Morgunblaðið - 09.05.1951, Síða 6

Morgunblaðið - 09.05.1951, Síða 6
6 rt it H t, l \ K 1,1 t) I H Miðvikudagur 9. maí 1951. wgtttdMMfri Ctg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkv.stj.: Sigf&s Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm. Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson 'jesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanianoí í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók Krisíjén J. Reykdaí:' tJEH ELPSVAH i Uöfimdar éttans oy óvissunnar NÚ, ÞEGAR allar þjóðir gera víðtækar ráðstafanir til verndar sjálfstæði sínu og öryggi, er ekki óeðlilegt að þeirri spurningu sje varpað fram, hver sje hin raun- verulega orsök þess ótta og ör- yggisleysis, sem fyllir huga fólks- ins um víða veröld. Þeirri spurningu er fljótsvarað. Þegar síðustu heimsstyrjöld lauk var það einlæg von allra þjóða að komið yrði á varanlegum friði. í þeim tilgangi voru sam- tök hinna Sameinuðu þjóða sett á laggirnar. Þeim var ætlað það hlutverk að standa vörð um frið og rjettlæti í viðskiptum þjóða í milli, koma í veg fyrir valdbeit- ingu og ofbeldi. Við þessi samtök voru miklar vonir tengdar. Á þau var mikið traust sett. En svo að segja jafnhliða stofnun Sam- einuðu þjóðanna hófust hin sví- virðilegustu hermdar- og ofbeld- isverk gagnvart mörgum þeim þjóðum, sem áttu lönd sín í ná- grenni eins þeirra stórvelda, sem var meðal sigurvegaranna í styrj- öldinni. Sovjet-Rússland tók nú að nota hervald sitt til þess að styðja fámennar klíkur komm- únistaflokkanna í Austur-Ev- rópu til valda í hverju landinu á fætur öðru. Löglega kosnum ríkisstjórnum var rutt úr vegi og leppstjórnir Rússa settar á veld- isstól. Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mæit að komm- únistar höfðu ekki löglegan meirihluta í einu einasta þeirra landa, sem þeir tóku völíiin í. Flokkar þeirra voru þvert á móti aðeins fámennar kiíkur í algerri andstöðu við þjóðarviljann. Það voru þessar aðfarir komm- únista, sem sköpuðu óttann og öryggisleysið meðal þjóða Vest- ur-Evrópu. Þær sáu vegg ná- granna sinna brenna. Þær sáu þá rænda frelsi og mannrjettindum og ofurselda svörtustu kúgun og oíbeldisstjórn. Það var hræðslan við hinn ra.uða loga, sem brennt hafði frelsi og sjálfstæði Austur- Evrópu, sem knúði hinar frið- sömu þjóðir Vestur-Evrópu til samvinnu um Varnir sínar og öryggismál. — Beneluxlöndin, Belgía, HoIIand og Luxem- burg riðu á vaðið. Síðan bætt- ust Bretland og Frakkland í hópinn. Þau samtök voru upp- haf að Norður-Atlantshafs- bandalaginu með þátttöku nær allra þjóða Vestur-Ev- rópo, Kanada og Bandaríkja Norður-Ameríku. Þjóðir þessara landa hafa síðan unnið að því af kappi að efla varnir sínar. Víð íslendingar gerðumst þátt- takendur að Atlantshafsbandalag inu vorið 1949 eða fyrir rúmum tveimur árum. Okkur var ljóst ao við gátum ekki frekar en aðr- ar friðsamar lýðræðisþjóðir Ev- rópu notið frelsis okkar og ör- yggis án þess að gera ráðstafanir til varnar landi okkar. Sjálfir höfðum við enga möguleika til þess að verja land okkar. Við urðum að freista samvinnu við aðra um varnir íslands. Þegar Aiþingi samþykkti þátt- töku okkar í Atlantshafsbanda- laginu