Morgunblaðið - 29.07.1956, Side 16

Morgunblaðið - 29.07.1956, Side 16
Heúndallur efnir til hóp- ferðar til Akureyrar UM næstu helgi mun Heimdallur, F. U. S. í Reykjavík, efna til Akureyrarferðar. Verður jafnframt farið til Húsavíkur og í Vaglaskóg. Áður hefur félagið efnt til •líkra hópferða um verzlunar- mannahelgina, og var síðast í fyrra efnt til norðurferðar. Þótti sú ferð takast með ágætum, enda var veðursæld mikil nyrðra þá daga, sem ferðafólkið dvaldist þar. Verður lagt af stað norður n.k. föstudag kl. 8,30 e. h. frá Val- höll við Suðurgötu og ekið norð- ur um nóttina. Komið verður til Akureyrar laugardaginn kl. 6 og verður deginum eytt til að skoða Akureyri og nágrenni. Á sunnudaginn verður.ekið til Húsavíkur, og komið í Vagla- skóg. Upp úr hádegi á mánudag verður lagt af stað suður til Reykjavíkur. Allar upplýsingar varðandi ferðina verða gefnar í skrifstofu félagsins í Valhöll við Suðurgötu, alla virka daga kl. 9—5. Sími 7103. Þar sem búast má við mikilli þáttöku, eru allir þeir, sem hug hafa á að fara þessa ferð, hvatt- ir til að tilkynna pátttöku sína sem allra fyrst. Róðrarkeppni í Skerjafirði í dag f DAG kl. 3 fer fram innanfélags- mót Róðrarfélags Reykjavíkur í Nauthólsvík. Er það fyrsta róðr- armót ársins. Er þetta hin ár- lega 1000 metra keppni Róðrar- deildar Ármanns og Róðrarfélags Reykjavíkur. Auk þess mun einnig fara fram byrjendakeppni og bændaróður. En í þær sveitir er valið á keppnis stað. Róið verður út Skerjafjörðinn og er endamarkið við bryggjuna í Nauthólsvík. Að öllu forfalla- lausu hefst keppnin sem fyrr seg- ir kl. 3, en getur haíizt síðar um daginn ef veður hamlar. Búast má við harðri og skemmtilegri keppni milli Róðr- arfélags Reykjavíkur og Róðrar- deildar Ármanns, en þeim við- skiptum lauk s. 1. ár með sigri Róðrardeildar Ármanns. Víkingarnir hurfu inn í íöngu liðna tíma Keimsókn tiB Skagafjarðar Sauðárkróki, 28. júlí. HINGAÐ til Skagafjarðar komu 36 víkinga þeirra, sem að undan- förnu hafa setið á fundum í Reykjavík. Komu þeir með sér- stakri flugvéi miðvikudaginn 25. júlí og lentu á flugvellinum við Sauðárkrók um morguninn og voru sóttir á sama hátt um kvöldið. ÞINGSTAÐURINN í HEGRANESI SKOÐAÐUR Byggðasafnsnefnd Skagafjarð- ar tók á móti gestunum á flug- vellinum og voru tveir nefndar- manna með þeim um daginn, þeir Jón Sigurðsson alþm. á Reynistað og Árni Sveinsson bóndi að Kálfs stöðum. Fyrst var ekið að Garði í Hegra nesi og hinn gamli þingstaður skoðaður. Síðan var haldið til Sauðárkróks og neyttu gestir þar hádegisverðar á hóteli staðarins í boði byggðasafnsnefndarinnar. Formaður nefndarinnar, Jón Sig urðsson alþm., bauð gesti vel- komna með ræðu. f GLAUMBÆ VAR HORFIÐ INN í LÖNGU LIHNA TÍMA Að borðhaldi loknu var ekið fram að Glaumbæ og byggða- safnið skoðað undir leiðsögn far- arstjóra, Kristjáns Eldjárns þjóð- minjavaröar og safnvarðarins Hjartar