Morgunblaðið - 13.05.1950, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.05.1950, Qupperneq 10
10 MOTtZVXBLAÐlB Laugardagur 13. maí 1950. i-1 111111111111111 Framhaldssagait 32 iiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiin* | Gestir hjá „Antoine“ Eftir Frances Parkinson Keyes aiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiimmiimmmiiimiimiiMiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiimmiiiiimiMmimmmiimii}|M Dyrabjallan hringdi, svo að Tossie þagnaði. „Við heyrðum greinilega i bjöllunni núna“, sagði Murphy þegar Tossie var farin til dyr- anna. „Þetta er sjálfsagt Bon- ham. Jæja, við komumst víst ekki miklu lengra fyrr en þessi Duplessis f?etur verið viðstadd- ur líka. Ef ekkert hefir spurst til hans ennþá verðum við lík- lega að gera öllum stöðvunum aðvart og biðja.....Jæja, Rex, nokkrar frjettir?" „Já“, sagði hann við Murphy. „Kunningi þinn, þessi Duples- sis er kominn undir járn og slá á þriðju varðstofunni. Hann var fullur og lenti í áflogum. Hann veitti lögreglunni viðnám og þeir áttu fullt í fangi með að koma honum inn í klefann. Það er hægt að reka þetta allt framan í hann, þegar það er runnið nógu mikið af honum, svo að hann getur mætt fyrir rjetti“. „Hvenær var hann tekinn fastur?" „Ekki fyrr en tuttugu mínút- um áður en jeg lagði af stað hingað aftur“. „Hvar?“ „Á veitingahúsinu „Diamond Horseshoe“ við Dauphin Street“. „Hvað hafði hann verið þar lengi?“ „Hann kom þangað skömmu eftir miðnætti og einhver ann- ar náungi með honum. Þjón- ustufólkið kannaðist ekkert við þennan sem var með honum .... lávaxinn, þybbinn. Þeir hafa lýsinguna á honum á þriðju varðstofunni. Þeir voru báðir miHð drukknir, þegar þeir komu þangað og settust strax við barinn og þömbuðu wisky-ið óblandað. Einhver fór að reyna að halda aftur af þeim, og bað jókst svo orð af orði, þangað til allt var komið í bál og brand. Þessi Duplessis varð alveg æfur og rjeðst á hvern sem fyrir var, og þá sá kunningi hans sjer það ráð vænst að flýja af hólminum. En hinn hjelt áfram. Clancy, sem var á vakt á þriðju varð- stofunni, si nafnið hans á arm- bandi, sem hann var með. — Hann mundi eftir því að þú hafðir viljað fá hann hingað, svo að hann hringdi á aðal- bækistöðina til að láta þig vita. Enn sem komið er. er ekki hægt að fá nokkurt orð af viti upp úr honum og það verður það tæplega á morgun“. „Það var nú verra“, sagði Murphy. , En kannske er hann ekki allur þar sem hann er sjeður. Hann væri ekki sá fyrsti, sem bæri hví við að hann hefði verið of fullur til að muna hvar hvað skeði eða hvar hann var. .... Þó að hann hafi sjeð um það að allir, sem voru staddir á „Diamond Horseshoe“ muni eftir honum. Jæja, það er nóg- ur tími til að hafa áhyggjur af því þegar þar að kemur. — Hvernig gekk með fingraför- in?