Morgunblaðið - 25.08.1950, Blaðsíða 12
VEÐURUTUT. FAXAFLOI-
A - og NA-kaldi. — Rlgnimg.
193. tbl. — Föstudagur 25. ágúst 1950.
FRÁSÖGN .af EM-mótinu 3
Brusse!. er á blaSsíðu 2. —
auðaslys
Keflavík
HÖRMULEGT slys varð í Kefla
vík í fyrradag er drengur, að-
eins hálfs annars árs, varð und
ir bít og beið bana.
Þetta sviplega slys varð við
hús .það er drengurinn átti
heima í, Baldursgötu 2. — Var
hann þár að leik í sandhrúgu
er vðrubíll hlaðinn heyi bar þár
4* Varð drengurinn undir bíln
Urn. Mun bílnum hafa verið
ekið aftur á bak og bílstjórinn
ekki hafa sjeð litla barnið.
Lífsmark var með drengnum
er hann komst undir læknis-
hendi og var hann tafárlaust
öuttur í Landsspítalann, En svo
nl ivaríeg voru meiðsl drengsins
liíia; að hann Ijest þar um kl.
7-,30-um kvöldið.
» Foreldrar drengsins eru hjón
In Bjarnheiður Hannesdóttir og
Ragnar Jónsson. Baldursg. 2.
EFTIR SKRIÐUFALLIÐ A SEYÐISFIRÐI
SsðlavelSan nemur
milj. kr.
í JÚLÍHEFTI Hagtíðinda. sem
nýlega er komið út, eru að
venju skýrð nokkur atriði úr
reikningum bankanna.
Þar er sagt frá því, að pen-
ingaveltan í landinu hafi num
ið- 178.140.000 krónum í lok
júnímánaðar. Hafði peninga-
veltan aukist um 4.2 miljónir
kr. í mánuðinum. í engum mán
uðl það sem af er þessu ári,
hefir seðlaveltan verið jafn-
tnikil og í júní. Svipaðri upp-
haíð nam peningaveltan í októ-
ber 1949, eða kr. 178.950.000.
•föirjiegiá Gullfossl
kíðkvaddur
Vestmannaeyjar, fimmtudag
t SÍÐUSTU ferð Gullfoss frá
Kaupmannahöfn, varð einn far-
þeganna bráðkvaddur. Var það
Jóhannes Sigfússon. lyffræðing
ur, eigandi Vestmannaeyja
Apóteks.
Gullfoss átti aðeins eftir um
40 mílur til Vestmannaeyja. er
Jóhannes ljest snögglega. Var
hann að koma frá Kauprnanna-
höfn með konu sinni.
Jóhannes Sigfússon var 48
ára að aldri og varð eigandi
Vestmannaeyja Apóteks fyrir
um 20 árum. Auk konu. lætur
hann eftir sig 16 ára dóttur. —
Bátur fór hjeðan út til móts við
skipið, og sótti lík Jóhannesar.
í*ar sem hvíti krossinn er stóð hið tvílyfta steinhús Aðal- jórðu. Á myndinni er ekki hægt að greina, að þar hafi áður
b.iörns Jónssonar á Seyðisfirði. Kraftur skriðunnar var svo i verið bygging. Skriðan steyptist fram af klettinum hægra meg-
rmkill. að hún sópaði húsinu alveg burtu og jafnaði það við Jin við fossinn, sem sjest á myndinni.— (Ljósm. Har. Hermanss.)
i . ••
Rumiega 5000 mái Harður bílaáreksfur veldur
meiðslum á gangandi manni
upsa iil bræðslu
FRJETTARITARI Mbl. á Hjalt-
eyri símaðj í gærkveldi að þang
að hefðu síðasta sólarhring fcom
ið allmörg skip með upsa til
bræðslu og voru þessi með um
5014 mál aáls.' " í
Skipin eru þessi: Skallagrím-
ur 661 mál, Straumey 853, Gyll
ir 329, Akraborg 100, Faxaborg
803, Blakknes 318, Bjarki 271,
Tngvar Guðjónsson 341, þá
Straumey aftur og með 238 mál
og í gærkvöldi var verið að
lánda úr Súlunni 250 málum.
Tvö skip, ísborg og Hafborg
voru væntanleg seint í gær-
kvöldi.
Engin síld hefur borist til
bræðslu á Hjalteyri síðan 15.
ágúst síðastl.
ÞAÐ VAR afleiðing af allhörðum bílaárekstri vestur á Hofs-
vallagötu í gær, að annar bilanna, sem í árekstrinum len‘i.Vlc
á háaldraðan manh. er var a gangi þar og slasaðist hann ■'ni'.ik-
uð, en ekki aivarlega. Maðurinn, sem bílnum ók, hafði ekki
ökuleyfi. —
I fpradag var fand-
að 5300 málum upsa
Siglufirði, fimmtudag:
TIL síldarverksmiðjánna hjer,
komu í gær 16 skip og lönduðu
alls 5340 málum af upsa, sem
þau veiddu á svæðinu frá Mán-
areyjum til Málmeyjar í Skaga
firði.