Benediktssonar. Jón Benediktsson magister flutti þar ræðu og sagði sögu bæjarins og lýsti gömlum heimilisháttum. Þótti gestum fróðlegt að skoða þennan gamla bæ og fannst þeim sem þeir gætu með því horfið inn i löngu liðna tíma, þá sem þeir hafa lesið um í fornum fræðum, því að allir voru gestirnir forn- fræðingar að mennt. HIÐ FORNA JARI.SSETUR AÐ REYNISTAÐ SKOÐAÐ Þá var haldið að Reynistað og var þar fyrst staðnæmzt í Klaust ursbrekkunni, en þaðan er gott útsýni yfir staðinn og landar- eignina. Þótti gestum landið furðu stórt, því að fimm km. leið er frá bænum og austur að Hér- aðsvötnum, sem marka austur- landamærin, en þó var landstærð miklu meiri til fjalls að fornu. Sr. Helgi Konráðsson rakti svo í stórum dráttum sögu þessa forna jarlsseturs. Þá bauð hús- bóndi öllum gestum til stofu og var dvalið er um stund við rausn- arlegar veitingar. Skoffmii er einsfiætt fyrirbæri FORNFRÆGAR KIRKJUR SKOÐAÐAR Síðan var ekið til Víðimýrar og þaðan heim til Hóla í Hjaltadal í DAG fer fram endurvígsla Lágafellskirkju kl. 2 e.h. Kirkjan hefir verið stækkuð og settur við hanaa nýr kór og skrúðhús og lögð í hana hitaveita. Henni hafa borizt margar góðar gjafir m.a. skýrnarlaug sem kvenfélag Lágafellskirkju hefir gefið til minningar um séra Ilálf- dán Ilclgason. Hefir Guð- mundur frá Miðdal gert laugina. Biskupinn yfir fs- landi hr. Ásmundur Guð- mundsson vígir kirkjuna. Mynd þessi er tekin af kirkjunni í fyrradag og sýn- ir hana eftir stækkunina. Ljósm. ÓI. K. M. og kirkjur beggja þessara staða skoðaðar. Sagði Magnús Már Lárusson prófessor sögu þeirra á hvorum stað. Kl. 10 um kvöldið var allur hópurinn kominn á flug völlinn við 'Sauðárkrók eftir rétta 12 tíma dvöl í héraðinu. Nokkuð skyggði það á, að fjöll voru hulin þoku um daginn og Drangey í kafi. En þetta virtis; þó ekki koma að sök, því að gest- irnir virtust hafa meiri áhuga á fornum minjum en fjöllum og sólskini. — jón. EINS og skýrt var frá hér í blaðinu nýlega fundu grenja- | menn af Jökuldal undarlegt af- ^ sprengi tófukyns í vor. Blaðinu tókst að ná í mynd af skepn- unni og birtist hún hér. Eins og myndin ber með sér er kvikindi þetta ólíkt venjulegum tofuhvolp LÍTIL OG MEINLAUS SNOÐDÝR. í bókinni Á refaslóðum eftir Theódór Gunnlaugsson, er lýst' ýmsum afbrigðum tófu, sem höf-' undur telur að feður vorir hafi. nefnt „skoffín“ og „skuggabald- ur“. Höfundur minnist einkum á snoðdýr. Eru þau eins og nafn- ið bendir til, sneggri en aðrar tófur. önnur einkenni eru, að þau eru minni og meinlausari. Lítill hluti hvolpanna kemst á legg vegna þess hve illa þeir eru varð- ir kulda. Theódór telur að eig- inleikar sem valda því að afbrigði verður snoðdýr séu ríkjandi, ogj nacgi að annað fullorðna dýrið j sé snoðið til þess að hvolparnir verði það. HREIN SNOÐDÝR SJALDGÆF. Hrein snoðdýr eru sjaldgæf á þeim slóðum sem þessir yrðling- ar funduzt, en vorið 1949 skaut