Morgunblaðið - 13.05.1950, Page 6
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. maí 1950.
fí
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.X
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók.
Hraðfrysting
sannfæringarinnar
AF ÚTVARPSUMRÆÐUNUM, sem fram fóru í þessari
viku, má draga ýmsar ályktanir. Aðal staðreynd þeirra
var sú að ríkisstjórnin sýndi fram á það með gildum rök-
um, að þegar gengisbreytingin var samþykkt, átti þjóðin
ekki nema um tvennt að velja: Fellingu gjaldmiðils síns
og stuðning við útflutningsframleiðsluna, sem atvinna henn-
ar og afkoma byggist á, eða algera stöðvun framleiðslutækj-
anna, hrun og stórfellt atvinnuleysi.
Þetta er það, sem um var að velja.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, sem tóku þátt í þessum
umræðum, bentu eirmig á það að gengisbreytingin var sú
leið, sem að áliti allra færustu manna var líklegust til þess
að skapa jafnvægi í þjóðarbúskapinn og tryggja hallalaus-
an rekstur atvinnutækjanna. Styrkjaleiðin var gjörsamlega
ófær orðin og verðhjöðnunarleiðin lagði miklu þyngri byrð-
ar á allan almenning og var auk þess stórum seinvirkari en
gengisbreyting.
Málflutningur stjórnarandstöðunnar, kommúnista og
doríunnar, var hinsvegar einhver sá allra aumasti, sem hjer
hefur heyrst. Hjá þeim örlaði ekki á minnstu tilraun til þess
að benda á leiðir til lausnar þeim vandamálum, sem að
þjóðinni steðja. Órökstuddir sleggjudómar um gengisbreyt-
inguna voru einu „úrræði“ þeirra. Auðsætt var að kommún-
ístar fögnuðu ákaflega verðfalli íslenskra afurða. Töldu
þeir það enn eina sönnun þess að íslendingar ættu að halla
sjer að Rússum. En það væri ekki von að Rússar vildu við
okkur skipta meðan að jafn vondur maður og Bjarni Bene-
diktsson væri utanríkisráðherra. Kvað Áki Jakobsson upp
úr um það að frumskilyrði þess að hægt væri að selja hrað-
fýystan fisk í Sovjet Rússlandi væri að láta sannfæringu selj-
andans fylgja með í kaupbæti.
Þetta er það, sem kommúnistar krefjast af íslendingum.
Þeir eiga að láta pólitíska sannfæringu sína fjúka veg allr-
ar veraldar. Það er lykillinn að viðskiptum við Rússa, segja
þeir.
Þetta sýnir hið kommúnistiska hugarfar í hinu rjetta
Ijósi. Það er mikils virði að leiðtogar íslenskra kommún-
ista hafa nú gefið um þetta greinilegar yfirlýsingar. Eftir
þetta þarf engirm að fara í grafgötur um það, hvað þeir
telja skilyrði Rússlandsviðskipta.
Hitt er svo annað mál að allir vita að þrátt fyrir það að
Rússar krefjast sannfæringar viðskiptavina sinna í kaup-
bæti, fer því svo fjarri, að þeir, sem taka því kostaboði,
njóti einhverra vildarkjara. Það verður ljósara með hverj-
um deginum sem líður, að Rússar mergsjúga leppríki sín
í Austur-Evrópu á hinn freklegasta hátt.
Það er þessvegna hætt við því að jafnvel þótt íslend-
ingar tækju boði Áka Jakobssonar um að hraðfrysta sann-
færingu sína þá væri ekki öllu borgið með því. Rússar reka
ekki utanríkisverslun sína sem góðgerðastarfsemi frekar en
aðrir. Einnig þá varðar um framleiðslukostnað og vöru-
verð.
Fullyrðingar kommúnista um að framleiðslukostnaður
ckkar íslendinga skipti engu máli, ef að við viljum að-
eins selja sannfæringu okkar með fiskinum til Rússlands,
eru því svívirðilegar blekkingar, hvernig, sem á þær er
litið. En þær eru engu að síður það eina, sem þeir vilja
leggja til lausnar þeim mikla vanda, sem hár framleiðslu-
kostnaður og mikið verðfall íslenskra afurða, hefur leitt
yfir þjóðina.
Eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi gefa von um að núver-
endi stjórnarflokkar muni standa vel saman í þeirri við-
leitni að bjarga íslensku þjóðinni úr þeim háska, sem nú
voíir yfir afkomu hennar og efnahag. Þær sýna jafnhliða að
stjórnarandstaðan í landinu er nú óábyrgari og samvisku-
lausari en nokkru sinni fyrr. ; Á það ekki aðeins við hið
kommúnistiska landráðalið, hejdur og doríu þess, Alþýðu-
ftókkinn, sem segist hafa dregíð sig út úr pólitík, en hefur
í dánleysi sínu hnýtt sjer áftan í tagl Moskvalýðsins.