“ „Það er eneinn vafi á því að það var þessi b'rssa sem var skotið af. Og hjer hefi jeg fingraförin, þó ekki sjeu þau mjög greinileg", sagði hann. Hann tók flatan böggul upp úr vasa sínum og tók utan af hon- um brjefið. í honum voru tvö þykk grá pappaspjöld og á milli þeirra var pressaður ljósmynda pappír, sem enn var hálf blaut- ur. „Sjáðu til“, sagði hann hreyk inn og hjelt ljósmyndapappírn- um undir ljósinu. „Það er best að athuga, hvort nokkur hjer hefir fingraför þessu lík“, sagði Murphy. „Það er óþarfi að láta fólkið óhreinka á sjer fingurna“, sagði Bonham. „Fingraförin eru nógu greinileg til þess að jeg get þekkt þau aftur ef jeg sje fingurna“. „Það er að minnsta kosti góð byrjun“, sagði Murphy. „Það getur auðvitað verið að eng- inn hjer eigi þessi fingraför, en þá er eftir að athuga þenn- an Duplessis......“. „Nei, jeg gleymdi að segja bjer að jeg athugaði fingurna á honum á varðstofunni og jeg get ábyrgst að þetta eru ekki hans fingraför". Bonham hafði þegar gefið Foxworth merki um að rjetta sjer hendina. Hann athugaði gaumgæfilega fyrst aðra hend- ina og síðan hina, en hristi svo höfuðið. Síðan athugaði hann Amélie Lalande, en aftur hristi hann höfuðið og sneri sjer að Léonee. Léonce ætlaði auðsjáanlega að koma með einhverjar mót- bárur en hætti samt við það. Hann rjetti fram hendurnar. „Viljið þjer koma hjer nær ljósinu“, sagði Bonham. „Nei, jeg vil það ekki“, sagði Léonce, „en jeg á víst ekki ann ars kost. Það er farið með heið virt fólk eins og ....“. „Já, það er hann“, heyrðist allt í einu frá Tossie. „Það er hann sem gerði henni lífið ó- bærilegt með ruddamennsku sinni og svo hefir hann ekki getað beðið þangað til hún var búin að syrgja sig í hel. Jeg sá hann sjálf vera að læðast frammi á ganginum þegar læknirinn var farinn. En þegar hann sá mig, þá bölvaði hann í hljóði og sneri við aftur inn í sitt herbergi. Jeg sá hann með mínum eigin augum“. Léonce tók undir sig stökk í áttina til hennar. „Jeg hefi hlustað á nóg af slíku“, hrópaði hann. „Jeg þarf ekki....“. En Murphy hafði gengið á milli þeirra áður en Léonce tók eftir því. „Hægan, hægan“, sagði hann án þess að hækka róminn. „Við skulum sjá um allar refsiaðgerðir, sem hjer eiga að fara fram. Farðu yfir að lampanum þar sem Bon- ham bíður eftir þjer“. „Jeg læt ekki bjóða mjer það að kerlingarfjandinn ljúgi upp á mig“, sagði Léonce æstur. — „Jeg sagði ykkur áðan að jeg hevrði hana segja við konuna mína í gærkveldi að hún vildi heldur sjá hana í kaldri gröf- inni en horfa upp á að ókunn hiúkrunarkona annaðist hana. Hvernig stóð á því að hún kom fvrst að Odile, begar hún var dáin? Hún er sú eina sem við vitum öll um að fór inn til Odile eftir að læknirinn var búinn að banna okkur að fara þangað inn. Jeg skipa ykkur að taka hana fasta“. „Og jeg skipa þ.ier að fara til Bonhams og það á stund- inni“. Léonce sneri við með þrjósku svip og rjetti fram hendina undir ljósið. Fingur hans titr- uðu svo að Bonham várð að halda þeim fosýum á meðan hann athugaði hvern fingur vandlega. „Jeg held að það sje best að taka afritið af þessum fingri sagði hann að lokum. „Það er sama gerðin í aðalatriðum. — Viljið þjer gjöra svo vel að ganga yfir að borðinu þarna og bíða“. Léonce muldraði eitthvað í barm sjer en fór þó. „Gerið þjer svo vel að koma hingað", sagði Bonham við Caresse, en hann leit rjett snöggvast á fing ur hennar. „Nei, ekki eru það þessir“, sagði hann og leit upp. „Jæja, gamla min“. „Hvað viljið þjer mjer?