Morgunblaðið - 12.06.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 12. júní 1957 MORClllV BL AÐIÐ 15 Opinber gjöld verði inn- heimt um leið og tekna er aflað Línúbrengl varð í fregn þessari í laugardagsblaðinu og birtist hún hér því aftur. IVETUR flutti Björn Ólafsson alþingismaður tillögu til þings- ályktunar um breytingu á innheimtu opinberra gjalda þess efnis að skattar væru innheimtir af tekjum jafnóðum og tekn- anna væri aflað Stjórnarsinnar fengust ekki til þess að afgreiða tillögu þessa á þingi í vetur. Óskar Hallgrímsson flutti síðast í marz tillögu i bæjarstjórn Reykjavíkur um innheimtu útsvars launþega, um leið og laun falla til útborgunar og fór önnur um- ræða fram um tillöguna á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Lá þá fyrir álitsgerð Tómasar Jónssonar borgarritara í málinu. — Rappreiðarnar Frh. af bls. 3 á 23,9, en sjónarmunur á eítir, hnífjafnir. „Blesi“ mun þarna hafa gefið alíhátt þeim er á hann veðjuðu, því flestir veðjuðu á „Vin“ og „Roða“. Allir þessir hestar hlupu undir 24 sek., sem er lágmarkshraði til fyrstu verð- launa. 250 M FOLAHLAUP í folahlaupinu sigraði „Eldur" Guðmundar Ragnarssonar á 20 sek., annar varð „Þröstur" Ólafs Þórðarsonar á sama tíma. Nú- verandi met í þessu hlaupi ei 19,8 sek. 350 M STÖKK Þar var um litla keppni að ræða. Þorgeir í Gufunesi átti báða hestana sem hlupu, „Gný- fara“ og „Blakk". „Gnýfari" sigr- aði á 26,8 en „Blakkur" hljóp á 27,2 sek. Lágmarkstími til verð- launa á þessari vegalengd eru 28 sek. Kappreiðar þessar voru á allan hátt hinar skemmtilegustu og þeim er að þeim stóðu til mesta sóma. — f stJendingar Framh. u" bls. 9 inga, heldur er það leitt til Len- ingrad. í Norður-Estlandi er á stað einum mikið jarðgas. Það er einnig flutt í pípum til Lenin- grad, ÞJÓÐERNISSINNUB ÆSKA Samfara slíkri gernýtingm og nýlertdukúgun þróast þjóð- ernisstefnan meir en nokkru sinni meðal þjóðarinnar. Heita má að Rússar séu nú alveg búnir að gefast upp við að gera Estlendinga að Rúss- um, eins og þeir reyndu þó mjög til á Stalins-tímunum. Þá var rússneska skyldufag úr barnaskóla og upp úr og flest- ir fyrirlestrar í háskólum voru fluttir á rússnesku. Síðan slak að var á taumunum eftir dauða Stalins, neitar estneska æskan einhuga að hlýða á rússneskar kennslustundir. Það er sú æska sem á að taka við og hún mun ekki slaka á kröfunni um endanlegt sjálf- stæði estlenzkm þjóðarinnar, segir August Rei að lokum. — Þ. Th. — Bessastaðakirkja Framh. af bls. 6 leyfir góða geymd. Minnumst þess, að kristnin hefir verið þess umkomin á undanförnum öldum, að skapa göfuga list í litum, tón- um og föstu efni. Vér erum arf- smáir í þessu tilliti, en nú er kom ið að oss, og efnamenn og ,,hið opinbera“, sem kallað er, á að sjá fyrir stórum viðfangsefnum í húsasmíð, höggmyndum, litmynd um og hverskonar menning, sem hæfileikar eru til að skapa Mér þykir vænt um að við get- um nú opnað kirkjuna aftur á surnarhátíð kristninnar, og hún mun standa öllum opin, sem hing- að leggja leið sína — ekki sízt á messutíma. Við höfum náð á- fanga, sem við gleðjumst yfir — en verkinu mun haldið áfram, — þó minnugir þess sem Salomon sagði við musterisvígsluna: „Sjá himininn og himnana, himnar taka þig ekki, hve miklu síður þá þetta hús“. Að svo mæltu býð ég yður — og öllum landslýð gleðilega há- tið! Athöfn þesi var hin hátíðleg- asta. Biskup landsins hélt ræðu og sr. Jón Auðuns dómprófastur og sr. Sveinn Víkingur þjónuðu ásamt honum fyrir altari kirkj- unnar. Mikill mannfjöldi var við at- höfnina og var kirkjan þéttskip- uð, svo sem rúm hennar leyfði. — Jórdan Framh. af bls. 1. sé hið sama og gerzt hafi í Túnis, Líbyu, Súdan, frak, Libanon og Saudi Arabíu. f öllum þessum löndum hafi hermálafulltrúar Egypta skipulagt morð og hvers kyns glæpi til þess að hafa áhrif á stjórnmálaþróunina í þessum löndum. Eina svarið