Morgunblaðið - 14.12.1956, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.12.1956, Qupperneq 12
» MORCVNBLABIÐ /ostudagur 14. des. 1956 nttMðfrifr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. „Úrræði" ríkisstjórnarinnar í efnakagsmólara ÞESSA dagana má gera ráð fyrir því, að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi tillögur sínar um lausn efnahagsvandamálanna. Hefir því verið heitið, allt frá því er ríkis- stjórnin tók við völdum, að hún myndi beita sér fyrir því að lagð- ar yrðu fyrir næsta Alþingi til- lögur um varanlega lausn efna- hagsvandamála þjóðarinnar, þ. á. m. stöðvun dýrtíðarinnar í land- inu. Meðan tillögur þessar hafa enn ekki verið lagðar fram opinber- lega er auðvitað of snemmt að ræða þær og taka tillit til þeirra í einstökum atriðum. Goddastaðaræða Hannibals Hitt er hins vegar ekki úr vegi, að rikisstjórnin og flokkar þeir, er að henni standa, séu minnt á loforð þau, sem þjóðinni hafa ver- ið gefin í sambandi við væntan- leg úrræði, og fyrri afstöðu ýmissa þeirra, sem að þessum að- gerðum standa til slíkra mála. Mörgum mun í minni hin fræga Goddastaðaræða Hannibals Valdi marssonar félagsmálaráðherra, á síðasta þingi, er þáverandi ríkis- stjórn lagði fram tillögur sínar til þess að koma í veg fyrir stöðv- un útflutningsframleiðslunnar. Jós Hannibal þá úr sér milclum gifuryrðum í garð ríkisstjórnar- innar fyrir þær óbærilegu álögur, sem lagðar væru á almenning með þessum ráðstöfunum. Taldi hann álögur þessar óþarfar með öllu, þar sem fjárhagsvandamál útgerðarinnar mætti auðveldlega leysa á kostnað auðhringa og annarra milliliða, sem græddu óhóflega á kostnað útvegsins. Þess hefði nú raunar mátt vænta af þessum ráðherra, að hann hefði gert þá kröfu áður en hann tók sæti í ríkisstjórn- inni, að þessum, að hans dómi, óþörfu álögum á almenning yrði aflétt, en þess í stað beitt þeim úrræðum, er hann hafði bent á. En engin þeirra mörgu bráða- birgðalaga, sem Hannibal hefur beitt sér fyrir að sett yrðu, hafa gengið í þá átt. Hann hefur hins vegar, eins og kunnugt er, látið setja bráðabirgðalög um annað, nefnilega þau, að launamenn skyldu ekki fá þá dýrtíðarupp- bót á kaup, sem þeir áttu rétt til samkvæmt gildandi kaupsamn- ingum. Því hefur verið lofað, að ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum skuli ekki hafa í för með sér neina kjaraskerðingu fyrir alþýðu manna, a. m. k. ekki sem teljandi sé. Tekjuflutningur“ nauð- synlegur En nokkur ástæða er þó til þess þegar á þessu stigi málsins, að draga í efa, að þau loforð verði haldin. Varaforseti Alþýðusam- bands íslands, Eðvarð Sigurðs- son, sem átt hefir sæti í nefnd þeirri, er unnið hefir að undir- búningi bjargráðanna, upplýsti fyrir skömmu á þingi Alþýðusam bandsins, að „flytja þyrfti yfir“ 70—100 millj. kr. í tekjum til út- flutningsframleiðslunnar. En frá hverjum eiga þær tekjur að flytj- ast? Ef mark væri takandi á fyrri yfirlýsingum kommúnista, mætti ætla, að það yrðu fyrst og fremst „auðhringarnir" og þar í fyrsta lagi olíufélögin og bankarnir, sem látnir yrðu borga brúsann. En hvað olíufélögin snertir, þá er það nú vitað, að því fer fjarri, að þeim muni ætluð þátttaka í þessum byrðum, að ætlun ríkisstjórnarinnar mun vera sú, að bæta við „yfir- færsluna" til útgerðarinnar 30—40 millj. kr. álögum, sem eiga að „yfirfærast“ til eins olíufélagsins og SÍS! Gengislækkun skírð ^ialdeyrisskattur En hvaðan eiga þessar tekjur sem flytja þarf, þá að koma? Komm- únistar og aftaníossar þeirra hafa hingað til fordæmt gengislækk- un, bátagjaldeyri og allar slíkar