Morgunblaðið - 29.05.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1954, Blaðsíða 16
Yeðurúflif í dag: Austan SA gola. Léttir til. 121. tbl. — Laugardagur 29 maí 1954. til Gullfoss, Geysis, Þingvalia. Sjá blaðsíðu 9. Akveðið að byggjg fosfaf- og kalkáburðarverksmiðfu Mikil afkðsf Áburðarverksmiðjunnar — Frá aðalfundi hennar í gærdag AÐALFUNDUR Áburðarverksmiðjunnar var haldinn í Gufunesi í gær. — Formaður verksmiðjustjórnarinnar gaf skýrslu um starfsemi verVsmiðj unnar og lýsti því að byggingu þessarar verk- smiðju væri að ljúka. Afköst verksmiðjunnar eru nú komin yfir það, sem áætlað var. S. 1. sólarhring voru afköst verksmiðjunnar 1350 pokar eða 67.5 tonn. Stjórn verksmiðjunnar lagði fram tillögu um að henni væri heimílað að láta fara fram at- hugun á og undirbúning að fós- fatverksmiðju og verksmiðju sem framleiðir kalkáburð nægilega mikinn fyrir innanlandsþörfina. Tillagan var samþykkt í einu hljóði. wSTJÓRNARKOSNING Framkvæmdarstjóri Hjálmar Finnsson, las upp efnahagsreikn- ing verksmiðjunnar fyrir liðið ár. — Voru reikningarnir samþykkt- ir í einu hljóði. Úr stjórn áttu að ganga Ingólf- ur Jónsson, ráðherra, og Jón ívarsson, framkvæmdarstjóri. — Voru þeir báðir endurkosnir í einu hljóði. — Endurskoðandi var endurkjörinn Halldór Kjartans- son, framkvæmdarstjóri. Steingrímur Steinþórsson, ráð- herra og Halldór H. Jónsson, arkitekt, þökkuðu stjórn verk- smiðjunnar fyrir vel unnin störf og báru fram heillaóskir verk- smiðjunni til handa. Var síðan fundi slitið. Grundiirðingar synda 290 m alfs- siaðar þar sem þeir komasi í sundiaugar GRUNDARFIRÐI 28. maí. Fyrir hálfum mánuði fóru barnaskóla- börn úr Grundarfirði suður í Reykholt í Borgarfirði til þess að læra sund, undir leiðsögn skóla stjórans hér Elímars Tómassonar. Syntu mör-g þeirra 200 m sund norrænu samkeppninnar, að nám skeiðinu loknu. Mikill áhugi er hér í Grundarfirði fyrir sam- keppninni og hefur hver einasti maður, sem syndur er að segja má, synt 200 metrana, þar sem þeir hafa komizt í sundlaug, en hér er engin laug, svo það eru aðeins þeir, sem aru á ferðalagi. —Emil. Afmælishátíð Sjélhiæðis- flokksins ÞEIR, sem píöntrÆ 8?«fa a3- göngumija E ?* ft-vHfíIfag-naði SjálfstæðisfélafasíRBT á sauiu- dagskvöldið, era &eörir a£ vitja þeirra frssár Sfcéiíessi í da.g. Nokkrir aíS,m«g'u r en enn óseldir <»gí vstfit Jpí'ir seld ir í skrifsíof i! ðgHBHaðæs til ki 3 í dag. Un??ar á Tforyiinni Á UPPSTIGNIMTARDAG komu fysrtu andarungarrhT’ á Hevkja- víkurtjörn. — Þrjár endur sáusi þá með ungahóp sinn. Ein þc>— var á norðuírtijjinirÍBsni, með hvorki meira né minna <en unga. Það mura wrra< tneð allra stærstu ungahópvan. — Á r.orðu; tjörninni héldu iMfttoúr svartbak ar sig á uppstignár?g,i.p£xg og voru skuggalegir yfirlftera- Það hefui ekki ósjaldan ken.iið fyrir ac þessi stóri fugl r<sani ®ér niður og gleypi nýfædda Miffiga. Flugfélag Islands festir kaup a nýrri IJLUGFÉLAG ÍSLANDS hefur nýlega fest kaup á Douglas Dakota flugvél í Bandaríkjunum. Örn Ó. Johnson, framkvæmdastjóri íélagsins, flaug