Morgunblaðið - 29.04.1951, Síða 6
M U K í; (J /V H L A O / f>
Sunnudagur 29. apríl 1951.
uuMtaM®
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
rtitstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
\ugiýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
rtitstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
.•Vusturstræti 8. — Sími 1600.
Askriítargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
1 lausasölu 75 aura eintakið 1 króna með Lesbók
Almennur bænadagur
Afntæíissöir&skssnmiagH
Karlaksrs Reykfavákur 1 víð stjóm Persíu
í DAG er fyrsti almenni bæna-
dag^irinn hjer á landi. Samþykkti
prestastefnan síöasta að taka
upp almennan bænadag árlega, og
var biskupi bæði falið að ákveða
daginn og segja fyrir um aðal-
bænarefni hans.
Biskup landsins hefir ákveðið,
að höfuðbænarefni þessa fyrsta
almenna bænadags verði „friður
og bræðralag í anda Jesú Krists,
ásamt fyrirbænum um varðveislu
og handleiðslu Guðs í tvísýnu og
hættu þeirra tíma, sem vjer lif-
um á“.
Það er vel, að íslenska kirkjan
skuli hafa tekið upp þann góða
sið að safna þjóðinni þannig sam-
an til sameiginlegs bænahalds á-
kveðinn dag á ári hverju. Með því
er auðvitað ekki sagt, að fólk
skuli láta sjer þenna eina dag
nægja til Guðsdýrkunar og bæna-
halds, heldur eigi þjóðin á þessum
degi að beina öll bænum sínum að
sama marki.
Til eru margir, sem lítið gera
úr mætti bænarinnar. Þó munu
flestir verða að játa það sem ó-
tvíræð sannindi, að í inniiegri og
samstilltri bæn mikils fjölda fólks
felist undraverður máttur. Slíkar
bænastundir geta eigi aðeins orkað
miklu til framgangs þess málefnis
sem beðið er fyrir, heldur tengja
þær einnig fólkið saman traustari
böndum. Sameining heillar þjóðar
í bæn er því bæði bænarefninu
og henni sjálfri til blessunar.
Bænarefni þessa fyrsta bu-na-
dags er vel valið. Sjalda.n hefir
þess verið meiri þörf en nú að
biðja hinn hæsta höfuðsmið að
veita mannkyninu styrk til þess
að efla með sjer frið og bræðra-
lag.
Andkristin öfl vinna nú mark-
visst að því að uppræta hinar
kristnu lífsskoðanir og vilja skapa
heim, sem hafni algerlega leiðsögn
kristinnar trúar. Þessi sömu ó-
heillaöfl valda því, að heimurinn
er nú á barmi þriðju heimsstyrj-
aldarinnar.
1 dag biðja allir prestar hinnar
j íslensku kirkju hinnar sömu bæn-
| ar í kirkjum sínum, og allar kirkj-
: ur landsins verða opnar í allan
j dag til bænahalds fyrir alla, sem
j þangað vilja leita. Þar sem kirkj-
ur eru miklu fleiri en prestarnir
munu guðfræðistúdentar og ýms-
ir leikmenn flytja bænir í þeim
kirkjum, þar sem prestarnir ekki
geta messað.
I sambandi við þenna almenna
bænadag hefir verið samið nýtt
messuform, sem er allmiklu fjöl-
þættara en það messuform, sem
nú er fylgt, og hátíðlegra. Er það
tilhlýðilegt, að sjerstakt messu-
form sje notað einmitt á þessum
almenna bænadegi kirkjunnar.
Ætlunin mun vera sú, að messu-
form þetta verði framvegis notað
á bænadaginn, en þar sem bæði
mun skammt síðan það var end-
anlega tilbúið og það einnig er
allumfangsmikið og þarf þvi tölu
verðan undirbúning, verður það
að þessu sinni aðeins notað við
messu í Dómkirkjunni kl. 5 í dag.
