Morgunblaðið - 04.10.1957, Blaðsíða 9
Fðstudagur 4. okt. 1957
MORGVTSB1 4 Ð1Ð
9
Eyhildarholtsbræður. i>að er ekki á hverjum degi sem maður
er með þremur bræðrum í göngum.
utan af sviðakjamma eða smjör-
krúsinni svo og hvort maður
smurði rúgbrauðsneiðine eða
hangikjötið. En sem sagt eitt
„Hreins“-tólgarkerti í hvorum
kofa bjargaði þessu öllu við.
Sofnaði við ljúfan söng
Meðal gangnamanna í kofanum
við Ströngukvísl eru miklir söng-
menn. Man ég þar gleggst þá Ey-
hildarholtsbræður og Jósep und-
anreiðarmann frá Torfastöðum.
Sungu þeir margraddað og var
þarna saman kominn hinn efni-
legasti gangnamannakór. Aðrir
tóku undir hver með sínu nefi
og vil ég ekkert fullyrða um það
hvort raddirnar voru fleiri eða
fserri en gert var ráð fyrir 1 út-
setningu lagsins. Hins vegar eru
gangamenn fullfærir um að „út-
setja" fyrir sig sjálfir þegar því
er að skipta.
Ég var orðinn þreyttur og þrek
aður og skreið því fljótt niður 1
hreindýrspokann, sem ég hafði
fengið lánaðan til ferðarinnar. í
honum gat ég legið hvar sem var,
því meðan hann hlífði mér beit
mig hvorki kuldi né væta.sem
síðar kom á daginn. Við dunandi
söng þeirra félaga minna sofnaði
ég undir laginu „Grænkandi dal
ur góði“.
Vill ekki blaðamaðurinn
brennivín?
Einhvern tíma næturinnar
rumskaði ég við að ég var hristur
og spurður hvort „blaðamaður-
inn vildi ekki meira kaffi og
brennivín“. Ég hafnaði góðu boði
og sagði þessum ágæta vini mín-
um að fara að sofa í hausinn á
sér. En hann hló og hélt inn í
lávarðadeildina, en svo nefndum
við innri kofann, en við frammi
í hundakofanum sofnuðum á ný.
Nokkrum sinnum um nóttina
vaknaði ég við að hundarnir voru
að troðast yfir mig. Eldsnemma
um morguninn tók lítið hund-
kvikindi að urra rétt hjá mér.
Mun hann hafa átt eitthvað sök-
ótt við nágrannahundinn og varð
mér ekki svefnsamt úr þvi.
Enginn morgunsöngur
í aftureldingu tóku menn að
skreiðast á fætur. Enginn morg-
unsöngur var upp hafinn, hins
vegar heyrðist talað um helvítis
kulda og ákaft var spurt um kaffi
en enginn minntist á brennivín.
Vorum við allir heldur grámyglu
legir í framan er við gengum til
hrossa okkar, drógum að þeim
feldina, sem við höfðum breitt
yfir þau um nóttina og teymdum
þau á haga. Meðan þau nærðust
fengum við okkur kaffi og tókum
upp nestið. Hófst nú venjulegt
þras á milli okkar og hundanna
út af matnum. Mátti vart á milli
sjá hvorir höfðu betur. Friðuðum
við þá þó með kjötbeinum og
brauðskorpum, en við það urðu
þeir auðvitað hálfu ágengari. En
hver er sjálfum sér næstur og
eftir góða stund hafði hver étið
sitt. Með sjálfum sér vonaðj ég
bara að ekki væri ýkja langt síðan
hundarnir hefðu verið hreinsuðir
jafn ágengir og þeir voru við
matarskrínuna mína.
Kynni takast með mönnum
En nú var ekki til setu boðið
lengur. f dag áttu hinar eigin-
legu göngur að hefjast. Trússa-
hestarnir voru skildir eftir í girð
ingunni en iagt á reiðskjótana.
Höfðu menn ýmist einn eða tvo
til reiðar.
Tók ég nú smátt og smátt að
kynnast gangnafélögum mínum
sem ég hafði ekki hitt áður að
neinu ráði. Húnvetningana gat
ég varla sagt að ég hefði séð í
myrkrinu kvöldið áður Ég tók
eftir því að eldsnemma um morg-
uninn gengu 4 menn til moldar-
verka við kofa, sem stóð skammt
frá hinum eiginlega gangakofa.
