Morgunblaðið - 09.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1957, Blaðsíða 6
8 MORCUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 9. maí 1957 f^uóóneóh ótejn utuinnu- nu- breutin a L má L um ÞAÐ var íyrir löngu vitað, að Sovétstjórnin hefði í undir- búningi víðtækar breytingar á skipulagi efnahagsmála í land- inu, sem fæli í sér stórfellda breytingu frá því sem verið hafði á valdatíma Stalins. í þessu sam- bandi minnast menn hinnar frægu ræðu Krúsjeffs á 20. flokks þinginu, og er talið að tilagng- urinn með þeim afhjúpunum Stalins, sem þá fóru fram, hafi m. a. verið sá, að greiða götu þess, að kerfi Stalins í atvinnu- málunum yrði nnekkt. Það er alveg vafalaust, að tnjög mikil andstaða hefur verið í hópi ráðamanna í Sovét gegn nokkrum breytingum á því rík- iseinveldi í atvinnumálunum, sem Stalin kom á fót. Nú eru liðnir meira en 14 mánuðir síð- an flokksþingið var haldið og það er fyrst nú, sem Krúsjeff hefur talið sig nægilega sterk- an til að boða breytinguna. í þessu sambandi er bent á að einveldi Stalins í atvinnumálun- um hafi í rauninni verið eins konar styrjaldarrekstur á fram- leiðslu landsmanna. Þess háttar rekstur getur verið vel til þess fallinn að koma upp þungaiðn- aði og vígbúnaði en er alls ekki á sama hátt hæfur til að full- nægja þeim kröfum, sem komið hafa fram um aukna framleiðslu á almennum neyzluvörum, en þær kröfur hafa verið mjög há- værar meðal allra stétta í Sovét- ríkjunum og einnig í innsta hring flokksins sjálfs. Því hefur verið haldið fram að til þess að lyfta undir framleiðslu neyzluvaranna þurfi miklu hreyf anlegra efnahagskerfi en verið hefur, eins konar markaðsbú- skap, þar sem framboð og eftir- spurn fái að njóta sín. Fyrstu teikn ■þess, að kerfi Stalins væri á fallanda fæti sá- ust á þeim tíma, þegar Malenkoff var forsætisráðherra, en hann varð að fara frá áður en honum hafði tekizt að koma nokkrum verulegum breytingum á. — Eftir fall Malenkoffs litu margir svo á að stefna Stalins væri aftur komin í hásætið. En það var ýmislegt sem benti til þess að hin nýja forysta í hönd- um Krúsjeffs og Bulganins hefði ekki látið þetta mál niður falla. Við ýmis tækifæri létu rúss- neskir valdamenn í ljó.s viður- kenningu á hinum frjálslegri at- vinnuháttum Júgóslava og í yfir- lýsingu í Belgrad þann 2. júní 1955 tóku þeir Krúsjeff og Búlg- anin fram, að þeir teldu kerfi Júgóslava vera réttmæta þróun- arleið í sósíalistisku landi, eins og það var orðað, og að stefna þeirra ætti að njóta jafnréttis við aðrar „sósíalistiskar leiðir.“ Nú eru búskaparhættir Júgóslava um margt mjög ólíkir kerfi Stal- ins og hafði þessi yfirlýsing því hina mestu þýðingu. Þess er að minnast, að á sama flokksþingi og Krúsjeff hélt ræðu sína, talaði einnig Mikojan. Lýsti hann því yfir, að hann teldi sein- asta hagfræðirit Stalins „Efna- hagsleg viðfangsefni sósíalismans í Sovétríkjunum" á röngum for- sendum byggt og deildi harðléga á það, sem hann kallaði „skrif- stofueinræði". Þegar Tító var í Moskvu fyrir tæpu ári síðan var Kardelj, sem er einn aðalráðu- nautur hans, leyft að skrifa lang- ar greinar í Pravda um yfirburði hins júgóslavneska efnahagskerf- is. Margir bjuggust nú við að stefnubreyting væri alveg á næstu grösum, og létu ýmsir vestrænir kommúnistar, svo sem ítalinn Togliatti þá skoðun í ljós. En rétt á eftir þessu kom und- arlegur afturkippur í Rússa og í yfirlýsingu, sem þá var gefin út var sérstaklega veitzt að Togli- atti og það tekið fram, að þó svo væri litið á að persónudýrkun hefði skaðað Sovét-þjóðfélagið, og slík dýrkun væri nú