Morgunblaðið - 02.08.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLJÐIÐ Fötudagur 2. ágúst 1957 |A ustan Edens eftii John Steinbeck i 95 Hann tók bréfið upp úr vasa íinum og braut það í sundur: — „I>að er frá Ollie", sagði hann. — „Hún vill að við förum í heim sóknarferð til Salinas. Þau eru búin að búa út herbergi handa okkur uppi á lofti hjá sér. Hún vill að við kynnumst börnunum. Hún er búin að útvega okkur að- göngumiða á allar sýningar Chautauqua tímans. Þar ætlar t. d. Billy Sunday að glíma við Djöfulinn og Bryan að flytja gull kross-ræðu sína. Mig langar til að heyra hana. Það er að vísu gömul og bjánaleg ræða, en þeir segja að hann flytji hana þannig, að áheyrendurnir ætli alveg að springa af hlátri“. Liza nuddaði á sér nefið með mjölugum fingrunum: — „Er þetta ekki óskaplega dýrt?“ spurði hún áhyggjufull. „Dýrt? Ollie er búin að kaupa sðgöngumiðana. Þau ætla að gefa okkur þá“. „Við getum ekki farið“, sagði Liza. — „Hver ætti þá að sjá um búið á meðan?“ „Það gæti Tom gert. — Það er ekki svo mikið að sjá um á vet- urna“. „Honum myndi leiðast einver- an“. „Georg kæmi kannske og yrði □--------------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □---------------------□ hjá honum einhvern tíma. Þeir gætu skemmt sér við að veiða kornhænur. Sjáðu hvað Ollie sendi okkur með bréfinu, Liza“. „Hvað er það?“ „Tveir farmiðar til Salinas. Ollie segir að okkur sé engri undankomú auðið, þegar búið sé að kaupa miðana". „Þú getur selt þá og sent henni aftur peningana". „Nei, það get ég ekki. Svona nú Liza — mamma — ekki að gráta. Héran — hérna er vasa- klútur“. „Þetta er bollaþurka", sagði Liza. „Sestu nú hérna, mamma. Hérna. Ég hugsa að þessi óvænta frétt hafi komið þér úr jafnvægi. Hérna. Ég veit að þetta er bolla- þurka. Það er sagt að Billy Sun- day hreki Djöfulinn aftur og fram um sviðið". „Þetta er guðlast", sagði Liza. „En ég hefði nú samt gaman af að sjá það. Hefðir þú það ekki líka? Hvað sagðirðu? Lyftu nú höfðinu örlítið hærra. Ég heyrði ekki hvað þú sagðir. Hvað sagð- irðu?“ „Ég sagði: jú", svaraði Liza. Tom var að teikna, þegar Sam- úel kom inn til hans. Hann leit á föður sinn rannsakandi augum og reyndi að lesa áhrif bréfsins úr svip hans. Samúel leit á teikninguna: — „Hvað er þetta?“, spurði hann svo. „Ég er að reyna að finna upp útbúnað, sem opnar hlið, svo að maður þurfi ekki alltaf að fara út úr vagninum til að opna þau. Þessi stöng á að hleypa lokunni upp, þegar kippt er í hana“. „Með hverju á svo að opna hliðið?" „Ég hafði hugsað mér að nota sterka fjöður til þess“. „Og hvað lokar svo hliðinu?" spurði Samúel og athugaði teikn inguna mjög nákvæmléga. „Þessi slá héma“. „Ég held að ég skilji hvað þú átt við“, sagði Samúel, „og það kann að vera að hægt sé að fram- kvæma þetta, en það tekur lengri tíma, en að hlaupa hundrað sinn um niður úr vagninum og opna hliðið". Tom bjóst til varnar: — „Stund um, þegar hesturinn er fælinn". „Já, ég veit hvað þú átt við“, sagði faðir hans. — „En megin- orsökin mun nú samt vera sú, að þú hefur gaman af þessu föndri". Tom glotti: — „Rétt til getið“, sagði hann. „Tom, heldurðu að þú gætir séð um hús og heimili, ef við móðir þín brygðum okkur að heiman?" „Já, áreiðanlega", sagði Tom „Hvert hafið þið hugsað ykkur að fara?