Morgunblaðið - 06.02.1954, Side 7

Morgunblaðið - 06.02.1954, Side 7
Laugardagur 6. febrúar 1954 MORGUISBLAÐib) 7 Sótti móti straumi, er oðrir hurfu úr ufskekktri byggf TIL útnorðurs blasir úthafið við svo langt sem augað eygir, grátt og kuldalegt, en stynjandi hylgjubakkar hefjast og siga upp að landi. Skálavík ytri við mynni ísa- fjarðardjúps liggur opin fyrir hoiskeflum Atlantshafsins og brimið málar strandlengjuna löðurhvíta. Sitt hvoru megin eru <dökkir sæbrattir klettar, himinhá •fjöll. að vestan er Öskubakur, upphaf Galtar, sem er eitt af tignarlegustu fjöllum Vestfjarða. Að norðan er Stigahliðin einnig snarbrött. Bæði að vestan og norðan er óslitin fjalla og kletta- röð og í botni víkurinnar rís f jall- ið Deild, einnig tignarlegt. Norð- an við það er dalskorningur, sem gengur upp að Skálavíkurheiði, nærri 400 metrar á hæð, en um hana liggur leiðin til Bolungar- víkur. 3 KLST GANGA YFIR SKÁLAVÍKURHEIÐI Á gamlársdag kom Jónas Hall- dórsson bóndi á Minni Bakka í Skálavik ásamt konu sinni gang- andi yfir heiðina til Bolungavík- ur. Það var þriggja klst. ganga, til þess að hitta vini og ætt- ingja í Bolungarvík, vera á ára- mótaskemmtun í félagsheimili Bolvíkinga og fara til kirkju á Hóli á nýársdag. ÁÐUR FJÖLBÝLI Á MÖRGUM JÖRÐUM Ég spurði Jónas um lifnaðar- hætti manna í Skálavík og hóf hann mál sitt á þessa leið: — Skálavík má muna sinn fífil fegri. Áður bjó þar margmenni. Voru þar nokkrir bæir og fjöl- býli á þeim öllum eða flestum, gjarnan fjórbýli, því að ættum fjölgar. Eru sögusagnir af því, að sumum þætti ærið þröngt um sig og urðu af nokkrar deilur. GOTT SAUÐFJÁRLAND Þótt víkin sé ekki stór, er undir lendi nokkuð og grasgefið mjög. Er Skálavík því alitaf góð til fjár beitar. Og áður fyrr var sjórinn stundaður af miklu kappi. Mönn- uðu menn báta sína út í félagi og voru róðrar stundaðir allt árið en mest þó síðari hluta vetrar Og á vorin. Söltuðu menn fiskinn og hertu og þótti fiskur hertur í Skálavík góð vara. — Róið þið enn til fiskjar frá Skálavík? — Nei, ekki að heitið geti. Við höfum skektu, sem við förum á að sumarlagi til að draga fisk í soðið og e. t. v. dálítið, sem við geymum til vetrarins. Enda hefur sjósókn frá Skálavík aldrei verið neinn barnaleikur. Stutt er á góð mið, en víkin liggur fyrir opnu hafi og ekkert var fyrir hafáttum, en brimasamt mjög við ströndina. Enda eru þess mörg dæmi að Skálvíkingar urðu að hverfa frá lendingu og leita til hafnar í Bolungarvik eða Súgandafirði. IJnir nú hag sínum vel í I og íæknin rýfur einangrun Samfal við Jónas Halldórsson, bónda á Minni-Bakka. síðar átti eftir að skjóta upp kollinum, eins og ég vík að síðar. Strax eftir fermingu fór ég að stunda sjóinn, fyrst upp ó það að lögð var fyrir mig lóð og fékk ég það, sem á hana fiskaðist. Síðan upp á hálfan hlut úr afla og loks upp á heilan hlut, sem fullgildur háseti. Oftast reri ég á bátum frá Bolungarvík, var á síld veiðum á sumrin, ýmist reknetum eða snurpinót. Líkaði mér sjó- mannsstarfið vel og vildi helzt ekkert verk á landi vinna og sízt í sveit. Ég átti að heita for- maður um 5 eða 6 ára skeið á Ölvel1, er