Morgunblaðið - 23.03.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1952, Blaðsíða 7
[ Sunnudagur 23. marz 1952 MORGVWBLAÐIÐ 7 1 Frá Heimdaliariundinum sJ. þriðjudag. HEIMDALLUR efndi til almenns æskulýðsfundar í Sjálfstæðis- húsinu s. 1. þriðjudagskvöld, eins og áður heíur verið frá- ský-rt hér í blaðinu. Fundur þessi tókst með ágætum, sátu hann milii 200 og 300 manns og 8 ræðumenn úr ýmsum skólum og starfs- stéttum tóku til máls. Var bæði rætt um hið almenna viðhorf seskunnar til stjórnmálanna og einstök mál eða málaflokka, sern lim þessar mundir eru ofarlega á baugi. Sigurbjörn SKATXAMALIN Fyrstur tók til máls SigUL'- björn Þor- björnsson skrif [ stofustjóri, og i ræddi um skattamálin. — Hann benti á, að skattakúgun sú, sem hófst á valdaárum Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins hefur stórlam- að allt okkar fjármálalíf. Hefur nú loks náð fram að ganga til- jiaga Sjálfstæðismanna um end- urskoðun skattamálanna, og er næsta mikilsvert, að ungt fólk fylgist vel - með þeirri endur- skoðun, — athugi t. d. hvernig reiðir af tillögunni um frádrátt námskostnaðar og um ívilnanir fil ungs fólks við stoínun heim- ilis. Þau atriði, sem helzt hafa áhrif á skattabyrðina, eru: 1) ákvörðun tekna, 2) skattlagning hjóna, 3) persónufrádráttur, 4) skattstiginn, 5) skattlagning fé- Jaga. Sigurbjörn sýndi með ljós- um rökum, að meira eða minna jþarf að færa í lag í sambandi við öll þessi atriði, ag með því að taka upp hið svonefnda stað-! greiðslukerfi. Niðurstöður hans voru þessar: 1) Ýmsir liðir við ákvörðun nettótekna til skatts þurfa breytinga við, t. d. frá- dráttur skatta og útsvara, náms-: kostnaðar og frumbýliskostnað- ar. 2) Skattlagning á tekjum hjóna verði háttað þannig, að tekjur skiptist til helminga án .tillits' til tekjuupphæðar skatt-^ þegna. 3) Persónufrádráttur ^ verði samræmdur lágmarkskröf- ^ um til framfærslu. 4) Tekju- skattstigarnir verði myndaðir, með 2 höfuðsjónarmið i huga —t annars vegar, að skattþegnum gefist tækifæri til hóflegrar eignamyndunar, og hins vegar, að tekjumyndunarviðleitni þegn- anna sé ekki skert. 5) Sanngirni og- réttlæti ríki í skattlagningu félaga,. — einu félagsformi verði ekki ívilnað umfram annað. 6) . Umskipað vérði núverandi skipu- lagi á framkvæmd skattalaganna, •— framkvæmdaraðilum verði fækkað og settur verði á stofn. Sigurður dómstóll í skattamálum. 7) Tek- in verði upp innhe’mta skattn og útsvara af tekjum jafnóðum og þær myndast. ATVÍNNUMALIN ___ Næsti ræðu- maður var Sig- urður Péturs- scn mennta- skólanemandi og i'æddi um atvinnumálin. Vandræði þáu, er sleðja að at- vinnuvegum okkar stafa að miklu leyti af óviðráðanlegum orsökum, vályndri veðráttu og duttlungum síidarinnar, en auk þess af óheillasporum, sem stig- in hafa verið á síðari árum og nú verður ekki lengur bætt fyr- ir. Má þar til nefna innflutning fjárstofns þess, er á sínum tíma flutti með sér mæðiveikina. Fjár- pestirnar ásamt öðru hafa vald- ið þeim miklu fólksflutningum, sem verið haía frá sveitum til bæja, ekki sízt Reykjavíkur, en þeir flutningar hafa valdið ó- jafnvægi í atvinnulífinu, sem enn hefur ekki með öllu tekizt að bæta úr. Bæjarfélag, sem stendur í fjárfrekum risafram- kvæmdum getur ekki séð hinu aðflutta fólki fyrir fullkominni atvinnu vegna þess, að til þess eru ekki peningar fyrir hendi, skattpíningin hefur náð há- marki. — Stjórnarandstæðingar hafa reynt að leika l.iótt tafl í þessu máli og ekki látizt skilja, að ekki er unnt að heimta í einu stórauknar framkvæmdir og minni eyðslu. E.i málstE.