Morgunblaðið - 16.12.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1951, Blaðsíða 10
r 10 ”^E!r ' MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. des. 1951. ■ riinrnrooiMvnittnriiirf? v Þeir, sem vilja koma /o líá íicih ve i yjum, eða öðrum C m m fM aucjlýóLHCj,um l jolablaóLc m eru vinsamlegast bcðnir að hringja í síma 1600 sem allra fyrst. ■ ___ ■ JPtorgtntMaðið | (jesturinn hefir orðið <=Hlliu óœíaœti LfU ÓC&l(jC&LL d lorÍiÍ Þakjárn H.Bened iktsson & Co. n.r ?rA FNAR H VO LL. R EYK.J AVI K m m I Sígildar jólabækur | m ■ ; ÚTI í HEIMI eftir Dr. Jón Stefánsson, kr. 85,00. ■ :■ ■ W ■ ÍÞRÓTTIR FORNMANNA eftir Björn Bjarnason, ■ Í kr. 85.00. ' [ KVÆÐI OG KVIÐLINGAR eftir Káinn, 85,00 ■ 7 ■ ■ ■ : RIT EINARS JÓNSSONAR, kr. 125,00 : ■ ■ '■ ■ í REISUBÓK JÓNS INDÍAFARA, kr. 125,00 í ■ ■ ■ ■ VÖRÐUR VIÐ VEGINN, eftir Ingólf Gíslason, ■ : kr. 75.00 : ■ ■ ■ ■ FAÐIR MINN, kr. 80,00 : ■ B ■ ■ S ÍSLAND VIÐ ALDAHVÖRF, kr. 45,00 : ■ ■ ■ ■ : FORTÍÐ REYKJAVÍKUR eftir Árna Óla, kr. 60,00 ■ ■ ■ " * it ■ ■ ■ ■ ■ j Þetta eru allt merk rit í góðu bandi | I og á hagstæðu verði. .»-1 j . j ■ ■ ■ •• ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ \ Gefið bókamonnuniEm sígild j 1 rit I jólagjöf „ 0 S R AIVI “ - jólakertakeðjur I ■ ■ sérlega vandaðar með klemmu og kúluliðamótum, svo að : kertið snýr alltaf beint upp. „Osram“ jólakertakeðjur geta ; orðið erfðagripir. Svo vel reynast þær. VÉLA OG RAFTÆKJAVERZLUNIN Bankastræti 10 — Tryggvagötu 23 Þorsteinn Guðmundsson 11. Þ. M. VARÐ Þorsteinn Guð- mundsson klæðskerameistari á ísafirði áttræður. Þorsteinn hefir verið búsettur á ísafirði í nær því hálfa öld. Flutti þangað fyrst 1905, að því er ég ætla. Allan þennan tíma hefir Þorsteinn ver- ið einn af góðborgurum ísa- fjarðar. Fagmaður í fyrstu röð, vinfastur og drenglyndur $%usn- armaður. Aldrei viljað látg mik- ið á sér bera, en svo raungoður, að frábært má telja. Æfidagur Þorsteins má heita að hafi verið óslitin vinnustund,'. og enr. gengur hann að störfum, því hann kann aldrei við sig óvinnandi. Heimili Þorsteins, en hann er kvæntur hinni þjóðkunnu hann- yrðakonu, Þórdísi Egilsdóttur — hefir verið eitt mesta rausnar- heimili á ísafirði, þar sem fjöldi bæjarbúa og aðkomumanna hefir notið þeirrar alúðargestrisni, sem einkennt hefir þessi heiðurs- hjón. Við vinir og samborgarar Þor- steins Guðmundssonar þökkum honum ágæt störf og vináttu og vottum honum virðingu. Hann hefir verið ísafirði góður og þarf- ur þegn. Einn þeirra manna, sem ávallt má treysta og sem vilja láta gott af sér leiða í hvívetna. Arngr. Fr. Bjarnason. Tónieikar SINFÓNIUHLJÓMSVEITIN lauk öðru starfsári sínu með tónieik- um í Þjóðleikhúsinu s.l. þriðju- dag. — Hljómsveitin lék sinfoniu op. 25 eftir Prokofieff, píanó- konsert í A-dúr eftir Mozart, svítu nr. 2 fyrir litla hljómsveit eftir Strawinsky og Vatnasvítuna eftir Handel, — lofsverð fjöl- breytni á einum tónleikum, hefði verið að sama skapi til flutnings- ins vandað. — Stjórnandi var dr. Victor Urbancic, en einleikari frú Jórunn Viðar. Hin ,,klassiska“ sinfónía Proko fieffs er snauð af alvöru og heið- ríkju hins klassiska anda, en fynd in er hún og hljómsetningin snjöll. Verkið er vandleikið, og sumir kostir þess leyndust í mátt- vana leik hijómsveitarinnar. •— Svíta Strawinskys er napurt skop en athyglisvert, og tókst flutn- ingur hennar öllu betur en sin- fóníunnar. — Píanókonsert Mozarts var skipað milli þessara verka á efnisskránni. í hreinleik sínum og látleysi bar hann af þeim eins og gimsteinn af gler- skarti. — Frú Jórunn Viðar lék einleikshlutverkið prýðilega, þrátt fyrir hikandi meðleik' hljómsveitarinnar. Mikill yndis- þokki hvíldi yfir leik hennar, sem var fíngerður, látlaus og