Voru þeir að byggja hesthús.
aftan en ætlunin var að hann
færi i Áfangakofa sem er nokkru
ofar við kvíslina og gististaður
miðflokksmanna, sem t-nga
næstir fyrir austan okkur. Þurfti
eitthvað að dytta að kofanum en
miðflokksmenn voru væntanlegir
þangað um kvöldið. Enn var
haldið af stað og ekki áð fyrr en
uppi við hraunjaðar. Var jafnan
riðið hratt. Tóku nú við hin ill-
ræmdu hraun þar sem skiptist á
brunagrjót og grýttir sandar þar
sem hestarnir óðu í hófskegg.
Var þetta þung leið og erfið, en
ekki var dregið úr reiðinni. Var
ýmist riðið hratt brokk eða stökk.
Munu hraunin ekki vera minna
en 10 km leið og hef ég aldrei
riðið jafnhratt svo langt á jafn-
vondum vegi. Áð var örskamma
stund við ofurlitla vin í sar.dauðn
inni en síðan haldið aí stað á
fullri ferð að nýju. Loks vorum
við á Svörtukvíslarbökkum.
Lengra er ekki haldið fram á við.
Hér er áð, tekinn upp biti, sem
stungið hafði verið í vasann um
morguninn og drukkið með vatn
úr Svörtukvísl. Að lokinn; ofur-
lítilli hvíld tekur gangnastjóri að
skipta göngum. Þeir sem lengst
eiga að fara halda af stað og brátt
er allur hópurinn á hestbaki að
nýju.
Veður hefir til þessa verið gott.
Úrkomulaust að mestu en kalt
kvölds og morgna og frost um
nætur. Það er napurt hér uppi við
Hofsjökul. Hríðarhraglanda slítur
Þ i ób I e i kh ú s i ð:
Horft af brúnni
Effir Arthur Miller - Leiksfj. Lárus Pálsson
LEIKRIT Arthurs Millers „Horft | aðeins skal þess getið að það
Lndanreiðarmenniruir t.v. Jósep en t.h. Sigurður með gæðinga
sína.
Þetta voru undanreiðarmennirn-
ir tveir, en þeir eru húnvetnskir,
Jósep Sigfússon og Sigurður Sig-
urðsson. Fara þeir þremur dögum
á undan aðalgangnamannaflokkn
um og ríða með jökulröndum og
leita mun lengra fram en við
hinir. Höfðu þeir daginn áður
riðið allt inn fyrir Sátu og vestur
með Þverbrekkum. Voru þetta
virðingarmenn miklir meðal
gangnamanna og sátu vitanlega í
lávarðadeildinni á bekk með
gangnaforingja okkar Sig. Guð-
mundssyni frá Fossum. Voru þeir
undanreiðarmenn, gangnaforingi
og bróðir hans Sigurjón allir að
byggingu hesthússins. Var langt
komið byggingunni og hugðust
þeir ljúka henni áður en þeir
héldu heim úr þessum göngum.
Rætt var nú nokkuð um húsa-
kost þeirra gangnamanna og
kváðu sumir vanta bæði rafmagn
og síma í kofann. Fleira var
spaugað m.a. sagðist einn, er taldi
sig sannkristinn Framsóknar-
mann, mundu óðara kjósa Jón á
Akri ef hann léti þá hafa raf-
magn í Ströngukvíslarkofa. Fleira
var sér til gamans gert og tóku
menn nú óðum að hressast eftir
erfiða nótt.
Hratt riðið á vondum vegi
Klukkan átta var haldið af
stað upp með Ströngukvísl og
riðið greitt. Áð var við Herjhól
og skildi Sigurjón Guðmundsson
frá Fossum þar við okkur og reið
yfir kvíslina. Hafði hann staura
fyrir framan sig og torfljá lyrir
framan í okkur hér upp; á hraun
unum. Það er eins og jökulhöíð-
inginn vilji gefa okkur til kynna
að við sklum ekkert eiga við að
koma nær honum. Gott og vel
gamli minn. Við munum ekki
nálgast þig meir að þessu sinni.
Hér snúum við við. Héðan í frá
munum við nálgast byggðina á
ný við hvert fótmál.
vig.
af brúnni", sem undanfarið hef-
ur verið sýnt í helztu leikhúsum
í Evrópu og hvarvetna hlotið
frábærar viðtökur, var frumsýnt
í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld. —
Höfundinn er óþarft að kynna
því að Þjóðleikhúsið hefur áður
sýnt eftir hann tvö áhrifamikil
leikrit og snilldarlega samin, —
„Sölumaður deyr“ og „í deigl-
unni“.