í nótt er leið fengu sumir rek
netabátanna sæmilega veiði, en
aflinn hjá þeim var þó mjög
misjafn.
í dag hefir upsa orðið vart
austan við Flatey, en lítil mun
veiðin vera. enda allhvasst
norðaustan. Síidar verður ekki
vart frekar en fyrri daginn,
Bresku hermenn-
irnir lil Kóreu í dag
HONG KONG, 24. ágúst: —
Bresku hermennirnir, sem fara
frá Hong Kong til Koreu,
leggja af stað þangað á morg-
un (föstudag).
Yfirmaður alls herafla Breta
í Asíu kannaði í dag lið þetta,
en það verður flutt til Koreu
með flugvjelaskipi og beiti-
skipi. — Reuter.
. I
Vínállusáftmáli milli
Sýriands og Pakislan
DAMASKUS, 23. áúgst. — í
dag samþykti stjórn Sýrlands
tillögu um að gerður yrði vin-
áttusáttmáli við Pakistan. Veitti
stjórnin sendiherra sínum í Kar.
achi umboð til að undirrita sátt
málann. — Reuter.
Þetta gerðist skammt fyrir*-
norðan gatnamót Hofsvallagötu
og Reynimels, klukkan rúmlega
12 á hádegi.
Fólksbílnum R 6106 var ekið
norður Hofsvallagötuna. Var
að koma vestan úr Faxaskjóli.
Rjett við fyrrnefnd gatnamót,
ætlar sá er bílnum ók, að aka
fram úr stórum vöruflutninga-
bíl frá Coca Cola verksmiðjunni
R 2143.
Segir sá, er fólksbílnum ók,
að um leið og hann var að fara
fram úr vörubílnum, hafi sá er
honum ók, sveigt bíl sinn yfir
til hægri og við það skullu bíl-
arnir saman. Sá sem ók fólks-
bílnum, en það var ökuleyfis-
laus unglingur, 17 ára, ætlaði
nú að hemla bílnum, en rann af
petalanum og fór fóturinn á
bensíngjöfina, að því er hann
segir sjálfur. — Við það komst
allmikil férð á bílinn og missti
hann stjórnina á honum. —
Rann bíllinn nú upp á gang-
stjettiná á mann er þar var á
gangi og skellti honum í götuna
en bíllinn nam staðar við það
að aka á steinvegg.
Maðurinn sem fyrir bílnum
varð, Daníel Arinbjarnarson,
Reynimel 49, var tafarlaust
fluttur í Landakotsspítala.
Við röntgenskoðun var ekfci
að sjá, að Daníel hefði beinbrotn
að, en mjög hafði hann marist
á baki og víðar, en bíllinn kom
aftan á hann. — Hann var flutt-
ur heim til sín. ,
j Málhress var Daníel í gær-
kveldi, þó hann hefði þrautir
’í bakinu.
Báðir skemmdust bílarnir
nokkuð við áreksturinn en þó
einkum fólksbíllinn. Hann hafði
ekki gengið undir hina árlegu
.og lögboðnu bílaskoðun.
Rannsóknarlögreglan óskar
þess eindregið, að þeir, sem sáu
slys þetta, komi til viðtals hið
allra fyrsta.
AKRANESBATAR
£RU HÆTTIR
í GÆR bárust frá Siglufirði,
fyrstu fregnirnar af þvi, að skip
sem st unflað hafa síldveiðar á
vertíðinni, sjeu að hætta og bú-
ast til heimferðar.
Skip þau er hjer um ræðir
eru bátar Haraldar Böðvars-
sonar & Co., á Akranesi. Þeir
munu hafa lagt af stað að norð-
an í gærkveldi.
FuIItrúi Trygve Lie
LAKE SUCCESS. — Alfred G.
Katzin, fulltrúi Tryge Lie á Kor-
euvígstöðvunum, hefur opinber-
lega látið í ljós hrifningu sína
yfir „hinni hetjulegu vörn“
Bandaríkjámanna og Suður-Kor-
eumanna. ■ ’ !
Kashmirdeiían enn
LONDON, 24. ágúst: — For-
sætisráðherra Indlands og Pak
istan hafa nú báðir rætt við
frjettamenn, vegna hinna árang
urslausu tilrauna S. Þ. til að
koma á sáttum í Kashmir-deil-
unni.
Indverski forsætisráðherrann
fullyrðir, að Pakistan hafi átt
upptökin í Kashmir og þýðing-
arlaust sje að ræða málið, með-
an árásarmennirnir eru þar
ennþá“.
Forsætisráðherra Pakistan
hefir á hinn bóginn látið þá
skoðun í ljós, að „ábyfgðin
hvíli algerlega á Indlandi, sem
boðið hefir Sameinuðu þjóðun-
um birginn, með því að neita
að fara með her sinn frá
Kashmir“. — Reuter.