ður þeirra er vor.lausari ■ c:i svo, i*ð hann blekki r.okhurn r:nn. Gaspur kommúnista er orðinn snar þáttur í íslenzku skemmi- analífi, og þeir eru taldir eiga fleiri aðdáendur og fjárstyrktar- aðila utan lands en innan. Al- þýðuflokksmönnum líður illa, þeir hafa missL vinnuna við að hefta ötulleik framkvæmda- mannanna, sitja í sínum pólitíska skammakrók og bíða þess í von- leysi að geta aftur tekið að biölta með höftin. — Framund- an er að gera atvinnuvegina öruggari og óháðari veðráttunni. Um leið verður grýiuóttinn við erlent fjármagn að breytast í skynsamlega varúð. Það verður verkefni æskumanr.a vorra. Það verður verkefni hinnar þrótr- miklu og áræðnu æsku, serní nú- tíð og framtíð sem í fortíð kem- ur úr röðum ungra Sjálfstæðis- manna. EINSTAKLINCS- FRELSI Hulda Emils- dóttir ski'ií- stofustúlka tai- aði um einstakl ingsfrelsi. — Grundvöliur stefnu ungra Sjálfstæðis- manna. er sér- jigpaskipulag og einstaklings framtak. Þeir krefjast frelsis einstakíingsins til að læra og. að- hafast það, sera hugur hans fim.- ur þörf. og löngun til og. er í samræmi við góða siði og grund- vallarlög.. E. t. v. miða fram- kvæmdir hans fyrst og frerost að því að eíia eigin. hag, en reynslan hefur ætíð sannað,. að í þessu efni er bezt að láta. lífið fara sinn farveg. Ef menn eru frjálsir til athafna í eigin þágu, keppa þeir að því að staría sem mest — framleiða sem mest, og þar með gera þjóðíélagi sínu öllu sem mest gagn. Frelsi er manninum einnig skilyrCi íil hi’vs sannásþroska. Ungir S;áifsiæðG- menn skilja þennan sannleika og stefna að því að gera þjóð- félagsborgarana sem allra frjáls- asta og óháðasta. Sú stefna er í samræmi við lífið sjálft. Þór Hulda Hinrik ENGLISH ELECTRIC Seljiim við gsp afðerpn. ® Margra ára reyrssla / ® Emalleraður poítur ® Sjálfvirkur rofi • Varahlutir óvallt til ® Eins árs áhyrgð ORKA HF. Laugaveg 166i. HANDRITAMALIH Hinrik Bjarna son nemandi i Kennaraskólan um ræddi um handritamálið. — Fyrir mörg- um öldum skráðu áhuga- samir fræði- menn hetju- sögu hinnar ís- lenzku gullald- ar á bókfell og notuðu til þess tungu þjóðar sinnar. Á tímum eymdar og þrenginga flýði þjóðin til þess- ara rita, sótti til þeirra kjark og þor. Því er ekki að undra, að við dáum þau, teljum þau helga dýrgripi, sem ekki er hægt að hugsa sér annars sLaðar niður komha en hér, í beirra eigin landi. Á 17. öld hófst flutningur handritanna til útlanda. Látið var svo heita, að rannsókn þeirra og útgáfa yrði þar auðveldarj, en minna varð úr þeirri starf- semi, en um hafði verið rætt og margt handritanna fórst í öldum hafsins eða eldinum í Kaup- mannahöfn. Vafalaust hefðú þau geymzt betur heima á íslandi. Nú eru eriendis 4—5000 handrit, mörg illa geymd. Miðstöð nor- rænna fræða er á ísi^ndi og þau æiga hvergi heima nema í söfn- um okkar. Við eigurn þau, hvar sem þau eru, — þau varðveittu íslenzka þjóðarsál frá- glötun og voru ekki látin góðfúslega af hendi. Okkur er metnaðarmál að fá þau heim aftur, og það mun takast að lokum. • •••MIIIMHMUHHIIIIHIin V IIMIIIirt <1W>IIII1MI?UIIU> 3 fb i £:. ■£> T -pt r- j Auglýsendui a t h u g i ð : að Isafold og Vörður er tosík \ asta og fjölbreyttasta blaðið j sveitum landsins. ILemur út : einu íinni l vika — tö aiðtu STJÓRNARSKRÁRMÁLID | | _________N _ Þór Vilhjálms son stud. jur. talaði um stjórnarskrár- málið. Endur- skoðun stjórn- ai’skrárinnar er nú tímabær, en þess ber að minnast, að stjórnarslcráin er of dýrmæt og mikilvæg til að vera vettvangur fyrir til- raunir til framkvæmda á óraun- hæfum bollaleggingum. Þess vegna á að vera um endurskoð- un að ræða en ekki nýsmíði. Þau atriði, sem helzt koma til at- hugunar við þessa endurskoðun eru þrjú: nánari aðskiJnaður lög- gjafar og framkvæmdavalds,- ný kjördæmaskipun og meiri dreif- ing valdsins. Enn hafa ekki kom- ið fram fullnægjandi tillögur um nýja skipun neins þessara mála, en hins vegar munu menn al- mennt vera sammála um ýmis smærri atriði. Varla myndi vei gefast að forsetiim skipaði ríkis- stjórn án atbeina þingsins eins og reynslan hefui' sýnt. Tillagan um að dreifa valdinu með því að skipta landinu í fjórðunga eða íylki virðist einnig héldur öfga-, kennd. Því er margt óráðið á þessu sviði og brýn.