Morgunblaðið - 04.01.1956, Blaðsíða 16
Veðurúllil í dag:
SV hvassviðri éljagangur.
2. tbl. — Miðvikudagur 4. janúar 1956
IndlandsferSalag
Huxleys Ólafssonar. Sjá bls. 9.
hk af íbúðarhúsi oy tveim
útihúsum fjúka í einu ú
Veisu í Fnjóskadal
20 kindnr gréfusl undir f járhúsveggnusn
og drápust 4 þeirra
Gífurlegt óveður gengur yfír Horðurtand
MIKIÐ vestan ofsaveður gekk yfir Norðurland í fyrradag og
olli það gífurlegu tjóni í Fnjóskadal. í stormsveip tók af hálft
þakið af íbúðarhúsinu að Veisu, þak af 150 kinda fjárhúsi og féll
þar veggur yfir 20 ær. Drápust fjórar þeirra stax. Einnig þak af
Stóru geymsluhúsi. — Búendur að Veisu eru bræðurnir Gunnar
Og Björn Bergþórssynir.
í EINNI SVIPAN
Fréttamaður Mbl. á Akureyri,
er átti tal við Gunnar bónda að
Veisu í gærdag, símaði blaðinu
eftirfarandi:
Það var um kl. 9 í fyrrakvöld,
að Gunnar bóndi að Veisu var ný
genginn inn í bæinn frá gegning-
um í fjósi. Heyrði hann þá ógur-
legan brest og datt strax í hug,
að þakið hefði tekið af geymslu-
húsinu. Þannig hagar til á bæn-
um að geymsluhúsið og fjárhúsið
eru áföst við íbúðarhúsið. Snar-
aðist Gunnar inn í geymsluhúsið,
en er hann kom þar og leit upp,
sá hann aðeins út í kolsvarta
nóttina, upp úr rjáfrinu.
I.JÓT AÐKOMA
Strax varð Gunnari það ljóst,
að þakið hafði einnig fokið af
fjárhúsinu sem er gríðar stórt,
rúmar 150 fjár. Veggurinn milli
húsanna hafði fallið inn í fjár-
húsið og undir honum urðu 20
ær. Hraðaði Gunnar sér nú til
íbúðarhússins, en er þar kom
varð hann þess vísari að hálft
þakið hafði tekið af því. Minnstar
skemmdir urðu þó þar, þar sem
geymsluloft er undir þakinu og
skýlir það íbúðarhæðinni, en
húsið er ein hæð og ris byggt úr
steini.
AÐSTOÐ BERST AF
NÆSTU BÆJUM
Var nú símað á næstu bæi og
beðið um aðstoð til þess að grafa
féð úr rústunum. Brugðust ná-
grannar fljótt við og á skömmum
tíma tókst að grafa féð upp. Fjór-
ar ær höfðu drepist, og mikið af
hinum skrámaðar og jafnvel slas-
aðar. Það mun þó hafa orðið fénu
til lífs, að veggurinn var hlaðinn
úr vikursteini.
ERFIÐAR AÐSTÆÐUR
Voru aðstæður við björgunina
allar hinar erfiðustu, í ofsaveðri
og kolamyrkri. Bærinn og útihús-
in fá ljós frá heimarafstöð og
hafði rafmagnslínan slitnað í
hamförum þessum.
MIKIÐ TJÓN
Það kom í ljós, að þök hús-
anna höfðu fokið langt út á tún
austanvert við bæinn. Eru þau
talin því sem næst ónýt. Er tjón
þeirra bræðranna mjög tilfinn-
anlegt, og þar við bætist, að erfitt
er um aðflutning byggingarefnis
um þetta leyti árs í Fnjóskadal og
ekki auðvelt að fá þakefni. )
í gær var hvassviðri og rigning
í Fnjóskadal.
Dr. Björn Bjömsson
hagfr. bæjarins
Þak fýkur af hlö
3
Á dögunum birtist í blaðinu grein um læknishjón, sem setið höfðu
í fangabúðum kínverskra kommúnista í fimm ár. Var meðferðin
á þeim mjög slæm og varð læknirinn að þola hungur, en konan
missti vitið. Þegar til Hong Kong kom voru þau mjög þrekuð —
og gat konan, Mrs. Brandshaw, ekki gengið óstudd. Myndin er
tekin er starfsstúlka brezka Rauða Krossins tók á móti henni.