ekki lengur fyrir hendi, þá mætti ekki draga af því þá ályktun, að nokkrar sérstakar breytingar þyrfti að gera á skipulagi Sovét- þjóðfélagsins. Mörgum út í frá gekk illa að átta sig á þessu öllu saman, og svo komu atburðirnir í Ungverjalandi, sem í svip skyggðu á allt annað. En það var bráðlega ljóst, að þegar kom fram á veturinn, var farið að gera ýmsar ráðstafanir í þá átt að draga úr ríkiseinveldi atvinnu veganna, sem hafði aðsetur sitt í Moskvu. Þær ráðstaafnir, sem Krúsjeff hefur boðað, bera keim af því, að þær muni vera sprottnar upp úr eins konar málamiðlun, sem valdhafarnir í Moskvu hafi kom- ið sér saman um. T. d. er haldið fast við skilyrðislausan forgangs- rétt þungaiðnaðarins. Reynt er að breiða yfir það með öllu móti, að nokkur tengsl séu á milli breytinganna og þess kerfis, sem Júgóslavar nota hjá sér, en það hefur ekki heppnazt nema að litlu leyti og virðist t. d. ljóst að þau „atvinnumálaráð“, sem Rússar stofnsetja nú víðs vegar um landið séu mjög lík þeim „framleiðslumálaráðum", sem hafa svo mikið að segja í kerfi Júgóslava. Þær breytingar, sem Krúsjeff boðar fela ekki í sér að þar sé um algerlega nýja búskaparhætti að ræða, en ýmsir sem um þessi mál rita erlendis, telja að ef til vill sé hér aðeins um fyrsta sktefið að ræða, og á eftir munu koma miklu róttækari breytingar í frjálslegri átt. Það sem mestu máli skiptir er það, að nú er í fyrsta sinn opinberlega viðurkennt af ráðamönnum Sovétríkjanna, að það ríkisein- veldi í atvinnu- og efnahagsmál- um sem staðið hefur í landinu, nái ekki tilgangi sínum og þurfi breytinga við. Ekki má binda hendur IMATO til að mæta árás með fáanlegum tækjum NORÐUR-ATLANTSHAFSRÁÐ- IÐ hélt reglulegan ráðherrafund sinn í Bonn dagana 2. og 3. maí 1957 undir forsæti Gaetano Martino utanríkisráðherra Ítalíu. en Ismay lávarður var fundar- stjóri. Atlantshafsbandalagið hefur ætíð verið og er enn hreint varn- arbandalag. Það var stofnað til þess að vernda þátttökuríkin fyr- ir hernaðarárás. Hefur það tek- izt fram til þessa en árásarhætt- an helzt þó ennþá svo ekki verð- ur um villzt og þátttökuríki NATO verða því að viðhalda ein- ingu í landvörnum. RÚSSAR VILJA EINKARÉTT Á KJARNORKUVOPNUM Ráðið hefur veitt því athygli, að síðan síðasti fundur var hald- inn, hafa leiðtogar Sovétríkj- anna hleypt af stokkunum p'óli- tískri herferð, samtímis því sem þeir reyna að breiða yfir hina rússnesku kúgun í Ungverja- landi. Þessi nýja pólitíska her- ferð beinist að því að snúa al- menningsálitinu í NATO-ríkjun- shrifar úr daglega lifinu H ÉR fer á eftir bréf frá H.P. um „íslenzka heimsspeki ‘ Ekki býst ég við að allir séu bréfritaranum sammála en hér er sjónarmiði hreyft sem sann- gjarnt er að komi fram. Þeim sem á annarri skoðun eru er heimilt rúm hér í dálkunum til andmæla ef þeir kjósa. Vansköpuð hugar- fóstur? BLESSAÐUR reyndu að koma orðatiltækinu „íslenzk heims speki“ fyrir kattarnef. Maður opnar nú ekki svo dagblað að ekki sé í hverri greininni á fætur annarri sett ósýnilegt samasem- merki á milli rita dr. Helga Péturss (að honum ólöstuðum) og einhvers sem kallað er „ís- lenzk heimsspeki“. Mér finnst ákgflega villandi að tala um háspeki-hugmyndir dr. Helga Péturss sem íslenzka heimspeki, enda þótt þær séu kannski til orðnar innan landhelgislínunnar, því alveg eins má skilja orðin svo að þau merki heimsspeki Is- lendinga, og þeir fslendingar eru fljóttaldir sem tnia dr. Helga, ef frá er talinn flokkur sá sem kennir sig við Nýal. Það fer líka í taugarnar á mér að orðatiltækið er bersýnilega not- að í mótsögn við erlenda heims- speki