Morgunblaðið - 20.08.1950, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. ágúst 1950. MORGLYBLAÐIÐ o . ^J^venftjó&in og. JJeimiíiÉ HAUSTHATTARNIR NÝJASTA hattatískan í París skiptist í tvö horn, annarsveg- ar fyrir lágar stúlkur og hins- yegar fyrir háar. Fyrir stúlk- ur, sem eru lágar vexti eru sem eru hentugir fyrir konur, sem ekki vilja láta háriS sjást. Þeir hafa orðið fyrir áhrifum af höfuðbúnaði ýmissa afrík- anskra þjóðflokka. Það eru há- sýndir margskyns háir hattar ir, kringlóttir hattar og lágar og höfuðbúnaður, sem bætir þó j húfur með slæðu að aftan, er inokkrum ceníimetrum við fellur niður á herðar hæðina, en fyrir þær hávöxnu eru framleiddir draperaðir túrbanar, sem enda í slæðu, er nær niður á öxl og sveipast mjúklega um aðra hlið andlits- jns. Litlir hattar verða áberandi með nýstárlegu skrauti. — De- mantsskreyttur gullöngull held ur slæðu á rjettum stað, og gimsteinasettur hárkambur set- ur punktinn yfir iið við fullkom inn leikhúshatt. Simone Cange sýndi skart- grip á hattasýningu sinni, sem gerði áhorfendur undrandi og skelfingu lostna. Það var de- mantsprjóinn, festur á nakta öxl. Það skal tekið fram, að honum var ekki stungið í gegn- um húð og hold. Hann var sog- inn á. Onnur nýjung var hatt- barð, sem sigaunaeyrnahringir voru festir á allt í kringum höfuðið. Á fyrstu hattasýningu þessa tískuárs, sem er nýhafið, rfiættu tískusjerfræðingar frá samtals 17 löndum til þess að sjá, hvað nýtt væri uppi á teningunum, og var sú sýning haldin í hengi- garði Rose Valois. Snoturogánægð Fiskveiðar í breskum nýlendum Efsti hatturinn á myndinni er frá tískuhúsi í Canada. Hann er úr filti. Síðan keniur hattur frá Lebrun í París. Hann er með svörtu bandi og slaufu og prýdd Ur blómum. Sá næsti er hvítur piquehattur frá Paulette, og sá neðsti er lítill kollhattur frá Rose Valois. Það, sem einkennir hattana í ár, er látleysi, skraut er aðal- lega prjónar eða nælur úr dýr- tim málmum, sett gimsteinum. Dior sýnir afar háa hatta, og Jacques Fath, sem vekur alltaf geysi eftirtekt með höttum sín- «m,__ sýnir flata, barðastóra hatta og litlar fjaðrahúfur, sem eru eins og hreiður í laginu. Albouy sýnir slæður, slæður og Bftur slæður á höttum sínum, og þær eru nú mikið í tísku í París, einkum á kvöldin. Háu hattafjaðrirnar, sem snikið éru notaðar, eru nú einnig búnar til úr slæðum. Þær eru stífaðar og haldið upprjett- um með vír. Alboy sýnir líka þríhyrnda, spánska hatta, sem minna á endurreisnartímabilið á Spáni. Þeir eru látnir hallast út í aðra hliðina, og eru brydd- $r slæðum. Einn þessara hatta vakti mikla eftirtekt vegna skrauts síns, en það var þrjár Frumstætt ástand á menningartímum „HVAÐA róttæku breytingar eru það, sem fyrirhugað er að verði á íslensku kvenþjóðinni?