haíði styrjöld ekki ennþá b.otist iút í heiminum. Það yar þá von okkar íslendinga að við gætum komist hjá að hafa her- lið í iandi okkar meðan svo stæði. En á s.l. sumri hófu ofþeld- isöflin styrjöld, að vísu i fjar- lægum heimshluta. Síðan hef- « ur ófriðareldur leikið við him- inn sjálfan austur þar. En um allan heim hefur ríkt uggur og ótti við að þessi eldur breidd- ist út og yrði að heimsstyrjöld. Það er þess vegna deginum ljósara að um friðartíma er ekki lengur að ræða, hvorki í Evrópu nje öðrum heimsálf- um. Við íslendingar höfum þess vegna farið að dæmi annarra smáþjóða og gert raunhæfar ráð- stafanir til varnar landi okkar og sjálfstæði. Þess vegna hefur rík- isstjórn íslands samið um vernd landsins að ósk Atlantshafsbanda lagsins við Bandaríkin. — Með þeirri ráðstöfun hefur ríkisstjórn in gegnt skyldu, sem á henni hvíldi og þorri íslendinga krafð- ist að hún vanrækti ekki. En það er rjett að íslending- ar minnist þess að höfundur óttans, óvissunnar og öryggis- leysisins eru kommúnistar. — Það er hin rússneska einræðis- stjórn, sem knúð hefur hinar vestrænu lýðræðisþjóðir til samvinnu um varnarráðstaf- anir. Það er óttinn við árás hinna rússnesku herja, sem knúð hefur t. d. Dani, Norð- menn, Svía og fleiri smáþjóðir til þess að leggja á sig þungar byrðar af vígbúnaði og varn- arráðstöfunum. Það ér ennfremur uggur og ótti íslendinga gagnvart hinu austræna ofbeidi, sem knúð hefur þá til þess að semia um komu varnarliðs til lands þeirra. ■ ■ Orvit kommúnlsla FIMMTAHERDEILD Rússa á ís- landi, kommúnistarnir, virðast nú hafa áttað sig á því að íslending- ar láta hrópyrði þeirra ekki haía nein áhrif á stefnu sína í land- varnamálunum. íslenska þjóðin er þess alráðin að hafa land sitt ekki opið og óvarið, hvenær sém frelsisræningjana ber að garði og kommúnistar vilja hieypa lok- um frá dyrum til þess að greiða götu þeirra. En ávarp það, sem miðstjórn kommúnistaflokksins birtir í gær í blaði sínu er gott dæmi um það örvit, sem þessi einangraða klíka landráðamanna er nú haldin af. Þar er því haldið fram að tilgang- ur varnarráðstafana þeirra, sem gerðar hafa verið sje fyrst og fremst sá, að geta notað ísland sem „herstöð til árása á megin- land Evrópu“!! Þessi brjáiæðiskennda fuil- yrðing miðstjórnar kommún- ista er raunar alis ekki ný. Rússnesk blöð hafa undanfar- ið haldið því fram að Norð- menn, Svíar og Danir væru að búa sig undir að hefja árás á Sovjetríkin. í þeim tilgangi væru hinar friðsömu smáþjóð- •ir á Norðurlöndum að kaupa sjer vopn og varnartæki frá Ameríku. Nú hefur ísienska þjóðin bæst við í tölu þeirra þjóða, sem eru að undirbúa árás á hið vesalings litla og saklausa Rússland!!! a Nei, ;kppnpúnistar hafg losrvaö úr öllum , tengslum við íslenskt fólk og íslenska, hagsmunii .