Morgunblaðið - 20.01.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1956, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 20. janúar 1956 ANNA KRISTÍN EFTSR LALLi KNUTSEN "SEsr: rrsorrr-^" Framhaldssagan 53 — Nei, nei, snökti Sesselja. Ég hef ekkert gert. Spyrjið hana og eystur hennar.... Setningin end- aft' í grátstunum. Presturinn sneri sér að systur minni. Mér fannst hann vera eins og illur andi, sem ómögu- fegt væri að verjast. — Ætlið jþér enn að neita sekt yðar? Þorið ípér að sverja það frammi fyrir úsjónu drottins að þér hafið ekki drepið eiginmann yðar? Anna Kristín reikaði og greip J mig sér til stuðnings. Augu hennar litu hvarflandi frá einum til annars. Svo hvíslaði hún svo lágt að það heyrðist varla. — Nei, ég neita ekki. Ég viðurkenni að hafa gert það. Jesús Kristur, þyrmdu lífi mínu. 30. kafli. Eiginlega þarf ég ekki að skrifa meira. Sögunni um Önnu Krist- ínu, hina fögru, lífsglöðu hús- freyju á Mæri, er lokið. Eftir er aðeíns saga nafnlauss, grátandi fanga, sem biður sér lífs. Fanga, sem svift hefur mannlega veru ixfi, en brýst nú um til að losna við afleiðingar ódæðisins. Við systurnar vorum nú settar í gæzlu á Mæri. Auðvitað vorum við sín í hvoru herbergi og vopnaðir verðir við dyrnar. •— Katja og Sesselja voru fluttar til íénsmannsins og þeirra gætt þar. I>að var með ráði gert og gafst vel, því að píningartækin voru geymd þar og Sesselja sagði frá öllu, sem hún vissi, þegar henni voru sýnd þau. Þó sleppti hún að sriestu frásögn um sína eigin hlut- deild í verkinu. Júní leið. Nú þráði ég að rétt- arhöldin færu að hefjast. Ég vissi hver árangur þeirra yrði. Ég vissi að systur minni myndi ekki verða þyi’mt. En var ekki betra fyrir hana, og okkur öil; að þessu tyki sem fyrst? Þjáningar henn- ar nú mundu vera óbærilegar.Og ég gat engan styrk veitt henni. Hvers átti ég að óska henni ann- ars en eilífs friðar? En þá sendu forlögin Pétur Timmermann til Mæris og það breytti rás viðburðanna. Fógetinn setti hann sem yfir- fangavörð á Mæri meðan systir mín sæti þar í gæzlu. Lárus hélt að mestu leyti kyrru fyrir í hjá- leiyunni, en magisterinn var áfram á Mæri og hann notaði vel auyu sín og eyru. Hann komst fljótlega að því að Timmermann var með afbrigðum ágjarn mað- ur. Og það notfærðum við okkur. Það komst seinna í hámæli að Pétur hefði hjálpað systur minni vegna ofurástar sinnar til henn- ar. Það er ekki satt. Hvorki bros né tár Önnu Kristínar höfðu áhrif á hann. En peningarnir, þeir höfðu áhrif! Það er mér kunnugt um, því að ég útvegaði þá. Til allrar hamingju gat ég það. Ég er sparsöm að eðlisfari og ég hafði lagt taisvert til hliðar af peningunum. sem ívar fékk mér til heimilisþarfa. Þá geymdi ég í smiörkrukku, sem stóð úti í einu búrinu. Skartgripi mína hafði ég fahð og þeir voru mikils virði. Við Pétur Timmermann töiuð- umst við í fyrsta skipti kvöid nokkurt í júlí. Mér leizt strax illa á manninn, en sá að í fonum rnundu húa þeir eiginleikar, sem mér var mest þörf á nú: Harka, slægð og sam- vizkuleysi. Magisterínn hafði undirbúið jarðveginn og kom með honum. 1 Eftir að þeir höfðu setið þög- ulií' nokkra stund sagði ég: — Þú vei/t siáif sagt hvaða erindi ég ú við þig? Hann kinkaði kolli. — Hvernig ætlarðu að fara að , þessu? Það verður ekki létt verk. ' — Komið þér með peningana, sagði hann þvermóðskulega. Þá skal ég sjá um hitt. — Peningarnir eru enn mín ! eign, sagði ég gremjulega Ég vil fá að vita hvernig þeim verður varið. — Þér leggið til fé. Ég sé um framkvæmdir. Þannig verður samningur okkar að hljóða. Ann- ars dreg ég mig í hlé. : Ég stillti mig og sagði rólega: : — Hve mikið viltú fá fyrir að koma henni af landi burt? — Þúsund dali fyrir að koma henni heilu og höldnu til Þránd- heims. Fimm hundruð fyrir yður. — Ég fer ekki. — Það er heimsku legt af yður. — Ég verð að vera hér og standa fyrir máli mínu Mér geta þeir ekkert mein gert — Það vantar ekki að þér eruð bjartsýn. — Það var laglega gert af yður að verðleggja mig aðeins helming á við systur mína, sagði ég háðs- iega. Hann spýtti á góifið. — Líf yðar er ekki í hættu. En frú Mog- ensson verður að leggjast á högg- stokkinn ef ég hjálpa henni ekki. Þegar um lífið er að tefla þýðir ekki að horfa í peningana, Ég stundi þungan. — Þú skalt fá þúsund dali, þó að ég viti ekki enn hvernig mér auðnast að afla þeirra. — Fyrir tvö hundruð í viðbót skal ég koma henni um borð x skip, sem flytur hana til útlanda. Ég yppti öxlum. — Ég verð að ganga að því. — Fyrirfram!