcastle 3 Derby 1 — Charlton 2 Manch. United 3 — Fulham 2 Stoke 1 — Blackpool 1 Sunderland 4 — Everton 2 W. Bromw. 0 — Manch. City 0 Eftir úrslitin í Derby er ekki lengur nein von fyrir Manch. City og Birmingham, þau eru fall in niður í 2. deild. Eins og oft vill verða, þegar liðum frá sömu borg lendir saman, hvað þá er annar aðilinn berst svo til fyrir tilverunni, var leikurinn í Birm- ingham all-harður og ekki Ijet spenningurinn á sjer standa. í hljei stóðu leikar 2:1 og allan síð- ari hálfleik var A.V.-markið nokk urskonar skotskífa andstæðing- anna, en gegn gangi leiksins tókst A.V. að jafna og Birmingham fellur niður í 2. deild eftir 2 ára viðstöðu í 1. í hljei virtust vonir Wolv- erhampton um meistaratignina með öllu horfnar,- er það var 2 undir, en þá hljóp sá fítonskraft- ur í það, að ekkert fjekk staðist. Blackpool tapaði óvænt fyrir West Bromwich í miðri viku og möguleikar þess á meistaratitlin- um þar með úr sögunni (a. m. k. ekki praktiskur möguleiki). L U T J Mrk St Portsmouth 40 21 9 10 69-35 51 Wolverh.tn 41 19 13 9 70-48 51 Sunderland 41 20 10 11 79-61 50 Manch. Utd 42 18 14 10 69-44 50 Blackpool 41 17 15 9 46-32 49 Newcastle 41 18 12 11 74-55 48 Liverpool 41 17' 14 10 62-51 48 Arsenal 40 17 11 12 72-53 45 Middlesbro 41 19 7 15 57-47 45 Burnley 42 16 13 13 40-40 45 Derby Cnty 41 16 10 15 65-61 42 Aston Villa 41 15 12 14 60-56 42 Chelsia 41 12 17 12 57-61 41 W. Bromw. 42 14 12 16 47-53 40 Huddersf. 41 13 9 19 49-71 35 Bolton 41 10 14 17 45-55 34 Fulham 41 10 14 17 40-52 34 Stoke City 41 11 12 18 43-70 34 Everton 41 9 14 18 39-65 32 Charlton 42 Í3 6 23 53-65 32 Manch. City 41 8 13 20 35-65 29 Birmingh. 41 7 14 20 30-61 28 2. deild: Barnsley 4 — Plymouth 1 Coventry 3 —- Bradford 1 Grimsby 4 — Brentford 1 Leeds 4 — Bury 1 Preston 3 — Cardiff 0 Q. P. R. 2 — Blackburn 3 Sheffield Utd 5 — Hull 0 Southampton 5 — Leicester 3 Swansea 1 — TottenHam 0 W. Ham — 2 Sheff. Wednesday 2 3. deild: L U T J Mrk St Tottenham 41 27 6 8 81-35 60 Sheff. Utd 42 19 14 9 68-49-5$ Sheff Wedn 41 18 15 8 61-38 5j’ Southampt. 41 18 14 9 61-46 50 Q. P. R. 42 11 12 19 40-57 34 Bradford 41 10 11 20 50-75 31 Plymouth 41 7 16 18 42-65 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.