Morgunblaðið - 15.08.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1950, Blaðsíða 6
6 MORGVIS BLAÐIB Þriðjudagur 15. ágúst 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Besti varasjóðurinn BESTI VARASJÓÐUR Reykjavíkurbæjar er hollusta og manndómur þeirrar æsku, sem er að alast upp. Höfuðstaðurinn hefur verið lánsamur í því að eiga voldug og sterk fjelagssamtök áhugamanna, sem hafa helgað sig íþróttahreyfingunni til líkamsræktar og þroska hinni ungu kynslóð. Margir einstakir áhugamenn íþróttahreyfingarinnar hafa fórnað ótrúlega miklum tíma og starfsorku í þágu bæjarf jelagsins og með því unnið samborgurum sínum ómet- anlegt starf. Bæjaryfirvöldin í Reykjavík hafa á sama hátt haft opin augu fyrir gildi íþróttanna og jafnan verið reiðubúin til þess að leggja ríflega af mörkum fje og annað til stuðnings þess- um fjelagsmálum. ★ Þegar blaðamenn fóru um bæinn fyrir helgina og skoðuðu þau helstu íþróttamannvirki, sem nú er verið að vinna að i Reykjavík, gafst þeim kostur á að sjá glögga yfirlitsmynd þessara mála. í stórum dráttum er þannig komið skipulagi þessara mála hvað snertir íþróttasvæði og leikvallagerð, að bæjarfjelagið viðheldur og ber kostnað af íþróttavellinum á Melunum og ymsum öðrum minni almenningssvæðum til íþróttaiðkana, svo sem Fálkagötuvellinum, svæðinu fyrir neðan Háskólann, Vesturvelli o. fl. Jafnframt er svo unnið af kappi að hinum miklu íþróttaframkvæmdum í Laugardal, þar sem framtíðar- iþróttasvæði til almenningsnota verður komið upp og aðal- íþróttaleikvangur landsins verður. Þar er einnig verið að undirbúa byggingu sundlauga fyrir almenning og til sund- keppni um leið og Laugadalurinn í heild er ráðgerður sem útivistarsvæði bæjarins, — einskonar lunga borgarinnar. ★ Hins vegar hafa svo hin einstöku íþróttaf jelög eignast sín sjerstöku svæði í bænum, þar sem þau vinna nú af kappi að því að byggja fjelagsheimili sín og æfingasvæði. Ármann er að undirbúa æfingasvæði sitt í „Túnunum“. Valur hefur eignast sitt fjelagsheimili undir Öskjuhlíðinni, komið sjer þar upp malarvöllum og er að vinna að því að græða upp grasvelli. K.R. — auðvitað í Vesturbænum — fyrir vestan Nesveg. Þar eru nú að gróa grænir vellir, sem áður var fúa- mýri, og fjelagsheimili að rísa frá grunni. Fram hefur eign- ast sitt fjelagsheimili og æfingavöll, þar sem áður var gamla grjótnámið, fyrir neðan Sjómannaskólann. í. R. og Víking hafa verið ætluð æfingasvæði í Vatnsmýrinni. Með þessum hætti eru æfingasvæði íþróttafjelaganna dreifð um bæinn. Samvinna bæjarstjórnar og íþróttafjelag- anna hefur verið mjög náin og ákjósanleg. íþróttabanda- lag Reykjavíkur er allsherjar fuUtrúi fjelaganna gagnvart bæjarstjórninni og vinnur að því að samhæfa baráttu og átök fjelaganna. ★ Kann að vera að ýmsum finnist að til þessara mála sje á stundum varið miklu fje. Og það er satt, að í því, sem gert hefur verið, liggja bæði miklar fjárhæðir og tíma- og starfsfórnir. En þó aldrei svo að fje eða fyrirhöfn hafi farið forgörðum. Á það verður enginn mælikvarði lagður, hvers virði aukin hollusta og vaxandi lífsþróttur er fyrir Reykjavík og landið í heild. Þær stundir, sem æskan eyðir á íþróttasvæðunum, ávaxt- ast í framtíðinni í atorku og dugnaði fólksins. Því fremur sem sambýlið í borgum og bæjum verður ríkari þáttur í þjóðlífinu og þar af leiðandi minna um venjulega, holla úti- vinnu til lands og sjávar. ★ íþróttahreyfingin á íslandi hefur sinnt sínu hlutverki með dugnaði og sóma. Hún hefur lagt sinn mikla skerf til þess, að æska íslands hefur getað borið fána lands síns með heiðri á alþjóðavettvangi. Hún hefur átt sinn