þcrf mik-! illa umræðna og ... skynsamlegra og raunhæLa tiliagna. ÆSKAN OG STJÓRNMÁLIN Þóra Eene- diktsson verzl- unarskólanem- | andi ræddi um æskuna og stjórnmálin. — Pólitísk æsku- lýðsfélög láta nú allmikið á sér bera, en þó munu þau vart eiga sér nema 2 til 3 áxatuga sögu hér á landi. Þessi félög hafa marga kosti. Ábyrgðartilfinning æskunnar vex, er hún finnur, að henni er tiliit sýnt, og jafnframt vex stjórnmálaáhugi hennar. — Félögin sjá ungu fólki einnig fyr- ir stjórnmálafræðslu með náms- skeiðum, mælskuæíingum og út- breiðsiufundum, og auk þess eignast ungt fóik þar nýja kunn- ingja og nýja vini og skiptist þannig á skoðunum og-.þekkingu. Loks er ótalinn einn aðalkostur i þessara félaga, sem sé sá, að þar geíst seskunni kostur á að starfa fyrir sína hugsjón og sínar skoð- anir. Hún firmur, að.það er einn- ig á her.nar valdi að hafa áhrif á þróunina og það eykur vilja hennar til átaka. Að sjálfsögðu hafa póliíísku æskulýðsfélögin einnig sína galla. Sagt er, að þau dragi ómótaða unglinga of snemma í dilka og barátta þeirra sé óhrein og öfgakennd. í sjálfu sér vegur sannleikskjarni þess- ara ásakana hvergi r.ærri upp á móti kostum félaganr'.a. Heim- dallur hefur bezt barizt fynr hugsjónum lýðræðis og frelsis allra hinna pólitísku æskulýðs- félaga. Vonandi t.ekst honum enn sem fyrr að sannfæra æsk- una um gildi þessara hugsjóna og gera hana að pólitískum anö- stæðingum annarra ílokka en ekki pólitískum óvinum. -Þcra SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN OG REYKJAVÍK _______________Ungt fólfc, sem er að móta stjórnmálaskoi5 anir sínar, get- ur margt lært af sögu Reykja • víkur síðustti ráratugina. — Sjálfstæðis- flokkurinn hef- ur um langt Þórður skeið fariðeinn. með stjórn bæj arins, og hér hefur einstaklings- framtakið fengið að njóta sírv bezt. Þar af leiðanöi hafa at- vinnuvegirnir staðið með mikl- um blóma og menn hafa flut?t til bæjarins hópum saman. Ef augum er rennt yfir þróun bæj- armáianna síðasta aldarfjórð- unginn, sést, að íbúunum hefur fjölgað um meira en 30 þúsund- ir, lögsagnarumdæmið hefur stækkað, ný hverfi bvggzt, iðn- aður margfaldast, raðist hefur verið í að beizla fljót og. jarðhita, gerðar hafa verið nýjar götur, skrúðgarðar og leikvellir, reistir skólar, aukið heilbrigðiseftirlit og margs konar íélagsleg þjón- usta önnur. Hér hefur Sjálfstæð- isflokkurinn lyft Grettistaki. — Vafalaust væri hér öðruvísi um- horfs, ef hrossakaup, sem v:5 þekkjum úr landsstjóminm, hefðu þurft að fara fram um. stjórn bæjarins. Ungir Sjálfstæð- ismenn þurfa að vinna örugglega að því að flokur þeirra haldi meirihluta sínum í Reykjavík og vinni meirihluta á öllu landim*, — með því vinna þeir fóstur- jörðinni mest gagn. ÖRyGGISMÁIAN OG KOMMÚNISTAR Sú ógnar F hætta, sem nú t ^jglygg^ggjt grúiir yfir mannkyninu cg það, sem allir hugsandi memv hræðast mest, er stríð. Við- vitum öll, að"~ fjaiTægðin get- ur ekki lengur verndað okk- ur og hlutleys- isyfirlýsing okkar verður a tf engu höfð, þegar um gæfu og ógæfu alls mannkynsins er að-‘ tefla. Þess vegna eigum við að taka okkur stöðu með þeim þjóð- um, sem eru okkur vinveittar og háfa éður sýnt vilja sinn í verki. til að hljápa okkur eins og sínum eigin börnum. Við eigum ekki að gefa okkur á vald neinni þjóð, heldur að leggja fram okk- ar skerf í hverju sem hann verð- ur fólginn í baráttunni fyrir al- heimsfriði. íslenzka þjóðin má ekki láta kommúnistiska oíbeld- ismenn hindra, að landið sé vel varið gegn hugsanlegri árás þeirra austrænu manna, .sem nú eru farnir að undirbúa og reyna að koma af stað nýrri alheims- styrjöld. Áróður hinnar íslenzku fimmtu herdeildar má engan blekkja. Saga hermar sýnir, að ekki er hikað við að segja eitt í dag og annað á morgun eftir því, hvað yfirherrunum hentar bezt. Hin unga kynslóð mun hefja öfluga baráttu til að þurrka slíka mehn út úr íslenzkum. stjórnmáium — undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Jóhann lýtíái! 5 lierSierp íbúð í Hlíðarhverfi TIL SÖLU. Laus 14. maí næstkomamii. Útborgun eftir samkcmulagi. NÝJA FASTEIGNASALAN Bankasíræti 7. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.