ráðstafanir, sem hafa í för með sér verðhækkun á erlendum vörum, sem íhaldsúrræði „óal- andi og óverjandi' að þeirra dómi Og enn fullyrða þeir, að gengis- lækkun komi ekki til greina. En einhvers staðar verður að taka peningana, og þótt „bjarg- ráðin hafi ekki enn verið birt“, leikur á því svo sterkur grunur, að nálgast vissu, í hverju snjall- ræðin muni fólgin. Það á að fara sömu leiðirnar og kommúnistar hafa hingað til fordæmt mest, nefnilega þær að hækka aðflutn- ingsgjöld á innfluttum vörum. Ein hinar nýju álögur munu ekki verða kallaðar gengis- lækkun eða bátagjaldeyrir, heldur „gjaldeyrisskattur" og „leyfagjöld“ eða eitthvað því um líkt. M.ö.o. sömu ráðstaf- anir sem taldar voru svívirði- leg árás á lífskjör alþýðunnar meðan þær hétu gcngisfelling og bátagjaldeyrir, eru orðnar bjargráð, þegar búið er að skíra þær gjaldeyrisskatt eða leyfagjöld. Þarna hefir alþýða manna töfraorðin! En hvort kommúnistum verður að þeirri von sinni, að almenn- ingur sé það skyni skroppinn, að hann sjái ekki gegnum svona þunnan blekkingavef er svo annað mál, sem koma mun í ljós næst þegar þeir ganga til kosninga, hvenær sem það verður. UTAN UR HEIMI l^áfflrcuiÉ er ctÉctfJ^œÉct hinS óbretjttct rúáóneólzct liermctnnó ocj óí^arettar uef'Cir Lann ár dacjlla&apappír R ússneski hermaðurinn gegnir herþjónustu í tvö ár. Sé hann skipaður liðþjálfi lengist herþjónustutími hans um eitt ár og fylgi lánið honum er hann skipaður liðsforingi, en þá lengist þjónustutími hans líka verulega. Sérstakar reglur gilda saml um sjóherinn — og sé Rússinn svo ólánssamur að vera kallaður í hann — þá verður hann að ganga í einkennisbúningnum í fimm ár. R.ússneski pilturinn er 18 ára þegar hann er kvaddur til herþjónustu. Þar er hann undir ströngum aga, járnaga — frá morgni til kvölds — jafnvel er haft með honum eftirlit á næturn ar. Hann veit, að augu leynilög- reglunnar hvíla á honum. Hann veit að einn eða fleiri „vina“ hans njósna um hann — og reyna að komast að því hvort pólilíska kennslan hafi áhrif á hann. Hann veit líka, að liðsforingjarnir, sem eftirlit hafa með honum dag og nótt, hljóta nær því jafnþunga refsingu og hann sjálfur, ef regl- unum er ekki fylgt út í yztu æsar. Mr að er þess vegna sem rússneski herinn er svo v°i ag- aður. Hermaðurinn hefur það á tilfinningunni, að vökul augu hafa eftirlit með hverri hreyf- ingu hans. Og einmitt þess vegna þolir hann möglunarlaust hið til- breytingarlausa daglega líf, stranga þjálfun, lélega fæðu, lítil laun, illan aðbúnað og nær eng- ar frístundir. Hann fær einungis einnar stundar frí á degi hverj um og þann tíma er honum ætlað að lesa pólitísk rit. Enda þótt rúss- neski hermaðurinn eigi unnustu í nágrenni herbúðanna, getur svo farið, að hann fái aldrei að sjá hana á meðan á herþjónustunni stendur. I rússneska hernum eru aldrei veitt orlof. Er herþjónustu- tímanum lýkur getur svo farið, að hinn sami þjónustutími sé endurnýjaður af stjórnarvöldun- um, og hermaðurinn verður að gegna herþjónustu við og við fram til fimmtugs, enda þótt hann hafi lokið skyldutíma sín- um. H ið daglega líf óbreytta rússneska hermannsins er fá- breytilegt og snautt — og sam- kvæmt upplýsingum þeim, er M. Koriakovs, kapteinn í rússneska hernum, gefur í bók sinni „The Soviet Army“ lítur dagbók rúss- neska hermannsins þannig út. — Brennivín til hádegis — ★ ★ A Mað'ur nokkur kom inn á ritstjórnina í gær í mjög þung um þönkum og alvarlegum. Ræddi hann lokunartíma sölubúða fyrir jólin og hafði í rauninni margt við hann að athuga. Ekki keyrðu þó úr hófi um aðfinnslur hans