Þejp gdnga aðeins eriijda ofbeldisins. ' ' ' 4 Ij UM 36 miljonir krona greiolflu brunatryggingarfjelög hjer á landi í skaðabætur vegna bruna á tímabilinu 1946—1950, eða á fimm árum. Það er því engin furða þó Sam- band Brunatryggjenda telji nauð- synlegt að efla eldvarnir hjer á landi. En það er ekki einungis í þágu tryggingarfjelaganna, að eld varnir sjeu sem öflugastar, það er ekki síður í þágu alls almenn ings. Langflestir eldsvoðar hafa í för með sjer tjón bæði beint og óbeint sem ekki verða bætt með brunatryggingu. Hið óbeina tjón j sem eldurinn getur valdið er oft á tíðum tilfinnanlegra en hið beina tjón. Á þetta við á öllum sviðum, og má sem dæmi nefna húsnæðisvandræði sem eldurinn getur orsakað, og eru þau ekki fá dæmin um fjölskyldur serr. hafa lent í húsnæðishraki vegna eldsvoða. Þá getur eldsvoði vald- i ið atvinnumissi í lengri eða skemmri tíma þega' atvinnufyrir tæki brenna, og eru stöðvuð jafn- j vel svo mánuðum skiftir eftir j bruna. f fes*';m brunatilfelium fara verðmæti forgörðum sem kosta erlendan gjaldeyri. Þeir eru ekki svo fáir brunarnir á undan- förnum árum, þarsem útflutnings vörur landsmanna hafa orðið eld- inum að bráð, svo sem freðfiskur og saltfiskur. Það er því álit okkar sem að fyrrnefndum fjelagsskap standa, að leggja beri meiri áherslu á, en gert hefir verið hingað til, að fyrirbyggja eldsvoða eða minka brunahættuna, það er ennfremur álit okkar að mál þessi snerti ekki eingöngu brunatryggingarfjelög- in heldur allan almenning, rikan sem fátækan, bæði þá sem hafa með höndum atvinnurekstur hverju nafni sem nefnist og einn- ig heimili allra landsmanna. Hvað er þá hægt að gera og hvað hefir verið gert í málum þessum? Það er best að játa það strax, að málum þessum hefir ekki verið gefinn eins mikill gaumur sem skyldi, og að við hjer á landi erum á eftir tímanum hvað eldvarnir snertir. Þær eldvarnir sem til hafa ver- ið hjer á landi hafa aðallega beinst að því að slökkva eld, en minna hugsað um hitt, að fyrir- byggja að eldur komi upp. Að tilhlutun Eldvarnaeftirlits ríkisins, hafa slökkvilið verið sett á laggirnar í flestum kaup- stöðum og nokkrum kauptúnum hjer á landi og hafa þau oft á tíðum unnið ágætt starf við erfið- ustu skilyrði. Hjer í Reykjavík hefur verið starfrækt slökkvilið af bæjarins hálfu mjög lengi, en fullyrða má, að hvergi á landinu fullnægja þessi slökkvilið ströng- ustu kröfum, sumsstaðar ekki einu sinni lágmarkskröfum sem gera þarf. Víða stendur þetta til bóta, og er vonandi að svo haldi áfram, en því er ekki hægt að neita, að víða hefir gætt lítils skilnings um nauðsyn þess að slökkvivarnir sjeu í góðu lagi. Árið 1949 var gefin út reglu- gerð um brunamál, og í þeim eru mörg góð og nauðsynleg ákvæði, en svo er það annað mál hvernig þessum lagafyrirmælum er full- nægt. Jeg er hræddur um að þar sje víða pottur brotinn. Fyrir Reykjavík sjerstaklega, er í und- irbúningi, ný brunamálareglu- gerð og standa vonir til að hún verði bráðlega staðfest. Annars má geta þess, að það er nokkuð langt síðan fyrstu fyrir- mælin um eldvarnarráðstafanir hjer í Reykjavík voru gefin út, eða nánar tiltekið 144 ár, og til fróðleiks skal hier tekið upp það sem stendur í Árbókum Reykja- víkur eftir Jón biskup Helgason, um þessi mál: „1. apríl 1807 gaf stiftamímað- ur Trampe greifi, út auglýsingu, er brýndi fyrir bæjarmönnum að hafa vakandi auga á öllu, sem brunahætta gieti stafað alSt Þar .er bönhuð tjiörusuða, .ennfremur lýsis- og Iifrabræðsla innanbæjar. Eld og giæður oí Ijós tnáækkii bera undir opnum hirani, nema í luk(u glóðakeri eða .líjóskerilj Tóbaksreykingar, er,u .bannaðar .