stærsta þátt í því að ala upp frjálshuga, hrausta 'og glaða æsku. Innan þessarar hreyfingar er fólginn hinn dýrmæti sjóður — unga ísland. Vikwerjiskrifan R QAGLEGA LÍFINU TIL FYRIRMYNÐAR MARGIR starfsmenn Landssímans eiga mynd- arlegt íbúðarhús vestur á Melum. Undanfarnar vikur hafa eigendur íbúðanna notað frístund- ir sínar, einkum á kvöldin til að lagfæra lóðina við húsið og er þeirri lagfæringu nú senn lokið. Þessi framtakssemi símafólksins er sannarlega til fyrirmyndar og því til sóma. íbúðareigend- ur fengu sjerfræðing til að gera teikningu af lóðinni, en unnu svo að öllu leyti sjálfir það, sem gera þurfti. Var hverju^n íbúðareiganda mældur út blettur, sem hann átti að sjá um. • ÞETTA ÆTTU FLEIRI AÐ GERA FLEIRI húseigendur ættu að fara að dæmi síma fólksins, því þótt miklar framfarir hafi orðið í fegrun og hreinlæti kringum hús manna hjer í bænum á undanförnum árum, er víða pottur brotinn í þeim efnum ennþá. Það • er ekki einasta, að menn komist hjá miklunv fjárútlátum með því að dytta sjálfir að hjá sjer, heldur fá þeir mikla ánægju af að gera það sjálfir. En öruggast er, að leita til sjerfræðinga um útlit, áður en byrjað er á verkinu. • HESTUR „RÆÐST Á” BÍL KUNNUR ritstjóri ljet einu sinni svo ummælt, að það væri engin frjett, þótt hundur biti mann, en ef maður biti hund, þá væri það stórfrjett. Og þessi frjett átti sjer stað fyrir skömmu suður í Frakklandi. Maður nokkur varð svo argur út í hund nágranna síns, að hann rauk á seppa og beit hann! Og nú hefir það skeð hjer á landi, sem telja má til tíðinda, að hestur rjeðist á bíl og ger- eyðilagði alla málningu á brettum og skrokk. Var þak bílsins eitt óskemmt. • ÁTTI SJER EKKI ILLS VON UNGUR piltur hjer í bænum fjekk lánaðan bílinn hans föður síns á dögunum og ók meðal annars í Borgarfjörð. Bíllinn hafði nýlega verið málaður, eða sprautaður, eins og bílstjórar orða það. Gljáandi og fínn. Pilturinn skildi bílinn eftir, að því hann hjelt, á öruggum stað yfir nótt, en varð heldur en ekki forviða, er hann kom að vagninum um morguninn og sá, að buið var að rífa alla máln- ingu af bílnum. Við rannsókn kom í Ijós, að það hafði komist hestur að bílnum og nagað af honum alla málningu. • AÐVÖRUN ÞAÐ ER vitað, að kýr sækja ákaft í málningu, en hitt mun vera sjaldgæft, að hestar ráðist á bíla eins og í þetta skifti. Er frá þessu sagt meðal annars til að aðvara menn, sem fara með nýmálaða bila sína í sveit. Það er vissara, að láta hrossinn ekki komast að þeim, því það er dýrt spaug, að þurfa að láta mála bíla nú á dögum. • UM GRÆNMETISVERÐLAG í TILEFNI af frásögn hjer í dálkunum um verð- lag á grænmeti í Danmörku hefir borist eftir- farandi brjef frá lesanda: „Kæri Víkverji: — Upplýsingar þínar um blómkálsverðið í Danmörku í sumar géfa tíl- efni til að ætla, að hjer á landi sje eitthvað meira en lítið athugavert við framleiðsluhætti á þessari vöru, eða álagningin sje úr hófi fram. „Því vildi jeg lejúa mjer að beina þeirri spurningu til garðyrkjumanna, eða fjelags þeirra, hvað því veldur, að blómkál er hægt að selja í Danmöx-ku fyrir 25 aura, en hjer kostar það kr. 7.50 á sama tíma, eða með þrí- túgföldu verði. Og hvað segir verðlagseftir- litið“. • ÞAÐ, SEM KOM ÚR SJÚKRABÍLNUM KUNNINGI minn sagði mjer eftirfarandi sögu til gamans í sambandi við umræðurnar um sjúkrabílaskortinn: — Það bar við einu sínni í sumar, að sjúkra- bíl var ekið með talsverðum hraða í einu íbúð- arhverfi bæjarins. Fólkið í nágrenninu góndi á bílinn og bollalagði um hver myndi hafa veíkst, eða hvort orðið hefði slys. Út úr bílnum kom maður í einkennisbúningi. Tók hann þrjá