Mikluiti vínbirgðum síolið
FRÉTTARITARI Mbl. á Húsavik
símaði eftirfarandi frétt i gær-
kveldi, skömmu eftir að frétt-
in um hið mikla tjón að Veisu
í Fnjóskadal hafði borizt: i
í suðvestan hvassviðri er var
hér á Ilúsavík í gær, fauk þak
af hlöðu hér og hrundi um leið
einn veggur hennar. Þakið tók
af í heilu Iagi og barst með veðr-
inu 150 metra vegalengd. Hafn-
aði það á tveimur útihúsum, sem
þó ekki urðu fyrir verulegum
skemmdum.
f veðrinu fuku járnplötur víða
af útihúsum og einni vöru-
geymsiu. Einnig urðu nokkrir
bændur fyrir minniháttar hey-
tjóni hér í nágrenninu.
ur v
n
Vínið var ekki merkt Áfengisverii.
RANNSÓKNARLÖGREGLAN skýrði blalíinu frá því í gær-
kvöldi, að framinn hefði verið stórþjófnaður á áfengi í áfeng-
isgeymslu Áfengisverzlunarinnar aðfaranótt gamlársdags. Var
240 flöskum stoiið.
hehfur fyrsfa fund
RÁÐHÚSNEFNDIN nýkjörna
hélt fyrsta fund sinn á gamlárs
dag. Nefndin kaus sér Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóra
fyrir formann.
Var rætt á víð og dreif um
undirbúning ráðhúsbyggingar
innar.
Taflstaðan í Hastings
1 X 3 5- L -T 5 </ A> íá
/•V^W % 4 0 1 1 O
4 % % 1 o O
/ /t m / h T
H 0 o /X Q
iT. frUUUS 0 m /x /% o Vx
% 0 o o /x
T’. 3-o-ÍLot/ ’/% '/x T W 1 0
0 4 1 i 0 m T.
°l. 1 f/% / l/x l M' j
'/ 0. /'{/O-f'Corvoj ± 4 'á Vx 1 1
Á töflu þeirri, sem hér er birt, er sýnd vinningastaðan eftir 5. um-
ferð, að því viðbættu, að jafntefli þeirra Korcnoj og Taimanovs
úr 6. umferð er einnig skráð.
ALLT I KOSSUM
Víngeymsla þessi er í húsi
Rúgbrauðsgerðarinnar við Borg-
artún. Vínið var allt i kössum,
og hafa innbrotsþjófarnir haft 20
kassa á brott með sér og voru
12 flöskur í hverjum kassa.
Víntegundir þær, sem hér um
ræðir, eru 24 fl. af Hunts-cream
portvíni, 24 fl. af Sherry Dry
Sack, 72 fl. af Long John Wisky
og 12 fl. af Seagers Wisky V. O.,
12 fl. af Anis Esmerald og 96
fl. af Bals Gin Silver Ton.
EKKI MEÍ) ÁVR-MERKJLM
Víntegundirnar eru svo ná-
kvæmlega tilgreindar, ef einhver
skyldi hafa orðið þeirra var,
t. d. boðnar til kaups. Flöskurn-
ar voru ekki með neinum merkj-
um eða verðmiðum frá ÁVR, því
að í þessa birgðaskemmu mun
áfengi verið ekið beint af skips-
fjöl til geymslu, og var ekki far-
ið að merkja þessar flöskur.
RÚMLEGA 20 ÞÚS.
KR. VIRÐI
Vínbirgðir þær, er þjófarnir
hafa haft á brott með sér, eru
rúmlega 33,500 kr. virði. Öruggt
er, að þeir hafa haft bíl til þess
að flytja ránsfenginn og borið
vínkassana út á götuna, er þeir
fluttu þá úr geysmlunni út í
biíinn.
TILMÆLI RANNSÓKNAR-
LÖGREGLUNNAR
Það eru vinsamleg tilmæli rann
sóknarlögreglunnar til þeirra, er
leið áttu fram hjá Rúgbrauðs-
gerðinni aðfaranótt gamlársdags,
og orðið þar varir \'ð manna-
ferðir, að gera sér viðvart og
einnig — eins og fyrr segir— ef
menn hafa orðið varir við ráns-
fenginn eða einhvern hluta af
honum.