Um leið og íslenska þjóðin nú
sameinast með klerkum kirkju
sinnar í bæn fyrir fr iði og bræði a
lagi í heiminum, er vert að minna
á það, að íslenska kirkjan þarf
að eignast sterkari ítök í þjóðinni
o" setja svip sinn meir á andlegt
líf hennar og fjelagsstarfsemi en
hún gerir nú. Og þótt kirkjan
boði frið og bræðralag, má hún
þó ekki verða of umburðarlynd
við þau öfl, sem markvisst reyna
að rífa það niður, sem kirkjan er
að bvggja upp. Einmitt slík und-
anlátssemi væri til styrktar þeim
upplausnaröflum, sem hvorki
vilia frið nje bræðralag með
mannkyninu.
99 JT
Oryggi Islands
í HVERT skipti, sem íslendingar
hafá stigið spor í þá átt að efla
öryggi landsins, hafa kommún-
istar rekið upp skræk og talað
um „landssölu", „þjóðsvik" og
„landráð“. Jafnframt hafa þeir
mótmælt öllum slíkum ráðstöfun-
um í nafni „þjóðarinnar"!!
En hver hefur hin raunveru-
lega afstaða þjóðarinnar verið til
öryggismálanna?
Hún hefur birst í stöðugt vax-
andi skilningi á nauðsyn sam-
vinnu og samstarfs við þær þjóð-
ir, sem skipa sjer undir merki
lýðfrelsis og mannrjettinda. ís-
lendingum er orðið það ljóst að
einangrunar- og hlutleysisstefna
er vísasti vegurinn til þess að
l.jóða því ofbeldi heim til síns
eigin lands, sem nú ógnar friði
og hamingiu mannkvf’sins Þ°ss
vegna er sú leið ein fær til þess
að vernda sjáustæoi isianus og
öryggi íslensks fólks að leita
trausts og háðs hjá þeim þjóðum,
sem okkur eru skildastar að hug-
sjónum og menningu.
Innganga íslands í Atlants-
hafsbandalagið byggðist á þess
ari skoðun. Þau samtök eru
vamarbandalag Iýðfrjálsra
þjóða. Tilgangur þeirra og tak
mark er friður í heiminum.
Engri þjóð Atlantshafsbanda-
lagsins hefur nokkru sinní
komið til hugar, að þessi sam-
tök yrðu notuð til árása og of-
beldis. Þeim hefur aðeins ver-
ið ætlað að standa vörð um
þau mannrjeítindi, sem frjáls-
ir menn telja grundvöll menn-
ingarlífs.
V'ið íslendingar höfum
lengstum búið við einangran.
Land okkar hefur verið fjar-
lægt öðrum löndum. Samgöng-
ur og tækni nútímans hafa
breytt þessu. Þetta land er
ekki lengur afskekt og ein-
angrað. Það er í þjóðbraut
þvert. Það getur þess vegna
ekki sótt sjálfstæði sinu og ör-
yggi vernd neitt annað en til
þeirra þjéða, sem íslenska
þjóðin treystir og veit að eru
málsvarar lýðræðis og mann-
rjettinda.
Dimm óveðursský grúfa um
þessar mundir yfir heiminum. —
Styrjöld hefur geysað í 10 mán-
uði í Asiu. Enginn veit, hvort
unnt verður að koma í veg fyrir
að sá eldur breiðist út. Uggur og
:víði setur svip sinn á líf þjóð-
anna. Okkar litla þjóð sem stödd
er á veðramótum tveggja mikilla
: andst.æðna, hins austræna ofbeld-
is og hins vestræna lýðræðis, hef-
ur einnig ríka ástæðu til þess að
vera uggandi um öryggi sitt. En
henni er ljóst úr hvaða átt hætt-
an steðjar að henni. Þess vegna
hefur hún ekki og mun ekki láta
hræða sig frá því að gera nauð-
synlegar ráðstafanir sjer til varn-
ar. — Asakanir komihúniáta um
„landsölú' og „þjóðsvik" eru
fyrst og fremst vísbending um
það, að þessir menn vilja að ís-
land sje varnarlaust þegar of-
beldið kýs að leggja hramm sinn
á það.