fyrr en hann kom að opnun eða öllu heldur lokun áfengis- verzlunarinnar. Benti hann á að sú ágæta verzlun væri að- * ¥ ¥ eins opin til hádegis la«gar- daginn fyrir Þorláksmessu, þegar allar aðrar verzlanir eru opnar til kl. 12 á miðnætti. Benti hann á að sá háttur hefði jafnan verið við hafður að hafa þá verzlun opna jafn lengi öðrum verzlunum fyrir jólin, en nú ber svo við að þann dag, sem opið er til mið- nættis, ber einmitt upp á laug ardag fyrir stórhátíð, en þá ★ ★ ★ má lögum samkvæmt hreint ekki hafa vínverzlun opna nema til hádegis. Vér treyst- um oss ekki til þess að órann- sökuðu máli að takji í málinu neina afstöðu, en hins vegar finnst oss á tínvum prent- frelsis rétt að þetta sjónarmið hins miður ánægða manns fái að koma fram. ej Liðsforinginn hermennina. vekur 6,00: Hermennirnir klæðast og þvo andlit og hend- ur. Einnig laga þeir til í svefn- skálunum og breiða gráa teppið, sem er eina yfirsæng þeirra, yfir hálmdínuna í járnrúminu. 6.30- 7,00: Morgunliðs- könnun. rj qq—7 oq . Morgunverður ’ ’ ’ snæddur. Það, sem borið er á borð, er alltaf hið sama: 200 gr. rúgbrauð, % lítri af súpu, eða grautarskál — og te. 12 gr. af sykri er hverjum skammtað út í teið. 7.30- 8,00: fóliÍ\sk fræðsla. 8,00-13,00: Herþjálfun og likams- æfingar. 13,00-14,00: Hádegis- verður snæddur, sem venjulega er rauð- rófusúpa og grænmetismauk auk 300 gr. af rúgbrauði. Að máltíð- inni lokinni er stutt hvíldarstund og geta hermennirnir notað hana til þess að reykja. Fá þeir þá 20 gr. af grófu tóbaki (Mahorka), en dagblöð verða þeir að nota sem sigarettupappír. Blað hersins „Kraznaja Zvezda“ hefur til skamms tíma verið eftirsóttast til þessara nota, því að það er betri „sígarettupappír“ en „Pravda“ og „Izvestia". 14,00-18,00: Pólitisk kennsla og herþjálfun. 18,00-19,00: v°Pnin hreinsuð og jafnframt kennsla í herregl- unum. 19,00-20,00: Kvöldverð- ur, sem er grautur með kjötsoði og 300 gr af rúgbrauði. 20,00-21,00: Frítimi her manna, ef frítíma skyldi kalla, því að ætl- azt er til að þeir kynni sér póli- tísk rit og búi sig undir hina póli- tísku kennslu næsta dags. Þó leyfa þeiu' sér að skreppa í her- búðaverzlunina, sem er eina verzlunin, er hermennirnir fá að verzla í. Þar geta þeir keypt ,,rúnnstykki“, pylsur, nálar, tvinna, hnappa og því um líkt. Jr annig líður dagurinn. Frá þessari áætlun verður aldrei frávik, og nær óhugsandi er, að óbreyttur hermaður mæti svo mikið sem mínútu of seint til liðs- könnunar, því að tíu ára fangelsi getur legið við slíku. Laun óbreytts rússnesks her- manns eru ein rúbla á dag. Hann má aldrei ávarpa liðsforingja án þess að biðja um leyfi til þess — og liðsforinginn hefur 24 sinnum hærri laun en hermaðurinn. Her- foringinn hefur um það bil 114 sinnum hærri laun en hermaðut- inn — og hann fær svínasteik þegar hermaðurinn japlar á rúg- brauðinu sínu. Það er fyrst og fremst harðræði og agi, sem ein- kennir líf rússneska hermanns- ins. Margir hermannanna eru af bændafólki — oft lítið eða ekk- ert menntuðu. H, ermaðurinn er lítið hjól í hinni geysistóru vél — og hann vikur sér ekki við nema samkvæmt skipun foringjans. Margra álit er, að samfara hin- um stranga aga og illa aðbúnaði sé það menntunarskorturinn og hinn frumstæði hugsunarháltur hqrmannsins, sem veldur því, að rússneskir hermenn ganga oft á tíðum fram sem fjarstýrðir járn- karlar. Reynslan hefur og sýnt það, að rússneskir hermenn eru ráðvilltir í bardaga, ef foringinn fellur. Þeir eru ekki þjálfaðir til hugsunar — heldur til hlýðni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.