Bjarni Eiríksson gerði út. 1937 giftist ég Sigríði Magnúsdóttur úr Bolungar- vík. Keyptum við hjón- in okkur hús í Rolungarvík og stofnuðum heimili. Þá fór hugurinn að dofna við sjóinn og litla frækornið, sem ég áð- ur gat um fór að skjóta upp kollinum. Mig langaði til að fara að búa og umgangast skepnurnar, sérstaklega féð. Konan samþykkti þetta. Lét- um við ekki sitja við orðin tóm, heldur keyptum jörðina Minnibakka í Skálavík og fluttum þangað vorið 1942. FRUMBÝLINGSÁRIN Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig svo lítt vanan sveita- störfum að hefja búskap? — Já, vissulega voru það mikil viðbrigði í störfum sem nú biðu mín, þar sem ég hafði eingöngu verið á sjó. En um það þýddi ekki að eyða orðum. Nú var bára að taka til starfa. Bærinn var niðurníddur og að mörgu þurfti að hlúa. Fyrstu búskaparárin voru erfið, ég flestu óvanur, börnin ung og varð ég heylaus fyrsta vorið, en síðan hefur slíkt aldrei komið fyrir mig. — En þú hefur þraukað af erf- iðleika frumbýlingsáranna. — Oft datt mér í hug, að leggja árar í bát og hætta. En ég vildi ekki gefast upp, með fram af því, að margir höfðu spáð því, þegar ég byrjaði bú- skapinn, að varla yrði ég lengi. Svo fór nú að horfa betur um búskapinn, skepnunum hjá okkur fjöigaði og aðdrættir að batna. — Hvað búa nú margir í Skála- vík. — Samtals mun það vera eitt- hvað um eða yfir 20 manns. — Þetta eru 3 býli: Breiðaból, þar Jónas Halldórsson, bóndi í Skálavík. sem Kristján Guðbjartsson býr, Meiribakki, bóndi Páll Pálsson og Minnibakki, þar sem ég bý. Við stundum allir sauðfjárbúskap. Ég hef t. d. um 140 'kindur. Og ég hygg að fleiri gætu búið góðu búi í Skálavík með aukinni ræktun. Svo mikið er víst, að enginn okkar, sem nú búum þarna hyggj um á brottflutning. BÆTT HEFITR VERIÐ ÚR EINANGRUNINNI Og Jónas heldur áfram máli sínu: — Skálavík hefur verið mjög einangruð byggð. Sérstaklega þegar vetur leggst að, hefur hún verið eins og heimur út af fyrir sig. Má koma með sem dæmi, þann atburð þegar mótorskipið ísbjörn frá ísafirði, strandaði við sker eitt norðanvert í víkinni vet- urinn 1940. Tókst giftusamlega til um björgun og skipverjar komu til bæja þjakaðir nokkuð. Þá var engin talstöð eða neitt þess háttar í Skálavík. Þaðan bárust ekki fréttir þótt eitthvað kæmi fyrir, fyrr en ferðir féllu. En þegar það skeði að skipbrots- menn bar upp að ströndinni, lífs eða liðna, var ekki um annað að tala en að leggja af stað úr Skálavík til Bolungarvíkur, að segja hvernig komið væri. Þegar ísbjörn strandaði, valdist til ferð- arinnar Páll Pálsson nú bóndi á Meiribakka. Hefur hann sagt mér SYNTI MÓTI STRAUMl — Ert þú upprunninn úr Skála víkinni? — Nei, ég er Bolvíkingur, son- ur Halldór Jónassonar og Agnes- ar Guðmundsdóttur. Ég er upp- alinn í Bolungarvík, en það má segja, að er ég flutti til Skála- víkur, hafi ég verið að synda á móti straumi, því að fram til þess hafði fólkið flutt frá þess- ari einangruðu vik. — Hvers vegna tókstu upp á því að flytjast búferlum? FRÆKORNI SÁÐ Ég er alinn að mestu upp við sjóinn. En þegar ég var 11 ára, réðist ég sem smali í Hörgshlíð í Mjóafirði og