“ sagði Tossie. „Þetta er ekkert sem snertir mig. Þetta er ekki fyrir svertingja“. „Komdu bara hingað og lof- aðu mjer að líta á fingurna á þjer“. „O, nei, herra minn, látið mig ekki gera það. Þetta er ekkert fyrir mig“. ,.Tossie“, sagði Amélie skip- andi. „Gerðu eins og þjer er sagt“. „Úr því frúin vill það“. Bonham rýndi lengi á hrukk ótta fingur hennar. „H-m-m-m, það er eitthvað þessu líkt“, sagði hann. „Jeg held að það sje best að taka afrit af þess- um líka. Komdu hjerna yfir að borðinu með mjer“. Hann tók rúllu og velti henni yfir blekið og síðan á hvíta pappírs- örk. „Og svo þú“, sagði hann við Tossie. Hann tók upp stækkunar- gler og athugaði fyrst annað afritið og síðan hitt. •— Hann rjetti Murphy stækkunarglerið og spjöldin og benti á tvo eða þrjá staðj á spjöldunum. Murp- hy kinkaði kolli og var honum auðsjáanlega sammála. SKiPAUTaCRÐ RIKISINS M.s. Skjaldbreið til Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna hinn 16. þ.m. Tekið á móti flutningi til Sauðárkróks, Hofsóss, Haganes- vikur, Ölafsfjarðar, Dalvikur og Hríseyjar árdegis í dag og árdegis á mánudag. Farseðlar seldir á mánu- dag. M.s. Herðubreið austur til Fáskrúðsfjarðar hinn 17. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætl- unarhafna árdegis í dag og á mánu- dag. Farseðlar seldir á þriðjudag. Sóknarpresfur 1 í sveit, ókvæntur með fámennt i í heimili, vel efnaður, á góðu : : prestssetri, óskar eftir áreiðan- i i legum kvenmanni til heimilis- | | starfa. Nánari uppl. að Baróns- i i stíg 57 í dag eftir hádegi og á í | morgun fyrir hádegi. 'UIMIIIIMMIimtllllMllllllimilllMMMIMMIIMllMllinrM* •tltlllMimilMIMIIIIIIMMIIIIMIIirmillllMIIIIIIIMIDIIIIIJte Einbýlishús á eignarlóð við Silfurtún er til | sölu. Húsið er 4 herbergi og I eldhús. Skipti á húsinu og ílnið : í bænum æskileg. Nánari uppl. i gefur • Sigurður Reynir Pjetursson hdl. í ILaugaveg 10. Sími 80332. : Viðtalstími kl. 5—7. Silfur í SyndabæU FRASÖGN af ævintýrum roy rogers 30. Seinna þegar vagninn ók upp að Gálga-gistihúsinu, kom í ljós ,að Reg^n hafði rjett fyrir sjer. Það var ekkert um það að efast, að maðurinn sem sat við hlið Vanderpools í vagninum var hjeraðslögreglustjórinn. Vanderpool steig niður úr vagninum og Regan gekk á móti honum . — Komdu nú sæll, Regan, sagði Vanedpool. Jæja, loksins funduð þið silfrið í Syndabæli eða er ekki svo? — Við höfum ekkert fundið, sagði Regan og horfði ill- kvittnislega á Vanderpool. — Þetta voru falskar fregnir. Því næst sneri Regan sjer að hinum aðkomna manninum. — Ert þú ekki lögreglustjóri hjeraðsins? — Jú, þetta var lögreglustjórinn og það var embættis- maður, sem Vanderpool óskaði síst af öllu að eiga nokkur viðskipti við. — Það er engin silfurnáma hjer, sagði Regan. — Viltu gera svo vel að handtaka þennan mann, þennan