þarsem eldfimt er og méira; að segja á götum úti, nemá Hetta sje yfir pípunni. Kertasteypa og tólgarbræðsla er bönnuð að næt- urlagi. Loks eru öll skot á götum bæjarins bönnuð hvort heldur er á nóttu eða degi.“ Þannig voru fyrstu eldvarna- fyrirmæli sem gefin voru út á íslandi. Fyrirmælin um tóbaks- reykingar þættu víst nokkuð ströng nú. Tilgangurinn með grein þess- ari er, að vekja almenning til! umhugsunar um eldvarnamál yfirleitt. Mjög margir af brun- um þeim sem orðið hafa hjer á landi á undanförnum árum hafa orsakast af kæruleysi í meðferð elds og ýmsra tækja sem geta valdið íkviknun, og á betta jafnt við á heimilum sem vinnustöðv- um. Verðmæti fyrir miljónir króna hafa fari ðforgörðum vegna hugsunarleysis og trassaskapar. Það er þetta sem þarf að fyrir- byggja, og það þarf að koma fólki í skilning um, að það er hættu- legt að skilja við ýms rafmagns- áhöld, svo sem straujárn, kaffi- könnur og útvarpstæki í sam- bandi, þegar farið er úr íbúðinni; það er hættulegt að reykja á vinnustöðvum og víðar þar sem mikið er um eldnæm efni. Þá má minnast á olíukynditækin sem oft hafa valdið eldsvoðum, en orsak- irnar til hinna tíðu íkviknana frá þeim, má bæði rekja til vankunn- áttu og kæruleysis fólks í með- ferð þeirra, og eigi síður til tækj- anna sjálfra, sem oft eru mein- gölluð hvað alt öryggi snertir. Reynslan sýnir að almenning- ur gerir sjer alls ekki ljósa grein fyrir þessum hættum, þrátt fyrir öll þau tjón sem orsakast hafa af þðssum ástæ(5um, bruhaif Idp m bæði vaidið éfriáíegu fjoni og líftjóni. Það kemur oft fyrir að ýmsum varúðarákvæðum á vinnustöðvum er illa tekið bæði af yfir- og undirmönnum, svo sem bann gegn tóbaksreykingum og um, að þrifalega sje gengið frá að vinnu lokinni. Skilningsleysi manna og jafn- vel þverúð við ýmsar eldvarnar- ráðstafanir er svo mikil að ótrú- legt er. Enda er það nú einu sinní svo, að hingað til hefir verið tek- ið á þessur málum með sillcihönsk um, en slikt getur ekki gengið lengur, a. m. k. munu tryggingar- fjelögin taka mál þessi fastarí tökum framvegis en hingað til. Það er einhugur um það hjá með- limum Sambands Brunatryggj- enda að fylgja því fast efir að fyrirmæli þeirra um eldvarnir verði ekki sniðgengin, en eins og áður er sagt, eru allar eldvarnar- ráðstafanir ekki síður í þágu alls almennings en tryggingarfjelag- anna. Til þess að eldvarnarmál kom- ist hjer í gott horf, þarf að vera samvinna á milli allra viðkom- andi aðila, og er vonandi að svo geti orðið. Bæjarfjelögin eiga að sjá um slökkvivarnirnar, að í hverjum kaupstað og kauptúni sjeu nauð- synleg slökkvitæki ásamt þjálf- uðu starfsliði, en það er ekki nóg, án vatns verður eldur ekki slökkt ur, a. m. k. ekki ef um nokkurn eld að ráði og er að ræða. En það er einmit vatns-spurnsmálið sem hefir víða reynst erfitt viðfangs og á það ekki hvað síst við hjer í Reykjavík. Hjer hefir það þrá- íaldlega komið fvrir að slökkvi- Framh. á bls. 7. —Víkverji skrifarr ------------- m DAGLEGA LÍFIISiU Ruslið við þjóðvegina ÞJÓÐVEGIRNIR eru smátt og smátt að opnast, eftir veturinn og fleiri og fleiri fara um þá í ýmsum