Morgunblaðið - 02.09.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. sept. 1954
MORGVTSBLAÐIÐ
9 1
írezka bokasýninginunnu
BREZK bóka- og Ijósmynda-
sýning verður opnuð n. k.
laugardag í Þjóðminjasafnshús-
jnu.
Ég átti þess kost að sjá sýn-
inguna í undirbúningi í gær. Mér
er kunnugt um að brezki sendi-
herrann Mr. J. Thyne-Hender-
son vann að undirbúningi sýn-
því helzta, sem er að gerast hjá
stórþjóðunum. Efnalitlir menn
geta ekki keypt dýrar bækur
fyrr en þeir hafa átt þess kost
að kynnast að nokkru efni og
gildi bókarinnar. Margir vilja
gjarnan eignast einhverja góða
bók um sín hugðarefni, en þeir
vita oft ekki hvert á að snúa sér
Frigg 15:3
Einkaskeyti frá NTB
OSLÓ, 31. ágúst — Ungverja-
landsmeistararnir Honved héldu
frábæra knattspyrnusýningu á
Bislet í kvöld, er liðið vann
norska liðið Frigg (er í III. deild)
með 15:3 (6:1 í fyrri hálfleik).
Áhorfendur voru 22.500.
ingarinnar í sambandi við British
Council í sumar, þegar hann var
í Bretlandi í hvíld frá störfum
sínum.
Þitta m. a. sýnir þá velvild,
sem hann ber til íslands og ís-
Jendinga. Hann sagði mér að
hann vildi með þessarri sýningu
gefa íslendingum tækifæri til að
kynnast að nokkru brezkum
bókmenntum og gera fólki hér
hægra um vik að velja sér
brezkar bækur. Hann sagði t. d.
að erfitt væri fyrir bóksala að
hafa birgðir af allskonar erlend-
um bókum, sem óvíst væri um
sölu á. Aftur á móti ef hér væri
sýnishorn slíkra bóka þá gætu
einstaklingar athugað þær, hver
það sem hann hefði mestan á-
huga á, t. d. garðyrkjumaðurinn
bækur um garðyrkju, læknirinn
bækur eða tímarit um læknis-
fræði o. s. frv. Og svo gætu menn
menn pantað bækurnar hjá ís-
lenzkum bóksölum ef þeir kærðu
sig um að eignast þær. Sendi-
herrann hefur í samræmi við
þennan tilgang komið því til leið-
ar, með aðstoð British Council,
að margar þær bækur, sem á
sýningunni eru, verða að henni
lokinni eign bókasafns félagsins
Anglia, sem er í húsakynnum
brezka sendiráðsins í Þórshamri.
Þar geta menn síðar meir feng-
ið aðgang að bókunum.
Mér virðist þessi viðleitni
sendiherrans bæði vinsamleg og
þýðingarmikil. Hjá lítilli þjóð
eins og okkur íslendingum er
oft erfitt t. d. fyrir námsmenn,
kennara og aðra að fylgjast með
til að fá það, sem þeim helzt
hentar. Á svona sýningu geta
menn aftur á móti kynnzt nokkr-
um bókum um sama efni og hag-
að sér eftir því, um val og lest-
ur þeirra bóka, sem þeim lýst
bezt á.
Sendiherrann og starfslið hans
hafa auðsjáanlega undirbúið sýn-
ingu þessa af næmum skilningi
á því, að sem flestir geti notið
hennar. Þarna er t. d. sýnd þró-
un brezkrar prentunar og prent-
myndagerðar og svo bækur um
sögu ,heimspeki, trúarbrögð, list-
ir, skáldskap, vísindi og bækur
og tímarit um ýmsa iðn, svo sem
ljósmyndun, körfugerð, vefnað,
leðuriðju, garðyrkju. Það sem
ég hafði sérstaklega áhuga fyrir
voru bækur og tímarit um lækn-
isfræðileg efni, enda er hlut-
fallslega meira af þeim bókum
en öðrum. Þarna eru margar á-
gætar bækur um læknisfræði og
mikið úrval af brezkum lækna-
tímaritum. Þarna er og safn
barnabóka, orðabóka o. s. frv. —
Veggina prýða margar afbragðs
góðar Ijósmyndir frá ýmsum
löndum, og af hinum ólíklegustu
hlutum. Það má því gera ráð
fyrir að flestar stéttir manna og
þá líka eldri sem yngri geti
kynnzt á sýningu þessarri ýmsu
ssm þeir hafa áhuga á.