“ hefir heyrst spurt. Þeirri spurn- ingu ber þeim að svara, sem ákvarða, hvaða vörur skuli flytja inn í landið og hverjar ekki. Og víst er það von, að kvenfólk spyrji, hverju það sæti, að ekki skuli vera hægt að fá nauðsynlegustu hrein- lætisvörur, því að það er stað- reynd, að hjer hafa ekki feng- ist dömubindi, svo að mánuð- um skiptir, og nú er svo komið, að ekki er heldur hægt að fá hreinsaða bómull, nema gegn læknisvottorði. Þarf þá að fá vottorð sjerfróðra manna um það, að konan sje kona? Einhver kann að spyrja: — „Hvernig fóru mæður ykkar og ömmur að? Er ykkur vandara um en þeim? En er okkur ekki talin trú um, að við lifum á tímum, þeg- ar menning og hreinlæti fer sí- vaxandi? Og er þá nauðsynlegt að reka okkur aftur á frum- stæðasta stig i þeim efnum? -MATUR- TÓMATBUFF 750 gr. tómatar. 1 egg. 3—4 matsk. brauð-mylsna. Salt og pipar. 2—3 laukar. 75—100 gr. smjörlíki. Best er að tómatarnir sjeu frekar stórir og ekki of mikið þroskaðir (gott er að nota 2 fl af tómötum í þennan rjett). — Tómatarnir eru skornir í þykk- ar sneiðar, laukurinn skorinn í sneiðar og brúnaður í helmingn um af smjörlíkinu, tómatsneið unum er snúið upp úr hinu sam anþeytt'a eggi, því næst úr Gefið húðinni vitamín ALLT frá í fornöld hefir kon- an notað fegurðarlyf, búin til úr olíu, safanum úr jurtum, korni, leir og ávöxtum. Nú á tímum vinna vísindamenn í mörgum löndum heims að því að framleiða andlitsvötn og krem, sem innihalda fjörefni, og gera húðinni þessvegna mikið gott. Við getum sjálfar sett vita- mín í næturkremið okkar, og notað til þess það, sem við höf- um við hendina, annaðhvort gulrætur, agúrkur, kartöflur eða sítrónur. Ef við til dæmis notum sítrónu, þrýstum við bara nokkrum dropum úr henni og blöndum í kremið. Ef við notum grænmeti, rífum við það fyrst niður með fínum raspi, og pressum vökvann úr því í gegn um þunnan klút. Ef vökvinn verður of mikill í kremið, drekkum við auðvitað afgang- inn. Á þennan hátt getum við einnig búið til bestu tegund af andlitsvatni (ekki samt of mikið í einu, því að það held- ur sjer aðeins í þrjá til fjóra daga, lengur, ef ísskápur ’er fyrir hendi). Andlitsgríma RÍFIÐ eina gulrót og dálítið gúrkustykki niður með raspi. Pressið safann úr og hrærið honum út í tæpa teskeið af hunangi. Berið þetta á húðina með bómullarhnoðra, og setjið nýtt lag á, þegar það síðasta er orðið þurrt, þangað til það er að lokum orðið að grímu á and litinu. Þvoið það síðan af með andlitsvatni. Þetta gerir ekki einungis húðina hreina og bjarta, heldur styrkir það líka andlitsvöðvana. Önnur vita- mínsgríma, sem er mjög góð fyrir húðina, er ein eggjarauða hrærð út með hunangi, möndlu olíu- og ofurlitlum safa úr grænmeti eða ávöxtum. brauðmylsnunni, látið á pönnu. þlekbyttur, sín á hverju horni. Isem brúnaða smjörlíkið er á og Rose Valois er með hatta, steikt móbrúnt, salti og pipar stráð yfir, raðað á heitt fat laukurinn hitaður á pönnunni og látinn yfir tómatana, skreytt með stein silju eða graslauk. Með þessum r jetti eru borðaðar soðnar kartöflur, njóli eða spínat í jafningi. TÓMATSALAT 250 gr. tómatar. 3 matsk. salatolía. 2 matsk. sítrónusafi eða edik. Salt, pipar sinnep. 