herra Vanderpool. — Það er engin heimild til að handtaka mig, sagði Vander- pool. — Jeg hef ekki komið neinum falsfregnum af stað. — En dóttir þín gerði það, svaraði Regan, — og þú berð ábyrgð á því. — Dóttir! Vanderpool hjelt að Regan væri að gera að gamni sínu. ^ — Heyrðu, góði maður. Jeg hef aldrei átt neina dóttur. Rjett í þessu sá Regan, að Carol var að læðast út úr bakdyrum gistihússins og hjelt hún á ferðatösku sinni. — Þarna er hún að læðast burt, hrópaði hann og benti lög- reglustjóranum þangað. — Nemið staðar í nafni laganna, hrópaði löreglustjór- inn. — Jæja, það var ekki annað fyrir Carol að gera en snúa við. Nú var komið upp um hana. Hún gekk til þeirra. — Carol Martin, hrópaði Vanderponl, þegar hún kom nær. — Hvað átti þetta að þýða? —■ Jeg ætlaði aðeins að hjálpa þjer og jeg hef ekkert óheiðarlegt gert, því að jeg veit, að það er mikið silfur í Syndabæli, svaraði hún. — Kins og þiS sjáið, dömur mín ar og herrar, hefi jeg ekki nokk- urn skapaðan hlut. ;• ★ -:~Maður nokkur fór inn í verslun Salomons gyðings til að kaupa sjer |föt. Þegar hann var kominn í vesti [ og jakka, benti hann upp í eina hyll- una, og sagði: „Mig langar til að máta þessar buxur.'1 Afgreiðslumað ■ urinn klifraði upp á stól til að ná i i buxumar, en þá vai maðurinn ekki Seinn á sjer. Hann hljóp sem fætur jtoguðu út, í vestinu og jakkanum, 'og hraðaði sjer niður strætið. Salomon ^ iientist á eftir og æpti: „Hjálp! Lög- regla! Gripið þjófinn!" Lögreg’u- þjónn, er stóð á næsta götuhomi, dró upp byssuna sina, en Salomon hrópaði í örvæntingu: „Skjótið hann f buxurnar. Jeg á vestið og jakkann." f ★ I Lapidus og Cohen, segir sagan, voru tveir sauðfjáreigendur. Lönd þeirra lágu saman, en þeir hötuðu hvom annan af öllu hjarta. Einn morgun fór Lapidus til læknis ..Þetta er mjög slæmt,“ kvartaði hann. „Mjer er ómögulegt að sofa á nóttunni. Hvað á jeg að gera?“ Læknirinn hrukkaði ennið spekings lega: „Besta ráðið við svefnleysi er alltaf það einfaldasta", sagði hann. ..Þjer eigið mikið af sauðfje. Hvers- i vegna reynið þjer ekki að telja kind- urnar yðar þar sem þær eru að stökkva yfir girðingu, í huganum?4 Lapidus stundi hátt. „Jeg hefi reynt það,“ sagði hann vesældarlega, ,,og það þýðir ekki neytt. Þær stökkva allar yfir á land Cohens.“ ★ Matti: „Jeg heyri sagt, að þið Berta ætlið að giftast eftir allt sam- an.“ Gutti: „Já, sjerðu til, hún hafði fitnað svo mikið, að það var ómögu- legt að ná trúlofunarhringnum af fingrinum á henni.“ ★ MikiII raddstyrkur. Vinur: „Gráta ekki tvíburarnir ])ín ir mikið?" Stoltur faðir: „Hvort þeir gráta! Hvor þeirra grenjar svo hátt, að mað- ur heyrir ekki í hinum.“ •fiiiiiiiiik.<MiiiiiiiiiiM«iiiiimiiiuMimiuateiiiiiMmau»Ml E a Ibúð óskasl keypt I | Hefi kaupanda að 4ra—5 her- 1 : bergja íbúð í nýju eða nýlegu | í húsi. Mikil útborgun. Nánari fj | uppl. gefur I SigurSur Reynir Pjetursson hdl. 1 : Laugaveg 10. Sími 80332. 1 Viðtalstimi kl. 5—7. ■ 0 —— tnifn'nfWUBMM IMl.MH—i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.