við slíkum óhæfuverkum sé að krefjast brott farar fulltrúanna. — August Rei Framh. aí bls. 1. Þegar rússneska keisaradæmið liðaðist í sundur varð August Rei einn helzti samverkamaður Konstantin Páts við það að safna saman estneskum hermönnum úr rússneska hemum og stofna þjóð- legt varnarlið, en með stofnun þess var hafið frelsisstríð Est- lendinga. Rei var kjörinn forseti stjórn- lagaþings Estlands 1919 og gegndi síðan oftsinnis hinum mikilvæg- ustu stöðum í hinu estneska lýð- veldi. Hann var m. a. þingforseti, utanríkisráðherra um tíma og sendiherra í Moskvu á þeim ör- lagaríka tíma, er Molotoff utan- ríkisráðherra afhenti Estlending- um úslitakosti í júní 1940. En eftir það kæfðu Rússar frelsi þessarar baltnesku smáþjóðar. FRELSISBARÁTTAN HELDUR ÁFRAM Estneska stjórnin sem August Rei veitir nú forsæti er að stjórn- lögum rétt skipuð ríkisstjórn landsins. Eitt helzta hlutverk hennar er að halda við stjórn- réttarlegu framhaldi hins est- neska ríkis. Og forsætisráðherra hennar horfir enn fram á veginn vongóður um að endanlegur sig- ur náist. Fyrr mun felsisbaráttu Eestlendinga ekki linna. — I nflúensa Frh. af bls. 1. hafa nær 30 þúsund tekið veik- ina síðan hún barst til borgar- innar fyrir 11 dögum. Tveir hafa dáið úr henni. TÓKÍÓ — Heilbrigðisyfirvöldin segja að sjúkdómurinn hafi nú borizt um gervallt Japan. Álitið er að 150 þús. hafi tekið veikina. 1350 skólum hefur verið lokað. DURBAN — Hér í þessari hafn- arborg Suður-Afríku var franska farþegaskipið Viet-nam sett i sótt kví, þar sem vart hafði orðið inflúenzu á skipinu. Skipið kem- ur frá Yokohama og Singapore. Á því eru 300 farþegar. Brezka her- fiutningaskipið Empire Fowey með 1000 hermenn innómborðs er einnig í sóttkví hér. — Handritin Frh. af bls. 1. Blaðið hefur þetta eftir Koch fréttaritara sínum sem staddur er á íslandi. Hann segir, að þegar fundur menntamálaráðherra Norðurlandanna hefst í Stokk- hólmi muni ráðherrar þessara tveggja landa reifa málið. Síðan muni Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra fara til Kaup- mannahafnar til nánari viðræðna um málið. Blaðið segir að hinir íslenzku ráðamenn vilji nu meðhöndla málið á kurteislegan hátt og framkvæma ályktun Alþingis án þess að vekja reiði Dana. Við seinni umræðu um tillög- una flutti Geir Hallgrímsson til- lögu sem hér fer á eftir og Óskar Hallgrímsson gerðist meðflutn- ingsmaður að. Dró hann sína til- lögu til baka. Tillagan fer hér á eftir svo sem hún var sam- þykkt í bæjarstjórninni. — Kanada Framh. af bls 1 að rúmlega helmingur ráðherr- anna sem áður voru, féllu við kosningarnar og þyrfti því alger- lega að endurskipuleggja stjórn- ina. Því eru meiri líkur taldar á að St. Laurent leggi lausnarbeiðni sína fyrir Massey landstjóra á næstunni _ og yrði Diefenbaker, foringja íhaldsmanna, þá falin stjórnarmyndun. Mun hann eiga víst samstarf við Sósíal-kredit- flokkinn. Þeir tveir flokkar hafa til samans 128 þingsæti og skort- ir fimm til að hafa meirihluta. M.S. BALDUR Tekið á móti flútningi til Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar- hafna árdegis á morgun. Félagslíl Farfuglar - Ferðanienn! Um næstu helgi verður farin 2% dags ferð á Tindafjallajökul. Farið verður á laugardag og gist í skála Fjallamanna. Komið í bæ- inn að kvöldi 17. júní. Skrifstof- an er opin að Lindargötu 50 kl. 8,30—10 í kvöld. Ferðafélag íslands í Heiðmörk kl. 8 frá Austurvelli til að gróðursetja trjáplöntur í landi félagsins þar. Félagar og aðrir eru vinsamlega beðnir um að fjölmenna. Ármann — Handknattleiksdeild Mfl., 1. fl. og 2. fl. karla: — Munið æfinguna í kvöld kl. 8 á félagssvæðinu við Miðtún. — Stj. S K Á T A R Umsóknarfrestur til þátttöku í B.P.-mótinu í Botnsdal, rennur út 15. júní. Þátttaka tilkynnist í skátabúðina. Skátafélag Reykjavíkur. I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. Seinasti fundur fyrir sumarhléið. — Hag- nefnd sér um skemmtiatriðin. — —’Æ.t. St. Sóley Fundur í kvöld, á venjulegum tíma. Kosning embættismanna. — Kaffi. — Dans, — Æ.t.