“ „Ollie vill að við heimsækj- um sig í Salinas og dveljum þar í stuttan tíma“. „Það væri gaman fyrir ykkur" sagði Tom. — „Vill mamma fara þetta?" „Já, ef það verður ekki of kostnaðarsamt". „Það er ágætt", sagði Tom. — „Hvað hafið þið hugsað ykkur að verða lengi í þessu ferðalagi?" Augu Samúels, glampandi og dálítið kaldhæðnisleg, hvíldu á andliti Toms. Eftir stundar þögn sagði hann: — „Það er þessi veiki tónn, sonur minn — þessi veiki undirtónn í rödd þinni, svo veik- ur að ég tók varla eftir honum. En hann er þar, engu að síður. Tom, sonur minn, ef þú og syst- kini þín búið yfir einhverju sam eiginlegu leyndarmáli, þá gildir það mig einu'*. „Ég skil ekki hvað það er, sem þú ert að tala um“, sagði Tom. „Þú mátt þakka guði fyrir það, að þig skyldi ekki langa til að verða leikari, Tom, vegna þess að þú hefðir orðið mjög lélegur leikari. Þið hafið líklega tekið saman ráðin, þegar þið hittust öll hérna síðast. Og þið hafið hugsað þetta og undirbúið það mjög vel. Ég þekki handbragð Wills á þessu. Þú þarft ekki að segja mér það frekar en þú sjálf ur villt". „En ég var alltaf á móti því", sagði Tom. „Nei, það hefði heldur ekki ver ið líkt þér. En segðu þeim ekki að ég viti hvernig í öllu liggur". Hann gekk til dyra ,en snéri svo við og kom aftur til Toms og lagði hendina á öxl hans: — „Ég er þér þakklátur fyrir það, að þú skulir vilja heiðra mig með sannleikanum, sonur minn", sagði hann. — „Það er að vísu ekki kænlegt, en það er drengi- legt". „Mér þykir vænt um að þið skulið ætla að fara þetta". Samúel stóð í smiðjudyrunum og leit yfir landareign sína: — „Það er sagt að móðir elski heit- ast Ijótt barn“, sagði hann og hristi ákaft höfuðið. — „Tom, nú ætla ég að launa þér með því að segja þér sannleikann, en þú verð ur að geyma hann í innstu hugar fylgsnum þínum og gæta þess vel að segja hann engum. Ég veit hvers vegna ég fer — og Tom, ég veit hvert ég fer og ég er ánægð- ur“. 24. KAFLI I. Ég hefi oft furðað mig á því, hversu lögmál lifs og dauða hef- ur misjafnlega sterk áhrif á fólk. Dauði Unu kippti jörðinni und- an fótum Samúels og svifti hann allri hamingju og hugarró á elli- árum. Hins vegar var Liza, sem ekki unni fjölskyldu sinni minna en eiginmaður hennar, hvorki ör- vingluð né yfirbuguð. Líf hennar virtist ekki taka neinum teljandi breytingum. Hún kenndi harms, en hún sigraðist á honum. Ég held jafnvel að Liza hafi samþykkt lífið, eins og hún sam- þykkti biblíuna, með öllum henn ar andstæðum og þversögnum. Hana hryllti við dauðanum, en hún vissi að hann var staðreynd og þegar hann barði að dyrum á Tvær slnikur vantar til starfa i heilsuhæli vort í Hveragerði. Uppl. í skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 11, kl. 9—12 næstu daga. Náttúrulækningafétag íslands. Á)tf/n 7&/W -shampoo freyðir undursamlega Eitta shampooið sem býSur ySur þetta úrva! BLATT fyrir þurrt hár. HVÍTT fyrir venjulegt hár. BLEIKT fyrir feitt hár. Heildverzlunin HEKLA hf, Hverfisgötu 103 — sími 1275. IF YOU DON'T HAVE ANY MONEY, SCOTTý I'LL GIVE YOU THIS PUP FOR £%*k THAT BELT ’—X KNIFE f J NOW f LET^ SEE il IF THIS . IS GOiNG H TO WOKK: Eftir Ed Dodd MARKÚS 1) — Ef þú hefur enga peninga, Siggi, þá skal ég skipta á hvolp- inum og hnífnum, sem þú ert með. — Þá segjum við það. 2) — Jæja, nú skulum við sjá, hvernig þetta gengur. 