Morgunblaðið - 20.02.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1952, Blaðsíða 2
MORGUISBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. febr. 1952 1 Eldhásdagur Siúdentafélagslns: ,,Hio pkvæðQ viohorf til Hisms er kjftroi illrar- ii8iiIiiiifiiíítti4V j segir 'íéeras Ijajðmaiíiilss©!! fenai Sn®rri lÍurliMii níifl í mélurmálinu! 1EINS OG skýrt var frá hér í blaðinu í gær, þá efndi Stúdenta félag Reykjavíkur til eldhúsdags umræðna um menningarmál á naánudagskvöldið. Umræður þess nr fóru fram í Sjálfstæðishús- inu og tóku þátt í þeim sem frummælendur fimm þjóðkunn- ir rithöfundar og menntamenn. Komu þeir víða við í ræðum, svo sem vænta mátti og drápu á margt í menningarmálum þjóð- arinnar, er þeim þótti ýmist til •vanza eða þeir álitu að ætti verð- ligt hrós skilið. Var það mjög vel til fundið hjá Stúdentafélag- inu að efna til slíkra allsherjar- umræðna sem þessara um menn- ingarmál þjóðarinnar, en þau verða seint fullrædd, og kom það -ekki hvað sízt fram á fundi þess- nm, en þar var nær eingöngu Tætt um stefnur og strauma í Jjóðfist og öðrum bókmenntum, •Og svo auðvitað um lífið og list- ina ,yfirleitt. Það, sem talað var á fúndí þessum var allt tekið á stálþráð og mun útvarpshlust- endura "gefinn kostur á að hlýða Á ræðurnar einhvern tímann á uæstunni. Sökum þess hve marg- ir framsögumennirnir voru, var Tæðutími hvers þeirra takmark- Æður við 15 mín. og þeirra er síðar kvöddu sér hijóðs við 10 Tnínútur. Fyrstur frummælanda . talaði Heudrik J. S. Ottóson. Hóf hann *nál sitt á því að lýsa ánægju Æinni yfir því, að dómþing þetta i ménningarmálum skyldi háð, oins og hann orðaði það, enda -væri það ekki að ástæðulausu. Hendrik vék síðan að því að jnenn yrðu að gera sér ljósa grein -fyrir, að þróun íslenzkrar tungu virtist nú á vegamótum. Að henni steðjaði hætta, er einkum komi úr tveimur áttum ,og í fyrst.a lagi innan frá. Sem dæmi nm þaö tólc hann venju ýmissa iSnadarmanna svo sem rakara og .gestgiáfa/er auglýstu iðn sína á •útlendum tungum, allsendis að ósekju. í öðru lagi hefði fjarræn •og annarleg stefna í ljóðeigerð Jiumið hér land í seinni tíð, er mjög horfði til hrörnunnar tung- Tinni, — atómljóðin. Það hefði einmitt verið ljóðlist- in, sem haldið hefði tungunni lireinni og ómengaðri allt frá því að Snorri reit Heimskringlu, og |>ví væii íslenzkri tungu hreinn voði vís: ef klúðurljóð þau, er •atorriljóð. nefndust næðu að rót- íestast í íslenzkri Ijóðagerð. Síð- an varpaði Hendrik fram þeirri jEpurriingiJ,. hyort Egill mundi hafa leyst höfuð sitt úr höndum 'Eiríks kqnungs, ef kveðið hefði hann atomljóð sér til lífs og lausnar. Svarið var neikvætt, og cigi að heldur myndu menn á borð við Sigfús Daðason hafa kveðið niður Uppkastið frá 1908 með hvatningarljóðum sínum, svo sém þeir Einar Benediktsson, ■Guðmundur Guðmundsson og Þorsteinn Erlingsson. Hendrik lauk raeðu sinni með því að hvetja til herferðar gegn atom- ^ikáldunum, á sama hátt og land- læknir hefði þegar farið herferð á hendur geitum og lúsum meðal þjóo'arinnar. Ngestur talaði Ingitnar Jóns- *o«. Hann kvaðst efast um