KARLAKOR REYKJAVIKUR
hefur starfað í tuttugu og fimm
ár. Stofnandi hans var Sigurður
Þórðarson tónskáld, og hefur
hann allan tímann verið stjórn-
andi hans og „primus motor“. —
Hann setti markið hátt þegar í
byrjun og hefur alla tíð unnið
markvíst að þróun kórsins og
þroska, og leitt hann fram til
sigurs, ekki aðeins hjer heima,
heldur á erlendum vettvangi í
tveim heimsálfum ,svo sem öllum
er vel kunnugt um.
Eins og gefur að skilja hafa
mannaskifti oft átt sjer stað inn-
an kórsins, eins og títt er í öðr-
um kórum. Það er því sjaldan
hægt að tala um „sama“ kórinn
í mörg ár í senn þó nafnið hald-
ist óbreytt. Kórarnir lúta sem sje
sama lögmáli og lífið sjálft: þeim
er blóðrásin lífsskilyrði — manna
skiftin oft nauðsynleg. En þá er
einmitt mikilsvert að söngstjór-
inn sje sem lengst sá sami, því
það er hann sem raunverulega
skapar kórinn, mótar hann og
setur sinn svip á listflutning hans.
Og það hefur einmitt átt sjer stað
hjer, þar sem Sigurður Þórðarson
er. Hann hefur og lagt á það
mikla áherslu, að afla kórnum
bestu söngkrafta, sem hverju
sinni var völ á ,enda hafa margir
úrvalssöngvarar verið þar að
verki og átt sinn mikla þátt í því
að svo gott „hljóðfæri“ skapaðist
þar sem Karlakór Reykjavíkur
er. Sjálfur hefur söngstjórinn
sýnt ódrepandi þrautseigju og
dugnað í starfi sínu sem þjálfari
og söngstjóri kórsins og unnið
hið mikilvægasta starf í þágu
söngsins á íslandi. Ber að þakka
kórnum og stjórnandanum mikið
menningarstarf á þessum 'tíma-
mótum í sögu kórsins.
Undanfarna daga hefur kórinn
haldið afmælistónleika fyrir
styrktarfjelaga sína í Gamla Bió.
UndirrRaður hlustaði á þá þriðju
í röðinni. Efnisskráin var fjöl-
breytt og margt góðra laga, is-
lenskra og erlendra. Einsöngvar-
ar voru fjórir, og gerðu þeir all-
ir sitt til að auka áhrifin á þess-
um samsöng með ágætri frammi-
stöðu sinni. Einsöngvarar voru
þessir: frú Svava E. Storr, Guð-
mundur Jónsson, Guðmundur H.
Jónsson og Hermann Guðmunds-
son.
Þessi fjögur lög voru eftir ís-
lenska höfunda: „Skín, frelsis-
röðull fagur“ eftir söngstjórann,
við snjallan texta eftir Jón Magn
ússon skáld. Hressilegt lag í stóru
forrfii, með undirleik, „Sumar-
ixótt“ (Sólu særinn skýlir) eftir
Árna Thorsteinsson, þýtt og við-
feldið, „Sko háa fossinn hvíta“
eftir Björgvin Guðmundsson,
ágætt lag með tvísöngskafla, sem
þeir sungu Guðm. H. Jónsson og
Hermann Guðmundsson einkar
smekklega, „Rímnadanslög“ eftir
Jón Leifs. Hjer eru „stemmurn-
ar“ að mestu óbreyttar með ein-
földum fylgiröddum og fer þessi
frumstæði búningur lögunum vej.
Oll voru þessi lög prýðilega sung-
in, enda var allur söngur kórsins
jafn og öruggur frá byrjun til
enda, þaulæíður og mjög vel til
hans vandað, eins og vænta
mátti.
Af hinum erlendu lögum vil
jeg sjerstaklega minnast á „Vit-
ann“ (Varde) eftir norska íón-
skáldið Johannes Haarklou. Er
hjer um stórfenglegt lag að ræða,
en hefði átt að syngjast án undir-
leiks, eins og tónskáldið sýnilega
hefur ætlast til, því það er samið
í hreinum vocal-stíl en ekki sin-
fonískum stíl, ef svo mætti segja.