sem á að vera miklu ómerkilegri, maður heyrir á bak við það: Jæja, dömur mínar og hérrar, hérna hafið þið þá loksins íslenzka heimspeki,og það sem íslenzkt er svíkur engan, því sjá: bezt er heima hvað. (þetta sýnir auk þess hve Nýalssinnaðir eru óheimspeki- legir, eða óvísindalegir öllu heldur, að þeir skuli undirniðri telja tiltekinni kenningu það til gildis hvar á jörðinni hún var fram borin) Nýalssinnar meina ekkert nema gott eitt með því að tala um „ íslenzka heimsspeki", þeir eru svo sannfærðir um mikil- vægi kenninga dr. Helga að beim er mjög ljúft að tengja þær ís- landi. En vegna þess að lang flestir landsmenn telja þær tómt sullumbull, þá er viðbúið að orða tiltækið verði að hreinu skammarheiti með tímanum, taki að merkja vansköpuð hugar- fóstur e. þ. h. og er þá verr farxð en heima setið fyrir báða aðila. Ef einhvern tíma skyldu til verða heimspekilegar bók- menntir í landinu svo hægt yrði að tala um íslenzka heimspeki þannig að átt væri við heim- spekilega iðju landsmanna, þá er illt ef búið yrði að koma óorði á títtnefnt orðatiltæki. H. P. Tilkynning ráðherrafundar NATO í Bonn um gegn því að vestrænn her- um til að bæta sambúðina milli styrkur sé endurnýjaður og bú- inn nýtízku vopnum og er ætlun þeirra að veikja grundvallaratrið- ið um sameiginlegt öryggi NATO ríkjanna. Ráðið er þeirrar skoðunar að tilgangur Rússa með þessu sé að tryggja Sovéthernum einkarétt til kjarnorkuvopna á meginlandi Evrópu. Slíkt ástand -væri óvið- unandi og lætur ráðið í ljós ánægju sína yfir því að ákveðin svör hafa verið gefin við aðgerð- um Rússa á þessu sviði. EKKI MÁ BINDA HENDUR NATO Atlantshafsbandalagið þarf að hafa aðstöðu til að geta mætt árás með öllum fáanlegum tækj- um. Það eitt að bandalagið ráði afla sér hinna fullkomnustu vopnum mun draga úr fyrirætl- unUm um árás á bandalagið. Með- an ekki hefur náðst samkomu- lag um afvopnun, getur ekkert stórveldi bannað bandalaginu að afla sér hinna fullkomnustu tækja til landvarna. Sé hins vegar ótti sá sem Rúss- ar þykjast hafa af þessum vopn- um einlægur, þá er hægur vandi austurs og vesturs. SKIPTING ÞÝZKALANDS ÓMANNÚÐLEG Ráðið ræddi um áhrif stjórn- málaþróunarinnar undanfarna mánuði á sameiningu Þýzkalands. Ráðherrarnir urðu ásáttir um að halda áfram tilraunum sínum með öllum ráðum, að fá Rússa til að standa við fyrri loforð sín um að Þýzkaland skuli sameinað með frjálsum kosningum. Ráð- herrarnir álíta hina framlengdu skiptingu Þýzkalands og hina óeðlilegu stöðu Berlínar stöðuga hættu fyrir heimsfriðinn. Þar af leiðandi ítrekuðu þeir fyrri ákvörðun sína um að halda áfram og auka á friðsamlegan hátt hina sameiginlegu stefnu um frjálst og sameinað Þýzkaland innan vébanda evrópsks öryggisskipu- lags. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á það mannúðarleysi sem fylgir áframhaldandi skiptingu þýzku þjóðarinnar. ÁSTANDIÐ BATNAR f ARABALÖNDUM Ráðið íhugaði síðustu atburði í nálægum Austurlöndum. Ráð- fyrir þá að leysa sig xmdan hon- I herrarnir komust að þeirri nið- w Einokun á ferða- mönnum ENN eru nú þegar teknir að ráðgera sumarleyfisferðirn- ar. Nú eru teknar til starfa hér allmargar ferðaskrifstofur, þótt enn ríki í ferðamálum hér á landi sú furðulega einokun að enginn má færa erlenda menn inn í landið nema ein ríkisstofnunin, Ferðaskrifstofan. Hvergi í frjáls- um löndum mun slíkt háttalag tíðkast en aftur á móti velþekkt fyrirkomulag fyrir austan járn- tjaldið. Það er ekki gæfusamlegt útlitið fyrir það að ísland verði mikið ferðamannaland í fram- tíðinni meðan allt framtak er þannig hneppt í járnviðjar