Morgunblaðið - 29.07.1954, Síða 4
4
MORGVNBLAÐIfí
Fimmtudagur 29. júlí 1954^
f da" er 210. dagur ársins.
Óla fsmessa.
15. vika sumars.
Árdegisflæði kl. 5.54.
Síðdegisflæði kl. 18.13.
Næturlæknir er í Læknavarð-
Btofunni, sími 5030.
Apótek: Næturvörður er frá kl.
íB í Ingólfs Apóteki, sími 1330. —
Enn fremur eru Holts Apótek og
Apótek Austurbæjar opin alla
virka daga til kl. 8, nema laugar-
daga til kl. 4.
BifrciSasýning i KR-heimiliim
D-
• Veðrið •
í gær var norðan átt um allt
land, all hvasst á Austfjörðum og
1 Borgarfirði. Norðanlands var
skýjað og súld á annesjum, en
bjartviðri og hlýindi sunnanlands.
í Reykjavík var hiti 15 stig kl.
15,00, 8 stig á Akureyri og 9 stig
á Dalatanga.
Mestur hiti hér á landi í gær kl.
J.5,00 mældist á Kirkjubæjar-
klaustri og Eyrarbakka, 19 stig,
og ininnstur 5 stig, í Grímsey og á
Möðrudal.
1 London var hiti 17 stig um
hádegi, 17 stig í Kaupmannahöfn,
13 stig í Osló, 18 stig í Stokkhólmi,
113 stig í Þórshöfn og 24 stig í New
York.
n---------------------□
• Afmæli «
60 ára er í dag Guðbjörg Þor-
«teinsdóttir, Mjósundi 1, Hafnar-
firði.
Hjónaefni
S. 1. föstudag opinberuðu trú-
fofun sína ungfrú Érna Her-
mannsdóttir, Öldugötu 57, og
Hilmar Þór Helgason, Mávahlíð
38.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
eína ungfrú Aðalheiður Magnús-
dóttir frá Kirkjufelli í Grundar-
firði, og Magnús Álfsson, Grens-
ásvegi 47, Reykjavík
• Brúðkaup •
1 dag verða gefin saman í
hjónaband af séra Þorsteini
Björnssyni í kapellu háskólans
ungfrú Hansína Hrund Hansdótt-
S, Þórðarsonar, og stud. tekn.
arkús Þórhallsson, Jónasonar.
Hinn 17. júlí s. 1. voru gefin
Iaman í hjónaband á Möðruvöllum
Hörgárdal af séra Sigurði Stef-
nsyni ungfrú Stefanía Ámadótt-
ir, húsmæðrakennari frá Hjalt-
eyri, og Bjarni Magnúson við-
fikiptafræðingur frá Akureyri.
itt Ifir.af s i rí onar
se 'op® aiina dagleg*
Íir ád* vriíy c
«. O L V ' I P »
Íiw,SG Kí'hkt'ii f. LLlitin 1914,
jyma esiaáí U fc»U Þórðarsoö
'iaagistai!)-. 29,55 ticr.zk tónlistj
l'ónverk eftSý Ncrdal. 21,25
;ír fœaaKi ártium (igh ar Kvaran
'íikiíifi veötiir eSSfcíi t g flytur),
. dl,4ð gkx* uíutir: Spunw
^ ^ m . Íagar svlv um náttúrufræði
Myndi.. XMiák*iíUi»ai tus, ai * i » i í'»l 9 i n l tt b * &t> I (Ingimir Óskarson grasafræðing-
Mikið hefur veriö vanuað 11 synmgarmnar, seuir upp paimar og smekklegar blómaskreytingar. — ur). 22,10 „Á ferð og flugi“. 22,25
Fremst á myndinni sést bifreiðin L-300, sem er stærst og glæsilegust þeirra fólksbifreiða, sem á_ Symfónískir tónleikar (plötur):
sýningunni cru.
Flugferðii
Millilandaflug:
Loftleiðir li.f.:
Hekla, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykjavíkur
kl. 11,00 árdegis í dag frá New
York. Flugvélin fer héðan kl. 13,00
«til Stafangurs, Oslóar, Kaupmanna
hafnar og Hamborgar.
Edda, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykjavíkur
kl. 19,30 í dag frá Hamborg og
Gautaborg. Flugvélin fer héðan kl.
21,30 til New York.
Flugfélag íslands h.f.:
Gullfaxi fer til Oslóar og Kaup-
mannahafnar á laugardagsmorg-
un.