það, hvtirt menn gætu verið.sammála um hvað væri merking (orða) en Á því byggðist allur umræðu- grundvöllur. Menningin getur aidrei staðið í stað, sagði séra Ingirnar, hún stígur og hnígur. Kyrrstaða í menningarefnum Tómas Guðmundsson. væri sama og dauði. Þróunin í þeim sökum virðist ganga í öld- urn upp og niður, og þvi er eng- in ástæða til þess að vera svo mjög uggandi nú í dag. En samt sem áður verða menn ávallt að hafa opin augun fyrir öllu því, sem horfir til menningarbóta og vera á verði gegn því, er þar fer miður. Um hnignun í menn- ingarmálum væri helzt að ræða á þrennan hátt. f fyrsta lagi mætti tala um beina hnignun, úrkynjun. í öðru lagi gæti menningarframsóknin hægst svo mjög að við beinni stöðvun lægi. í þriðja lagi væri það svo þjóð- ernisleg minnimáttarkennd er kæmi mönnum til þess að sækj- ast eftir ýmsum stefnum og fyr- irbrigðum frá öðrum þjóðum, sem enginn fengur væri að, en hið heimafengna oftast nær öllu betra. í dag þyrftum við íslend- ingar helzt að gjalda varhug við þessu síðastnefnda. HEFUK HÁSKÓLINN BRUGÐIST HLUTVERKI SÍNU? Grundvöllur sannrar þjóðmenn ingar hlýtur að vera gagnger al- þýðumenntun, hélt séra Ingimar áfram. Það er menntunin ein, sem getur dregið fram alla þá hæfileika, sem í hverjum manni búa í smáum eða ríkum mæli, og því er nauðsynin svo mikil að mennta hvern einasta einstakl- ing, en láta sér ekki nægja að eiga takmarkaðan hóp vísinda- og fræðiiðkenda. í þessu sam- bandi mætti drepa á það, hvort Háskólinn hefði ekki að nokkru Kristmann Guðmundsson brugðist hlutverki sínu, dregizt aftur úr í menningarmálunum. Sú stofnun hefði reynt að vera einskonar allsherjarvísindastofn- I un í stað þess að vera fyrst og I fremst kennsl.ustofnun. Að lokum vék séra Ingimar að atomskáldunum og fór um þau og þeirra list hörðum orðum. Hún væri innflutt, annarleg stefna, er horfði til spillingar í íslenzkri ljóðagerð og ætti ekki hljóm- grunn meðal þjóðarinnar. Sem dæmi um óhæfu þessa vildi hapn taka kvæðisnefnu eina, er hann hefði lagt mikið á sig að læra utanbókar, þótt venjuleg ljóð lærði hann fyrirhafnarlaust með öllu. Það var svona: Ó, þú, sem veldur hvorki önd né æði, en eigrar milli svefns og vöku. Svona, upp með þig! Það er glas. Þetta var margendurtekið og náði yfir heila síðu í bókinni. Er hægt að bera þetta saman við fögur íslenzk kvæði, t. d. Ég bið að heilsa? spurði hann að lok- um. Þá tók Jóhannes úr Kötlum til til máls. Kvað hann enga hættu stafa af hinni nýju stefnu í ljóða- gerð, er hinir fyrri ræðumenn hefðu atyrt svo mjög. Miklu fremur mætti nefna ræður á borð við þær, sem séra Ingimar hefði hér verið að enda við að flytja menningarhættu. Listina hvað hann vera árangur ítrustu per- sónueflingar í þágu samfélags- ins. Listamaðurinn yrði að vera auðmjúk.ur þjónn allrar nýsköp- unar. Innsta þrá hverrar mann- eskju væri listsköpun, listnautn. Borgaralega list kvað Jóhann- es miða helzt. að því að kveða bölmóð hrörnunarinnar inn í naflann á sjálfum sér (Sic.), en í kommúnisku þjóðfélagi hefði listamaðurinn fyrst og fremst á- byrgð gagnvart flokknum og hagsmunum