1 salathöfuð eða njóli. Graslaukur eða steinselja. Salatolían er þeytt með öllu kryddinu. Salatið eða njólinn er þvegið og skorið í ræmur. — Tómatarnir skornir í sneiðar. — Þessu er blandað saman í gler- skál og olíuleginum hellt yfir, saxaði graslaukurinn er látinn í hring utan um, borðað til kvöldverðar með steiktum kjöt- rjettum. í NORSKA fiskveiðiritinu ,,Fisketsgang“ júlíhefti er grein eftir E. R. Yarham, um fisk- veiðar í nýlendum Breta. Er þar ýmsan fróðleik að finna og fer greinin hjer á eftir í lauslegri þýðingu. Fiskur er mjög mikilsverður þáttur í, fæðutegundum ibúa bresku nýlenduríkjanna. — Að- eins þrjú þeirra þ. e. Uganda, Nyasaland og norður-Rhodesia, hafa ekki landamæri sem liggja að hafi, en í öllum þessum ríkjum eru þó stór og mikil vötn. þar sem fiskveiði er tals- vert mikið stunduð. Allt framundir síðari heims- styrjöldina má segja að ekki hafi verið um neinar skipu lagðar ráðstafanir að ræða til 3ess að ýta undir þróun fisk- veiða í nýlenduríkjunum. En Degar lokaðist fyrir innflutn- ingi til þessara landa á fiski frá Noregi og fleiri löndum, kom sörfin fyrir að gera einhverj- ar ráðstafanir þar sem ekki voru fyrir hendi möguleikar til iess að uppfylla neysluþörfina með eigin framleiðslu. Til þess að ráða bót á þessu, skipaði Secretary of State for the Colonies, ráðgefandi nefnd sem skyldi kynna sjer alla mögu- leika til þess að endurbæta fiskiaðferðir og fiskveiði ný- lenduríkjanna, og var strax hafist handa um nauðsynlegar ráðstafanir eftir því sem við varð komið. Aðgerðir þessar náðu til svo fjarlægra staða sem Antigua, Barbados og Jamaica í Vestur-Indíum, enn- fremur St. Helena, Mauritius," Nyasaland og Cyprus. Fiskveiðar nýlenduríkjanna eru að sjálfsögðu mjög mismun- andi í veiðiaðferðum, fiskteg- undum og að verðmæti. Á ein- staka innanlandssvæðum eins og t. d. Seychelles eru veiðarn- ar mjög bundnar við viðkom- andi svæði, og almennur fæðis- fiskur er mjög óvíða í nýlendu- ríkjunum veiddur svo að nokkru nemi til útflutnings, en þó má t. d. nefna að fyrir 1930 sendi Malaya um 2000 tonn af söltuðum fiski til Singapore, sem að mestu var veiddur af fiskimönnum í Malayaríkjun um. En þó svö að með rjettu megi segja, að hægt sje að auka tals- vert fiskveiðar nýlenduríkjanna þá eru aflaafköst þeirra nú þeg ar allveruleg. Fiskveiðar eru t. d. stór þáttur í atvinnulífi nokkurs hluta vestur-Afríku, Barbados og sjerstaklega Malaya eu árleg aflaverðmæti þar eru talin vera um 1.250.000 sterlingspund. Enda þótt að vísindamenn telji samkvæmt ýmiskonar rann sóknum, að ekki sje um eins mikið fiskimagn að ræða í heit- ari hafsvæðum eins og þekkist í tempruðu höfunum og sjer staklega við pólsvæðin, þá hef ir það undantekningarlaust sýnt sig að um mikla fiskveiði getur verið að ræða í þessum nýlenduríkjum. Og í einstök- um tilfellum og má þar helst til nefna Vestur-Afríkuríkin, eru fiskveiðarnar mjög arðberandi En skýrslur sem fyrir liggja og aðgengilegar eru, virðast sanna að fiskurinn í heitu höfunum er að jafnaði ekki í þjettum torfum sem lifir á botninum eða við botninn, en lifir raunveru- lega rjett við yfirborðið, eða dreifður niður í mismun andi dýpi. Og af hagfræðilegum yfirlitsskýrslum frá