3) Og það gengur alveg eins og í sögu eða bezta ævintýri. Blinda folaldið eltir litla hvolpinn, sem heitir Bangsi, alla leið heim í Týndu skóga. heimili hennar, furðaði hún sig ekkert á því. Samúel kann að hafa hugsað um dauðann á heimspekilegan hátt, en raunverulega trúði hann ekki á tilveru hans. í hans heimi var dauðinn ekki meðlimur. —■ Hann og allt umhverfis hann var ódauðlegt. Þegar hinn raunveru- legi dauði birtist svo, þá var það neitun á þeim ódauðleika, sem hann trúði svo fastlega á og þetta stóra skarð, sem svo skyndi lega var höggvið í varnarmúr hans olli því að öll byggingin hrundi til grunna. Ég held að hann hafi alltaf vænst þess að geta afsannað dauðann, með rök- semdum sínum. Að dómi Lizu var dauðinn hins vegar staðreynd, sem allra beið og öllum var fyrirheitið. Hún gat gengið að störfum sínum eins og venjulega, með harm í hjarta og áætlað með fyllstu ró hversu mik inn mat þyrfti að ætla útfarar- gestunum. Og þrátt fyrir sorg sína gætti hún þess að Samúel hefði hreina, hvíta skyrtu og að svörtu sunnudagsfötin hans væru burstuð og blettlaus og að skórn- ir hans væru gljáburstaðir. Kannske þarf tvo einstaklinga svo ólíks eðlis, til þess að hjú- skapurinn reynist affarasæll, tvo einstaklinga, sem báðir hafa sinn styrk til brunns að bera, hvor á sínu sviði. Liza gaf Samúel nánar gætur eftir að þau höfðu afráðið að fara til Salinas. Hún vissi ekki með vissu hvað það var, sem hann hafði fyrir stafni ,en sem góð og umhyggjusöm móðir fann hún að það var eitthvað. Hún var full komin raunsæismanneskja. Raun verulega hlakkaði hún til þess að heimsækja börnin sín. Hún unni þeim og börnum þeirra. Hún tók hinsvegar engan stað fram yfir annan. Sérhver bústaður var ein- ungis hvíldarstaður á leiðinni til himins. Hún vann ekki vinnunn- ar vegna, heldur af því að verk- in varð að leysa af hendi. Og hún var þreytt. Það varð stöðugt erf- iðara og erfiðara að sigrast á gigtinni og stirðleikanum, sem lögðust á eitt með að halda henni sem lengst í rúminu á morgnana. En til þessa hafði hún ekki látið undan slíku. Og hún gerði sér mynd af himnaríki sem stað þar sem föt óhreinkuðust ekki og þar sem hvorki þurfti að elda mat né þvo Sflíltvarpiö Föstudagur 2. ágúst. Fastirliðii’ eins og venjulega. — 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. — 19.30 Létt lög (pJötur). — 20.30 „Um víða veröld". — Ævar Kvar- an leikari flytur þáttinn. — 20.55 Islenzk tónlist: Lög eftir Björgvin Guðmundsson (plötur). — 21.20 Upplestur: „Útsær", kvæði eftir Einar Benediktsson (Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum). — 21.35 Tónleikar (plötur). — 22.10 Kvöldsagan: „ívar hlújám" eftir Walter Scott; XVI. (Þorsteinn Hannesson les). — 22.30 Harmon- ikulög (plötur): a) John Molinari leikur. b) Three Jocksons leika og syngja. — 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 3. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Sjöfn Sigurbjörnsdóttir). 14.00 „Laug- ardagslögin". 19,30 Einsöngur: Tino Rossi syngur frönsk lög (plötur). 20.30 Frá Stokkhólmi: samfelld dagskrá. — Að gerð hennar og flutningi standa Guð- rún Jónsdóttir, Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir og Árni Gunnarsson 21.10 Tónleikar (plötur). 21.35 Upplestur: „Afmælisdagur", smá saga eftir Tarjei Vesás, í þýðingu Solveigar Jóhannsdóttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona). 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.