hans, er hann yrði að túlka. Þannig væri í rau,n- inni ekkert við að at athuga, þótt rússnesk tónskáld hefðu verið atyrt af stjórnvöldunum fyrir ó- kommúnisk tónverk, — frelsi þeirra væri fólgið í því að þjóna flokknum á sem víðtækastan hátt. Síðan ræddi hann góða stund um barnakúgun í Egyptalandi, stríð og manndráp og átta stunda vinnudag og endaði mál sitt á hugleiðingum um tilveruna al- mennt, sem hann kvaðst alls ekki botna neitt í. Næstur talaði Kristmann Guð- mundsson. Hann lagði ríka á- herzlu á hvern þátt bókmennt- irnar hefðu átt í viðhaldi og vexti menningarinnar hér á landi og sagði að ,,án bókmennta væri hér engin menning“. Markmið lista og bókmennta væri að sýna manninum sjálfan sig í spegli fegurðarinnar. Því markmiði væri göfugt að þjóna. í engu landi heims hefðu skáldin feng- ið meiri og betri viðurkenningu en einmitt hérlendis, allt frá alda öðli. Þjóðin hefði öll kunn- að kvæði þeirra. En jafnframt hefðu þau óvíða átt erfiðara upp- dráttar sökum skorts á veraldar- gæðum. Ef við hefðum aldrei eignast Ijóð og list, þá væri ég sannfærður um, að við gengj- um á fjórum fótum og bauluðum eins og tuddar. Astarrómantíkina hefðu skáldin ein skapað, og ef satt væri að hún væri nú að Framh. á bls. 8 Valur Gústafsson sem bankaráðsformaður og Ólaíur Thordar- sen sem bankastjórinn. Leikkvöld Nenniaskclans 1952: j LEIKSÝNINGAR menntaskóla- nemenda njóta orðið mikilla vin- sælda meðal almennings hér í báe. í hvert sinn er þær fara fram, :er Iðnó gamla þéttskipuð ahorf- lendum, ungum og gömlum, sem skemmta sér konunglega og láta óspart í ljós ánægju sína með hlátrasköllum og dynjandi lófa- taki. Er það og að vonum, því að ofast eru leiksýningar þessar furðuvel úr garði gerðar, betur miklu en búast mætti við, þar eð margt hlýtur að vera af vanefn- um gert og hinir ungu leikendur eru allajafnan viðvaningar á leik- sviði. Mikið hefur það þó bætt úr skák að leiksýningar þessar hafa átt góðan hauk í horni þar sem er Leikfélag Reykjavíkur, sem jafn- an hefur verið boðið og búið íil að lána búninga og annað sem með hefur þurft, og auk þess hafa leikendurnir oftast notið góðrar leikstjórnar hinna færustu manna. Að þessu sinni sýnir ,,Leik- kvöld Menntaskólans“ gamanleik inn „Æskan viS stýrið“ eftir Hubert Griffith, í þýðingu Sverr- is Thoroddsens. Fór frumsýning fram í Iðnó í fyrrakvöld fyrir fullu húsi áhorfenda er tóku leikn um afbragðsvel. Er leikritið bráð- skemmtilegt og ágætlega samið, og hefur það fram yfir marga slíka gamanleiki, að undir gásk- anum skín í heilbrigða ádeilu höfundarins á vissar manngerðir og þjóðfélagsmein. Þeir leikararnir, Baldvin Hall- dórsson og Klemens Jónsson hafa sett leikinn á svið og haft leik- stjórnina á hendi. Hafa þeir unn- ið þar ágætt starf. Staðsetningar allar eru eðlilegar, hraði leiksins góður, og gerfi þau sem þeir hafa valið persónunum er í ágætu samræmi við hlutverk þeirra í ‘leiknum. Yfirleitt ér heildarsvip- ur sýningarinnar betri en ég hef áður séð á, leiksýningum mennta- skólanemenda. Aðalhlutverk leiksins, Randolph Warrender, leikur Erlingur Gísla