1hlzar óhnfiárf
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Sjóliðsforingja-
sögur
í ÚRKLIPPU, sem Daglega líf-
inu hefir borist frá Englandi,
segir að Rodney Scott flotafor-
ingi, sem hjer mun hafa verið
stríðinu, hafi nú nýverið flutt
fyrirlestur um ísland á vegum
fjelagsskapar eins í Bath. —
Flotaforinginn, segir í úrklipp-
unni, sagði margar skémmtileg-
ar sögur frá íslandi, þar á með-
al eina af liðþjálfa breskum,
sem taldi sig kunna íslensku og
heilsaði farþegum í langferða-
bíl með ávarpinu: „Góða nótt,
lík“.
Aðrar sögur sem flotaforing-
inn sagði, voru jafnvel skemmti
legri.
•
Stormar og síld
ANNARS segir í úrklippunni,
að Scott hafi orðið hvað hrifnast
ur af síldartorfu, sem hann sá
nyrðra. Hann skýrði áheyrend-
um sínum frá því, að torfan
hefði verið 30 mílna löng og
aldeilis heillandi. Einnig fanst
honum mikið koma til
stormanna: „Stormarnir voru
óskaplegir og jeg var ákjósan-
legasta seglskip, þegar jeg,
klæddur gæruskinnsjakka með
hettu, reyndi að fóta mig á ísi
þöktum vegunum“.
En flotaforingjanum fannst
lítið til um mannfólkið hjer á
landi: „íslendingar eru sjerlega
vel lesnir. og einstaklega leið-
inlegir. Sjóliðunum okkar
fannst stúlkurnar fallegar á að
líta, en þeir kölluðu þær ..jök-
ulköldu, ljóshærðu stúlkurn-
laust við fyrir löngu. „Fyrir
mitt leyti“, segir brjefritar-
inn, „finnst mjer það fólk al-
gerum órjetti beitt, sem búa
þarf jafnvel við sífelldar sví-
virðingar af þeirra hendi, sem
heimilað er með lögum að gera
sjer gott af því, sem annarra
er“.
•
Sífeld illindi
ÞÁ segir og í brjefinu:
„Jeg, sem þetta rita, hefi
enea heilsu til að þola það
taugastríð, sem jeg verð við
að búa......Jeg er ekki að
skrifa þetta af því að mig langi
í peninga anngrra, heldur vegna
þess. að ieg vil fá að hafa frið
í mínu húsi og geta hugsað eitt-
hvað annað en illt. En begar
maður býr við sífeld illindi,
getur ekki annað orðið efst í
huganum en vanlíðan og leið-
indi og óróleiki, sem kannske
getur gert mann sturlaðan fyrr
en varir“.
•
Drepið niður
BRJEFRITARINN, sem er
reykvísk húsmóðir, víkur síð-
an enn að húsaleigulögunum og
segir:
„Svo spyr jeg enn; Eru svona
lög rjett? Jeg vona að svarið
verði nei. Mitt svar er hiklaust
nei. Jég vil ekki að það, sem
mjer hefir verið lánað af því,
sem betra getur talist í fari
mínu, sje drepið niður af mann
eskjum, sem jeg álít mann-
skemmandi að þurfa að um-
gangast.
Mjer finnst það mætti ekki
minna vera en að einhver tak-
mörk væru fyrir því, hve mörg
ár þyrfti að endurtaka uppsögn,
svo að hún bæri árangur.
•
Aldrei skömmóttara
„JEG er búin að segja sama
fólkinu upp fimm eða sex sinn-
um, og það er aldrei skömm-
óttara við mig en nú. Það virð-
ist ekki vera of ríkt af sóma-
tilfinningu. Svo er nú það. Það
er hægt að banna að selja rauð-
maga og grásleppu á götum
bæiarins, og er það rjett, en það
er ekki hægt, að koma fólki út
úr húsi, þótt það kasti skrani
og rusli út um glugga, svo að
þakrennur, sem fvrir neðan
eru, fyllast og stíflast.
•
Lýðfrjálst land
..ÞAÐ mætti reyndar frá mörgu
fleiru segja, sem jeg set ekki á
pappírinn að bessu sinni, en
jeg heimta rjettlæti, þar sem
mjer finnst jeg hafi ekki neitt
af mjer gert annað en að gera
tilraun til að vera frjáls og í
friði í mínu eigin húsi. Jeg
elska frelsið, en ekki kúgunina.
Jeg vil hafa frið í mínu húsi
hier, þar sem kallað er að við
búum í lýðfrjálsu landi“.
— Þar lýkur brjefinu.
Og þeim sem nú hafa lesið
það, ætti að vera vorkunnar-
laust að skilia tilfinningar
þessarar húsmóður.
Bílstjóri uni
skattamál
BRJEF frá bílstjóra:
„Víkar góður! Jeg ætla að
biðja þig fyrir nokkrar línur í
Daglega lífið og treysti þjer til
að koma áhugamáli mínu á
framfæri. Það eru nefnilega
skattamálin, sem jeg, ásamt
mörgum fleirum, er ekki al-
veg ánægður með.
