Morgunblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 10
10 ynir«:rvBLABi9 Surmudagur 4. júní 1950 .■mniiiuiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiinKnQ Framhaldssagan 48 ! Gestir hjá „Antoine“ | Eftir Frances Parkinson Keyes lulliiiifMimllitiiiiJiniiitiiiiiiiiiiiintiinmiiiiiniiiiiimiliiiiiiiitiiiiiiiiiiniiiimiiniiiiiiiiniitiiiitmiiiiiiiitmiiniir „Auðvitað veit jeg það. — Ög Odile vissi það líka. En jeg býst við að mjer hefði getað staðið á sama um það, ef þú værir sú persóna sem væri þess virði að falla fyrir. Odile var riógu skynsöm til þess að sjá um sig. Og hún sagði mjer sjálf þegar .... Caresse þagnaði skyndilega. „Já?“ sagði Léonce hæðnis- lega. „Hvenær? Var það kanske á laugardagskvöldið eftir að Perrault læknir var farinn?“ „Þegar Perrault læknir var farinn? Þegar Hún mundi eftir litla púðanum, sem hafði fundist í herbergi Léonce og rak upp hæðnishlátur. „Þú ert rakinn óþokki, Léonce. Jeg skil ekki, hvernig jeg gat nokkurn tímann verið hrifin af þjer“. „Jeg tek aftur það, sem jeg sagði um Perrault lækni. Jeg er svo spenntur á taugum að jeg veit varla hvað jeg segi, eða hugsa. Jeg átti auðvitað ekki við það. Það var komið fram af vörunum á mjer áður en jeg vissi af. Það er ekki það «em jeg ætlaði að tala við þig um. Það var um okkur, þig og ttiig. Hvað mjer þótti vænt um þig þarna um daginn, og hvað þjer þótti vænt um mig. Við getum byrjað á nýjan leik. Og við þurfum ekki að fara í nein- ar felur. Auðvitað mundum við þurfa að bíða í eitt ár eða .svo fyrir siðasakir. En jeg mundi gera það .... fyrir þig. Mjer er alvara, Caresse. — Þú veist að jeg hefi lengi verið ástfanginn af þjer. Og jeg skal ekki svo mikið sem líta við öðru kvenfólki. Jeg lofa því að verða mjög ráðsettur. Ef þú vilt aðeins segja að þú skulir giftast mjer eftir árið. „Þú hlýtur að vera búinn að glata þeirri litlu vitglóru sem þú hafðir. Það eru aðeins nokkr ir dagar síðan þú sagðir mjer að hjónaskilnaður kæmi ekki til greina þar sem við værum öll kaþólsk. Og þó að þú gæt- ir með einhverju móti klórað í hina postullegu blessun kirkju- feðranna. þá mundi jeg ekki giftast þjer. Ekki þó að þú værir síðasti maðurinn á jarð- ríki. Og það er mín alvara“. „Jeg trúi því ekki. Jeg trúi því ekki að þú hafir getað hætt að láta þjer þykja vænt um mig á svona skömmum tíma. .. Og það hlýtur að vera hægt að fá leyfi til að giftast aftur. .. Cáresse þú veist að jeg elska þig“. „Vitleysa. Þú elskar engan nema siálfan þig.........]það \-æri víst eklti möguleiki á því að þú værir orðinn hræddur um að missa frítt fæði og húsnæði. sem þú hefir notið í húsi mömmu, sem eiginmaður Odile, eða hvað?“ Léonce leit á hana með sigur- bros á vörum. „Það lítur ekki út fyrir að þú vitir það, að samkvæmt nú- gildandi lögum. þá rennur ^helmingurinn af eignum Odile *til mín og Odile átti allháa fjárfúlgu á eigin nafni. Auk þess gerði hún erfðaskrá, bar sem hún arfleiddi mig að öllu því, sem hún átti. Jeg þarf því engar áhyggiur að hafa af fjár- hagslegu hliðinni. Jeg segi þjer þetta bara til að sýna þjer að mjer var alvara áðan“. „Hvernig vissir þú um erfða- skrá Odile?“ „Það var vjelritunarstúlka á lögfræðiskrifstofu Narsisse Fontaine, sem sagði mjer það .... jeg á við .... það er að segja....“. Hann þagnaði ráða leysislega, en hjelt svo áfram. „Jeg átti við að Odile sagði ^ mjer það sjálf að hún hefði farið á skrifstofuna til Narcisse ^ Fontaine og látið h'ann skrifa fyrir sig erfðaskrá þar sem hún aríleiddi mig að öllu því sem | hún átti. Og seinna vildi svo | til að jeg minntist á það við herra Fontaine, þegar jeg hitti hann af tilviljun. . . .