nýlendu ríkjunum má í mörgum tilfell um sjá, að tilraunir sem gerðar hafa verið til þess að stunda þarna togveíðar eins og þekk- ist i Evrópu, hafa einmitt mis- heppnast af þessum ástæðum, og svo hafa menn dregið af þvt rangar ályktanir um fiskimagn ið á þessum veiðisvæðum. En það eru sannarlegar staðreynd ir fyrir því, að það er mikið fiskimagn af vissum tegundurrt sem hægt er að hagnýta eins og t. d. bonga í hafinu við Vestur- Afriku, og það eru svæði útaf Palestínu þar sem nær óbrigð- ult aflamagn bendir til þess, at> um verulega mikið fiskimagn sje að ræða. Á hinn bóginn eru svo mörg svæði þar sem vitað er af fiski, en svo að segja er alveg órannsakað um lifnaðar- hætti hans og fiskimagn. Útfærsla fiskveiðanna á ný svæði verður að sjálfsögðu að gerast stig af stigi í nánustu framtíð, vegna þess að grund- völlurinn verður að byggjast á rannsóknum liffræðilegs eðlis lifnaðarháttum fiskitegund- anna. En það eru hinsvegar nú þegar fyrir hendi möguleik- ar á talsverðri útfærslu í sum- um nýlendunum eins og t. d. Vestur-Afríku og Vestur-Indí- um. Og einmitt í þessum ríkj- um hefir náðst vænlegur árang- ur við rannsóknir á fiskimið- unum og endurbótum á veiði- aðferðum nú síðustu árin. — X Karabiska hafinu hefir þetta Starf verið unnið í samstarfi við ríkisstjórnir samveldisland- anna. Það eru að sjálfsögðu erfið- leikar á vegi framþróunarinnar, og þrir þeir stærstu eru: þekk- ingarleysið á því, hvar fiski- magnið heldur sig og hversu mikið það er; nauðsynin á því að taka upp og fullkomna hent- ugar veiðiaðferðir og í þriðja lagi geymslu og flutningaerfið- leikar. En sem betur fer, er enginn af þeim óyfirstíganleg- ur. Þekkingin um fiskimagnifl fæst við stöðuga leit og rann- sóknir á fiskisvæðunum eins og nú á sjer stað í allmörgum ný- lendanna. Og fullkomnun veiði- tækja og veiðiskipa kemur stig af stigi, með því að gera nauð- synlegar breytingar með tilliti til reynslunnar á hverjum sta'A og almennt. Ef miða skal við aflamagnifl sem í land kemúr, er Malaya- sambandið eins og fyrr segir hið þýðingarmesta, og þó er þar aðeins um að ræða nýtingu lít- ils hluta af stóru veiðisvæði og veiðiaðferðirnar eru, sam- anborið við það sem þekkist hjá vestrænum þjóðum, mjög frumstæðar. Fiskimennirnir eru á litlum, flatbotnuðum og opn- um bátum, sem er róið eða rikk að áfram. Segl eru að vísu not- uð til þess að komast út á mið- in og heim aftur, en við veið- arnar eru notaðar árar. Af þesa um ástæðum er sjaldnast sótt lengra á fiskimið en um það bil 20 mílur frá ströndinni. Allur sá fiskur, sem fluttur er að íandi, er veiddur með þar- lendum aðferðum eða k.in- verskum, annað hvort í net aí margskonar gerðum eða með öngla og línuútbúnaði og er a'cl mestu leyti saltaður og sól- þurkaður til innanlands notk- unar. Einnig er talsvert magn selt af nýjum fiski, ísuðum í kassa, sem dreift er til útsölu- staða víðsvegar í Malaya, en seljist hann ekki strax, er hann saltaður. Saltfiskneyslan er mjög mikil. Frh. á bls. 8. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.