inni- legur. — Staðsetning flygilsins var óvenjuleg oCT óheppileg mitt í hljómsveitinni í stað þess að setja einleikshljóðfærið fremst á sviðið, eins og venja er. — Þetta var í fyrsta sinn, að píanókonsert er fluttur með Sinfóníuhljóm- sveitinni, og er það ekki vonúm fyrr. Síðast á efnisskránni var „Vatnásvíta“ Handels í hljóm- sveitarbúningi eftir Sir Hamilton Harty. Sumir kaflarnir voru vel leiknir. Hornleikarar leystu erfitt hlutverk, en auðheyrt var, að hljómsveitin hefur engum Lansky-Ottó á að skipa lengur, og nokkrir kveinstafir úr trompet um orsölfuðu skelfingu meðal hlustenda. Óhöpp geta alltaf hent, og leik- ur hinna reyndustu og beztu hljómsveita tekst sjaldan svo vel, að engu megi að finna, En leikur Sinfóníuhljómsveitarihnar var að þessu sinni fjær listrænni full- komnun en hann hefur verið um skeið, og oftast hvíldi yfir hon- um sá grái geðleysisblær, sem ekki megnar að vekja hrifningu. Listunnandi menn í landinu falla ekki frá kröfunni um við- unnandi starfsskilyrði fyrir hljómsveit í höfuðstaðnum. Verði þeirri kröfu fullnægt, kemur til kasta hljómsveitarmanna að gera auknar kröfur til sjálfra sín. Ing. G. Jónas Tóamsson: Strengjastef I. f H A U S T kom í bókabúðir söngvasafn með þessu nafni eitir Jónas Tómasson á ísafirði. — í safninu eru 32 sönglög, raddsett fyrir samkóra, öll frumsamin af Jónasi, að 7 undanteknum, sem eru íslenzk þjóðlög, sem hann hefur raddsett og klætt í nýjan búning. Tvö sönglögin eru með píanóundirleik. Það er ekki þörf á því að kynna höfUndinn, því að hann er landskunnur maður fyrir störf sín í þágu tónlistarinnar. Hann •hefur í áratugi verið aðalmaður- ínn í sönglífi ísafjarðar, bæði söngstjóri og kirkjuorganleikari. Hann hefur verið og er umsvifa- mikill bóksali og störfum hlað- inn, en þó hefur honum unnizt tími til að semja fjölda sönglaga og annarra tónsmíða og er það sönnun þess, að sönggyðjan lætur hann ekki í friði. Tónsmíðar hans eru tómstundastarf. Hann hefur samið þær sér til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar. Þó er langt síðan hann varð kunnur þjóðinni sem tónskáld, allt frá því árið 1915, þegar fyrra heftið af íslenzku söngvasafni kom út með laginu „Nú sé ég og faðma þig syngjandi vor.“ Síðan birtust sönglög eftir hann í tíma- ritum og söngvasöfnum. Safn af 12 frumsömdum sálmalögum, sem nefnist Helgistef, kom út fyrir nokkru síðan, og birtist heftið Strengjastef I nú, og bend- ir nafnið á, að vænta megi fleiri hefta frá hendi höfundar. Það er Sunnukórinn, sem á frumkvæðið og kostað hefur útgáfuna, eh höf- undurinn sjálfur er hlédrægur og kveðst vera feiminn, þegar talað er um hann sem tónskáld. En það er samt ástæðulaust, því að tón- skáldafélagið hvatti hann á sín- um tíma til að ganga í þann fé- lagsskap og er það óskipt viður- kenning félagsins á honum sem tónskáldi. Sönglög Jónasar Tómassonar munu kunnust á Vesturlandi, enda mest sungin þar af kórum. En, eins og áður er tekið fram, eru nokkur þeirra þjóðkunn, og eru þau í þessari bók, ásamt nýju lögunum. Eins og við er að búast í safni laga eftir einn og sama höfund, þá eru sönglögin misjöfn að gæðum, en beztu lögin eru falleg og þess virði, að þeim sé gaumur gefinn, og fer fjarri því að ég fullyrði of mikið, þár sem það er þegar staðreynd, að þjóð- in hefur tekið þeim með þökk- um, og þykir mér líklegt að mörg sönglögin, sem nú birtast í fyrsta sinn, eigi einnig eftir að ná vin- sældum hjá almenningi. B. A. Guðnýjarkver komi úf FRÁ HELGAFELLI kom í dag bókin Guðnýjarkver. í þessa litlu snotru bók hefur frú Helga ■Kfistjánsd. safnað öllum Ijóð- um hinnar góðkunnu skáldkonu Guðnýjar frá Klömbrum. Það undarlega er að fyrst nú, meira en hundrað árum eftir dauða hennar, koma út ljóð