sat þar hjá eins og þá var títt, meðan fært var frá. Þennan starfa hafði ég í 2 sumur. Féak ég þar mín fyrstu kynni af skepnunum og var þá sem fræ korni væri sáð í lífi minu, sem (Ljósm.: Þorsteinn Jósefsson). Úr Skálavík ytri, sem er við mynni ísafjarðardjúps. sveitarinnar að það hafi verið ein sín erfiðasta ferð sakir ófærðar og snjókomu. — En hvað hefur nú verið gert til að bæta samgöngurnar úr Skálavik við umheiminn? — Nú hefur einangrunin mikið verið rofin. Vil ég þar fyrst til nefna að fyrir tæpum 20 árum var hafin vegalagning frá Bol- ungarvík yfir Skálavíkurheiði.Er þetta aðeins 12 km leið, en yfir háa heiði er að fara og töldu sumir fyrst að varla svaraði kostn aði að leggja svo langan og dýr- an veg til svo fárra býla. Hægt hefur að visu þokazt með vega- gerðina, en flest ár eitthvað verið unnið. Hefur mikil bót orðið að veginum fyrir okkur. Getum við nú flutt ýmiss konar þungaflutn- ing með vörubílum, dregið að okkur með auðveldum hætti birgðir til vetrarins. Með veg- mum má segja, að nýi tíminn hefji innreið sína í Skálavík. Eftir það höfum við eignazt jeppa og ýmiss konar jarðyrkjuvélar og auðveldara er að koma afurð- unum frá sér. Þó vil ég geta þess að lokum, að vegurinn er enn ekki fullgerður. Vantar enn á hann síðustu 3 km niður eftir víkinni heim í hlað og veldur það erfiðleikum. Verðum við enn að fara með allar vörur fótgang- andi eða á hestum þennan spöl, sem eftir er. Það er sannarlega mikið hjartans mál okkar, að vegurinn verði lagður áfram heim til okkar. VÉLTÆKNI í LANDBÚNAÐI — Þú sagðir áðan, að. eftir að vegur kom, hafið þið fengið ykk- ur jarðyrkjuverkfæri? — Já, búskaparhættir Skál- víkinga hafa lengst af verið með gamla laginu, orfið og hrífan, aðalverkfærin. Vegna vegleysis þótti eigi fært að konia vinnuvélum hingað. Á þessu hefur nú orðið breyting og kom það sér að góðu haldi, að er jarðýta var notuð við vegagerðina, fengum við hana þar sem hún var komin, ruddi hún sér braut heim að bæjum og tók til við að brjóta landið. Hefur það verk gengið vel, því að land er hér víða gott til ræktunar og væntum við mik- ils af slikum síórvirkum tækj- um í framíðinni. TALSTÖÐVARBRÚ VIÐ ÍSAFJÖRÐ Þá er það allt annað að eiga heima í Skálavik síðan við feng- ur þar talstöð.Það mun hafa verið 1947 eða 8, að ég ásamt nokkrum öðrum bændum við ísafjarðar- djúp og á Ströndum fékk á leigu talstöð hjá Landssímanum. Þar með höfum við fengið gott sam- band við umheiminn. Skiptum við við ísafjarðar Radio og get- um þar með komizt í samband við símakerfi iandsins. Stundum hefur gætt nokkurra truflana frá erlendum stöðvum, einkum í skammdeginu. Hygg ég að þessi talstöð sé betri lausn fyrir okkur en símalína yfir háan og snjó- þungan fjallveg. Eitt er þó, sem mér finnst athugavert um þessar stöðvar, að leiga á þeim er alltof há. Þar sem við verðum að bera allan kostnað af að sjá þeim fyrir rafmagni, geymum og öðru slíku, finnst mér að Landssíminn æíti að leigja þessar stöðvar á svipuðu verði og ef um síma væri að ræða. Meðan við notum talstöðvar, þá sparast Landssímanum að leggja dýra símalínu. Það er einnig erfitt að sætt