Sýningin verður aðeins opin
í 10 daga og vil ég því hvetja
fólk til að nota þetta sérstaka
tækifæri.
1. 9. 54
Ófeigur j. Ófeigsson.
Leikurinn var eins og fyrsta
flokks sýning, þar sem ungversku
listamennirnir sýndu allt, sem
þeir hafa upp á að bjóða í knátt-
meðferð og leikni. Mesta athygli
vakti hinn frægi Puskas. Hann
vann ekki mikið, en hvern ein-
asta kriött, sem hann fékk, sendi
hann annaðhvort örugglega til
samherja, eða skaut á markið.
Hann átti tíu markskot í leikn-
um, og af þeim urðu sex mark.
Hin mörk Ungverjanna skoruðu
Kocsis 4, Margos 2, Czibor 2 og
Ozovjak eitt.
Sem dæmi um það, hve frá-
bæran leik Ungverjarnir sýndu,
skal þess getið, að engin auka-
spvrna var dæmd á þá í öllum
leiknum.
Islenzk-
ameríska
iélagið
ÁRIÐ 1911 gaf amerískur verk-
fræðingur af dönskum ættum,
Niels Poulsen, hálfa milljón doll-
ara til þess að stuðla að nánari
samskiptum norrænna þjóða og
Bandaríkjanna, til þess að styrkja
þau bönd, sem tengja norræna
menn og Bandaríkjamenn.
Til þess að vinna að þessu tak-
marki, kom Niels Poulsen á fót
stofnun, sem fyrir löngu er heims
kunn orðinn undir nafninu
„American Scandinavian Found-
Sveinn Kfenediktsson:
Sildarleltin í sumar
SÍLDARLEIT var haldið uppi
með einni flugvél frá 5. júlí
til 14. júlí og tveim flugvélum frá
15. júlí til 20. ágúst í sumar. Var
flugþol minni flugvélarinnar 6
klukkustundir, en stærri vélar-
innar 7% klukkustund. Gat minni
flugvélin flogið rúmlega 600 sjó-
mílna vegalengd án þess að lenda
en sú stærri allt að 900 sjómílur.
Kom síldarleit vélanna oft að
góðu gagni, einkum minni flug-
vélarinnar, sem leitaði ein áður
en veðurfar spilltist.
Eftir að kom fram yfir miðjan
júlí varð aðstaða öll til síldar-
leitar hin erfiðasta vegna nær
linnlausrar ótíðar og þoku-
súldar allt fram til 14. ágúst að
örfáum dögum undanteknum. Á
tímanum 15. júlí — 4. ágúst fann
stærri flugvélin, sem leitaði þá
á austursvæðinu, nokkrum sinn-
um síld, sem kom síldveiðiflot-
anum að gagni, svo sem 22. júlí að
kvöldi á Sléttugrunnshorninu, en
þar varð einhver bezta veiði
sumarsins daginn eftir, en ekki
varð um framhald á þeirri veiði
að ræða, því að veður spilltist
síðdegis 23. júlí og var þá ekki
veiðiveður í 12 daga samfleitt.
Eftir að veðurfar breyttist
nyrðra hinn 14. ágúst til hins
betra sást ekki síld, hvorki úr
flugvél eða af skipi, og höfðu öll
herpinótaskipin hætt veiðum 20.
ágúst.