rauðmaga og bar hátiðlega inn í húsið, sem hann hafði numið staðar við. Geta má nærri; að áhórfendunum Ijetti stórum. Níræð í dag: Sigríður lierysÍPÍRsdóttir Sigríður Bersteinsdóttir, Grett- isgötu 35 B, Reykjavík. Hún er fædd að Torfastöðum í Fljótshlíð 15. ágúst 1860. For- eldrar hennar voru hjónin Berg steinn Vigfússon og Kristín Jónsdóttir. Sigríður er af góð- um bændaættum komin. Berg- steinn faðir hennar var sonur Vigfúsar á Grund í Skorradal, og konu hans Vigdísar Auðuns- dóttur, prests. á Sóru-Völlum. Bergsteinn var mikill atorku maður og því mjög eftirsóttur til allra starfa. hvort heldur var til sjávar og sveita. Þau Torfastaðahjón, Berg- steinn og Kristín, eignuðust 13 börn, og er því eðlilegt, að nokkuð hafi orðið þröngt í búi hjá þeim, þrátt fyrir það, þó jörðin gæti talist sæmileg til afkomu, og Bergsteinn væri mjög eftirsóttur til vinnu við húsabyggingar o. fl. utan heim- ilis, fyrir dugnað og mjög góða útsjón við þau verk, en hann hugsaði meira um það, að koma verkum sínum sem fyrst og best í framkvæmd, en þó vinnulaun væru ekki ávalt alheimt að kvöldi. En hvernig er þetta orðið nú á tímum? Sem eðlilegt var urðu þau Torfastaðahjón að ljetta á hin- um stóra barnahóp sínum, og var þvx Sigríði, þegar hún var á 5. ári, komið í fóstur til hjón- anna Guðrúnar Auðunsdóttur, ömmusystur sinnar og Ólafs Einarssonar á Núpi í Fljótshlíð, dvaldi hún hjá þeim meðan þau iifðu, það er til ársins 1871. — Fór hún þá að Fljótsdal í Fljóts hlíð til hjónanna Guðbjargar Eyjólfsdóttur og Jóns Jónsson- ar. Guðbjörg var á sínum tíma talin að vera með fjölhæfustu konum, og stúlkum oft komið til hennar til að læra ýmsar hannyrðir, telur Sigríður sig hafa haft gott af dvöl sinni hjá henni. Árið 1889 fór hún að Múla- koti í Fljótshlíð til Þuríðar Jóns dóttur, ekkju Þorleifs Eyjólfs- sonar. Þar kyntist hún uppeld- issyni þeirra hjóna, Sigurði Jónssyni, mesta dugnaðar- og sómamanni, og leiddi það til þess, að 16. okt. 1897 giftust þau. Byrjuðu þau búskap að Langstöðum í Flóa og bjuggu þau þar í nokkur ár, en sök- um vanheilsu Sigríðar urðu þau að bregða búi, fluttu þau þá að Búrfelli í Grímsnesi til Kristín- ar systur Sigríðar, þaðan fluttu þau að Efri-Brú í sömu sveit, dvöldu þar í nokkur ár. —- Til Reykjavíkur fluttu þau 1911 og hefur Sigriður dvalið þar siðan. Þó Sigríður ætti þess ekki kost að dvelja á heimili foreldra sinna á sínum æsku og þroska árum og njóta þar með leið- beininga þeirra fyrir lífið, þá má það merkilegt heita, og sýn- ir best skapgerð hennar, og ágætt upplag sem hún hefur fengið í vöggugjöf, að hvar sem hún dvaldi, þá ávann hún sjer traust, virðingu og vináttu þeirra, sem hún var með, fyrir trúmensku og prúða framkomu og þau vináttubönd, sem i þá urðu til, hafa haldist og munu haldast til æfiloka. Þau hjón eignuðust aðeins einn son, Bergstein Kristin, múrara, hinn ágætasta efnis- mann, giftist hann Filippíu Ól- afsdóttur, mestu myndarkonu, eignuðust þau 3 börn, en 1929, þegar þau voru öll í bernsku, veiktist faðir þeirra af hættu- legum sjúkdómi, sem eftir langa og þunga " sjúkdómslegu dró hann til dauða. Var þetta sár harmur og tilfinnanlegur missir fyrir eiginkonu hans, born og foreldra. Árið 1931 missti Sigríður mann sinn eftir langvarandi veikindi. síðan hef- ur hún dvalið hjá tengdadótt- ur sinni og sonarbörnum, sem endurgjalda henni nú ásthenn- ar og aðstoð, þegar kringum- stæður héimilisins voru sem erf iðastar og kraftar hennar ent- ust til. — Sitt eigið heilsuleysi og ástvinamissi hefur Sigríður borið með einstakri þolinmæði Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.