Naut lagið sín þó prýðilega í með
ferð kórsins, en Guðmundur Jóns
son söng einsöngshlutverkið
mjög glæsilega. „Kyrie“ (umsam
ið úr orgelkonsert) eftir Handel
var og prýðilega sungið með
virðuleik og þunga, svb sem vera
bar. Einsöngshlutverkin hjer
hcfðu þau frú Svava og Guðm.
H. Jónsson með höndum og gei ðu
þeim góð skil, enda þótt þau sjeu
ínjög erfíð, jafn stutt og þau eru.
Naut hin háa og skæra rödd frú
Svövu sín þó enn betur í „Ástar-
drykk“ Donizettis. Bar meðferð
hennar í þessu lagi svo og með-
ferð Guðmundar Jónssonar í
„Hraustir menn“ éftir Romberg
og „Vitanum“ eftir Haarklou af
þetta kvöld.
Margt mætti enn telja upp sem
vel var gert, svo sem „Heyanna-
dans“ eftir Palm, sem var sung-
inn af miklum ljettleik, einnig
„Vögguvísa" Mozarts (sem að
vísu er ekki eftir hann, heldur
mun vera eftir Bernhard Flies),
sem var þýð og yndæl í meðferð
kórsins, þrátt fyrir nokkuð mikið
frjálsræði í meðferð hljóðfalls-
ins undir lokin. Varð kórinn að
syngja aukalög og var honum
hjartanlega fagnað af fullu húsi
áheyrenda. Fritz Weisshappel
Ijek undir á flygil af smekkvísi,
eins og hans var von og vísa.
Islendingar mega vera hreykn-
ir af bestu karlakórum sínum.
Þeir jafnast á við samskonar
kóra, hvar sem leitað er, að jeg
hygg, enda hafa þeir sýnt það og
sannað með glæsilegri frammi-
stöðu sinni hvar, sem þeir hafa
farið um lönd og látið til sín
heyra. En þeirra víðreistast hefur
þó Karlakór Reykjavíkur gert til
þessa. p. í.
TEHERAN, 28. apríl — Bresk-
persneska olíufjelagið tilkynnti í
dag, að það hefði andmselt við
stjórn Persíu fyrirhugaðri þjóð-
nýtingu iðjuvera fjelagsins. 1 orð-
sendingu, sem forsætisráðherran-
um var fengin í hendur, sagði, að
þjóðnýting væri brot á samningi
fjelagsins við persnesku ríkis-
stjórnina. í orðsendingunni sagði
ennfremur: „Þetta fjela^ hefir
unnið að eflingu olíuframleiðslu
Persíu um 80 ára skeið og hefir
stutt persnesku þjóðina efnahags-
lega“. Formælandi utanríkisráðu-
neytisins breska sagði í dag, að
breska stjórnin væri hlynnt því,
að olíulindir væri. yfirleitt þjóð-
nýttar, en ekki væri þar með sagt,
að hún aðhylltist þá reglu undan-
tekningailaust. -—Reuter.
Fiskhnálaráðsiefnu
V.-Evrópu
Óskar griðasáttmála
WASHINGTON: — Acheson, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefir viðurkennt, að hann hafi
fengið brjef frá Sforza greifa,
þar sem hann hvetur til, að
Atlantshafsríkin bjóði Rússum og
fleiri þjóðum að gera við þá griða
sáttmála.
YMUIDEN, 28. apríl: — Fiski-
málaráðstefna V-Evrópu hef-
ir iátið í ljós óánægju sína yf-
ir. að Lundúnasambvkktín
um verndun fiskimiða í Norð-
ursjónum hefir ekki enn kom-
ið til framkvæmda. Ráðstefn-
an í Ymuiden stóð í 4 daga.
Sóttu hana fulltrúar frá Skand
inavíu, Belgíu, V-Þýskalandi,
Frakklandi, Bretlandi og Hol-
Iandi. Að boði norska fulltrú-
ans vcrður næsta ráðstefna
háð í Noregi.
— Reuter-NTB.