grenjaskytta Jökuldæla gamla tófu mjög snoðna og rytjulega. Hún var svo grimm að í andar- slitrunum læsti hún tönnum um byssuhlaupið og sleppti ekki. Aarð að hrista hana hálfdauða «f hlaupinu , FÆTUR HAIR — STOR HAUS. Yrðlingurinn sem myndin er af, er 45 cm. langur frá trýni og aftur að rófu. Skottið er 13,4 cm., mælt frá setbeini. Framfótur mældur að aftan að bóghnútu er 12,2 cm. Afturfótur mældur aö framan frá kló að lærbeini er 13,4 cm. Lengd vinstra eyra, mælt milli eyrna, er 3,3 cm. Hausinn er stór, miðað við skrokk, ennið breitt, eyrun stór og uppstæð. Skrokkhlutföll eðli- leg, nema fætur óeðlilega háir. Fimm klær á framfótum, en fjórar á afturfótum. EINSTÆÐIR í SINNI RÖÐ. Eins og lýsing þessi ber með sér eru þessir yrðlingar að mörgu frábrugðnir snoðdýrum þeim, sem Theódor talar um, einkum hvað snertir stærð og grimmd. Ekki er lýst neinum öðrum af- brigðum í bók Theódórs, sem svipar til yrðlinganna nýfundnu. Hliðstæður finnast engar nema í fornum frásögnum af kvikind- um sem talin voru afkvæmi tófu og kattar. Er ekki ólíklegt að „skoffín“ og skuggabaldur" hafi einmitt verið afbrigði sem þessi, enda ekki kyn þó forfeðrum vor- um kæmi í hug óvenjulegur æxl- unarmáti, er þeir fundu slíkar ó- freskjur. | Skoífíllið, yUU ÍMUlfth 1 VAUiUaidUVlVllAiU. kJW áWUld*viílSS. Stöðug Siglufirði, 28. júlí: Ekki er enn kornið veiðiveður á miðunum fyrir Norðurlandi. Þau skip sem út eru komin segja brælu vera á norðaustan og því meiri eftir því sem fjær dregur landi. Síldarverksmiðjurnar hér hafa nú lokið vinnslu á þeirri síld, sem hingað hefir borizt, en það eru 83427 mál af síld og 16.700 mál af síldarúrgangi. Jafnfefli vi8 England Stokkhólmi, 28. júlí: í þriðju umferð EM-bridgemót- inu gerði fsland jafntefli við Eng- land. Er staðn nú þannig að efst eru Ítalía og Austurríki með 6 stig, þá Frakkland, Finnland og England með 4 stig. Síðan koma Noregur, Þýzkaland, Holland, ís- land, Belgía og Sviss með 3 stig hvert. Með tvö stig eru Danmörk, Svíþjóð og Egyptaland. Libanon og írland eru nieð 0 stig. — Fréttaritari. brœta Flestir þeirra, se mhingað komu til þess að vinna við síldar sölt- un eru nú á förum aftur heiin, en fólk það sem fastráðið er hjá söltunarstöðvunum annast ápökkun og annað er þarf til ummönnunar saltsíldarinnar, þar til hún verður flutt út. — Guðjón. Nýmæli í fundar nefndar Á FUNDI byggingarnefndar 26. júlí 1956 flutti borgarstjóri svo- hljóðandi tillögu: „Ef byggingarnefnd fjallar um mál, er varðar verulega hags- muni manns, er situr fund nefnd- arinnar, t. d. ef hann hefur gert teikningu eða sent umsókn, er fundurinn fjallar um, skal hann víkja af fundi á meðan það mál er rætt og afgreitt." Tillaga þessi var samþykkt, en hér er um nýmæli að ræða, sem verður að teljast sjálfsögð regla þegar um er að ræða afgreiðslu slíkra mála í bygginganefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.