“. „Eða vildi svo til að þú mint- ^ ist á það við eina af vjelrit- unarstúlkunum, sem þú varst ( einhversstaðar að svalla með.! .... Jæja, þá erum við komin. Þú hleypir mjer út við Baronne , Street og ferð svo með bílinn á bílastæðið. Þeir þekkja mig þar svo jeg þarf ekki að fá neinn'miða. Og úr því þú ert j búinn að segja það sem þú j hafðir að segja, þá er best að jeg segi mitt. Jeg hata þig og fyrirlít og vil helst aldrei þurfa að sjá þig fyrir mínum augum. Ef jeg mundi þurfa að hafa þig á eftir mjer með þetta þvaður þitt, þá mundi jeg fyrr eða síð- ar bila á geðsmunum. En sem betur fer verð jeg komin af stað til New York innan þriggja daga“. „Caresse“. „Hypjaðu þig í burt, Lé- once“. Hún hljóp yfir gangstjettina og inn í anddyrið á útvarps- byggingunni. Henni fannst lyft- an aldrei hafa farið svona hægt. Hún stóð á öndinni, þegar hún loksins var setst í sæti sitt við hljóðnemann, með blöðin fyrir framan sig, sem hún var ekki farin að lesa yfir. Eftirlitsmað- urinn gaf henni merki um að byrja og hún hóf lesturinn. — Þegar hún var hálfnuð leit hún upp og sá þá að Joe Racina hafði komið inn og settst hjá eftirlitsmanninum. Hún furð- aði sig á því hvað hann væri að vilja. Eftir því sem hún best vissi hafði hann megnustu and- úð á allri útvarpsstarfsemi. En hún hjelt lestrinum áfram og komst klakklaust í gegnum hann. Loks var honum lokið, eftirlitsmaðurinn gaf henni merki um að hljóðneminn hefði verið tekinn úr sambandi. Joe Racina beið hennar frammi á ganginum þegar hún kom út úr klefanum. „Mjög lærdómsríkur fyrir- lestur“, sagði hann. „Sjerstak- lega kaflinn um það, hvernig menn eiga að geta verið vel klæddir fyrir litla peninga. Og röddin alveg guðdómlega fög- ur.....“. „Hættu þessu, Joe og komdu þjer að efninu. Þú hefir ekki komið hingað bara til að segja mjer það. Hvað er að? Hefir nokkuð skeð .... nokkrar slæmar frjettir, á jeg við?“ ..Ekki beinlínis. Hvorki gáð- ar nje slæmar. Hvernig væri að koma með mjer niður á vín- stofuna og þá getum við spjall- að saman“. „Þú veist, að jeg get það ekki“. „Nú? Síðan hvenær getur þg ekki...I „Mamma mundi detta um dauð ef hún frjetti það að jeg færi inn á opinbert veitingahús tæpri viku eftir dauða Odile, og það mundi ábyggilega ein- hver verða til að segja henni það“. „Já, fyrirgefðu, Caresse. — Jeg hefði átt að vita betur. En er enginn staður hjer þar sem við getum talað saman í næði“. „Við gætum farið inn á skrif- stofu Ed Hoeners. Hann er að æfa leikritið fyrir föstudaginn og kemur ekki næsta hálftím- ann“. „Ágætt“. Joe fylgdi á eftir Caresse inn ganginn og inn á skrifstofu og lokaði hurðinni á eftir þeim. „Þú verður fyrir vonbrigðum, Caresse“, sagði hann. Jeg sagði að það -væru ekki slæmar frjett ir, en það getur verið að þjer finnist það“. ,,Út með það. Joe. Jeg er við- búin því versta“. „Jæja. Jeg neyðist til að segja þjer að þú verður að hætta að hugsa um að fara til New York með þessari ungfrú .... hvað hjet hún aftur .... Hickey .. á laugardaginn“. „Jeg hætti ekki við það“, sagði Caresse æst. „Og þú get- ur sagt mömmu það. Það var nógu slæmt að hún skyldi fara að kalla í Orson til að tala um það við hann. Mjer þætti gam- an að vita hvers vegna hún hef- ir fengið þig. . . .“. „Hægan, hægan, ungfrú! — Mamma þín hefir alls ekki tal- að við mig“. „Jæja. En hún talaði hins- vegar við mig. Hjelt langa ræðu um það hvað jeg væri til- finningarlaus, óskyldurækin og eigingjörn og hvað fólk mundi halda um mig ef jeg færi til New York strax. Auðvitað hjelt jeg að hún hefði hringt í þig til að láta þig sannfæra mig um að jeg gæti ekki farið. En jeg fer samt, skal jeg segja þjer. Jeg fer samt, hvað sem hver segir“. Rödd hennar var orðin næstum örvæntingarfull. ,.Jeg verð að komast burt frá New Orleans .... og jeg ætla að fara“. „Hægan, hægan. ungfrú, segi jeg aftur. Jeg veít, ekkert um móðir þína, en bað skiptir sjer enginn annar að bví þó að þú íarir, en þú getur bara ekki farið eins og er. Ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu daga“. l Hafið þjer afhugað : hve falleg myndahók er smekk- [ leg og vel þegin giöf til vina : yðar erlendis? \ JHwsfBmlitesáiii.