—Yíkverji skrifarr -----
IJIt DAGLEGA LÍFINIJ
Islensk Ieiguskip
erlendis
ÞAÐ ERU ekki mörg ár síðan,
að allir hefðu talið það hina
mestu fjarstæðu, að Islendingar
myndu með tímanum eignast
kaupskipastól og lei"ía erlendum
þjóðum skiþ til flutninga. Þetta
er þó komið á daginn. Ur.. þessar
mundir er íslenskt frystiskip að
fara vestur um haf. Það er spá-
nýtt og verður leigt til ávaxta-
flutninga við Ameríkustrendur.
Gullfoss, okkar glæsilegasta
skip, hefir verið á leigu hjá
frönsku fjclaru síðan í fyrrahaust,
sem kunnu-t er. Vafalaust eigum
við eftir að hafa af bví talsverðar
tekjur að leiga þau af kaupskip-
um okkar, sem við teljum ekki
hentugt að nota sjálfir í bili.
Ævintýraþrá
ISLENSKIR sjómcnn fara nú
víðar um heimshöfin, en áður
fyr, er það voru ekki nema kapp-
ar á borð við Sveinbjörn Egilson,
sem lövoust í siglingar og plægðu
heimshöfin á seglskipum. — Það
mun hafa farið í vöxt undanfarið,
að ungir menn sæktu eftir að fara
í siglingar. Þeir, sem eru reglu-
samir vegnar oftast vel og fá
bæði dýrmæta reynslu og ánægjh
af flakkinu.
Þegar heim er komið eru sagð-
ar sögur um hvað á dagana hefir
drifið, eins og siður hefir verið
^manna frá upphafi sigling-
anna. __ i > ^
A franskri rakarastofu
SJÓMENNIRNIR okkar á Gull-
fossi eru væntanlegir heim í
næsta mánuði. Þeir hafa vafa-
laust sitt hvað að segja frá er
beir koma heim. — Það er líklega
munur að sigla milli Bordeaux
og Casablanca, heldur en að
sigla hjer á „ströndina“.
Og nú vill svo til að í gær
hevrði jeg sövu af ungum sió-
möhnum á Gullfossi, sem komu
inn á rakarastofu í Bordeaux og
urðu heldur en ekki forviða áður
en viðskiftum þeirra og rakar-
ans lauk. Það má segja það strax,
að piltarnir fengu snyrtinguna
og rakarinn sína frar.ka. En hjer
er sagan:
Mikið u:n að vei..
ISLENSKU piltarnir höfðu ekki
fyr hagrætt sjer í rakarastól-
unum en inn kom kona, allvel í
skinn komin. Hún var óðamála,
ljet dæluna ganga og pataði með
öllum öngum til að leggja áherslu
á orð sín. — Rakararnir og við-
skiftavinir, sem inni voru, virt-
ust æsast við orðaflaum konun-
ar og lauk með því, að allir töl-
uðu í einu og ruku á dyr.
íslensku sjómennirnir ljetu
þetta ekki á sig fá. Þóttust vera
vannir því, að sjá Suðurlanda-
búa gera veður út úr litlu. —
Það stóð líka heima, að rakar-
arnir komu inn aftur og luku
verki sínu og fen-m greiðslu fyr-
ir. —
Eldur á efstu hæð
EN ÞEGAR íslendingarnir
komu út, tóku þeir eftir því,
áð nokkur mannfjöldi hafði safn-
ast saman á götunni fyrir framan
rakarastofuna, en efsta hæð húss
ins sjálfs stóð í björtu báli. Það
var eldsvoðinn, sem konan hafði
verið að seffja frá.
Piltunum fanst, að rakararnir
frönsku hljóti að vera samvisku-
samir menn, sem ljúka við það
jverk, sem þeir hafa tekið að sier
I o« cr-u byriaðir á. Jafnvel þótt
húsið standi í björtu báii!!
Almcnnur bænadagur
FYRIR nokkrum árum var
stungið upp á því hjer í dálk-
unum, að það væri vel við eig-
andi, að halda almennan bæna-
dag árlega hjer á landi, eins og
tíðkast í öðrum kristnum lönd-
um. Síðasta prestastefna sam-
þykkti svo að taka upp þenna sið
og í dag verða sjerstakar messur
og helgistundir í flestum, eða öll-
um kirkjum landsins.
Vonandi að það verði almenn
þátttaka í þessum fyrsta almenna
bær.adegi.