í blöðum hér syðra hafa verið
birtar fréttir þess efnis, að Norð-
menn hafi fengið mikinn afla á
herpinótaskip sín, þegar íslend-
ingar hafi ekkert fengið vegna
þess að þeir hafi ekki fylgzt eins
vel með síldargöngunum og
Norðmenn, sem notið hafi að-
stoðar G. O. Sars. Veit ég um
dæmi þess, að blað eitt, óvandað
í fréttaflutningi, sagði í sumar
frá miklum afla Norðmanna á
Sléttugrunni, þar sem þá voru
engin norsk skip, en eitt íslenzkt
skip, sem fékk enga veiði.
Ægir hefur leitað síldar með
asdictækjum sínum og oft orðið
var við síld á þau leitartæki, en
sú síld hélt sig á 10—45 metra
dýpi og oftast mjög langt undan
landi. Þar sem síldin óð ekki og
var á fjarlægum stöðum, komu
þessar upplýsingar ekki að veru-
legu gagni fyrir íslenzka síld-
veiðiflotann, nema óbeint með
því að staðfesta, að ekki væri afla
að vænta. Öðru máli hefði gegnt
um not leitar Ægis, ef íslenzki
flotinn hefði fyrst og fremst
stundað reknetjaveiðar eins og
norski síldveiðiflotinn.
Sildarleitinni í sumar var
stjórnað af Guðmundi Guðjóns-
syni, skipstjóra, sem naut aðstoð-
ar skipstjóranna Ingvars E. Ein-
arssonar, Jónasar Bjarnasonar,
Gísla Magnússonar, Árna Stefáns
sonar og Karls Sigurðssonar.
Ægir var undir stjórn Jóns
Jónssonar, fiskifræðings, forstöðu
manns Fiskideildar Háskólans.
Að öllu samanlögðu má segja,
að sildar hafi aldrei, þegar veður
leyfði, verið leitað eins rækilega
hér við land og í sumar, en síldin
var svo langt undan landi og óð
sjaldan, að ekki var hægt að
veiða hana í herpinætur, nema í
góðu veðri, og veðurfarið var hið
óhagstæðasta þann tima sem sild-
in gekk næst landinu og helzt
var veiði að vænta. Þótt talsvert
síldarmagn gengi á djúpmið um
3ja vikna tíma, nýttist það lítið
sem ekki af þessum sökum.
Sveinn Benediktsson.
ation“. A.S.F. hefir á undanförn-
um áratugum unnið margþætt
hugsjóna- og menningarstarf og
hefir fordæmi þess vakið gífur-
lega athygli og verðskuldað lof
á alþjóða vettvangi.
Til samstarfs við American
Scandinavian Foundation hafa
verið stofnuð hliðstæð félög á
Norðurlöndunum, en yngst þeirra
samtaka er Íslenzk-ameríska fé-
lagið, sem stofnað var árið 1940.
Hin nánu kynni íslendinga og
Bandaríkjamanna á stríðsárunum
ollu nokkru um stofnun þess, en
fyrst og fremst lá hér til grund-
vallar hinn mikli<fjöldi íslenzkra
námsmanna, sem þá tóku að leita
þekkingar og frama við vestræn-
ar menntastofnanir og aukinn
skilningur allra þjóða á nauðsyn
nánari samskipta og menningar-
tengsla þjóða í milli.
Einn mikilvægasti þátturinn í
starfsemi þessara samtaka, er að
annast skipti á námsmönnum og
fræðimönnum.
Félögin hafa útvegað styrki til
nóms og vísindalegra rannsókna
hvert í sínu heimalandi og þekkt-
ir fyrirlesarar hafa ferðast á
þeirra vegum ýmist vestur eða
austur um haf.
Þessi samtök eru algerlega
óháð hinu opinbera og eru ein-
göngu styrkt og studd í starfi
sínu af einstaklingum og einstök-
um fyrirtækjum.
American Scandinavian Found
ation heldur uppi umfangsmikilli
útgáfustarfsemi og hefir meðal
annars látið þýða og gefið út
mikið af íslenzkum bókmennt-
um, fornum og nýjum.