- BOLLUHÁTÍÐIN Eftir WALLACE CARR ? I 2. Bollumaðurinn var öskuvondur yfir því að Geiri hafði fellt hann. — Það er heldur kurteisi þetta, að ráðast á mann, þegar maður gengur í friði á götum bolluborgar. Þú kannt ekki neina bollusiði. — Ha? Hú? sagði Geiri. — Ertu lifandi? Hann var alveg steinhissa á því að sjá rúsínubollu með pípuhatt og heyra hana tala. — Er jeg lifandi? Þú meinar víst, hvort jeg sje ennþá hf- andi eftir þessa harkalegu árás. Já, jeg er sjálfur hissa að jeg skuli enn vera lifandi. Þú ættir að vera heldur varkárari í framtíðinni. Bollumaðurinn reis nú á fætur og dustaði rykið af fötum sinum. Geiri sá, að hann var hjerumbil jafn hár honum, þó að bollumaðurinn væri náttúrlega langtum breiðari. — Jeg bið þig að afsaka, sagði Geiri. En jeg held, að það hafi ekki aðeins verið mjer að kenna að þú dattst. Þú ert með svo voðalega mjóa fætur, að jeg hugsa, að það megi varla biása á þig. Þú ert bara dottinn áður en maður veit af. Lík- t lega hefur þjer ekki verið gefið nógu mikið af vítamínum,, þegar þú varst bollubarn. — En nú lærum við svo mikið um vítamínin í skólanum, — eða hefurðu aldrei verið bollu- Íbarn? — , farðu nú í sjóðheitt, hrópaði bollumaðurinn og var verri en áður. — Ekki vera svona skapvondur, sagði Geiri. Það má ekki ! segja eitt orð, þá ertu orðinn rjúkandi öskuvondur. Þjer ferst að vera að kenna mjer mannasiði og kannt svo ekki að stilla skap þitt betur en þetta. 1 — Ef jeg annars meiddi þig, hjelt Geiri áfram, — þá skal jeg binda um það, því að jeg hef lært hjálp í viðlögum í skólanum. Jeg hef auðvitað aldrei fyrr bundið um sár á bollu, en hef gaman að reyna það. ! Bollumaðurinn tók upp af götunni, grannan gylltan göngu- staf og hvíta glófa. Svo gekk hann snúðuglega á brott. Það var auðsjeð, að hann var í hæsta máta móðgaður. En Geiri gekk áfram upp eftir götunni. i ffiílgxF* barnið verður dautt.“ I.ækm. inn virt- ist taka þessu með ró. Hann lauk við að búa sig út, og lagði siðan af stað með karli. Vetur var, er þetta gerð- ist, og óku læknirinn og karlinn á sleða fram eftir ísi lögðum Vötnun- um. Ók læknirinn í sífellda króka í ákveðnum tilgangi, og svo fór, að karl datt af sleðanum. Kallaði hann í ofboði til læknisins og bað hann að snúa við og taka sig með. Læknirinn stansaði hvergi, en kallaði um öxl til karls: „Það dugir ekki dosk, bamið verður dautt.“ ★ Fylgdist mcS, en —. Nýr hraðritari (hlu>tar á eldfljót- an upplestur); „Já, herra forstjóri, en hvað var það, sem þjer sögðuð á milli ..Kæri herra“ og „verið þjer sælir“?“ VORI?A DAGA c//n Fæst í næstu l>óku4>úð. MINIVINGARPLÖTUR á leiði. Skiltagei <fin, Skólavörðustíg 8. „Þessir Ameríkanar! Állt kunna þeir. Bara að setja steikina í raf- magnssumband og eftir fimin mín- útur er hún húin.‘‘ Viðskiptavinur: „Hr. Snjólfur, jeg er ekkj ennþá búinn að fá reikning?" Skraddarí: „Við rukkum aldrei heiðarlega menn.“ Viðskiftavinur: Er þ;-ð mögulegt? En ef hann borgar nú ekki? Skraddari: „Hm, eftir dálitinn tima göngum við út frá því, að hann sje ekki heiðarlegur maður, og þá rukk- um við hann.“ ★ Sölumaður: „Þessi vjel mun gera helminginn af því, sem þjer þurfið að gera.“ Kaupandi: „Fínt. Jeg ætla að fá tvær.“ ★ Dugir ekki dosk. Karl í Skagafirði sótti lækni til húsmóður sinnar sem var lögst á sæng. Mikið írafár var á karlinuni og að búa sig af stað. Hrópaði hann í sí- fannst honum læknirinn vera lengi íellu til hans: „Dugir ekki dosk, j A’jgfýsendur afhugið! ag Isafold og VörSur er f vinsælasta og fjölbreytt- ! asta blaðið í sveitvm ! landsins. Kemur út einu sinni I viku 18 síSur. SigurJhir Reynir Pjetursson málflutningsskrifstofa Laugaveg 10. — Simi 80332 ■iiiMiuiaiMmifBW GUNNAR JÓNSSON málflulningsskrifslofa Þingholtsstræti 8. — Sími 81259. MMMMMii »ihi nmif«»«mnu»iiinimMniininniniiiin>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.