ríkis- einokunar. Samt sem áður hafa risið hér upp þrjár ferðaskrifstofur sem einstaklingar standa að og iskipuleggja sumarleyfisferðir til útlanda. Og það var í sam- bandi við þær ferðir sem mig langaði til þess að vekja máls á hugmynd einni. Fyrir unga fólkið ÞAÐ tíðkast allmikið á Norður- löndum og víðar að ferða- skrifstofur gangist fyrir þeim ferðum, sem þar eru nefnd- ar „Camping“ ferðir og eru flestar þeirra farnar til Suður Frakklands. Þeim er þannig háttað að farið er kostnaðar- lítið, með járnbrautum eða bílum á ákvörðunarstað en þar dvalizt í tjaldbúðum eða æskulýðsheim- ilum, skólum og öðrum slíkum stöðum. Fyrir vikið verða ferðir þessar mjög ódýrar,* langt undir venjulegu ferðaskrifstofugjaldi. Þægindi og íburður er auðvitað ekki jafnmikill og í dýrari ferðunum, en ævintýrin fleiri. Þátttakendur eru flestir ungt fólk, sem vill líka sigla út fyrir landsteinana, en á þess e. t. v. ekki annars völ. Það er full ástæða til þess að íslenzkar ferðaskrifstofur taki slíkar ferð- ir upp á starfsskrá sína, og ekki er að efa að þátttaka yrði mikil og góð. Hvað segir hinn ötuli forstjóri Orlofs um þetta mál? um. Sovétríkin þyrftu ekki ann- að en að fallast á allsherjar af- vopnunarsamkomulag, sem fæli í sér raunhæfar aðgerðir til tak- mörkunar og eftirlits. En Vest- urveldin hafa margsinnis borið fram tillögur um slíka afvopn- un, enda er hún þáttur í megin- stefnu þeirra. SKIPULAG IIERJA Þegar umræður fóru fram í ráðinu um öryggisvandamálin, var m. a. fitjað upp á því, hvaða stærðarhlutfall skyldi vera milli hersveita sem búnar eru nýtízku vopnum og þeirra, sem búnar eru venjulegum vopnum. Ráðið bíður eftir árangri athugana sem hernaðaryfirvöld bandalagsins hafa látið fram fara og munu gera þátttökuríkjunum kleift að taka sameiginlega ákvörðun um aukningu og hlutfall hins mis- munandi herbúnaðar. Ráðið er þeirrar skoðunar, að þegar ákvörðun verður tekin í þessu máli þurfi að gæta þess vand- lega að herstyrkur bandalagsins, bæði landher, sjóher og flugher sé nógu öflugur til að bægja frá árás. ÞRÖSKULDUR f VEGI Síðustu atburðir í Ungverja- landi staðfesta, að í augum Sovét- ríkjanna skiptir þjóðfrelsi engu máli og að Sovétríkin eru reiðu- búin að beita valdi til að bæla niður löglega frelsisbaráttu þjóða. Ráðið álítur að áframhaldandi grimmdarleg kúgun Rússa á ungversku þjóðinni sé enn þröskuldur í vegi fyrir tilraun- urstöðu, að þótt ófriðarhættan sé enn mikil á þessu svæði, hafi ákveðin ný öfl og viðhorf komið fram, sem gefi góða von um að takmarka megi tækifæri komm- únista til útþenslu og niðurrifs. Er vonandi að ástandið batni og takast megi að auka öryggi og sjálfstæði_ landanna í nálægum Austurlöndum. STJÓRNMÁLALEGAR RÁÐALEITANIR Ráðherrarnir íhuguðu ásig- komulag bandalagsins í ljósi pólitískrar þróunar, sem orðið hefur síðustu fimm mánuði, bæði á NATO-svæðinu og utan þess. í sambandi við þetta íhuguðu þeir einnig hvaða árangur hefur náðst í stjórnmálalegum ráða- leitunum, eftir hinum nýju regl- um sem teknar voru upp sam- kvæmt tillögum þriggjamanna- nefndarinnar. Ráðherrarnir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að gagnlegur og ákveðinn árangur hafi náðst og bandalagið sé á leið til aukins þroska og sam- heldni. Að lokum þakkaði ráðið Ismay lávarði fyrir frábær störf hans í þágu NATO s. 1. fimm ár. RACNAR JQNSSON hæslaréttarlöginaður. Laugavegi 8. — Sími 7752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Gísli Einarsson héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 8263L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.