____ Vinna Hreingerningamiðstöðin Sími 81091. Vanir og vandvirkir menn til hreingerninga. Hreingerningar Sími 2173. — Vanir og liðlegir menn. — Samkomur Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13 Alm. samkoma f kvöld kl. 8,30. Jóhannes Sigurðsson talar. Allir velkomnir. Bæjarstjórnin samþykkir að fela borgarstjóra og bæjarráði að láta fara fram athugun á því, hvernig haga megi innheimtu út- svara og annarra' bæjargjalda á þann veg, að bæjarsjóður fái fyrr en nú nauðsynlegar rekstrar- tekjur. Leggur bæjarstjórn eink- um áherzlu á, að rannsakað verði hvort hagkvæmara reynist að taka persónulega skatta (bæði til ríkis og bæjar) af launum jafnóðum og þeirra er aflað. — Jafnframt verði rannsakaðir möguleikar á því að samræma alla innheimtu opinberra gjalda. - Tvœr ráðsfefnur Framh. af bls. 1. stjómmálaflokks þess sem styður Kuwatly og liðsfor- ingja-klíkunnar sem öllu ræð- ur í hernum en hún hlýðir meir fyrirmælum frá Nasser en frá eigin ríkisstjórn. ■Ár Erindi Kuwatly til Egypta lands er að biðja Nasser að fyrirskipa liðsforingjiunum að hlýða hinni löglegu stjórn Sýr lands. Ella er talin hætta á að liðsforingjarnir geri byltingu og taki öll völd í sínar hendur. Volkswagen /957 til sölu. — Bíllinn er ókeyrður og nýkominn frá verksmiðj- unnL — Bíllinn hefur m.a. fram yfir aðra Wolkswagenbila model ’57, að stefnuljós eru að framan. Tilb. leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir fimmtudagskvöld merkt: Strax. Þegar íbúðarhús okkar á Hvalnesi á Skaga brann til kaldra kola ásamt allri búslóð innan stokks, urðu til þess margir góðir vinir að senda okkur rausnarlegar gjafir. bæði í peningum, fatnaði, búsmunum og sjálfboðavinnu. Við getum ekki talið upp nöfn allra hinna mörgu gef- enda, gamalla vina og sveitunga og manna í Skefilsstaða- hreppi, á Sauðárkróki, í Hegranesi, í Reykjavík og víðar, en við vottum hjartans þakkir okkar ykkur öllum, sem sýnduð okkar kærleikshlýjan vinarhug í gjöfum ykkar og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Fjölskyldan, Hvalnesi. Móðir mín, tengdamóðir og arama okkar GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ÍSFJÖRÐ lézt 10. þ. m. í Landakotsspítala. Sturlína Þórarinsdóttir. Haraldur Frímannsson og börn. Hjartkær sonur og fóstursonur okkar GUÐBJARTUR ÖGMUNDSSON lézt 30. maí. Jarðsett var að Hellissandi 6. júní. Öllum, sem reyndust honum vel í hans löngu veikindum þökk- um við af alhug. Ögmundur Elimundarson, Karlotta Friðriksdóttir Sigurlaug Sýrusdóttir. Hjartans þakkir fyrir alla samúð, sem okkur var sýnd við andlát og jarðarför móður okkar JÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR, Við þökkum sérstaklega Þykkbæingum fyrir margvís- lega aðstoð, er sýndu hlýhug sinn í orði og verki. Guðlaug Guðlaugsdóttir, Sigurrós Guðlaugsdóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Sigurjón Guðlaugsson. Við þökkum innilega auðsýndan vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar ELÍSABETAR FJELDSTED frá Ferjukoti Sérstaklega viljum við þakka yfirhjúkrunarkonu frú Þorbjörgu Einarsson og þeim starfsstúlkum hjúkrunar- heimilisins Sólvangs, sem önnuðust hana í veikindum hennar. Sesselja Fjeldsted, Kristtján Fjeldsted. Keðjuathöfn um manninn minn RAGNAR SIGURÐSSON frá Vopnafirði, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 10. júní kl. 2 e. h. F. h. aðstandenda, Björg Ólafsdóttir, Útför mannsins míns • A. F. KOFOED-HANSEN, fyrrv. skógræktarstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni nk. fimmtudag 13. júní kl. 2. siðd. Þeir, sem óska að heiðra minningu hins látna eru beðnir að minnast Landgræðslusjóðs. Emelia Kofoed-Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.