hennar og er það vel að það er íslgnzk bóndakona, sem annast útgáfuna og skrifar fallega og ítarlega rit- gerð um Guðnýju, skáldskap hennar og hið ömurlega og sárs- aukafulia líf. Er Guðný lézt 1837 kom út í Fjölni ritgerð um hana og var þá jafnframt birt hið undurfall- ega saknaðarljóð hennar, er hún orti er maður hennar neyddi hana til þess að yfirgefa heimili þeirra, enda dó hún úr sorg upp úr því eins og kunnugt er. RÓMABORG — Fyrir skömmu varð sprengjá 5 börnum að bana í Ítalíu. Hún var fólgin í jörðu, síðan í seinustu styrjöld. Rákust börnin á hana, en hún sprakk í höndum þeirra. Níu meðen 5ámóii, að menntaskólafrv. færi fil 2. umr. í e.d. MENNTASKÓLAFRUMVARP- IÐ var til fyrstu umræðu í efri deild í gær og var því umræðu- laust vísað til annarar umræðu og menntamálanefndar. Níu þingmenn greiddu atkvæði með því að frv. færi til annarar umræðu en fimm voru á móti. Einnig voru níu samþykkir að vísa því til rhenntamálanefndar en tveir á móti og töldu þeir óþarft að málið íæri í nefnd, þar sem málið var ítarlega rætt í nefnd í neðri deild. „Inga Bekk" - ný felpnabók NÝLEGA er komin á markaðinn bók fyrir ungar telpur. Heitir hún Inga Bekk og er eftir Jo- hanne Korch. Bókaútgáfan Fróði gefur hana út. Hún er prentuð í Prentfelli og bundin í franskt band, sem er nýjung hér á landi. Þetta er skefrtmtileg bók, efnið að vísu alvarlegt en ekki sorg- legt og stíllinn léttur og gaman- samur. Söguhétjan, Inga Bekk, var 13 ára gömul — eigi að síður var hún fær um að leysa erfið viðfangsefni, af því að hún var glöð og heilbrigð og vildi alltaf vera öðrum til góðs og gera sitt bezta. - Ræða viðskipfa- málaráðherra * Frömh. af bls. 7 laun sín að krónutali. Það er sama og segja framleiðslunni að greiða hallann án þess hún hafi fengið nokkrar auknar tekjur. Afleið- ingin verður að síðustu uppgjöf þeirrar framleiðslu, sem þjóðin lifir á. Þessvegna hlýtur það nú að hvarfla að mönnum þegar at- vinnuleysið er sem vágestur fyrir margra dyrum, hvað við gerum til þess að tryggja þá atvinnu- vegi sem þjóðin lifir á? Því mið- ur gefum við þessu litinn gaum — og frumskilyrðið gleymist jafn- an, en það er, aff þjóðin geri ekki meiri kröfur til atvinnuveganna en þeir geta staðiff undir. 4 NÝ VERÐBÓLGA MESTA HÆTTAN Mesta hættan sem nú vofir yfir atvinnu og efnahag þjóðarinnar pr ný verðbólga. Ekki er líklegt að érlenda verðlagið hækki mik- ið fyrst um sinn. Skeð getur að það lækki. En innlenda verð- skrúfan, haldi hún áfram, getur siglt hér öllu í strand og gert at- vinnuvegina óarðberandi. Ef við komumst enn einu sinni í þá að- stöðu, er enginn máttur sem get- ur hindrað það að efnahagskerf- ið leiti á ný jafnvægis með verð- fellingu gjaldmiðilsins. Landsmenn verða að gera sér grein fyrir, að afkoma þeirra byggist á því sem þeir sjálfir afla, og að það hefir komið fyrir og getur gerzt enn, að þeir geri of miklar kröfur til sinna eigin at- vinnuvegá. Það er hættan sem nú vofir yfir. Um þessa hættu heyrist sjaldan talað í herbúðum sócialistaflokk- anna. Þeir líta á sig sem mála- færslumenn verkalýðsins gagn- vart atvinnuvegunum og gera sín ar kröfur án tillits til afleiðinga ' og staðreynda. Þeir þeyta lúður lýðskrumaranna og segja það eitt sem almenningur vill heyra. Þeir kynda undir óánægjunni en þeir eru ekki menn til að taka á sig óvinsældir af nauðsynlegum en sársaukafullum ráðstöfunum. Þeir gera alltaf kröfur til annara en aldrei til sjálfs sín — og þegar hinn kaldí veruleiki leiðir vanda- málin að þeirra eigin dyrum til úrlausnar, þá annaðlivort flýja þeir af hólmi eða þeir standa klumsa frammi fyrir' vandanum, j sem þeir áður úthrópuðu aðra * fyrir að leysa ekki. _ ..^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.