Innanlandsflug:
1 dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða,
ísafjarðar, Kópaskers, Sauðár-
króks og Vestmannaeyja (2 ferð-
ir). Á morgun eru ráðgerðar flug-
ferðir til Akureyrar (3 ferðir),
Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Flat-
eyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar,
Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs,
Patreksfjarðar, Vestmannaeyja
(2 ferðir) og Þingeyrar.
Farsóttir í Reykjavík
vikuna 4.—10. júlí, samkvæmt
skýrslum 20 (22) starfandi
lækna. 1 svigum tölur frá næstu
viku á undan: Kverkabólga 24 (35)
kvefsótt 37 (143), iðrakvef 7 (14),
mislingar 7 (5), kveflungnabólga
1
13 (30), rauðir hundar 4 (4), kik-
hósti 3 (6), hlaupabóla 2 (1).
„Brauðklemmu-brauðið“
Að gefnu tilefni skal tekið fi'am,
að „brauðklemmubrauðið“, sem
I talað var um í síðustu Kvenna-
; síðu, fæst m. a. í Björnsbakaríi í
Vallarstræti.
• Skipaiiéttii #
Eimskipafélug íslands h.f.:
Brúarfoss fór fl'á Reykjavík 26.
þ. m. austur og norður um land.
Dettifoss fór frá Hamborg í
fyrradag til Antwerpen, Rotter-
dam, Hull og Reykjavíkur. Fjall-
foss fer frá Rotterdam í dag til
Bremen og Hamborgar. Goðafoss
kom til Helsingör í fyradag; fer
þaðan á morgun til Leningrad.
Gullfoss fór frá Leith í fyrxadag
til Kaupmannahafnar. Lagarfoss
fór frá Siglufirði í gær til Súg-
andafjarðar, Grundarfjarðar og
Reykjavíkur. Reykjafoss kom til
Bergen 24. þ. m.; fer þaðan til
j Egersund og Flekkefjord. Selfoss
j fór frá Antwerpen í fyrradag til
1 Hul og Reykjavíkur. Tröllafos fór
frá New York 21. þ. m. til Reykja-
vikur. Tungufoss fór frá Keflavik
í gær til Hornafjarðar, Aberdeen,
Hamina og Kotka.
SkipaútgerSríkisins:
! Hekla kom til Reykjavíkur í gær
frá Norðurlöndum. Esja verður
væntanlega á Akureyri í dag á
austurleið. Herðubreið er á Aust-
fjörðum á suðurleið. Skjaldbreið
i fer frá Reykiavík í kvöld vestur
um land til Akureyrar. Þyrill er í
iReykjavík. Skaftfellingur fer frá
| Reykjavík á morgun til Vest-
| mannaeyja.
iSkipadcild S.Í.S.:
I Hvassafell er í Hamina. Arnar-
I fell er á Skagaströnd. Jökufell
I fór í gær frá Reykjavík áleiðis til
I New York. Dísarfell er í Amster-
i dam. Bláfell fer frá Hólmavík á-
I leiðis til ísafjarðar í dag. Litla-
I fell fer áeiðis til Faxaflóahafna
, í dag. Sine Boye fór 19. þ. m. á-
leiðis til íslands. Wilhelm Nubel
’ lestar sement í Álaborg. Jan lest-
ar sement í Rostock um 3. ágúst.
Skanseodde lestar kol í Stettin.
• Söínin •
BæjarbókasafniS
verður lokað til 3. ágúst vegn*
surnarleyfa.
Málfundafélagið óðinn.
Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð
ishúsinu er opin á föstudagskvöld-
um frá kl. 8—10. Sírni 7104. —
Gjaldkeri tekur þar við ársgjöld
um félagsmanna, og stjórn félags
ins er þar til viðtals við félags
menn.
Hvað kostar undir bréfin?
Einföld flugpóstbréf (20 gr.):
Danmörk, Noregur, Svíþjóð kr
2,05; Finnland kr. 2,50; England
og N.-lrland kr. 2,45; Austurríki.
Þýzkaland, Frakkland og Sviss kr
3,00; Rússland, Italía, Spánn og
Júgóslavía kr. 3,25. — Bandaríkin
(10 gr.) kr.í 3,15; Canada (10 gr.)
kr. 3,35. — Sjópóstur til Norður-
landa (20 gr.) kr. 1,25 og til ann
arra landa kr. 1,75.
Heimdellingar!
Skrifstofan er opin milli kl. 2
og 3 virka daga.