vestur um haf fyrir rúmri viku síðan til að ganga írá kaupunum, og kom hann aftur til landsins í fyrrdag. JBÚIN FULLKOMNUSTU TÆKJUM Flugvélin var keypt í Los Angeles, og var hún áður í eigu flugfélagsins North Ameriean' Airlines. Er hún lítið notuð ogj útbúin öllum nýjustu og full- komnustu tækjum, sem völ er á í dag. Hin nýja flugvél er að því leyti frábrugðin öðrum Douglas flugvélum Flugfélags ís- lands, að hurð farrýmisins opn- ast lóðrétt, og er hún jafnframt notuð sem stigi fyrir farþega, þegar þeir koma um borð eða fara í land. Innrétting flugvélar- innar er ný, en hún rúmar 28 manns í sæti. Flugvélin er nú komin til New York, þar sem íslenzk áhöfn tek- •ur við henni og flýgur henni til Reykjavíkur með viðkomu á Labrador og Grænlandi. Er hún væntanleg til Reykjavíkur um miðja næstu viku og mun þá strax verða tekin í notkun á inn- anlandsflugleiðum félagsins. Jó- liannes R. Snorrason, yfirflug- stjóri hjá Flugfélagi íslands flýg- •ur flugvélinni til íslands, en hon- •um til aðstoðar er þriggja manna áhöfn. STARFSFÓLKIÐ YELUR HENNI NAFN Hin nýja Douglasflugvél F.í. bsr einkennisstafinu TF-ISD. Henni hefur ekki verið gefið nafn enn sem komið er, en skoð- anakönnun mun á næstunni verða látin fara fram meðal starfs fólks félagsins um væntanlegt íaKaheiti. Flugfélag íslands á nú 4 Douglas Dakota flugvélar, og verða þær allar í ferðum í sumar á innanlandsflugleiðum auk tveggja Katalínaflugbáta. Með kaupum á hinni nýju flugvél hef- ur í bili verið bætt að nokkru úr brýnni þörf á auknum flug- vélakosti hér innanlands vegna hinna ört vaxandi flutninga í lofti. Nv frímerki HINN 1. júní næstkomandí gef- ur póst- og símamálastjórnín út nýja frímerkjaseríu, með mynd af fyrsta íslenzka ráðherranum, Hannesi Hafstein. Dýrasta raerkið, sem prentað er í rauðujn lit, verður að verð- gildi 5 krónur, þá verður annað kr. 2,45 og er það grænt og kr. 1,25 blátt. — Græna merkið er frábrugðið hinum tveim hvað gerð snertir. Steingrimur Guð- mundsson starfsmaður póst- og símamálEistjórnarinnar íeiknaði rammann umhverfis myndina af Hannesi ráðherra. Að venju eru frímerkin prentuð hjá Thomas de la Rue & Co., Ltd. Lundúnum. Kvintettinn ftá Pnilaueluu: Sitjandi frá vinstri: William Kincaid, Mason Jonss, John det ancíe. — Að baki þeirra eru Anthony Gigliotti og Sol Schoenbach. IDAG er væntanlegur hingað til lands á vegum Tóniistarfélags- ins kvintett skipaður fremstu blásturshljóðfæraleikurum í hinni kunnu sinfóníuhljómsve it Philadeflíuborgar, sem talin er eirs bezta hljómsveit heimsins, og sem hljómsveitarstjórinn Eugene Goossens áleit vera e. t. v. aðra af tveimur beztu sinfóníuhljóm- sveitum er nú starfa. Vorverkum lokið HÚSAVÍK, 28 maí. — Vorverk öll hér má segja að séu mánuði fyrr en venjulega. Alls staðar er búið áð láta niður í garða og sums staðar er kálmeti komið vel áleiðis. Veður hefur haldist ó- breytt nú lengi og er alltaf sól- skin og blíða. Gróður á túnum er óvenjumikill og má búast við að sláttur hefjist fyrr en venju- lega. — Fréttaritari. Kvintett