I FYRRINÓTT andaðist í Landa-
kotsspítala, aðeins 52 ára að aldri,
dr. Björn Björnsson hagfræðing-
ur Reykjavíkurbæjar.
Dr. Björn hafði verið rúmfast-
ur frá því í foyrjun desembermán-
aðar. Var hann lagður í sjúkra-
hús til rannsóknar. Kom þá I
ljós, að blæðandi magasár hafði
tekið sig upp. — Var dr. Bjöm
þungt haldinn um skeið, en virt-
ist á batavegi, en hið blæðandi
magasár mun enn hafa tekið sig
upp í fyrrinótt.
Dr. Bjöm Björnsson hafði með
höndum ýmis trúnaðarstörf hjá
Revkjavíkurbæ. Hann var m. a,
formaður niðurjöfnunarnefndar
Reykjavíkur. Var hann hinn
traustasti maður. Hann lætur
eftir sig konu og tvær dætur, aðra
uppkomna.
Biðskák hjá Frið-
rik og Golombek
BIÐSKÁK varð hjá þeiffl
Friðriki Ólafssyni og
Bretanum Golombek í 6. um-
ferð, sem tefld var í gær. AS
öðru leyti sömdu RússamiX
Korchnoi og Taimanov um
jafntefli i 21. leik, Ivkov vann
Darga í 33 leikjum og va*
notuð spönsk byrjun (Ruy
Lopez). Penrose og Fuller
gerðu jafnteflL
Eftir 6. umferð hefir
Korchnoi 4*4 vinning, ivkor
4, Darga 4 og Friðrik 314 og
eina hiðskák.
í dag teflir Friðrik við Bret-
ann Fuller og hefir þá svart.
S'iðustu fréttir
UM miðnætti barst Mbl. svo.
hljóðanðl skeyti:
Þeir Golombek og Friðrik
tóku aftur til við tafl sitt seint
í kvöldL
En að afloknum 58. leik fór
taflið í annað sinn í bið.
Við slíku veðri megum
við allt af húast
FÓLKI verður eðlilega tíðrætt'
um hina umhleypingasömu
tíð undanfarið, en við slíku veðri
megum við alltaf búast, því að
þetta er þeirra tími, sagði Páll
Bergþórsson veðurfræðingur
símtaii við Morgunblaðið í gær
kvöldi, er það spurðist fregnaj
af nýjum lægðum.
I gærkvöldi var vindur orðinn
suðvestan stæður og allhvass.
Um klukkan átta, var veð
urhæðin um 10 v>ndstig og
vindur sunnanstæður hér í bæn-
um. Kiukkustund síðar var kom-
in suðvestan átt, og þá þegar
hafði hitastigið fallið um 214 stig,1
en það er mikið á ekki lengri,
tíma. Klukkan 11 var hitastigið
komið niður í 2 stig og þá
skömmu áður gerði dálitla snjó-
hryðju.
I dag mun suðvestan áttii
verða ríkjandi með éijagangi hé
um sunnanvert Jandið, en áður
en vindur gcngur til norðan átt
ar, sem er mjög títt, er útsynn
ingur gengur niður, þá mun enn
ein lægðin koma og þá vindu
snúast aftur til suðvestan átta
og þá rigna á ný!
Frá því á gamlársdag «g þar
til í gærdag, hefur úrkoman hér
í Reykjavík. snjókoma og rigni'ig
alls mælzt ant 2 miliim., en við-
búið er að úrkoman hafi orðið
nokkuð meiri, því ekki niældist
hún eins mikið þegar nokkur
veðurhæð er, eins og veðrið hef-
ur undanfama daga verið.
Farfsegafafan jéírst
m rámfega 50%
Á RIÐ 1954 fluttu flugvélar
Loftleiða 11 þúsund farþega
landa í milli, en fyrir s. 1. ára-
mót kom í ljós, að árið 1955
höfðu 16.800 farþegar ferðast
með flugvélum Loftleiða, og er
aukningin 52,7%, miðað við
fyrra ár.
Flugferðir lágu niðri um jól-
in, en á annan í nýári hófust
þær aftur Þrem ferðum er nú
haldið uppi í viku hverri milU
meginlanda Evrópu og Ameríku
og verður svo þangað til 1. april,
en þá verður ferðafjöldirm auk-
inn á ný. j