erindum, nauðsynlegum og ónauðsynlegum einsog gengur. En í hvaða erindum, sem menn fara um þjóðvegi landsins hljóta flestir vegfarendur að taka eftir því fádæma rusli, sem hvarvetna liggur meðfram vegum landsins og þó mest nálægt bygðum ból- um. Sumstaðar eru bókstaflega sorp haugar, þar sem öllu ægir sam- an, ösku, matarleyfum, tómum niðursuðudósum og þessháttar. Eitt dæmi af mörgum EITT DÆMI má nefna um sóða- skapinn við þjóðvegina, ekki vegna þess, að þar sje sjerstak- lega sóðalegra en víða annarsstað ar, heldur vegna þess að það er nærtækt. Og lýsingin á aðkom- unni til Keflavíkurbæjar á við um mörg íslensk þorp og bæji. Þegar ferðamaðurinn nálgast Keflavík liggja gamlar ryðgaðar járntunnur á víð og dreif, spýtna brak, járnarusl, Hálfrifnir kofar, eða hreysi, sem komin eru að falli og geta ekki verið til neins nýt. Víffa er pottur brotinn SEM SAGT, Keflavík er tekin af handahófi, en því miður er sömu söguna að sega þegar komið er til höfuðstaðarins, þótt ekki sje það alveg við bæjarmörkin. í Árbæjarbrekkunni, austan Elliðaár, er gryfja, sem fylt hefir verið af úrgangsdrasli hverskon- ar. Það leynir sjer ekki að þarna hefir verið sorphaugur. Og einsog til að undirstrika lög- hlýðni íslendinga hefir verið sett þarna skilti, sem á er letrað stór- ,um stqfum: , . . „Újé'f er Mírtnað ao 1 kasta' rusli“! s isntdj t’í sJbð 86 tifxa uiaanohn 14 aut niuni/IuS liihut rmnH .uqqó IMatvæli í prentpappír MpÐ/,A,UKÍ(ý .ysg’sluparfyejsi og frílistum hefir allmjög ræst úr umbúðarpappírsskortin- um, sem hjer ríkti lengst af vetr- ar. En stundum veitist mönnum erfitt að venja sig af ósið, sem kominn er í tísku, þótt vanda- lítið virðist vera að breyta til batnaðar. Matvælum er t. d. enn pakkað inn í prentpappír og hvað sem mönnum kann að þykja vænt um blöðin sín og þeir vilji ekki fyrir neitt án þeirra vera, þá er ekki hægt að neita því, að varla er hægt að búa sóðalegar um mat en að búa um hann í gömlum dag- blöðum. Það kvað meira að segja vera bannað í heilbrigðissamþykkt bæjarins. Ekki veitti af STUNDUM ÞARF að halda sjer stakar „vikur" hjer í bænum bara til þess að framkvæma sjálf sagða hluti. — í gær tók t. d. götulögreglan rögg á sig og gætti þess, að vegfarendur færu eftir umferðarljósunum í miðbænura. Og það var hreint ekki vanbörf á, það varð að stöðva svo að segja hvern einasta mann, nema þá, sem voru svo heppnir, að þeir komu fyrir tilviljun að grænu ljósi er þeir æíluðu yfir umferðar götu. Sjaldan hefir það sjest jafn greinilega og i gær hve fótgang- andi fara lítið eftir umferðaregl- unum. Það veitti ekki af 52 „umferðar- vikum“ á ári hverju. Frjetíir af kríunni KUNNINGJARNIR eru farnír að grínast við mig um kríuna. — Hvenær kemur hún segja þeir? Þú hlýtur að hafa fengið einhverj ar frjettir af henni. Og svo brosa þessir gárungar í kampinn, rjett einsog mjer sje einhver stríðni í þýí að minster á khíuna,! •••.' n-i ■ En núi iþarfi ekki lerlgi að > bíða. ’ Hun á áðijkfflma TZ;'fnaí. Fyrsti konnuriaihópurinnuEn'Siðán kera' ;Uf hútt fyfiri alvöíti i þann 14,, éf búni bregðuri r«kkii vjainai ifiínuinJ En það gerii’ Xuglinn sá sjaldan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.