irig við það, að öll þjónusta og samtöl gegnum talstöðvar er dýrari en ef um síma væri að ra'Öau VINDRAFSTÖÐIN HEFUR ÐUGAÐ VEL — Hvernig færðu rafmagn tiL talstöðvarinnar? — Ég hef vindrafstöð. — Hefurðu vindrafstöð? Þa5 er mjög óvenjulegt. Þær eru vist flestar orðnar heldur forneskju- legar.. — Já, það var mikið talað um. það hér áður að rafmagnsvanda- mál dreifbýlisins yrðu leyst mefí vindrafstöðvum. En reynsla flestra af þeim hefur orðið á einnt veg. Ég var einn þeirra, sem. keypti vindrafstöð á þeirrv árum. og setti strax upp, er ég hóJT buskapinn fyrir 11 árum. Mín rafstöð er í góðu lagi ena. þá. Viðhaldskostnaður hefur ver- ið lítill. Rafgeymarnir hafa dug— að um 3 ár, hver sería. Þessi stöð* hefur séð heimili minu fyrir raf- ljósum. Það hefur komið fyrir af> eins einstöku sinnum, að ég het orðið rafmagnslaus í langvarandi logni. — Hverju þakkarðu helzt, að» rafstöðin hefur enzt svo vel hjá, þér? — Fyrst og fremst því, aðf hún var í upphafi sett mjög“ traustlega upp og að ég heP gætt þess að láta hana ekbt snúast í of miklum veðrum^ Stöðin er farin að slitna, en. það þykir mér verst að geta. ekki fengið varahluti eða aðrat nýja stöð. EN NÝ FÆST EKKI — Hefurðu reynt til þéss afP fá nýja vindrgfstöð? — Já, ég hef skrifað fyrirtæki því, sem flutti þessar stöðvar mn_ fyrir nokkrum árum og spurfc hvort hægt væri að fá eina nýja. stöð. Svarið hefur verið eitthvafF á þessa leið: — Áhugi manna fyr- ir vindrafstöðvum er nú ekki lengur til. Við viljum því ekkerfc meira fást við innflutning á þeim. Ég myndi sennilega fá mér aðra. vindrafstöð, ef ég ætti þess kos^ þar til rafmagnsmál dreifbýlis- ins eru komin í betri skipan. FRAMTÍÐIN BJARTARl — Ég kvaddi Jónas bónda L Skálavík, skömmu áður en harvn. hélt á heiðina. Á nýársdag hafðL kyngt niður snjó, svo að þau Skálavíkurhjón fengu iánuð skíði. — Já, framtíðin er bjartarl en hún hefur verið oft áður„ sagði Jónas við mig. Og þegar- ég lít nú til baka yfir mín bú- skaparár, er ég þakklátur for- sjóninni fyrir að allt hefur gengið vel og að möguleikarn- ir virðast stöðugt vera að opn- ast, þegar við bændurnir # Skálavíkinni getum eins og aðrir orðið þátttakendur í hinni öru búskaparþróun, me8T fullkomnum jarðyrkjutækj- um. Og hann hélt áfram: — Að leggja niður byggð á stöðum eins og Skálavík, finnst mér fávíslegt. Að vísu eru margir erfiðleikar við að etja, en þeir eru líka til annarsstaðar og verða aldrei umflúnir, þótt menn flytji sig landshornanna ó milli og reyni þannig í fávísi að flýja þá. Og íslendingar eru vaxandL þjóð, sem þarf á auknu landrými að halda árlega. Ef náttúruskil- yrði eru á annað borð sæmileg á þessum og þvílíkum stöðum, held ég að reyna ætti allt sem hægt er til að halda þeim í byggð og *að opinberir aðilar ættu að gera nokkuð fyrir fólkið, sem býr þar til þess að það geti unað við sitt. Því að það er alltaf betra að styðja, en þurfa að reisa allt aftur seinna. . Vf —0—— Að svo mæltu steig þessi þrek- mikli, vestfirzki útnesjamaðúr á skíðin og hvarf sjónum út í skaf- renninginn, upp á Skálavíkur- heiði. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.