Þá gefur stofnunin út fjórð-
ungsritið „American Scandinav-
ian Review“, sem helgað er nor-
rænu efni og hefir birt allmikið
um íslenzkt efni.
Ritstjóri hefir til skamms tíma
verið hinn kunni fræðimaður og
íslandsvinur, Dr. Henry Goddard
Leach, sem um langt árabil var
forseti stofnunarinnar og hefir
helgað ævistarf sitt norrænum
m'Slefnum og menningartengslum
Framh. á bls. 12
Mefþáttfaka í drencp- ec
unolinpmeisfðramótmu
Alígáðíir árangur néðist í flesíum greinum
UM s.l. helgi fór fram hér í
Reykjavík drengja- og ung-
lingameistaramót íslands í
frjálsíþróttum. Var þátttakan
í móti þessu mikil og komu
til keppninnar keppendur írá
18 félögum og héraðssam-
böndum. Hefur slíkt aldrei
komið fyrir áður og er gleði-
legur vottur þess, að áhugi er
aftur að lifna fyrir frjáls-
íþróttum og árangur drengj-
anna og unglinganna gefur
vissulega vonir um að afreks-
menn verði hér margir innan
skamms á þessu sviði iþrótta.
Að sjálfsögðu væri hægt að
skrifa langt mál um árangur
mótsins, en vegna rúmleysis
verður afreksskráin látin tala
fyrir sig, t. d. um drengina 2
af Skagaströnd, sem báðir
urðu meistarar — í langstökki
og kúluvarpi.
ÚRSLIT á Unglingameistaramóti
íslands 1954:
110 m grindahlaup
Unglingam.: Pétur Rögnvalds-
son KR 15,2; 2. Guðjón Guð-
mundsson KR 15,6.
100 m hlaup
Unglingam.: Hilmar Þorbjörns-
son Á 11,1; 2. Guðjón Guðmunds-
son KR 11,3; 3. Sigmundur Júlíus
son KR 11,6; 4. Þórir Þorsteins-
son Á 11,6.
1500 m hlaup
Unglingam.: Svavar Markús-
son KR 4:10,4.
400 m hlaup
Unglingam.: Þórir Þorsteins-
son Á 50,9.
3000 m hlaup
Unglingam.: Svavar Markús-
son KR 9:10,2; 2. Haukur Engil-
bertsson UMF ísl. 9:32,0.
son KR 36,53; 3. Geir Hallgríms-
son Á 35,68; 4. Aðalsteinn Krist-
insson Á 35,42.
Sleggjukast
Unglingam.: Sigurþór Tómas-
son KR 40,03; 2. Eiður Gunnars-
son Á 37,72; 3. Björn Jóhanns-
son UMFK 36,64.
4x100 m boðhlaup
Unglingam.: Sveit KR á 45,8.
Þríþraut
Unglingam.: Hilmar Þorbjörns-
son Á 1899 stig; 2. Guðjón B, Ól-
afsson KR 1891; 3. Daníel Hall-
dórsson ÍR 1846; 4. Pétur Rögn-
valdsson KR 1678.
ÚRSLIT á Drengjameistaramóti
íslands 1954.
80 m hlaup
Drengjam.: Björn Jóhannsson
UMFK 9,5; 2. Dagbjartur Stígs-
son UMFK 9,7; 3. Ragnar Magn-
ússon FH 9,9; 4. Eðvald Ólafsson
FH 10,00.
1000 m lilaup
Drengjam.: Dagbjartur Stígs-
son UMFK 2:49,3; 2. Haukur
Engilbertsson UMF ísl. 2:50,0; 3.
Ingimar Jónsson KA 2:52,2; 4.
Örn Jóhannsson ÍR 2:57,5.
110 m grindahlaup
Drengjam.: Kristmann Magnús
son IR 16,9; 2. Björn Jóhannsson
UMFK 17,0; 3. Sigurður Þor-
valdsson ?? 18,00; 4. Ingimar
Jónsson KA 18,1.