• Gengisskránmg •
(Sölugengi):
1 sterlingspund .... kr. 45,70
1 bandarískur dollar .. — 16,32
1 Kanada-dolar .....— 16,88
100 danskar krónur .. — 236,30
100 norskar krónur .. — 228,50
100 sænskar krónur .. —• 315,50
100 finnsk mörk.....— 4,85
1000 franskir frankar . — 46,63
100 belgiskir frankar , — 32,67
100 svissn. frankar .. — 374,50
100 gyllini ........ — 430,35
100 tékkneskar kr...— 226,67
100 vestur-þýzk mörk . — 390,65
1000 lírur .........- - 26,1?
GulivcrS íslenzkrar krónu:
100 gullkrónur jafngilda 738,9i
pappírskrónum.
Lamaði íþróttamaðurinn.
Afhent Morgunblaðinu: G. 25
krónur.
Sólheimadrengurinn.
Afhent Morgunblaðinu: 0. og 1.
x.0,00; g. áheit 25,00;
Bólusetning gegn barnaveiki
Pöntunum veitt móttaka þriðju-
daginn 3. ágúst n. k. kl. 10—12
f. h. í síma 2781. — Bólusett
verður í Kirkjustræti 12.
Fólkið, sem brann hjá
í Smálöndum.
Afhent Morgunblaðinu: Hall-
dóra 100,00; N. N. 50,00.
Þjóðminjasafnið
er opið sunnudaga kl. 1—4 og
þriðjudaga, fimmtudaga og laug-
ardaga ki. 1—3.
Listasafn ríkisins
er opið þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga frá kl. 1—3
e. h. og sunnudaga frá kl. 1—4
síðdegis.
Minningaspjöld Krabba-
meinsfélags íslands
fást í öllum lyfjabúðum í Rvík
og Hafnarfirði, Blóðbankanum
við Barónsstíg og Remedia. Enn
fremur í öllum póstafgreiðslum
úti á landi.
Symfónía í þrem þáttum eftir
Strawinsky. 22,50 Dagskrárlok.
Ógæftir hamla
humarveiimum
í Hðfnum
HUMARVEIÐIN í Höfnum hefur
gengið fremur treglega í sumar.
Veðurfar hefur verið með versta
móti og ógæftir miklar. Þessa
viku hefur verið alger landlega
hjá bátunum. Hafa þeir ekki far-
ið á sjó síðan fyrir helgi, en síð-
asti dagurinn sem róið var, var
föstudagurinn. Aflahæsti bátur-
inn þann dag af þeim f jórum bát-
um sem hu.narveiðina stunda var
með tæpar 60 körfur og hefur
það verið meðalafli bátanna S
sumar, en þegar vel veiðist hafa
þeir verið með um 200 körfur.
Bátarnir hafa verið á svipuðum
slóðum og í fyrra, og telja sjó-
menn þar nægan humar, ef ó-
ga-fiir ekki hömluðu veiðunum.
Sá humar «em veiðst hefur, hef-
ur verið mjög góður, og hefur
allur verið frystur til útflutnings.
Ifíflfó rnaYgunÁaffinu,
GóSur i málfræði.
Það var í íslenzku tíma. Kenn-
arinn sneri sét að Pétri og sagði:
Jæja Pétur, taktu nú vel eftir,
ég þvoði mér, þú þvoðir þér, hann
þvoði sér, þau þvoðu sér. Hvaða
tíð er þetta?
— Ja, svaraði Pétur eftir stund
arþögn. Það lítur út fyrir að það
hafi verið laugardagskvöld.
Það var sú fyrri.
Sóknarpresturinn var vanur
að fá sér morgungöngu á hverj-
um morgni. Einu sinni á slíkri
göngu, sá hann hvar maður úr
sókninni sat hnípinn mjög á kál-
garðsveggnum. Presturinn gekk
til hans og spurði hvað að honum
amaði.
— Ég 6r að syrgja konuna
mína, svaraði maðurinn.
— Hvað, er hún dáin. spurði
presturinn fullur hluttekningar
og ég sem gifti ykkur fyrir tveirr
mánuðum.
— Ég er ekki að syrgja hana
svaraði maðurinn, ég er að syrgji
fyrri konuna mína.
Hún vissi hvað hún sagði.
Skrifstofustjórinn auglýsti eft
ir stúlku, vanri bókfærslu. Meða
umsækjanda var ung stúlka, serr
krafðist hærri launa en hinai
allar, en viðurkenndi þó að húi
væri óvön bókfærslu.
Hvernig dettur yður í hug aí
fara fram á svona hátt kaup
vitandi það, að þér kunnið ekk
ert til starfsins, spurði skrifstofu
stjórinn undrandi.
Eirjmitt vegna þess, að starfií
reyndist mér erfiðara en ef éí
væri vön því? svaraði stúlkan
Hún fékk vinnuna.