Morgunblaðið - 28.08.1956, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.08.1956, Qupperneq 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. ágúst 1956 Islan Akumesinesar LEIKURINN á sunnudaginn milli Akurnesinga og KR var hinn fjörugasti, þrátt fyrir norðan strekkinginn, sem háði leikmönn- um svo mjög, að verulega áferð- aríallegum samleik brá ekki fyr- ir nema örsjaldan. Það var barizt af kappi, enda mikið í liúfi fyrir báða aðilja. Jafnteflið er í raun og veru tap fyrir Akurnesinga og meira en hálfur sigur fyrir KR-inga. Nú hafa Akurnesingar ekki leng- ur möguleika til að hljóta bikar- inn, en KR-ingar hafa tryggt sess sinn verulega og eiga nú ekki eftir að mæta nema Vals- mönnum. Vaiur á aftur á móti einnig eftir að leika við Fram, svo að KR-ingar eru, ef svo má fcegja, þrepi nær bikarnum en Valsmenn þessa stundina. Engu skal spáð um endanleg úrslit mótsins, en víst er að íslandsbik- arnum er þegar tryggður staður í Reykjavík til næsta árs og verð- ur nú spennandi að fylgjast með hvort hann lendir á ný í Kapla- skjólinu eða fiyzt búferlum aust- ur fyrir læk í landnámið við Hlíðarenda. KR-ingar unnu hlutkestið og kusu að leika undan sterkum vindinum á eystra markið. Ekki var leikurinn orðinn nema 3ja mínútna gamall, er nokkur þvaga og þóf hafði skapazt fyrir fram- an mark Akurnesinga. Gunnar Guðmannsson nær knettinum yf- ir á vinsíri væng og sendir Sig- urði Bergssyni, sem var í góðu færi, en knötturinn berst til Harðar Felixsonar, sem skoraði örugglega af stuttu færi. En við þetta sat ekki lengi Á 5. minútu fá Akurnesingar aukaspyrnu sé vel með þcssam gler- augum, þau eru keypt hjá TVLI, Auslurslræti 20 og eru góð og ódýr. — Oll læknareíept afgreidd. CAHEL suðubætur og klemmur, 10 stk. box, kr. 12,50. Klemmur kr. 15,00 Garðar Gísíason hf. Bifreiðaverzlun. nærri vítateig KR-inga. Var hún vel framkvæmd af Sveini og skapaði þrem mönnum færi á að skora, og lauk pressunni við KR-markið með því að Ríkharð- ur jafnaði metin með öruggri kollspyrnu í mark af stuttu færi. Bæði liðin sækja á til skiplis, en Akurnesingar ná nokkuð snörp- um upplilaupum á móti vindin- um og fyrst er um stundarfjórð- ungur var af leiknum var veru- legt skipulag komið á sóknar- loturnar. Á 14. mínútu fara Ak- urnesingar fallega upp hægri vænginn. Ríkharour og Halldór léku þar fallega saman, síðan fær Þórður Þ. knöttinn inn á miðjuna, sendir hann yfir til nafna síns á kantinum, sem kemst í dauðafæri, en Heimir, mark- vörður KR-inga, hafði heldur en ekki heppnina með sér og tókst á síðustu stundu með því að teygja út hendina að stöðva fram rás knattarins, sem eila hefði fengið að ,,kitla“ marknetið að baki hans. Á 16. mín. geysast KR- ingar upp á hægri væng. Herði Felixsyni er sendur knötturinn, þar sem hann er kominn frír milli varnarmanna Akurnesinga, en Hörður fór klaufalega með gott færi og sendi Helga markverði knöttinn með saklausri hné- spyrnu. Fáum augnablikum síð- ar bjargar Hreiðar bakvörður marki, er honum tekst að spyrna knettinum írá eftir skot frá Þórði Þórðarsyni. Heimir hafði enga möguleika á að verja þetta skot, en góð síaðsetning Hreið- ars kom þar til hjálpar. Á 24. mínútu hefur Þórður Þórðarson betur í viðureign við Ólaf Gísla- son á miðjum vallarhelmingi KR- inga, geysist með knöttinn áfram og sendir yfir til vinstri, þar sem nafni hans Jónsson var óvaldaður og fékk ágætan tíma til að leggja íyrir sig knöttinn og skora fal- lega með því að senda knöttinn í marksúlu og í netið. Var nú leikstaðan orðin hagstæð Akur- nesiiigum, sem voru mun ágeng- ari og höíðu betri tök á leiknum. Allt fram í miðbik síðari hálf- leiks var mjög rúmt um leik- menn á vellinum, dreifðist því yfirferð knattarins mjög og urðu umskipti snögg úr sókn í vörn, ef andstæðingar fengu íæri á knettinum. Þvöguspil var næsta fátítt nema þá fyrir framan mörkin bæði. Undantekning var þó alveg síðast í leiknum, er Ak- urnesingar náðu verulegri pressu á KR-markið. Á 27. mínútu fer Þórður Jónsson upp vinstri kant- inn, senöír nafna sínum Þórðar- syni fallega