— Fimm hundr- uð fyrirfram. Það hef ég hér hjá mér. Hitt færðu í ávísun. — Ávís- un, sagði hann og gretti sig. Á hvern? — Ebbe Carstensson. Hann ætti að vera öruggur borg- unarmaður. — Carstensson er öruggur. En get ég treyst yður? Hvernig get ég verið viss um að Carstensson borgi 700 dali eftir yðar beiðni. — Spennið þér ekki bogann of hátt, Timmermann, sagði nú magisterinn. Tólf hundr- uð dalir eru mikil upphæð. Það er ekki von að hægt sé að borga það allt út í einu. Ég ábyrgist yður peningana. Þar að auki vitið þér að frú Mogensson á volduga vini. Þér skuluð ekki hika við að taka þessum kostum. Annars verður hætt við allt saman. Timmermann stóð upp. — Ég tek þetta að mér. Þér heyrið frá mér fljótlega. Undirbúið hana undir flóttann. Að svo mæltu gekk hann út. Tveim dögum síðar var réttur settur í stóru stofunni á Mæri og þar játaði Anna Kristín glæp sinn. Hún var þaulspurð af fóget- anum og prestinum og hún svar- aði spurningum þeirra róiega og virðulega. En hún bað jafnframt sárt um að lífi sínu yrði þyrmt. Eftir að fanginn hafði þannig játað sök sína opinberlega var vörðurinn tvöfaldaður Pétur Timmermann réði nú lögum og lofum á Mæri og hélt laganna vörðum veizlu á veizlu ofan. Eftir að ég hafði verið sex vikur í gæzluvarðhaldinu leyfði Pétur Lárusi dag nokkurn að heimsækja mig. Lárus færði mér ýmsar fréttir. Meðal annars að nú bæri Sesselja það fyrir rétti að ég væri upp- hafsmaður morðtilraunanna við fvar. Um systur mína sagði hann: — Ég held að hún sé búin að míssa vitið. Ég fékk að heim- sækja hana í dag og þá sat hún og var að sauma sér dýrindis fiauelskjól. Hún sagðist ætla að dansa í honum í vetur. — Býst hún við að verða náðuð. — Já, það gerir hún áreiðanlega. Hún er svo vön að geta vafið karlmönn- unum um fingur sinn að hún býst kannske við að dómarinn og böð- ullinn snúist á sveif með henni á síðustu stundu. En nú á að kveða upp dóm eftir nokkra daga og þá verður hún að líkindum tekin strax af lífi. Ég reyndi að útskýra fyrir henni hvernig mál- um væri háttað, en hún virtist ekki gefa því neinn gaum. Mér apnanna 6 „Æ, bíddu, bíddu!“ sagði hún, „aðeins eitt andartak enn. Ég verð enn þá rétt einu sinni að horfa á þig, kyssa þig og vefja þig fast í fangi mínu.“ Og hún kyssti barnið og hélt fast um það. Þá heyrir hún uppi yfir sér að kallað er á hana með nafni. Það var í svo raunalegum málróm. Hvað gat það verið? „Heyrirðu?“ sagði barnið, „það er hann pabbi, sem er að kalla á þig.“ Og eftir fáein andartök heyrðust þung andvörp eins og frá grátandi börnum. | „Það eru sys.tur mínar,“ sagði barnið. „Ekki hefurðu víst gleymt þeim, móðir mín?“ Og nú minntist hún þeirra, sem eftir höfðu orðið. Hún varð angistarfull og leit fram undan sér og alltaf svifu fram hjá henni myndir, og þóttist hún þekkja sumar. Þær sviíu gegnum höll dauðans og að fortjaldinu dimma og þar hurfu þær. Skyldi mí maðurinn hennar og dætur hennar birtast henni þarna? Nei, köli þeirra og andvörp heyrðust enn þá ofan að. Nærri lá, að hún hefði gleymt þeim vegna barnsins, sem dáið vár. „Móðir mín, nú er kiukkunum hringt í himnaríki,“ sagði barnið. „Móðir mín, nú kemur sólin upp.“ Og yfirtaks geislaljómi streymdi í móti henni. Barnið var horfið og hún hófst upp — það varð svalt í kringum hana, hún lyfti upp höfðinu og sá nú, að hún lá í kirkjugarðinum á gröf barnsins síns. En Guð hafði í draumnum orðið styrkt- arstafur fyrir fætur hennar og ljós fyrir skilning hennar. Hún beygði kné sín og baðst fyrir. Unglinga vantar til að bera blaðið til kaupenda í Tómasarhaga Kringlumýri Læknataska hefur fapazt Fundarlaun kr. 500,00. — Upplýsingar í síma 2269 eða á Sjúkrahúsinu Sólheimar. : | I NYKOMIÐ Hnmpgóliteppin eru komin aftur í mörgum stærðum og faHegum iitum Teppafílt Teppamottur Ullargólfteppi margar stærðir, failegir litir. Hollenzku gangadreglomir i fjölda litum og mörgunx breiddum. // GEYSIR" h.f. Teppa axg dregladeildin. Vesturgötu 1. TftH tlíreitt / / a n 'jjan. Ldtt Örlítið af Nestei í bollann Hcllt á sjóðandi vatni og þér getið strau farlð að gæða yður á Nesteinu NESTEA Neste er uppieysanieg bianda af bragðefnum tes og kolvetn- m Kolvetnin koma í veg fyr- ir að bragðið dofni. Heildsölubirgðir: I. Brynjólfsson & Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.