sá, sem hingað kemur, er þannig skipaðiu:: William Kin- caid, flauta; Anthony Gigliotti, klarinett; John de Lancie, óbó; Sol Schönbach, fagott og Mason 1 Jones, horn. FREMSTUR FLAUTUI-EIKARA I Elztur og kunnastur þeirra fé- laga er William Kincaid, sem ver- ið hefur flautueinleikari Phila- delfíuhljómsveitarinnar í sam- ! fleitt 32 ár og getið sér mikla frægð víðs vegar urn heim. Hann er tvímælauast fremstur núlif- | ancli flautuleikara í Bandaríkj- I unum og þótt víðar væri leitað. ii bílfær HUSAVIK, 28. maí. — Unnið hefur verið að því undanfarna daga að moka Reykjaheiði, og fór fyrsti bíllinn yfi rhana á mið- vikudaginn. Var það vörubíll og var hann þrjár klukkustundir frá Ásbyrgi að Húsavík, en ann- ars er sú vegalengd venjulega farin á 2—2V2 klst., svo telja má heiðina fremur greiðfæra, miðað við þennan tíma vors. Er þettd einsdæmi, að heíðin skuli verða bílfær svo snemma, því venju- lega opnast hún ekki fyrr en um mánaðamótin júní og júlí. Er nú opin leið bæði til Kópaskers og Raufarhafnar. —- Fréttaritari. Róa með handfæri GRUNDARFIRÐ, 28. maí. Allir stærri bátar eru nú hættir veið- um hér. Nokkrar trillur hafa róið á handfæri og hafa þær fiskað all sæmilega. Veður hefur verið gott undanfarið og gefið á sjó svo að segja hvern einasta dag. -Emil Álfla’ijénin á Tjörninr.i /*4 i . . , >nW **%?%/ .jMKlÉÉBngt Auk þess hefur hann um árabil notið mikiis álits sem kennari við Cui tis-tónlistarskólann í Phila- delfíu og nær helmingur allra flautuleikara í stærri hljómsveit- um Bandai íkjanna hafa fyrr eða síðar verið nemendur hans. Sjálf- ur naut Kir caid um alllangt skeið tilsagnar George Barrére, sem var kuníiasti flautuleikari síns tíma. Hínir f jórir meðlimir kvintetts- ins eru allir mjög kunnir ein- leikar, hver á sínu sviði, og hafa um árabil leikið með Sinfóníu- hljómsveit Philadelfíu undir aðal stjórn Leopoid Stokowskis og Eugene Ormandy. Eins og Kin- caid eru þeir allir kennarar við Curtis-tónlistarskólann, sem er frægasti tónlistarskóli veraldar. Kvintett sá, sem hér kemur fram og var stofnaður af núVer- andi meðlimum hans, hefur nú starfað um nokkurt árabil og get- ið sér síaukna fræð f.yrir einstak- lega fágaðan og klassískan leik. Kvintettinn heldur hér tvo tón- leika fyrir styrkarfélaga Tónlist- arfélagsins á mánudags- og þriðju dagskvöid í Austurbæjarbíói kl. 7 síðdegis. Skakeinvígið j KBISTNES Það mun cinsdæmi í nokkurri höfuðborg í menningarpjoóiélagi, að hafa veiði stöðugan vörð yfir álftahjónum, sem eiga sér hreið- ur í miðhluta borgarinnar. — Þetta er þó sönn saga og höfuðborg- in er Reykjavík. — Fullorðnir menn og hálfvaxnir unglingar hafa ekki geta setið á strák sínum við álftirnar. Ilefur Reykjavíkur- bær látið vörð gæta þess að álftunum verði ekki gert mein. Vörð- urinn er í Tjarnargarðinum frá því snemma á morgnana þar tii fram á nótt. — Álftahjónin eiga nú þrjú eða fjögur egg » hreiðri sínu. (Ljósm. G. R. Ó.) VtmUSSTAÐIR j 27. Icikur Vífilsstaða: - j Hal—el

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.