300 m hlaup
Drengjam.: Dagbjartur Stígs-
son UMFK 38,5; 2 Helgi Jónsson
UMSK 39,9; 3. Ragnar Magnús-
son FH 39,9; 4. Björn Jóhansson
UMFK 40,1 sek.
Hástökk
Unglingam.: Ingvar Hallsteins-
son FH 1,70; 2. Björgvin Hólm
ÍR 1,70; 3. Ingólfur Bárðarson
UMF Self. 1,70; 4. Valbjörn Þor-
láksson KR 1,65.
Langstökk
Unglingam.: Daníel Halldórs-
son ÍR 6,30; 2. Guðjón B. Ólafs-
son KR 6,30; 3. Kristofer Jónas-
son UMF Trausti 6,15; 4. Ingvar
Hallsteinsson FH 6,13.
Stangarstökk
Unglingam.: Valbjörn Þorláks-
son KR 3,60; 2. Valgarð Sigurðs-
son Þór 3,50; 3. Heiðar Georgs-
son ÍR 3,30; 4. Páll Stefánsson
Þór 3,20.
Þrístökk
Unglingam.: Kristofer Jónas-
son UMF Trausti 13,63; 2. Daníel
Halldórsson ÍR 13,60; 3. Sigurð-
ur Sigurðsson UMF Fram 13,39;
4. Björgvin Hólm ÍR 12,68.
Kúluvarp
Unglingam.: Jónatan Sveins-
son UMF Vikingi 13,52; 2. Aðal-
steinn Kristinsson Á 12,88; 3.
Guðjón B. Ólafsson KR 12,70; 4.
Eiður Gunnarsson Á 12,48.
Spjótkast
Unglingam.: Björgvin Hólm
ÍR 47,04; 2. Jónatan Sveinsson
UMF Víkingi 46,17; 3. Eiður
Gunnarsson Á 45,59; 4. Páll
Stefánsson Þór 43,93.
Kringlukast
Unglingam.: Pétur Rögnvalds-
son KR 37,24; 2. Sigurjón Tómas-
Hástökk
Drengjam.: Jón Pétursson
UMF Snæf. 1,75; 2 Eyvindur Er-
lendsson UMF Self. 1,70; 3. Helgi
Valdimarsson KA 1,65; 4. Dag-
bjartur Stígsson UMFK 1,60.
Langstökk
Drengjam.: Sigurður Sigurðs-
son UMF Fram 6,28; 2. Björn
Jóhannsson UMFK 6,01; 3 Jón
Gunnlaugsson KR 5,85; 4. Högni
Gunnlaugsson UMFK 5,78.
Kúluvarp
Drengjam.: Úlfar Björnsson
UMF Fram 15,32; 2. Aðalsteinn
Kristinsson Á 15,19; 3. Eiður
Gunnarsson Á 14,62; 4. Svein-
björn Sveinsson UMF Víkingi
14,14.
Spjótkast
Drengjam.: Aðalsteinn Krist-
insson Á 51,86; 2. Eiður Gunnars-
son Á 51,41; 3. Sigurður Sigurðs-
son UMF Fram 44,30; 4. Gunn-
steinn Gunnarsson ÍR 42,85.
Kringlukast
_ Drengjam.: Eiður Gunnarsson
Á 42,29; 2. Reynir Þorgrímsson
ÍB Siglufj. 40,00; 3. Úlfar Björns-
son UMF Fram 38,98; 4. Aðal-
steinn Kristinsson Á 38,67.
Stangarstökk
Drengjam.: Högni. Gunnlaugs-
son UMFK 3,15; 2. Sigurður Sig-
urðsson UMF Fram 3,10; 3. Sig-
urður Þorvaldsson KR 2,80,
4x100 m boðhlaup
Drengjam.: Sveit UMFK 48,5;
2. sveit ÍR 49,0; 3. sveit FH 49,5,