son. Fer hann einkar vel með það. í fyrstu gætti hjá honum nokkurs 'leikhrolls, en hann losnaði fljót- lega við þann kvilla og eftir það varð leikur hans æ betri eftir því sem á. leið og beztur í síðasta þætti. Valur Gústafsson, leikur banka ráðsformann Lundúnabanka, gamlan fausk og ellisljóan. Val- ur er Reykvíkingum að góðu kunnur fyrir ágætan leik hans í hlutverki eins af sonum Day- hjónanna í ,,Pabba“ en þó einkum í hlutverki Karls í ævintýraleikn um ,,Snædrottningin“ sem Þjóð- leikhúsið sýndi í fyrra. Hlutverk bankaráðsformannsins er all- vandasamt, en Valur leysti það prýðisvel af hendi. Gerfi hans vár ágætt, látbragð allt í sam- ræmi við persónuna og leikurinn allur hinn öruggasti. Fitch bankafulltrúa leikur Steinn Steinsson. Er það einnig allmikið hlutverk. Leysir Steinn það vel af hendi. Svipbrigði hans og hreyfingar eru í ágætu. sam- ræmi við persónuna og gerfið eftir því. Ingibjörg Jónsdóttir leikur Dortíthy Wilson, vélritara og fer laglega með það hlutverk., Ponsonby, aðalbankastjóra leikur Ólafur Thordersen af góðrS kímni og hið sama má segja ura Guðjón Sigurkarlsson sem leikuri Farley lávarð, aldurhniginn heið- ursmann, óstyrkan í gangi og titrandi á höndum. Önnu dóttur bankaráðsformannsins leikur SóS veig Thorarensen, fjörlega og eðl3 lega. Gylíi Guðmundsson leikur William, dyravörð í Lundúna- bankanum og HaraJdur Sigurðar son gamlan mann, sem kemur. mjög við sögu síðast í leiknum, Gerfi Gylfa er sérstaklega gott og hann fer mjög laglega með þettai litla hlutverk. Þeir Skúli og Odd- ur Thorarensen og Björgvin Guffl miuidsson fara allir með smá-i hlu.tverk og gera þeim góð sk.il Sumum leikenda hætti við aðS tala fullhratt og ógreinilega, svd að leikhúsgestir misstu af þv3 sem sagt var. Vonandi stenduij það til bóta. Leiktjöld Magnúsar Pálssonar eru smekkleg og skemmtileg og sýna, þó að þau séu ekki marg- brotin, að Magnús er hugkvæmur* og snjall í sinni grein. Þýðing Sverris Thoroddsens a leikritinu er góð, á smekkiegu oí3 lipru máli. Að leikslokum voru leikendud og leikstjórar kallaðir fram hvað eftir annað og ákaft hylltir aS leikhúsgestum. Þessi leiksýning menntaskóla-i nemenda er til sóma öllum sem að henni standa. Er þess að vænta að hún verði vel sótt, þvi að hún er vissulega þess virði, leikritið skemmtilegt og vel sett a sýið og leikur unga fólksina .óvenju góður. Signrðar Grímsson. I ------------------ i Aðalfundur vörubíl- sljóra í Hafnarfirði ! FÉLAG vörubílstjóra í Hafnar-i firði hélt aðalfund 17. febrúar s.l. Formaður gaf skýrslu um árs- starfið og gjaldkeri las upp reikni inga þess, og voru þeir samþykkÉ ir. í stjórn voru kosnir þeir: Guðn3 V. Björnsson form., Kristján Benediktsson ritari, Gísli Guð- mundsson, Hverfisgötu 6, gjald-. keri, Jón Magnússon varaform., Jón M. Guðmundsson meðstjórn- andi, Jóhann Vilhjálmsson og Gísli Guðmundsson, Hverfisgötu 17, til vara. Þorsteinn Auðunsson, sem ver- ið hefir formaður s.l. 5 ár, baðsí eindregið undan endurkosningu. Þökkuðu fundarmenn honum ve3 unnin störf í þágu félagsins. _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.