Leikritið „Horft af brúnni",
hefur til að bera öll beztu ein-
kenni þessa ágæta höfundar, —
tæknilega snilli, djúpa sálkönn-
un og frábæra lýsingu umhverfis-
ins, („milieu") í fáum dráttum.
— Hann lýsir hér af nærfærni
og næmum skilningi tilfinning-
um og viðbrögðum þess manns,
sem ekki hefur lært listina að
slaka til, að sætta sig við helm-
ingaskiptin, en stendur heill og
óskiptur að þeim kröfum, sem
hann hefur bundið við hamingju
sína og líf. Og því skapar hann
sjálfum sér og þeim, sem hann
ann heitast, örlög þjáninga og
dauða. „Hann lét okkur þekkja
sig allan, og þess vegna held ég
að mér þyki vænna um hann en
alla skynsama skjólstæðinga. —
Og þó. — Það er betra að sætt-
ast á helmingaskipti, það hlýtur
að vera! Og þess vegna er sorg
mín, — ég neita því ekki —
blandin nokkrum ótta“. — Með
þessum orðum lýkur höfundur-
inn leiknum. Hér er ekki rúm til
þess að rekja efni leiksins, en
ALFERl (Haraldur Björnsson)
fjallar um kvæntan hafnarverka-
mann í New York og unga fóstur-
dóttur hans og frænku, sem hann
hefur ofurást á og getur því
ekki sætt sig við að gangi að
eiga ungan mann, sem býr á
heimili hans og hún elskar. —
Út af þessu rísa hin miklu átök
leiksins er leiða til hinna hörmu-
legustu úrslita.
Leikstjórinn, Lárus Pálsson,
hefur sett leikinn afburðavel á
svið. Hefur honum ásamt Lárusi
Ingólfssyni tekizt að búa leiknum
hið rétta umhverfi og heildar-
svipur sýningarinnar er með þeim
ágætum að vart verður á betra
kosið, á það jafnt við um hóp-
atriðin sem önnur atriði leiksins.
Hér fara þó tveir lítt reyndir
leikarar með veigamikil hlut-
verk, en gera þeim hin ágætustu
skil og á leikstjórinn vafalaust
sinn mikla þátt að því. Eru þetta
hinir ungu leikarar, Kristbjörg
Kjeld, er leikur fósturdótturina,
Katrinu, og Ólafur Jónsson er
leikur Rodolpho, unnusta henn-
ar. — Leikur Kristbjargar í leik-
ritinu „Sápukúlur" í Sjálfstæðis-
húsinu nú fyrir skömmu benti
til þess að hún byggi yfir góðri
leikgáfu og leikur hennar í hlut-
verki Katrínar virðist nær taka
af öll tvímæli í því efni. — Leik-
ur Ólafs er ekki eins öruggur,
en þó mjög áferðargóður.
Aðalhlutverkið, Eddi, fóstur-
föður Katrínar .leikur Róbert
Arnfinnsson. Er þetta mikið hlut-
verk og vandasamt, en Róbert
gerir því frábær skil. Gervi hans,
hreyfingar og svipbrigði eru í
fyllsta samræmi við skapgerð
þessa ástríðumikla manns og
framsögn Róberts er örugg og
eðlileg, svo að hvergi skeikar. —
Róbert hefur í þessu hlutverki
unnið enn einn mikinn leiksigur,
enda er hann nú í allra fremstu
röð íslenzkra leikara.
Regína Þórðardóttir leikur
Betrice, konu Eddi’s. Túlkar frú-
in afbragðs vel þessa hóglátu og
vonsviknu konu, er elskar marrn
sinn og horfir með vaxandi ótta
á vanstillingu hans og sálarstríð.
Helgi Skúlason, leikur Marco,
bróður Rudolpho. Þeir bræður
eru ítalskir innflytjendur, enda
leynir það sér ekki í hinu ágæta
gervi Helga. Leikur hans er
einnig mjög góður, skaphitinn
suðrænn og látbragð hans allt
eftir því.
Sögumann höfundarins, hinn
virðulega lögmann, Alferi, leik-
ur Haraldur Björnsson. Hlut-
Framh á bls. 19