hæðarspyrnu, sem hann kolispyrnti af miklum fim- leik með því að fleygja sér flöt- um fram, en knötturinn vildi ekki í markið og flaug örsnöggt til hlið ar við það. Á 35. mínútu fær Þorbjörn opið færi eftir mistök í vörn Akurnesinga, en • sendir knöttinn í fælur varnarleik- manns, svo úr varð hornspyrna, og ekld tókst að nýta hana að gagni. Sigurður Bergsson gerði aðför að Helga markverði á 41. mínútu og hafði upp úr krafsinu að koma honum út fyrir vítateig með knöttinn í höndunum. Var því dæmd aukaspyrna á Akur- nesinga, en hún nýttist ekki að gagni. Skömmu áður en dómari flautaði til leikhlés fengu Akur- ncsingar aukaspyrnu á KR-inga, sem skapaði hættu fyrir marki þeirra, en ekki meir. f síðari hálfleiknum ná KR- ingar snörpum sóknarlotum að Akranesmarkinu móti vindinum og á fyrstu mínútunum komast þeir í góð færi, Sveinn Jónsson, 'Sigurður Bergsson og Reynir, en ekkert skeður. Akurnesingar fá 2 hornspyrnur í röð en án árang- urs. Á 55. mínútu leika KR-ing- ar upp vinstri væng að Akranes- markinu. Föstum knetti er spyrnt fyrir markið, en hann snertir Kristinn Gunnlaugsson og dæmd er vítaspyrna á Skagarnenn. — Gunnar Guðmannsson • fram- kvæmdi spyrnuna, hljóp í kráku- stíg að kneltinum og blekkti þannig Helga markvörð til að fleygja sér til annarrar hliðar- innar of snemma. Gunnar renndi síðan knettinum laust framhjá Helga og var skotið svo laust að áhöld voru ura, hvort knöttur- inn kæmist í markið af eigin rammleik. Höfðu KR-ingar nú- jafnað metin og þrem mínútum síðar taka þeir forystuna eítir aukaspyrnu, sem skapaði Þor- birni dauðafæri innan markteigs. Þar var Akranesvörnin illa stað- sett og tveir KR-ingar skildir eítir óvaldaöir til vinstri við markið. Staðan var þröng, en Þorbjörn var leiítursnöggur að nota sér færið. Var nú eins og í fyrri hálfleiknum, að liðið sem lék móti vindinum hafði betri tök á leiknum. Akurnesingarnir náðu ekki vel sarnan. Voru spyrn ur þeirra oft háar og langar. Þó var oft hættulegt á vinstri vængn um, en Þórður Jónsson var nú ekki eins virkur og fyrri hálf- leikinn, þrátt fyrir sæmileg færi á stundum. Knötturinn er nú orð- inn meira á vallarhelmingi KR, án þess þó að Skagamenn nái verulegri pressu fyrr en síðasta stundarfjórðunginn. — Þórður Þórðarson og Ríkharður eru á- gengir og eiga góð skot, sem ým- ist eru yfir og framhjá eða lenda í fangi Heimis markmarðar Á 174. mínútu jafna Akurnesingar. | Var þar að verki Halldór Sigur- björnsson með þrumuskoti efst i markhornið eftir góða sendingu frá Þórði Þórðarsyni. Skömmu síðar fá KR-ingar enn gott færi, ' er Sigurði Bergssyni tókst að leika knettinum framhjá Helga og hugðist spyrna í mark, en ÓI- afur Vilhjálmsson komst í milli og bjargaði aðsteðjandi hættu. ! — Síðasta stundarf jórðunginn ! sækja Akurnesingar fast. Guð- jon Finnbogason reynir tvisvar langskot, en yfir fer knötturinn. Þórður, Ríkharður og Halldór eiga allir skot, en það er sama sagan, skotið er yfir, framhjá og í fang markvarðar. Voru nú KR- ingar komnir nokkuð mikið í vörn og því eríitt að sækja á, einkum á miðjunni, en þar vildu Skagamenn helzt fara í gegn. — Kantarnir voru minna notaðir. Þrátt fyrir snarpar sóknarlotur tókst Akurnesingum ekki að bæta aðstöðu sína og jafntefli varð í leiknum. LIÐIN Það heíur löngum viljað loða við KR-inga, að þeir gætu bætt við sig aukakrafti þegar mikið Góður árangur VEGNA sundferðar um vestur- land sem farin var á vegum SSÍ dagana 29.—31. júlí sl. vill SSÍ færa öllum hlutaðeigendum þar sem flokkurinn kom og sýndi list ir sínar, beztu þakkir fyrir hlý- legar móttökur og góða aðsókn aö sundmótunum og telur að för- in hafi borið góðan árangur um aukinn áhuga og samstarf á sviði sundíþróttarinnar af beggja hálfu. Sundsamband íslands. liggur við og við erfiðan and- stæðing er að etja. Það átti sér stað nú. Sem einstaklingar lætur liðið kannslte ekki mikið yfir sér, en sameinaður vilji og kraftur er ávallt sterkt vopn við hvern sem er að etja. Ef gerður er mannamunur á hinu annars svo jafna liði að getu til, skulu helzt neíndir þeir Helgi Jónsson framvörður, sem er stöðugt vax- andi leikmaður og hinn ungi markvörður, Heimir Guðjónsson, sem nú fékk eldskírn sína í stór- um og þýðingarmiklum leik. -— Framlínan sýndi einnig á köflum mjög virkan leik, en á það hefur verulega skcrt í sumar. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni, að KR-ing- ar hafi íengið meira út úr þess- um leik en þeir áttu skilið, en um úrslitin verður ekki deilt, hvað sem því líður. Lið Akurnesinga var írískt og fjörugt fyrri hálfleikinn og átti á köflum mjög áíerðarfallegan og árangursríkan samleik að marki KR-inga, það er eins og leikdreifingin verði of einhliða þegar nálgast tekur markið. Þá er það miðjuleikurinn, sem „dominerar“ of sterkt og beint strik tekið á markið. Þessu eiga andstæöingarnir bezt með að sjá við og því fer sem fer, að Skaga- anenn fá ekki út úr leik sínum Hkt því sem efni raunverulega standa til. Þó hljóta þeir að sjá sjálfir að hæítulegast er að byggja sóknarleikinn upp á könt- unum og riðla þannig vörn and- stæðinganna um leið og þeir bæta stöðuna fyrir hið hættulega miðjutríó, sem 1 slíkum stöðum er til allra hluta líklegt að hæfni til og getu. Það er eins og þessi staðreynd sé liðinu ekki nógu ljós, og mörkin vilja elcki koma þó getan sé fyrir hendi. Eftir ao KR-ingar höfðu náð forystunni var eins og liðið færi úr sambandi og rankaði ekki við sér fyrr en of seint og náði því aðeins að jafna metin. Nú eru möguleikar Akurnesinga til sig- urs í mótinu tæmöir. Þeir eru dæmdir til að hafna í öðru eða þriðja sæti. Hver skyldi hafa trú- að því í vor, að spilin stokkuð- ust svona. Var vitlaust gefið eða of margir „jokerar“ í spilinu? kunna margir að spvx-ja. Hvað veldur því að bezt leikandi liðið með 70—80% af liðsmönnum sín. um í „landsUðinu“ skuli c-kki sigra deildarkeppnina? Svörin verða kannske jafnmörg og menn irnir sem spurningunni velta fyr- ir sér. En staðreynd er það að hinir tíðu stórleikir við erlend lið sem heimsótt hafa okkur á sumi’in hafa þai’na meira að segja en margan grunar. Þar var næstum stöðugt att fvam sörnu mönnunum til keppni og Akurnesingar eðlilega i miklum meirihluta þegar úrvalslið voru valin. Þar við bætist fyrstu- deildar-keppnin, sem skipar ekki viröulegri sess í dag en svo, að hún er látin týnast innan um heimsóknir og utanfarir. Þetta skipulag kann ekki góðru lukku að stýra og verða þeir harðast úti, sem eftii’sóttssta eiga leik- mennina. Þarna hef ég nefnt tvær ástæður, sem skipta veru- legu máli, en þær ei’U vafalaust fleiri. Hannes. Agósta Þorsíeinsdóttii setti m sbriðsondi Eini þátttakandi íslands á ungl- ingasundmeistaramóti Norður- landa var Ágústa Þorstejnsdóttir úr Ármanni. Keppnin stóð yfir í tvo daga og tók Ágústa þátt í tveim sundgreinum — setti ís- landsmet í þeim báðum og bætti metin veruiega. í 400 metra skriðsundi varð hún 7 í röðinni og fékk tímann 5.54.6 mín. Bætti hún gamla met- ið um meira en hálfa mínútu. Sigurvegari í þessu sundi varð sænsk stúlka. í 100 metra skriðsundinu var keppnin mjög hörð og skemmti- leg. Þar varð Ágústa 5. í röð- inni á nýju íslandsmeti, 1.11.6 mín. Sigurvegari varð dönsk stúlka og fékk tímann 1.09.7 — Skildu þannig tæpar tvær sek. þá fyrstu cg fimmtu og má af því sjá hve hörð keppnin hefir verið. Þessi árangur Ágústu á NorS- urlandamótinu er mjög góöur og athyglisverður og sýnir að hún er ört vaxandi sundkona, sem til stóxra afreka er líkleg. H. Aðalfunthir Síefs AÐALFUNDUR Stefs var hald- inn á i'östudaginn. Stjórnina skipa: Jón Leifs for- maður, Skúli Halldórsson, Þórar- inn Jónsson, Snæbjörn Kalda- lóns og Sigurður Reynir Péturs- son, hæstaréttarlögmaður. Endurskoðendur voru kjörnir: Friðrik Bjarnason og Helgi Páls- son, en til vara Sigurður E. Hjör- leifsson. TilhoB óskast í nokkrar fólksbifreiðar, er verða til sýnis að Skúla- túni 4, föstudaginn 31. þ.m. kl. 1—3 síðdegis. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer og heimilisíang í tilboði. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 5. SöJunefnd varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.