•
Rjettlátur
skattur?
„ÞANNIG er mál með vexti, að
jeg er atvinnubílstjóri hjer í
bænum og þarf að greiða sölu-
skatt af tekjum mínum. — Jeg
þekki líka aksturskennara, sem
einnig þarf að greiða söluskatt
af sínum tekjum. Mig langar
að fá úr því skorið, hvort þessi
skattur á okkur sje rjettlátur,
þar sem hjer er um raunveru-
leg vinnulaun okkar atvinnu-
bílstjóra að ræða.
•
Órjettlæti?
„OG svo er annað. Menn, sem
kenna á bifreið i aukavinnu,
svo sem lögregluþjónar, stræt-
isvagnabílstjórar o. fl„ borga
þeir nokkurn söluskatt, eða
einhvern annan skatt, sem kem-
ur í söluskatts stað?
Jeg spyr um þetta af því að
jeg held að svo sje ekki, og
órjettlætið í garð okkar því
eftir því meira. Auk þess taka
þessir menn atvinnu frá öðr-
um, sem hafa það fyrir aðal-
starf að kenna á bil. — Bíl-
stjóri".
•
Órjettur
DAGLEGA LÍFINU hefir bor,-
ist langt brjef, þar sem fram
koma erfiðleikar þess fólks, sem
skyldað er með lögum til að
i hafa hjá sjer leigjendur, sem
það helst hefði viljað verðg
ísfisksölurnar nema
flestar 4—6000 pundum
FRÁ því um 15. apríl og fram til þessa dags, hafa ísfisksölurn-
er hjá togurunum verið mjög óhagstæðar. — Flestar aðeins frá
4000—6000 pund, þrátt fyrir góðan fisk, en söluupphæðin nægir
ekki til að standast kostnaðínn af hverxi söluferð. í vikunni
sem leið seldu sex togarar fyrir aðeins 23.849 sterlingspund
brúttó, — eða ísl. kr. 1.085.129.
LítHI afli. *
Undanfarið hefur aflinn hjá
togurunum, sem eru nú út af
suðurströndinni, verið lítill. —
Hafa þeir aðeins náð um og yfir I
hálffermi á venjulegum úthalds
tíma ísfisktogara, sem er 12— j
14 dagar. '
Flestir eru nú á saltfiski.
Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
við að fá menn til saltfiskveiða
á togurunum, eykst þó stöðugt
tala þeirra. — Eru nú á salt-
fiskveiðum 21 togari. — Þá
munu innan fárra daga fjórir
togarar stunda veiðar fyrir
fiskimjölsverksmiðjur. Eru það
Akureyrartogararnir Svalbak-
ur og Kaldbakur, Jörundur og
Siglufjarðartogarinn Elliði. Á
ísfiskveiðum eru 11 togarar.
Síðustu sölur,
Togararnir sem seldu í s.l.
viku eru þessir: Jörundur. 153
tonn fyrir 4433 pund, Venus 171
tonn fyrir 5062 pund, Jón for-
seti 214 tonn fyrir 5913 pund,
Bjarni Ólafsson 244 tonn fyrir
3590 pund, Sævar 67 tonn fyr-
ir 795 pund og Ingólfur Arn-
arson 240 pund fyrir 4058 pund.
Miðað við þær sölur er voru
fram til miðs aprílmánaðar, þá
hefði mátt ætla að Jón forseti
myndi geta náð 11.000 punda
sölu í þessari ferð, þegar þess
er gætt, að af 214 tonna farmi,!
voru 120 tonn eingöngu ísa. *
r
Iþróffamenn fá ekki
aS fara vesfur fyrir
jérntjald
VÍNARBORG, 12. mai. —
Tjekkneskum íþróttamönnum
er stranglega bannað að fara til
keppni í löndum, þar sem þeir
geta leitað hælis, sem pólitiskir
flóttamenn. Arthur Kolish, for-
maður austurríska knattspyrnu
sambandsins er nýkominn frá
Prag. Hann átti þar viðræður
við tjekkneska knattspyrnu-
menn og fór fram á að knatt-
spyrnuflokkur kæmi í heim-
sókn til Vínarborgar. Því var
hafnað vegna þess, að tjekk-
neskir iþróttamenn mega ekki
fara vestur fyrir járntjaldið. —
Hinsvegar var því tekið með
þökkum að austurrískir knatt-
spyrnumenn kærnu til Prag, ef
þeir vildu beygja sig undir eftir
lit stjórnarerindreka. — Reuter.
Bandarísk flotadeild
í Lissabon
LISSABON, 12.. maí. — í dag
kom bandaiiísk flotadeild í
kurteisisheimsókn til Lissabon,
höfMjðborgan Portugal. í flota-
deildinni eru .meðal annars
flugyjfilamóðurskipið Midway
og beitiskipið Newport,